Alþýðublaðið - 11.06.1980, Page 2

Alþýðublaðið - 11.06.1980, Page 2
2 Miðvikudagur 11. júní 1980. Uppsagnir Tómt mál aðtala um aðra mark- aði. Þá vaknar sú spurning, hvort ekki sé hægt aö selja fiskafuröir okkar til annarra landa og dettur manni þá fyrst í hug Evrópumarkaöurinn. Þar hins vegar hafa islenzku sölusamböndin ekki þá aöstööu, sem þau hafa byggt upp I Bandarikjunum og vafasamt er hvort hægt er aö búast viö miklum árangri fyrst i staö þótt áherzlan flyttist frá Bandarikjamarkaöi til Evrópumarkaöar. A Evrópumarkaöi er jú svipað ástand i efnahagsmálum og i Bandarikjunum. Samkvæmt upplýsing- um SH er svigrúmiö á Evrópumarkaðin- um mjög takmarkaö. Hugsanlegt er aö Sovétmenn kaupi meiri fisk af okkur, einkum grálúöu og karfa. Sovétmenn hafa hingaö til tekiö viö helmingi karfaframleiöslu íslendinga og rúmlega helmingi grálúöuframleiösl- unnar. Ástandiö i sambandi viö þennan markaö er hins vegar slikt nú, aö viö 1 nöfum þegar framleitt uppl samningana viö Sovétmenn. Afskipun 4000 tonna fer fram um þessar mundir og léttir þaö nokkuö á frystigeymslum húsanna hér- lendis, en þaö veröur bara gálgafrestur. Aukning framleiöslu og sölu fyrir Sovét- menn kemur varla til greina. t fyrradag barst Sölumiöstöö Hraöfrystihúsanna til- kynning þess efnis frá Sovétmönnum aö ekki yröi um neina viöbótarsamninga aö ræöa á þessu ári. Viðvaranir stjórnar S.H. Ástandiö i þessum grundvallaratvinnu- vegi er þvi ekki glæsilegt. Aö sögn for- ráöamanna SH sjá þeir enga glætu fram- undan. Vegna þessu ástands sendi stjórn SH frá sér svohljóöandi tilkynningu i fyrradag: ,,AÖ undanförnu hefur veriö mjög ískyggileg þróun á helstu freöfisk- mörkuöum tslendinga. Þetta kemur meöal annars fram i sölutregðu og beinum verölækkunum. Af þessum sök- um og vegna hins stórfellda tapreksturs hraöfrystiiönaöarins, varar stjórn S.H. félagsmenn sina viö aö halda áfram rekstri. Stjórn S.H. vill vekja athygli félags- manna á þvi, aö ekki er aö vænta frek- ari afskipana um ófyrirsjáanlegan tima en I þau skip, sem nú eru aö lesta. Þvi er nauösynlegt aö hver og einn fram- leiöandi undirbúi nú þegar uppsagnir starfsfólks og rekstarstöövun meö tilliti til þessa ástands”. I fljótu bragöi viröisthér vera á feröinni yfirlýsing sem er til þess eins gerö aö knýja fram aögeröir stjórnvalda. En sannleikurinn er annar og langt um alvar- legri, eins og ljóst má vera 1 ljósi efna- hagœistandsins I heiminum i dag. Fram- undan eru veruleg vandamál, sem versna, eftir þvi sem varnaraðgeröum er frestaö. Bara markaðsmál, segir men nta má ia ráðher ra! Menntamálaráöherra, sem nú gegnir embætti sjávarútvegsráöherra, Ingvar Gislason, lét hafa eftir sér i dagblaðinu Visi i gær, aö erfiöleikarnir væru miklir hjá frystihúsunum, en „erfiöleikar þeirra eru fyrst og fremst markaösmál”. Meö þessu viröist mennta- og sjávarútvegs- ráöherra vera aö gefa i skyn aö vanda- máliö sé eitthvaö minna, þar sem þaö er markaösmál. En hvaö er framleiðslan án markaöar? Hann segir ennfremur aö máliö sé i biöstöðu, en þaö er hiö klassiska svar Framsóknarmannsins. Forráöamenn einstakra frystihúsa út um land hafa lýst áhyggjum sinum vegna þess ástands, sem nú er komið upp. Frystigeymslur eru fullar og afskipanir ekki fyrirsjáanlegar. Þaö sem blasir viö er stöövun og atvinnuleysi. Meö þetta i huga verður allt tal um atvinnuöryggi, hagstæöan viöskiptajöfnuö, og batnandi útflutningshorfur hlægilegt. Erfiöleikar viröast blasa viö Islenzku þjóðinni. Launafólk veit af biturri reynslu, hverjir axla þær byrðar, sem fyrirsjáanlega leggjastá þjóöina. Þá mun koma fyrir litið, þótt sjálfskipaöir málsvarar „verkalýös og þjóöfrelsis” sitji á ráöherrastólum, ásamt fram- sóknarmönnum annarra