Alþýðublaðið - 12.04.1980, Qupperneq 4
4
Laugardagur 12. apríl 1980
Helga Möller og RagnheiOur
RíkharOsdöttir hafa komið
mjög viö sögu við undirbúning A . „-„-„j' r rn ,
stjómmáiaskóia urt vBX3ndi sxarfsGVTii S3iTiu3nds
Alþýðuflokkskvenna.
Alþýduflokkskvenna:
Stjórnmálaskóli settur
laugardaginn 19. apríl
Eins og greint var frá i siðata
blaði fer af stað Stjórnmálaskóli
Alþýðuflokkskvenna laugar-
daginn 19. april kl. 10.00. Skólinn
er rekinn af Sambandi Alþýðu-
flokkskvenna og verður forstöðu-
kona hans, eða skólastjóri, Helga
Möller, Garðabæ.
Með þvi að þessi skóli fer af
stað rætist áralangur draumur
Sambands Alþýðuflokkskvenna.
Lengi hefur verið talað um slikan
skóla og nauðsyn þess að reka
slikan skóla, en nú fyrst verður
hannað veruleika. Alþýðuflokks-
konur telja að skóli sem þessi eigi
eftir að verða mikil lyftistöng i
þeirri baráttu Sambandsins, að
efla og styrkja stöðu Alþýðu-
flokkskvenna bæði innan flokks
og utan .
Samband Aiþýðuflokkskvenna
var stofnað i október 1972. Þrjú
félög stóðu að stofnun Sambands-
ins og hefur starfsemi Alþýðu-
flokkskvenna stóraukizt na
blómstrað siðan sambandið var
stofnað. Sambandið telur i dag tiu
félög með rúmlega eitt þúsund
starfandi konum.
Sambandiö hefur gengist fyrir
ráðstefnum hvers konar og
haldnir hafa verið fjórir lands-
fundir. Af ráðstefnum, sem
haldnar hafa verið, ber hæst ráð-
stefnur þær sem haldnar voru um
Barnið i samfélaginu, og haldnar
voru i tengslum við Barnaár
Sameinuðu Þjóðanna.
Um mánaðarmótin mai-júni
verður haldin sjöunda ráðstefnan
og verður umræðuefnið þá „Staða
hinna afskiptu konu i ísienzku
þjóðfélagi.” 1 þessu sambandi er
ætlunin að gera úttekt á stööu
konunnar og á þeim grundvelli
móta heildarstefnu á þessu sviöi.
Hin afskipta kona er,
samkvæmt skilningi Alþýðu-
flokkskvennanna, sú sem er
miðjum aldri, einangruö á heimili
sinu eftir að börnum hefur verið
komið á legg. Þær benda á, að
margar þessara kvenna skorti
möguleika til endurmenntunar og
þar meö takmarkist atvinnu-
möguleikar þeirra mjög mikið.
Þá falla undir þessa skilgreiningu
konur, sem vegna fötlunar eöa
vegna skapgerðabresta, eða
annarra hluta vegna, hafa ein-
angrast i samfélaginu.
Tilgangurinn með umræðuum
er sá að setja fram tillögur og
benda á úrræði til aö þessar konur
eigi þess kost að komast út úr
þeirri einangrun sem þær eru
hnepptar i.
Samstarf viö norræn
systursamtök.
Samband Alþýðuflokkskvenna
hefur undanfarin ár tekið þátt I
samstarfi norrænu systursam-
takanna. A vegum systursamtak-
anna hefur verið efnt til náms-
vikna á hverju sumri og hefur
Samband Alþýðuflokkskvenna
hér tekið þátt i nokkrum slikum
námsvikum. Slik námsvika hefur
einu sinni verið haldin hérlendis.
Ráðstefnan var haldin á Laugar-
vatni og var umræðuefnið
„Barnið i þjóðfélagi jafnaðar-
stefnunnar.” Var sú ráðstefna
fjölsótt og heppnaðist geysivel, að
sögn forystukvenna i Sam-
bandinu. Næsta sumar verður
ein slik námsvika eða ráðstefna
haldin i Sörmark i Noregi. A
námsvikunni verða tekin fyrir tvö
mál eða málaflokkar. 1 fyrsta lagi
verður rætt um Afvopnun,
afvopnunarviðræðurog ástandið i
heiminum i dag og i öðru lagi
verður rætt efni undir heitinu
„Svo iengi lærir sem lifir.” Þar
verður fjallað um fullorðins-
fræðslu og endurmenntunar-
möguleika og stöðu konunnar i
sambandi við þessa þætti, sem
verða stöðugt umfangsmeiri i
nútima þjóðfélagi.
