Alþýðublaðið - 12.04.1980, Síða 3

Alþýðublaðið - 12.04.1980, Síða 3
Laugardagur 12. apríl 1980 3 „Ekki kæmi þeim er þetta ritar á óvart, að þjóðin muni kunna vel að meta ákveðni Alþýðu- flokksins i efnahagsmálum, þegar núverandi rikisstjórn er búin að leiða hana gegnum Heljar- dali gengissigs, skattpiningar, stórhækkaðra rikisskulda, óðaverðbólgu og markaðshruns. Þvi að engan spámann þarf til að sjá, að nú er sigl- ingarstefnan þessi.” (Bragi Sigurjónsson, fv. alþm.) alþýðu n m Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guömundsson Stjórnmálaritstjóri (ábm); Jón Baldvin Hannibalsson Blaöamenn: Helgi Már Arthursson, Ólafur Bjarni Guönason. Auglýsinga- og sölustjóri: Höskuldur Dungal Dreifingarstjóri: Siguröur Steinarsson Gjaldkeri: Halldóra Jóns- dóttir Ritstjórn og auglýsingar eru aö Siöumúla 11, Reykjavik, simi 81866 Bragi Sigurjónsson, fyrrver- andi alþingismaður birti nýlega grein i Dagblaöinu, undir fyrir- sögninnú AÖ standa viö orð og stefnu. 1 þessari grein rifjaöi Bragi upp samhengiö i baráttu Alþýöuflokksins allt frá þvi fyr- ir kosningar 1978, fyrir gagn- gerri kerfisbreytingu i íslenzk- um efnahagsmálum. Hann dregur upp mynd af ástandinu, eins og þar var I þann mund sem Alþýöuflokkurinn rauf stjórnar- samstarf viö Framsókn og Al- þýöubandalag á s.l. hausti. Af þvi tilefni segir hann: „Segja verður, aö stjórnar- samstarf Framsóknar, Alþýðu- bandalags og Alþýðuflokks, hafi leikið á reiöiskjálfi frá upphafi til enda. Atökin um efnahags- málin voru linnulaus. Alþýðu- flokkurinn freistaði þess eftir föngum aö standa viö kosninga- loforö sin um gerbreytta efna- hagsstefnu. En þar stóð Alþýöu- bandalagiö öndvert gegn.Áróö- ur þess var sá, aö Alþýöuflokkur vildi leysa efnahagsvandann á kostnað launþega, en blés á þann málflutning Alþýðuflokks- ins, að allir yröu að fórna nokkru, svo aö lag kæmist á hlutina. Framsókn þóttist bera klæði á vopn meö þvi að fylgja Alþýöu- bandalaginu annað veifiö, en Alþýöuflokknum hitt og tókst á þann hátt vel að draga bit úr flestum ráöstöfunum sem 5 annaö borö fengust fram. Aldrei slokknaði glóð tortryggni og óheilinda og von um batnandi samstarf og trúnaðartraust náði aldrei aö komast undir skemmri skirn, hvað þá að veröa með heilsu.” þegar þessu lánlausa stjórnarsamstarfi lauk, var ófagurt um að litast I islenskum þjóöarbúskap. Um það segir Bragi: „Enn stefndi i vaxandi er- lendar skuldir. Enn stefndi i vaxandi yfir- drátt hjá Seðlabanka. Enn stefndi i aukna eyðslu rikisbáknsins. Enn skálmaði verðbólgan áfram með vaxandi skrefalengd o.s.frv.” Þótt Alþingi væri aö koma saman var enn djúpstæöur ágreiningur um fjárlagafrum- varp og lánsfjáráætlun, um skattapólitik og landbúnaöar- pólitik, svo eitthvaö sé nefnt Alþýöuflokkurinn haföi hlotið kjörfylgi sitt vegna fyrirætlana og loforöa um gerbreytta efna- hagsstefnu. Þeim málum hafði hann ekki komið fram vegna andstööu annarra flokka, sem ekki vottaöi fyrir aö myndi lin- ast. Alþýðuflokkurinn vildi ekki bregðast kjósendum sinum með þvi að rorra i stjórn, sem engum átökum orkaði stefnu hans og þeirra til framgangs. Slikt væri ekki þjónusta viö lýöræöi, slævöi skil milli flokka cg úrræöa þeirra, auk þess sem ósæmiiegt væri að taka þátt i þvi, sem skoðun stefna og sannfæring benti til, að leiddi til ófarnaðar þjóöinni. Bragi bendir á, aö stjórnar- kreppan eftir vetrarkosn- ingarnar og aðgeröir núverandi rikisstjórnar i efnahagsmálum, sýni svart á hvitu, aö ágrein- ingurinn milli Alþýöubandalags og Framsóknar annars vegar, og Alþýðuflokksins hins vegar, er óbrúanlegur. Alþýöuflokkurinn vill setja frekari útþennslu rikisgeirans ákveönar skoröur. Tviflokkarn- ir kunna sér ekkert hóf i þenslu rikisútgjalda og rikisafskipta. Alþýöuflokkurinn vill mæta erfiöleikum atvinnulífs og heimila vegna versnandi við- skiptakjara og stöönunar i þjóðarframleiöslu með minnk- un