flokka. — HMA Oliumöl 1 leigu, vegna þeirra miklu framkvæmda, sem fyrirhugaðar eru i sumar. Alþýöublaöaiö haföi samband viö Leif Hannesson, hjá Miöfelli hf. en hann situr I stjórn Oliumalar hf. og spuröi hann fyrst, hvaöa tilboö Miðfell heföi gert Oliumöl hf. I upphafi. — Viö geröum þetta tilboö, þegar þaö þótti sýnt, aö Oliumöl hf. gæti ekki fariö af staö I sumar. Hugmyndin var sú aö taka á leigu eina af framleiöslustöövunum nú yfir sumariö, þvi þaö var augljóst aö aö öörum kosti yröi ekki nóg framboö á oliu- möl. Þaö varö ekki samstaöa umþetta til- boö innan stjórnarinnar Viö geröum þetta tilboö fyrir um lOdögum siöan, en þá vildi stjórn Oliumalar ekki samþykkja, heldur fresta ákvöröun i hálfan mánuö, meöan beöiö var eftir svari um framtiö fyrir- tækisins úr kerfinu. Siöan þróast málin þannig, aö stjórn Oliumalar samþykkir heimild til þess aö leigja Vegageröinni tækin. Sú heimild var reyndar til þess aö leigja Vegageröinni allan tækjakostinn, en þaö var þó hugmynd, aö Oliumöl héldi eftir stööinni i Hafnarfiröi, og ræki hana sjálf. Þetta er þó ekki ákveöið. — Hver er raunveruleg framkvæmda- áætlun i ár, hvaö er mikil þörf fyrir oliu- möl? — Vegageröin hefur mörg áform og mikil, en þaö er enn ekkert ákveöiö eöa fastmótaö. Þetta byggist aö nokkruleyti á þvi, hvaö Byggöasjóöur gerir. Ef fæst lán frá honum, gæti vegalagning i ár, meö oliumöl oröiö um 44 kilómetrar. Þetta veltur þó algjörlega á þvi hvort þetta lán kemur i gegn. Nú stendur Vegageröin I viöræöum viö þrjú verktakafyrirtæki, Miöfell, Hlaöbæ og Loftorku um framkvæmdir. Þær viö- ræöur snúast um tvennt: I fyrsta lagi um aö reka stöövarnar. Og I ööru lagi um lagningu oliumalarinnar. — Hver er afkastageta tækjanna og hver er þörfin I ár fyrir ollumöl? — Afkastageta tækjanna er mjög mikil. Ef þau eru fullnýtt, geta þau afkastaö allavega tvöföldu magni á viö þaö, sem þarf i ár. Viðmiðunin þá eru þessir 44 klló- metrar, sem ég nefndi áöan. Þaö má giska á, aö i þá þurfi um 35-40 þþus. tonn, en þaö fer eftir breidd vegar og ööru. Þannig má giska á aö afkastageta tækj- anna sé allavega 70 til 80 þúsund tonn. Þaö er hinsvegar flóknará mál, en virð- ist, aö nýta þessi tæki. Þaö hefur verið þannig, aö ákvöröun um vegalagningar hefur ekki verö tekin fyrr en allt of seint, undir lok þings. Þannig hefur vitneskja um magnþörf ekki legiö fyrir fyrr en svo seint, að ekki hefur verið hægt aö hefja framkvæmdir viö vegalagningu fyrr en allt of seint á sumrin. Framleiösla á steinefnum sem þarf i ollumölina ætti aö hefjast á haustin, svo allt sé klárt þegar framkvæmdir hefjast, en þaö hefur ekki veriö hægt. Siöan hafa framkvæmdirnar verið viösvegar um landiö sem þýðir að tækin hafa verið bundin á einum staö yfir mjög litlu oft. Þannig hafa þau ekki nýst. Nýtingin hefur veriö vond, en skipulagið afleitt. Vesturlma aukiö upplýsingastreymiö milli byggöar- laganna en þetta var ekki fyrir hendi áöur. Kristján Haraldsson flutti á fundi þess- um yfirlit yfir framkvæmdir viö Vestur- linuna frá upphafi. Hann kom meöal annars inná, aö heildarkostnaöur viö Vesturlinu yröi um átta milljaröa króna 1 og aö allt útlit væri fyrir aö framkvæmda áætlun stæöist fyllilega. Framkvæmdir viö Vesturlinu hófust áriö 1978. Þá voru reistir staurar frá Hrútá;tungu um Dali aöGilsfiröiog hafist var handa um byggingu aðveitustöövar i Hrútatungu, sem er úrtaksstöö fyrir Vesturlinu úr Noröurlinu. Þessar fram- ♦ kvæmdir kostuðu 400 milljónir á verðlagi þess árs. A árinu 1979 var llnan strengd frá Hrútatungu aö Glerárskógum I Dölum. Sama ár var reistur kafli frá Kollafiröi til Mjólkárvirkjunar, lokiö viö aöveitustöö- ina i Hrútatungu o.fl. Alls var unniö fyrir rúma tvo milljaröa á verögildi árs- ins