Eins og áður sagði hefur starf-
semi Sambands Alþýðuflokks-
kvenna verið ört vaxandi allt frá
stofnun. Formaður sambandsins
frá upphafi hefur verið Kristin
Guðmundsdóttir og hefur hún
verið mjög drifandi i embætti.
Sambandið hefur unnið i nánu
samstarfi við Jóhönnu Sigurðar-
dóttur alþingismann.
Starfsgleði og stórhuga
framkvæmdir.
Það kom fram i stuttu spjalli
sem Alþýðublaðið átti við þær
Helgu Möller og Ragnheiði
Rikarðsdóttur, aö starfsgleði og
stórhuga framkvæmdir hefðu
einkennt starfssemina frá
upphafi. Þær gátu þess i leiöinni,
að svo virtist sem þeim yrði
meira úr verki en karlmönnunum
i flokknum. Þær framkvæmdu
yfirleitt það sem þær ákvæöu að
taka sér fyrir hendur.
Fundir hafa verið vikulega allt
frá stofnun. Þess má geta i leið-
inni, að sterfseminni hefur ekki
staðið fyrir þrifum fjárskortur.
Sambandið hefur enga ákveðna
tekjumöguleika, en konurnar
hafa ekki látið það stöðva sig, þær
hafa þá einfaldlega tmrgað
brúsann sjálfar.
t sambandi við ráðstefnuna,
sem haldin verður i vor, eða um
mánaðamótin mai-júni, i Hrafna-
giisskóla i Eyjafirði, má geta
þess að Sambandið hefur nú
þegar sent eða munu senda alveg
á næstunni spurningalista til allra
sveitarstjórna á landinu til að
afla sér upplýsinga um stöðu
kvenna i viðkomandi sveitar-
félögum.
Stjórnmálaskólinn settur
19. april.
Stjórnmálaskóli sá sem settur
verður 19. april kl. 10.00 hefur
verið draumur Sambandsins frá
upphafi, eins og áður sagði.
Konurnar hafa bent á, að þrátt
fyrir að Alþýðuflokkurinn sé 64
ára gamall þá hafi hann aldrei
rekið stjórnmálaskóla i nokkurri
mynd, en þær muni nú riða á
vaðið með stofnun sliks skóla.
Fram kom i viötalinu við þær
stöllur, að þær viðurkenna þörf-
ina á slikri fræðslu. Þær og
Sambandið finna til ábyrgðar
gagnvart þeim fjölda kvenna,
sem eru starfandi innan sam-
bandsins, og vilja gefa þeim
tækifæri á fræðslu.
Skólinn hefst hér á Stór-
Reykjavikursvæðinu, en siöar er
fyrirhugað að þessi skóli fari um
landið allt. 1 fyrstu verður
námsefni og uppbygging skólans
reynd og sniðnir af honum þeir
annmarkar, sem i ljós kunna að
koma, en svo má búast við að
reksturinn komist á skrið og verði
snar þáttur i upplýsingar- og
fræðslustarfi Alþýöuflokks-
kvenna um land allt.
Fyrirhugað er að skipta
skólanum i tvær annir til að byrja
með. Forsenda fyrir þátttöku i
annarri önn er að fyrstu önn hafi
verið lokið. Fyrirhugað er að
önnur önn hefjist i haust.
Forvigiskonur stjórnmálaskólans
búast við þvi að aösókn að
skólanum verði mikil, enda hafa
margsinnis komiö fram raddir um
að slikur skóli væri nauösynlegur
og hafi þær orðiö varar við
mikinn áhuga sambandskvenna.
Eins og sagt hefur verið áður
hefur Stjórnmálaskóli verið á
dagskrá Sambandsins frá upp-
hafi. A landsfundinum 1979 var
kosiö fræðslu- og framkvæmdar-
Fyrirsögni
Eitt mál hefur, fremur öðr-
um, einkennt öll störf þingsins
siðustu vikur, bæði fyrir páska
ogaðloknupáskaleyfi. Þetta er
frumvarp rikisstjórnarinnar
um orkujöfnunargjald. Ég hef
sjaldan eða aldrei oröið vitni að
öðrum eins skollaleik og settur
hefur verið á svið við afgreiöslu
þessa máls.