skattheimtu. Stjórnar- flokkarnir kunna sér ekkert hóf i aukinni skattheimtu. Alþýðuflokkurinn viil binda endiá eyðslu ríkisvaldsins langt umfram skatttekjur, i formi er- lendrar skuldasöfnunar og seðlaprentunar. Stjórnar- flokkarnir halda áfram á sömu braut og láta viðvörunarorð stjórnarandstöðunnar sem vind um eyrun þjóta. Alþýöuflokkurinn fullyrðir að efnahagsmálum Islendinga verður ekki komiö á réttan grundvöll, fyrr en skattpiningu almennings, til þess aö halda uppi kolvitlausri landbúnaöar- pólitik, hefur veriö hnekkt. Stjórnarflokkarnir eru ekki til viðtals um neinar breytingar i landbúnaðarmálum, sem máli skipta. þannig mætti lengi telja. Lið- hlaup Gunnars Thoroddsens og félaga yfir i herbúðir Alþýöu- bandalags og Framsóknar, hef- ura.m.k. haft eittgotti för meö sér. Linumar milli stjórnar og stjórnarandstööu hafa naumast i annan tima veriö jafn skýrar i islenzkum stjórnmálum. Sú óvenjulega breytni Alþýöu- flokksins, aö fara fremur úr stjórn, en hvika frá kosningalof- oröum sinum og stefnu, á stærstan þátt i þvi, aö linurnar hafa ný skýrzt. Um þetta segir Bragi Sigurjónsson að lokum: A f þessari stefnufestu mun Alþýöuflokkurinn örugglega efl- ast, þegar almenningur fer aö hugleiöa málin. Aö segja eitt fyrir kosningar og annaö eftir, gerir kjósendur ráðvillta. Kannski er þaö þessi stefnufesta Alþýöuflokksins, sem nú gerir Framsókn og Alþýðubándalagi hvaö heitast I hamsi gagnvart honum, Alþýðubandalagið hefur skriplaö á kauphörkustefnu sinni og herandstööu fyrir stjórnarstóla, og skammast sin fyrir undir niöri. Framsókn hefur skriplað á viðnámsloforöum gegn hækkun erlendra skulda, halla i rikis- rekstri og aukinni veröbólgu. Þar situr henni fleinn i holdi. Ekki kæmi þeim, er þetta rit- ar á óvart, aö þjóöin muni kunna vel aö meta ákveöni Al- þýðuflokksins i efnahagsmál- um, þegar núverandi rikisstjórn veröur búin að leiöa hana gegn- um Heljardali gengissigs, skatt- piningar, stórhækkaöra rlkis- skulda, óöaveröbólgu og mark- aöshurns. Þvi aö engan spá- mann þarf til aö sjá, aö nú er siglingarstefnan þessi.” — JBH Á MÓTI MOÐSUÐUNNI Utþenslustefna Sovétríkjanna: Notfæra Sovétmenn sér gíslatökuna til ihlutunar í fran? Þaö hefur vafizt nokkuö fyrir mönnum aö eera sér grein fyrir þvi hverjir þaö eru sem stóöu fyrir og halda gfslunum, banda- rlsku, f sendiráöi Bandarikj- anna I Teheran. Margt bendir til þess aö hér sé ekki um aö ræöa stúdenta heldur þrælvel þjálfaöa sveit vopnaöra öfgasinna. Ein skýr- ingin hljóöar svo, aö margir forystumanna „stúdentanna” séu meölimir „Tudeh-flokks- ins”, sem sagöur er vinstrisinnaöur Moskvu- kommaflokkur. Þaö hefur jafn- vel veriö haft á oröi, aö flokkur þessi taki viö skipunum frá Moskvu, þó vandséö sé hvernig slikt samband ætti aö vera; nú. Hugsast getur aö gislunum verði gert mein. Þetta þýöir aö Carter Bandarfkjaforseti veröur tilneyddur aö reyna aö beita sér fyrir þvl aö gislunum veröi bjargaö. Þetta hefur I för meö sér aö Bandarlkjamenn yröu aö beita hervaldi og ráöast inni Iran. Þetta bæti afturámóti réttlætt ihlutun Sovétrlkjanna á svæöinu, en þaö veröur að telja þaö liklegt I ljósi atburöanna I Afghanistan, aö Sovétmenn láti ekkert þaö tækifæri ganga sér úr greipum til aö öölast meiri itök á svæöinu. Eftir innrásina I Afghanistan er liklegt aö Sovétmenn séu varari um sig, en vegna hræöslu viö þær afleiöingar, sem ástandiö I íran hefur fyrir þá sjálfa er llklegt aö þeir séu til- búnir til þess aö taka töluvert mikla áhættu á sig jafnvel staö- bundin átök viö Bandarlkja- menn. Bandarlkjamenn hafa sent úrvalssveitir úr landgönguliöi flotans til Indlandshafs. Þetta eru sérþjálfaöar sveitir, sem nota á þegar upp koma mál svipuð þvi sem nú er staðreynd i lran. A sama hátt hafa Sovét- menn sent svipaöar sveitir til þessa heimshluta. Taliö er aö þessar sveitir munu grlpa inn I svo framalega sem bandarisku