Alþýðublaðið - 14.02.1980, Page 3

Alþýðublaðið - 14.02.1980, Page 3
Fimmtudagur 14. febrúar 1980 3 alþýðu Alþýðublaðiö: Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guðmundsson Stjórnmáiaritstjóri (ábm): Jón Baldvin Hannibalsson Blaðamenn: Garðar Sverris- son t Ólafur Bjarni Guðna- son og Helgi Már Arthursí- son. Augiýsingar: Elin Harðardóttir: Dreifingarstjóri: Sigurður Steinarsson Gjaldkeri: Halldóra Jóns- dóttir Ritstjórn og auglýsingar eru að Siðumúla 11, Reykjavik simi 81866. H f rikisstjórnin ætiar ekki að hækka skatta, ekki að hafa greiðsluhalla á fjárlögum, ekki að auka erlendar lántökur — þá hefur hún ekkert fé til ráðstöf- unar upp i loforðalistann sinn. Þarna rekur sig hvað á annars horn”. bannig kemst Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi fjár- málaráðherra, að orði um mál- efnasamning rikisstjórnar- .innar, i itarlegu viðtali við Alþýðublaðið i gær um stöðuna i rikisfjármálum og efnahags- málum. Þetta er kjarni málsins. Dæmið, sem svokallaður mál- efnasamningur hinnar nýju rikisstjórnar byggist á, gengur einfaldlega ekki upp. Annað hvort efna ráðherrarnir ekkert af þeim loforðum, sem þeir gefa um margvislegar félagslegar aðgerðir, ellegar þeir svikja loforðiö um enga nýja skatta. Dómbærum mönnum ber saman um, að loforðalisti rikis- stjórnarinnar kalli á aukna tekjuþörf umfram skattaáform i frumvarpi Tómasar Arna- sonar, sem nemur 25-30 millj- örðum króna á árinu 1980 og 30- 35 milljörðum i viðbót á árinu 1981. Það er e.t.v. ekki tilviljun, að hér ganga aftur sömu tölur um viðbótartekjuöflun i rikis- sjóð, og fólust i tillögum Alþýðu- bandalagsins, sem settar voru fram i vinstristjórnar viðræðum. Alþýðubandalagið vildi mæta þessari auknu tekju- þörf rikissjóðs m.a. með hækk- un veltuskatta á fyrirtæki, hækkuðum tekjuskatti og auknum eignasköttum. A sinum tima, kölluðu Fram- sóknarmenn þessar tillögur Alþýðubandalagsins lokleysur. Þeir töldu að i þeim fælist rot- högg á dreifbýlisverzlunina i landinu. í ritstjórnargrein Timans, 23. jan. s.l. var þessi stefna i rikisfjármálum talin leiöa til „bullandi halla á ríkis- sjóði, slagsiðu i lánamálum og sparifjarflótta, viðskiptahalla og vaxandi skuldasöfnun og loks holskeflu óðaverðbólgunnar að ári liðnu.” ,,Hver hefði fallizt á annað eins?” — spurði ritstjóri Timans, stórhneykslaður. N ú vitum við svarið við þvi. Framsóknarmenn hafa fallizt á allar lokleysurnar. Gunnar Thoroddsen og málaliöar hans hafa sömuleiðis undirritað lok- leysurnar með kurt og pi. Þeir eru búnir að gleyma þvi, að i kosningabaráttunni lofuöu þeir afnámi 19 skatta, sem rikis- stjórn ólafs Jóhannessonar tók upp á sinu 13 mánaða stjórnar- timabili. Fyrir kosningar tóku þeir einnig undir þá stefnu Alþýðuflokksins, að afnema bæri I áföngum tekjuskatt af miðlungstekjum. Allt er þetta nú gleymt og grafið. Þ að lofar ekki góðu, að for- sætisráðherra hinnar nýju rikis- stjórnar er þegar farinn að draga i land. Hann segir nú berum orðum, að menn eigi ekki að taka mark á þvi sem i mál- efnasamningnum er lofað. Það gerir að sjálfsögðu enginn, allra sizt þegar rikisstjórnin gerir það ekki einu sinni sjálf. En mörgum finnst það full fljótt að hverfa frá gefnum fyrirheitum á öðrum degi stjórnarsam- starfs. Nú segja stjórnarsinnar, að þessu megi fresta þangað til siðar. Eða að það megi alltaf taka lán. Þar að auki sé yfirleitt ekki mikið að marka svona „málefnasamninga”. Menn eigi að biða og sjá til, þvi að fram- kvæmdin skipti öllu máli. Það vill svo til, að ekki þarf að biða lengi eftir vitneskju um, hverjar efndir rikisstjórnar- innar verða.Prófsteinninn á það verður hið nýja fjárlagafrum- varp, sem fjármálaráðherra hyggst leggja fram innan skamms. Hann segist ætla að byggja á fjárlagafrumvarpi Tómasar Arnasonar. Það frum- varp felur i sér hækkun á tekju- skatti frá þvi sem var 1979. Þar við bætist, að forsendur þess, tekna- og gjaldamegin, eru nú með öllu óraunsæar. 