Fyrirsögnin röng
Frumvarpiö heitir; „Frum
varp til laga um orkujöfnunar-
gjald”. 1 upphafi gerði þaö ráð
fyrir hækkun á söluskatti um 2
stig eöa úr 22 i 24. Vegna mikill-
ar andstöðu Ur öllum áttum var
dregið úr þessari hækkun um
1/2 stig, eða i 1 1/2 Eftir að
frumvarpið verður orðið að lög-
um, verðursöluskatturi landinu
23.5% og þótti nú flestum nóg
um 22%. En i fyrirsögn frum-
varpsins felst alvarleg fölsun.
Það hefði auövitað átt að heita:
„Frumvarp til laga um hækkun
á söluskatti 23.5%.” En rikis
stjórnin skaut sér á bak við
huliöst jöld og reyndi að telja al-
menningi trú um að frumvarpiö
væri lagt fram i þeim ærlega og
góöa tilgangi að jafna húshit-
unarkostnað i landinu. Allir
geta verið sammála um nauð-
syn þess, en ekki með þeirri að-
ferð sem rikisstjórnin ákvað að
beita.
Hvert fara
peningarnir?
En hvert fara tekjur rikissjóðs
af söluskattinum? A ársgrund-
velli nema tekjur hans af 11/2
stigi um 10 milljörðum króna.
En rikisstjórnin ætlar aðeins að
verja röskum 4 milljörðum til
jöfnunar kyndingarkostnaöar.
Afgangurinn fer i ríkissjoö,
rikisstjórninni til frjálsrar ráð-
stöfunar. Og eölilega átti rikis-
stjórnin að afla þessara 4 ra
milljarða króna með niður-
skurði á fjárlögum t.d. með þvl
aðlækka hin tröllauknu framlög
til landbúnaöar. En sú leið var
ekki valin, einfaldlega vegna
þess að rikissjóö skorti mikla
fjármuni, sem þægilegast þótti
aðafla með beinni skattheimtu.
Flestum þótti nóg komið af
skattheimtuæði núverandi
rikisstjórnar. Hún er þegar búin
að hækka tekjuskatta um 40%
(en skattstiginn hefur enn ekki
verið afgreiddur og allar likur á
þvi, aö enn þurfi að hækka
tekjuskatta um 1 1/2 milljarð
vegna rangra útreikninga á
þeim skattstiga, sem lagöur
hefur veriö fram). Rikisstjórnin
hefur hækkað útsvar um 10%,
hún hefur hækkað sjúkrasjóös-
gjald og ferðamannaskatt. Og
húnhefurlækkaögengiöum 8%.
Þess ber að geta, að forsætis
ráöherra núverandi hafði það
helzt stefnumið i siðustu kosn-
ingum, aö skattar skyldu ekki
hækkaðir, heldur lækkaðir!
Þetta eru efndirnar!
Samráð við verkalýðs-
hreyfinguna
Það er þó alvarlegast i skatta-
hækkunarfári rikisstjórnarinnar
að hún hefur brotið lög, sem i
gildi eru, svonefnd „ölafslög”
þar sem skýr ákvæði þess efnis
að samráö skuli haft við aðila
vinnumarkaðarins áöur en
ákvarðanir eru teknar i efna-
hagsmálum, er snerta kjör
launþega i landinu. Rikisstjórn-
in yrti ekki á launþega áður en
hún slengdi söluskattshækkun-
inni á borð þingmanna. Við-
brögð ASl og BSRB voru sam-
kvæmt þvi. Samtökin fordæmdu
þessa skattahækkun og mót-
mælum hefur rignt yfir rikis-
stjórn. Þó hefur núverandi
rikisstjóm básúnað vináttu sina
við samtök launþega og skilning
á kjörum þeirra.
Fulltrúar verkalýðs-
hreyfingar á þingi
Ljóst er að söluskattshækkun-
in mun hafa mjög alvarleg áhrif
á verölagsþróunl landinu ogum
leið á framfærslukostnaö al-
mennings. Visitöluhækkun mun
fylgja I kjölfariö og fyrirsjáan-
leg er nú hækkun kaupgjalds-
visitölu 1. mal n.k. er nemur
11-13%.