I fyrra. I ár er svo fyrirhugaö aö framkvæmd- um viö Vesturlinu ljúki meö tengingu hennar I október I haust. A fjárlögum i ár er gert ráö fyrir aö þessi lokaáfangi Vesturlinu munikosta rúma 4,3 milljaröa. Meö tengingu Vesturlinu veröur öryggi Vestfiröinga hvaö orku varöar mun meira en áöur, en Vestfirðingar hafa búiö viö slæmt ástand i orkumálum hingaö til. Þaö æt.ti þvi aö veröa mönnum mikiö gleöiefni þegar langþráö lina veröur tengd. — HMA Útboð Rafmagnsveitur rikisins óska eftir tilboð- um i byggingu aðveitustöðvar á Dalvik. Útboðið nær til byggingarhluta stöðvar- innar, þ.e. jarðvinnu, stöðvarhúss og und- irstaða fyrir spenna og girðingu. Útboðsgögn verða seld á skrifstofum Raf- magnsveitna rikisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavik, og Glerárgötu 24, Akureyri, frá og með 12. júni 1980, og kosta kr.10.000 hvert eintak. Tilboðum skal skila til skrifstofu Raf- magnsveitna rikisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavik fyrir kl. 11 árd. mánud. 8. júli n.k., og verða þau þá opnuð. Tilboð sé i lokuðu umslagi merkt „RAR- IK-800026”. Verki á að ljúka fyrir 15. nóv. n.k. Blaðberar óskast í eftirtalin hverfi STRAX Vesturbær Dunhagi-Ægissiða Austurbær Barðavogur-Langholtsvegur Efstasund-Skipasund Kópavogur Sunnubraut Alþýdublaðið — Helgarpóstur Helgarpósturinn Sími 8-18-66 Laus staða heilsugæslulaeknis á Akureyri Laus er til umsóknar ein staða læknis við heilsugæslustöð á Akureyri. Staðan veitist frá 1. nóvember 1980. Umsóknir ásamt upplýsingum um læknis- menntun og læknisstörf sendist ráðuneyt- inu fyrir 6. júli 1980. Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið 9. júni 1980. Útboð Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar óskar eftir tilboðum i lögn dreifikerfis og greinlagna til Hvanneyrar. Tilboðin verða opnuð á Verkfræðiskrif- stofu Sigurðar Thoroddsen h/f 23. júni 1980 kl. 11.00. Útboðsgögn fást afhent á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen h/f Ármúla 5, Reykjavik,Berugötu 12, Borgarnesi Verk- fræði og Teiknistofunni Heiðarbraut 40 Akranesi, gegn 50.000.- kr. skilatryggingu. VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN hf ARMÚU 4 REYKJAVlK SlMI 84499 Styttingur 4 mannaskólanum I Vestmanna- eyjum til varöveislu. Hafnarfiröi, sunnudaginn hinn 8. júni kl. 0530. Markús B. Þorgeirsson skipstjóri Listahátfð 4 skýtur i þaö minnsta dálitiö skökku viö þegar búöareigend- um er leyft aö gubba yfir veg- farendur 200 watta graöhesta- músik en I hvert skipti sem ein- hver kemur meö lifandi tónlist, þá er lögreglunni sigaö á viö- komarjdi. Ég alit aö umhverfi 80 sé stór- merkilegt framtak og aö hópn- um sé aö takast markmiö sitt. Sem merki þess má taka sem dæmi aö I gær komu i portiö lika fólk af götunni sem taldi sig geta lagt eitthvaö til málanna og var boöiö velkomiö. Framkvæmdanefnd Um- hverfis 80 samanstendur af þeim Brynjari Viborg, sem jafnframt er framkvæmdastjóri hópsins, og þeim Jóhönnu Boga- dóttur myndlistamanni, Jóhannesi Kjarval, arkitekt, Gylfa Gislasyni myndlista- manni og Dóru Bjarnason félagsfræöingi. Aö lokum má geta þess aö i dag veröur dagskráin ekki af verri endanum. Aö venju veröur þar opin myndlistasýning frá kl. 14 og myndsmiöjan sem hefur veriö geysivinsæl, en þar geta allir sem vilja spreytt sig á þeirri göfugu listgrein. Um siödegiö kemur svo rúsin- an i pylsuendanum en þá mun spænski leikhópurinn Els Comidiants koma og skemmta i portinu. Um kvöldiö mun svo skólahljómsveit Arbæjarskóla og Breiöholts skemmta. 1 tengslum viö þessa starf- semi er sýning Arkitekta I Gallery Pfaff á Skólavöröustíg. Rithöfundar munu einnig koma fram i kvöld.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.