1 athuga- semdum Þjóðhagsstofnunar við það frumvarp segir, að staða rikisfjármála verði veikari, einkum framan af ári 1980, en frumvarpið gerir ráð fyrir. Þessu veldur fyrst og fremst „að rikisútgjöld hafa orðið meiri á liðnu ári, en reiknað var með, og gefur það visbendingu um vanmat á útgjaldaþörf 1980. Teknamegin hefur tollahlutfall farið lækkandi og söluskatts- velta dregist saman að raun- gildi.” Fyrirsjáanlegar kaupgjaldsbreytingar munu stórhækka launareikninginn gjaldamegin. Hallarekstur rikisfyrirtækja og stofnana, vegna veröbindingar, mun auk þess magna rikisfjármála- hallann á næsta ári. Frumvarp Tómasar fullnægir þess vegna ekki lengur þvi markmiði núverandi rikis- stjórnar, að skila greiðsluaf- gangi á fjárlögum. Þar við bætist, að þar er hvergi gert ráö fyrir útgjaldaauka vegna loforðalista núverandi rikis- stjórnar upp á 30 milljarða. Þetta dæmi gengur þess vegna einfaldlega ekki upp. Að fenginni reynslu af ófarnaði fyrrverandi rikis- stjórnar, viðurkenndu forystu- menn bæði Framsóknar og Alþýðubandalags i nýliðnum stjórnarmy ndunarviðræöum, að sú rikisstjórn hefði gert reginskyssu i þvi aö byrja sam- starfið með óskalista einan að leiðarljósi i stað raunsærrar langtimastefnu. M.a. Lúðvik Jösepsson, kvað upp úr um nauðsyn þess, að binda nú alla enda fasta. En i stað þess að láta sér reynsluna að kenningu verða, hafa þeir endurtekið sömu mis- tökin. Loforðalistinn átti að skýla pólitiskri nekt þeirra. En hann hefur reynzt vera ofinn úr sama þræði og nýju fötin keisar- ans. Hann er gagnsær. JBH NÝJU FÖTIN KEISARANS Tími til ad huga ad nýju öryggi farþegaflugs Almennt farþegaflug sýnir mjög góðan , öryggisferil. En geta núverandi framleiðendur flugvéla og flugfélögin krafizt heiðurs fyrir þetta? Uppljóstranirnar eftir DC-10 hrapið við Chicago gefa i skyn, að góð gæfa hafi ekki átt litinn hluta að mali Brestir hafa fundizt á fleiri og fleiri stöðum á hreyfla- festiturnum DC-10. Hroðvirknislegt viðhald hefur komið i ljós hjá velmetnum flug- félögum.FAA (FederalAviations Administration = Flugferðaeftir- lit Bandarikjanna) hefur grun um, að frumhannanir frá McDonnel Douglas geti verið gallaðar og hefur þvi tekið DC-10 úr umferð með þvi að afturkalla „Flughæfnisvottorð” þeirra. Flugmálastjórnir um allan heim hafafetaöi fótsporFAA og festá jörðu niðri allar þær 270 DC-10, sem i rekstri voru. FAA hefúr veriö álasað (af misskilningi) fyrir að vera of fljótt á sér. Vegna þrýstings frá flugfélögum, sem treysta á DC-10 (svo sem Laker og Lufthansa), ætla flug- mála-yfirvöld í EEC-rikjunum að gefa út I næstu viku sitt eigið „Flughæfnisvottorö”, nema að FAA gefi þeim góða og gilda á- stæðu fyrir töku DC-10 Ur umferð. Hingað til hafa Amerikanar engu svarað og neitaö að gefa upp „Kapitula og vers” fyrir aögerö- unum. Þeir segja, að þeir séu ennþá að rannsaka málið. Á með- an munu þeir banna DC-10 frá Evrópurikjum að fljúga til og jafnvel yfir landssvæði Banda- rikjanna. Astandið hjá mörgum flug- félögum myndi skána, ef leyfð yrði langflugsgerðin af DC-10. Þessi gerð (DC-10-30) hefur ekki lent i neinum vandræðum. DC-10 hefur lent i fjórum mis- munandi tegundum af banvænum slysum vegna tæknilegra ágalla : 1. Einu sinni hefur hreyfill sprungið, og gert gat á far- þegarýmið. Einn farþegi sog- aðist út. 2. Tvisvar hafa dyr lestarrýmis dottið af á flugi og gólf ið þar yfir hrunið saman. 