Það er þvl augljóst að með
slöustu söluskattshækkun hefur
rikisstjórnin hellt oliu á verð-
bólgubálið, einmitt þegar fram-
undan eru erfiðir og viökvæmir
kjarasamningar.
ráð til að sjá um undirbúning
þessa máls og koma þvi áleiðis. t
fræöslu- og framkvæmdanefnd
eiga sæti stjórnarkonur sam-
bandsins og tíu konur viðsvegar
að af landinu.
Fræðslu- og framkvæmda-
nefndin kaus siðan nefnd til aö
reka endahnútinn á skólann. 1
þeirri nefnd eiga sæti:
Ragnheiður Rikharðsdóttir, Mos-
fellssveit, sem er formaður,
Heiga Möller, Garðabæ, sem er
varaformaður og jafnframt
skólastjóri Sólveig H Jónasdóttir,
sem er ritari og Anna Margrét
Guðmundsdóttir, Keflavik. Auk
þeirra hefur Kristin B.
Guðmundsdóttir starfað mjög
náið með nefndinni.
Skólinn hefst eins og fyrr sagöi
laugardaginn 19. aprfi. Þá verður
skólinn settur. Flutt verða stutt
ávörp og aö þvi búnu hefst skóla-
haldið.
Fyrstu tvo dagana verður
hópefli á dagskrá. Leiðbeinandi
eða stjórnandi verður Gunnar
Arnason, sálfræðingur. A þriðja
degi mun Gunnlaugur Stefánssn,
fyrrverandi alþingismaður leið-
beina I ræðuflutningi og fram-
sögn, en á næsta degi þ.e. á fjórða
degi verða verklega æfingar eða
æfingar I ræðuhöldum o.s.frv.
Miðvikudaginn 23. april mun
Haukur Helgason, skólastjóri
Hafnarfiröi leiðbeina þátttak-
endum i fundarstörfum og fjalla
um og leiðbeina i almennum
fundarsköpum. Þá verður
kennd nýsitækni, eða skráning
minnisatriöa. A fimmtudeginum
verður svo verkleg. þjalfun i
þessum þáttum.
Föstudaginn 25. april mun svo
Gylfi Þ. Glslason halda fram
söguerindi um „Hinar ýmsu
stjórnmálastefnur i heiminum.”
Mánudaginn 28. april veröur
„Flokkaskipan á tslandi” á
dagskrá og munu þá mæta full-
trúar flokkanna og sitja fyrir
svörum og halda framsögur um
uppbyggingu og sögu viökomandi
flokka.
Þriðjudaginn 29. aprfl verður á
dagskrá efnið „Alþýðuflokkurinn
og verkalýðshreyfingin.” Þar
mun Jón Karslsson, formaður
Verkamannafélagsins Fram á
Sauðárkróki ræða sögu verka-
lýðshreyfingarinnar og stöðu
Alþýðuflokksins innan hreyf-
ingarinnar. Þá mun Ragna Berg-
mann, varaformaður Verka-
kvennafélagsins Framsóknar
halda framsöguerindi um verka-
lýðsfélög og starfið innan þeirra.
Miðvikudaginn 30. april verður
Staða Alþýðuflokksins i
islenzkum stjórnmálum á dag-
skrá. Þar mun halda framsögu
Kjartan Jóhannsson, varafor-
maður Alþýöuflokksins. Þá mun
Kristin Guðmundsdóttir gera
grein fyrir félagsstarfi
Alþýðuflokksins og ræða og skil-
greina trúnaðarmannakerfi
flokksins.
Föstudaginn 2. mai lýkur siðan
skólanum með umræðu um kosti
og galla skólans. Rætt veröur
hvaö mætti betur fara og með
hverjum hætti breyta mætti
fyrirkomu 1 agi stjórn-
málaskólans.
Það er ljóst að hér er á ferðinni
gott framtak sambands Alþýðu-
flokkskvenna. Konur eru hvattar
til að fjölmenna og láta skrá sig
hið fyrsta.
Skrástning fer fram hjá eftir-
farandi:
Katrin i sima 73982
Ragnheiður I sima 66688
Helga i sima 40565
Erna i slma 92-2982
Asthildur I sima 52911.