landgönguliöarnir reyni aö frelsa gislana I sendiráöinu i Heheran. Þá er þess aö geta, aö Sovét- menn hafa dregiö saman mikinn herstyrk á landamærum Iran og Afghanistan. Höfuö- stöövar þessa herafla eru I grennd viö borgina HERAT og sunnan viö hana. Ekki er taliö aö Sovétmenn muni þó fara inn I íran frá þessu svæöi. Almennt er álitiö aö leiöin frá Kákasus-héruöunum sé heppi- legri þar sem sú leiö liggur betur viö. Innrás frá Herat mundi leiöa Sovétmenn til svæöa i nágreinni Balukistan. Þaö er kannski einmitt þaö sem Sovétmenn stefna aö. Sú leiö opnar þeim aögang aö Indlandshafi, en á þaö var lögö rik áherzla I fréttaskýringum stuttu eftir innrásina I Afghan- istan, aö hún væri gerö I þeim tilgangi einum, aö ryöja sér leiö til sjávar, til Indlandshafs. Þetta mundi opna Sovét- mönnum nýja og ævintýrlega útþenslumöguleika og skapa þeim tækifæri til aö lama ollu- leiöina frá Persaflóa til Evrópu og Amerfku. I framhaldi af þessu er hægt aö hugsa sér aö Sovétmenn beittu sér fyrir stofnun Lýöveldis Balukista á Irönsku landi. Slikt lýöveldi mundi án efa virka sem hvati á baráttu Balukista I Pakistan og opna þar meö Sovétmönnum enn meiri möguleika. Þrátt fyrir yfirlýsingar Sovét- manna sjálfra er þaö ljóst aö hernaöarbrölt þeirra á þessum slóöum er fyrst og fremst gert i þeim tilgangi aö komast aö sjó, ná flotaaöstööu viö Indlands- haf til aö tryggja sér betri stööu gagnvart Evrópu, þvi aö þaö má ekki gleyma því aö þaö cr Evrópa sem Sovétmenn hafa áhuga á. Þar er tæknikunnáttan sem þá vantar, þar eru góöir markaðir, þar er háþróaö fram- leiöslukerfi. Þaö er þetta sem Sovétmenn vantar til aö geta náö takmarki sínu, aö ná heims- yfirráðum. Sovétmenn eru ekki tilbúnir til þess aö taka áhættuna af kjarnorkustrlöi til aö ná tak- marki sinu, en þeir eru tilb’únir til aö taka áhættuna af staðbundnum átökum viö bandarikjamenn fjarri land- svæöum þeirra síöarnefndu. Þaö gæti hugsast aö þeir not- færöu sér glslatökuna I Teheran til aö færa sig ofar á skaftiö. Bani-Sadr á bæn. Hann skyldi þó ekki vera aö biöja æöri máttarvöld um styrk og ráö gegn útþenslustefnu Sovétmanna? Bann vid þorskveidi í net fyrir Sudur- og Vesturlandi Ráðuneytið hefur ákveöiö, aö stööva þorsknetaveiöar frá há- degi 30. april næstkomandi á svæöinu frá Eystra-Horni suöur, vestur og noröur um aö Bjarg- töngum. Bann þetta gildir að svo stöddu til 21. mai næstkomandi. Ákvörðun þessi er tekin eftir umræöur i rikisstjórn og fundi meö hagsmunasamtökum i sjávarútvegi og sjávarútvegs- nefndum Alþingis. Byggist ákvörðun þessi á þeirri forsendu, aö afli á þessu svæöi hefur þegar náö þeim viðmiöunarmörkum, sem lögö voru til grundvallar um þorskafla á vetrarvertiöinni, en meö þeim var gert ráö fyrir svip- uðum afla og i fyrra. Þar sem bátaafli á Vestfjörð- um, fyrir Noröuriandi og Austur- landi er minni en í fyrra, hefur ráöuneytiö ákveöiö aö fresta ákvöröun um stöövun þorskneta- veiöa á þessu svæöi um sinn og sjá hvernig þróun aflabragða veröur i aprilmánuöi. r----------------------------------------— : jffc Laust embætti PW er forseti íslands veitir 'snjiuuiao Embætti rektors Menntaskólans við Hamrahlið er laust til umsóknar. Laun skv. launakerfi starfsmanna rlkis- ins. | Umsóknir um embættið, ásamt upplýsing- um um menntun og fyrri störf umsækj- enda, skulu sendar menntamálaráðuneyt- inu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavlk, fyrir 9. mai n.k. ; Menntamálaráðuneytið 9. apríl 1980. UPPBOÐ verður haldið I félagsheimilinu Stapa I Njarðvik laugardaginn 12. april n.k. kl. 13.30. Seldur verður upptækur vamingur, þar á meðal Land Róver bifreið, hljómburðar- tæki, útvörp, hljómplötur, fatnaður, skrautmunir og ýmislegt fleira. Greiðsla fari fram i reiðufé við hamars- högg. Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli. 31. marz 1980.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.