1 öðru tilvikinu, við Paris 1974, fórust 346 far- þegar. 3. Einu sinni hefur hjólbarði brostið og hjólabúnaður lagst saman, eftirað hætthafði verið við flugtak. Tvennt fórst I brun- anum, sem fylgdi þessu slysi. 4. Siðast datt hreyfilsfestiturn af við Chicago, 275 manns fórust. Var frumhönnun flýtt um of til að verða á undan Lockheed’s TRISTAR, sem veröur keppi- nautur? DC-10 hefur þrjú vökvaþrýsti- kerfi, aðrar breiðþotur hafa fjög- ur. Er þetta ekki öruggt? Er stjórntækjum og aflkerfi komið fyrir á stöðum, sem auövelda framleiðslu, en gera þær hættu- legri og veikari fyrir skemmd- um? Við þessum og öðrum undir- stöðu-spurningum viðvikjandi DC-10 verður aö fást svar. Hér er um að ræða allar breiðþotur, ekki sizt nýju þoturnar, sem er verið að undirbúa og verða samþykkt- ar, 757 og 767 hjá Boeing og Air- bus A310. Nú er búizt við, að þær verði allar i smiðum allt til ársins 2.000. Aðferðin, hvernig flestar flug- vélar fá flughæfnisvottorð, liggur nú undir grun. Ef undirstöðugall- ar eru i DC-10, hvers vegna var ekki tekið eftir þeim, þegar frumhönnunin var rannsökuð? Amerisk yfirvöld hafa alltaf á auðveldan hátt látið ábyrgðina á rannsókn I hendur hönnuða fram- leiðendanna sjálfra. Spurningin um, hvað miklar tilraunir gera skuli til þess að flugvél fái flug- hæfnisvottorð, þarfnast skjótrar endurskoðunar. Allt siðan Com- etslysin hentu fyrir 25 árum, hafa flugvélahlutar verið hannaðir, annað hvort (a) til að vera öruggir, eftir að skipt er um þá, sem venjulega á við hreyfilhluta, eða (b) vera „Fail-Safe”, sem á við flesta hluta fluggrindarinnar, „Fail-Safe” þýðir, að grindin inniheldur auka-styrkingu, sem venjulega reynir ekki á, en er fær um að taka við auka-álagi, ef aðalhlutar grindarinnar skyldu bresta. Hönnuðir kalla þetta „að sjá fyrir auka-álagsleið”. Auka- hlutunum er ætlaö langt lif i notk- un (ef til villlOOOHlugtima eða enn meira), þar til bilunin á aðalhlut- unum kemur i ljós við næstu alls- herjarskoðun. Hreyfilfestiturn DC-10 átti að vera „Fail-Safe”. Kviðavænleg- ustu staðreyndirnar — frá nýlegri skýrzlu BCAA (British Civil Avi- ation Authority = Breksa far- þegaflugsyfirvald) umslys á Bo- eing 707 — er það, að „Fail-Safe-útbUnaöur sjálfur geti brostið, eftir þvi sem flugvélin verður eldri. Eðlilegt slit með tæringu og þviliku geta minnkað öryggið, sem hannað var fyrir. Stélið á Boeing 707 datt af vegna málmþreytu og flugvélin, (sem til allrarhamingju vareinungis með farm) stakkst á nefið niður i jörð- ina. Hönnun vélarinnar átti að vera „Fail-Safe”. Litlar eða eng- ar tilraunir fóru fram með málmþreytu. Hönnuðirnir gátu sagt, að þeir hefðu hannað (a) „Fail-Safe” gerð og (b) með að nota skurðllnur utan marka, sem fundnar voru á öðrum þraut- reyndum gerðum. Slikri rök- semdafærzlu var beitt i Ameriku um marga hluti af DC-10. Evrópumenn, sérstaklega Bret- ar, hafa alltaf óskað nákvæmari tilrauna með málmþreytu. Geysi- stór spurningarmerki hafa lika risið upp viðvikjandi bæði aðferð- um við viðhald og skoðanir, að- ferðum, sem flugfélögin nota. Notkun gaffallyftara til þess að setja I heila hreyfla á turnum, sem er mótsett fyrirmælum framleiðenda,geta veriö einungis fyrstu dæmin, sem i ljós koma um hroðvirkni i viðhaldi. Það er satt, að árangursrikar rannsóknir ogeftirlit komast sjaldan i blöðin eða orsaka stórar fyrirsagnir (nema i sérstökum tilvikum, svo sem þegar British Airways fundu sprungur i vængjum á TRIDENT, áður en slys henti, en ekki eftir).' En sumt af eftirlitinu er háð heppni, frekar en framsýni. Sprungan I stéli Boeing-þotunnar, sem hrapaði, byrjaði að myndast 7.200 flugferðum áður en stéliö aö lokum brast. Hálfan þann tima hefði hún verið sýnileg að utan úr flugvélinni, ef eirihverjum hefði veriðsagt, hvarhannætti að lita. Nærri 40 aðrar 707 sýndu sig að hafa samskonar sprungur, þegar flugflotinn var athugaður. Aö mestu leyti sama skeði með sprungna festinguna á DC-10. Breytinga er þörf i hönnun, reynslu, eftirliti, viðhaldi og yfir- eftirliti. Þvi miður eru það breytingar, sem ekki verða ódýr- ar. Ætli stjórnmálamenn samþykki að þvinga fram slikar breytingar, sérstaklega gegn mótmælum flugiðnaðarins, sem alltaf þykist vita bezt? Far- þegaflug er eftir hagtölum, bölvanlegum, alveg sérstaklega öruggt. Enhinarmiklu umbætur I farþegaflugi siðastliöin 20 árhafa gengið hægar og ýmis yfirvöld óttast, að þeim hafi byrjað að hraka. Hér eru meðtalin Amerisku flugfélögin, sem yfir- leitt hafa verið hin öruggustu i heiminum, eða meðal hinna öruggustu. Heildarinnflutningur nam 278.5 milljörðum 1979 Heildarútflutningur landsmanna nam 278.5 milljöröum króna árið 1979 þar af nam útflutningur iðnaðarvara 60.4 milljörðum eða 21.7% af heildarútflutningi. Otflutningur áls nam 37.4 milljörðum en kisiljárns 3.3 milljörðum eða samtals 40.7 milljörðum, sem jafngildir 14.6% af heildarútflutningi. Útflutningur annarra iönaðarvara nam hinsvegar 19.6 milljörðum eða 7% af útflutningi landsmanna og er það svipaö hlutfall og undanfarin ár (var 6.3% árið áður). Hins vegar hefur útflutningsverðmæti iðnaðarvöru aukist hraðar á árinu en útflutn- ingsins i heild, sem aftur bendir til þess að markaðir hafi verið hagstæðir og hagstæöari en markaðir fyrir íslenska útflutnings vöru i heils. Að vanda eru það fjórar útflutningsiðngreinar, sem bera uppi útflutninginn en aðþ eru ullarvörur, skinn og skinnavörur, niðursuða og kisilgúr og nemur útflutningur þessara fjögurra vöruhópa 85% af heildar iðnaðar vör uútf lutningi. Langt fyrirferðamestur er útflutningur ullarvara, samtals 8.3 milljarðar eða 42% af heildariönaðarvöruútflutningum. Þessi útflutn- ingur varáöur 4.5 milljarðar og hefur þvi aukist að verðmæti um 84% en að magni um tæp 13%. Útflutningur skinna og skinnavara nam að þessu skinni 3.6 mill- jörðum en haföi árið áöur numið 2.1 milljarði. útflutningur niöursuðu man 3.1 milljarði hafði áöur numið 2 mill- jörðum og útflutningur kisilgúrs 1.8 milljörðum en var áður 1.3 milljarður. Útflutningur vara til sjávarútvegs ýmist rekstrarvara (veiðar- færi, umbúðir) eða vélar og tæki nema samtals 1.2 milljörðum króna en nam i fyrra 0.7 milljörðum og hafa þvi næstum tvöfaldast á árinu. Fyrirferðamesti hlutinn i þessum útflutningi eru veiöarfæri og veiðarfærahlutar samtals 0.7 milljarðar en vélar og tæki eru ört vaxandi þáttur og nemur nú útflutningur þeirra 0.25 milljörðum kr óna. Einn vaxtarnesti útflutningurinn á árinu var vikurútflutningurinn er jókst úr 45 milljónum króna i 206 lljónir eða rúmlega fjórfaldaðist.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.