Alþýðublaðið - 06.08.1980, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 06.08.1980, Blaðsíða 1
alþýðu blaðiö m Miðvikudagur 6. ágúst 1980, 117. tbl. 61 árg. LÆKKUN Á VERÐI LANDBÚNAÐARAFURDA — VERÐIÐ HÆKKAR AFTUR EFTIR MÁNUÐ Landbúnaöarafur&ir lækkuöu nokkuö f veröi í gær. Lækkunin er frá rúmum tveim prósentum og allt uppi rúm ellefu prósent. Ekki veröur hér um varanlega lækkun aö ræöa, þvi land- búnaöarfuröirnar hækka aftur X. september, á sama tima og launaliöir hækka. Astæöa lækk- unar nú eru auknar niöur- greiöslur til áramóta, en þær þýöa útgjaldaaukningu fyrir rikissjóö uppá rúma tvo mill- jaröa. Auknar niöurgreiöslur hafa það i för meö sér aö verðbóta- visitalan, sem hefur áhrif á laun 1. september, verður lægri og nemur lækkunin rúmu hálfu ööru prósentustigi. Gert er ráö fyrir, aö veröbótavisitalan heföi orðiö rum niu prósent, en verður, meö auknum niöur- greiöslum landbúnaöarafuröa, rUm sjö prósent. Gunnar Guöbjartsson, hjá Framleiösluráöi landbUnaöar- ins, sagöi i samtali viö Alþýöu- blaöiö, aö þessi lækkun nUna væri augljóslega gerö i þeim til- gangi einum, aö hafa áhrif á verðbótavisitölu launa, til bekk- unar. Aöspuröur kvaöst Gunnar ekkert geta sagt um hversu mikið landbUnaöarafuröir myndu hækka i veröi 1. septem- ber. SU hækkun færi eftir þvi hvort samningar tækjust fyrir þann tima og eins færi hækkunin 1. september eftir þvi hversu Framhald á bls.- 3 Um nýtt tímarít fyrír jafnaðarmenn Eins og skýrt var frá i Alþýðu- blaöinu á laugardaginn, er aö hefjast Utgáfa á nýju timariti, Málþing, timarit handa jafnaöar- mönnum um þjóöfélags- og menningarmál. Ritstjórar eru tveir ungir jafn- aöarmenn, þeir Hilmar S. Karls- son og Kjartan Ottósson. Málþing er 24 siöur og veröur 1 fyrstu gefiö Ut i 1000 eintökum. Tilgangur tímaritsins er tvenns konar, annars vegar að fjalla um menningarmál i viöum skilningi og hins vegar þjóöfélagsmál, eöa hugmyndafræöilega umræöu meöal jafnaöarmanna. Ætlunin er aö gefa Ut þrjU tölu- blöö á ári, og er 2. tölublaö væntanlegt fyrir jól. Um næstu helgi veröur Mál- þingi dreift i söluturna og bóka- verslanir. Askriftarsimi er: 14900. Jafnaöarmenn eru hvattir til þess aö gerast áskrifendur aö þessu timariti. FLOKKSSTARF Fulltrúaráð Alþýðuflokksfélaganna á Akureyri heldur fund í Strandgötu 9, fimmtudaginn 7. ágúst 1980 kl. 20:30. Árni Gunnarsson, alþingismaður, mætir á fundinn. Fjölmennið. Stjórnin Skattseðlarnir komnir: MIKLAR HÆKKANIR Á TEKJUSKATTI — en engar upplýsingar um skattdreifingu Niöurstööur aöalálagningar gjaldáriö.fyrir Eeykjavik liggja nú fyrir samkvæmt frétt frá skattstjóranum i Reykjavik. Þaö veröur ljóst af samanburöi viö álagningu siöasta árs, aö skattahækkanir nú eru verulegar. Þannig hækkar tekjuskattur um tæp sjötiu prósent, eignaskattur um rUm niutiu prósent, kirkju- garösgjald um rUm sextiu og sjö prósent, Utsvariö hækkar um rUm 64 prósent og skattur af verzlun og skrifstofum hækkar um 53.35%. Persónuafsláttur til greiöslu Utsvar hækkar hins vegar um tæp hundraö og áttatiu prósent og barnabætur um tæp áttatiu pró- sent. Alþýöublaöiö geröi Itrekaöar tilraunir til aö fá upplýsingar um þaö, hvernig hækkun tekjuskatts og Utsvars dreiföist á hin einstöku tekjuþrep, en án árangurs. Embætti skattstjórans I Reykja- vik gat ekki gefiö þessar upplýs- ingar, rikisskattstjóraembættiö gat þaö heldur ekki og hjá Skýrsluvélum rikisins fengust sömu svör. Þaöer undarlegt, aöslikar upp- lýsingar skuli ekki liggja fyrir, a.m.k. undraöist blaöamaöur mjög, að ekki skuli vera hægt aö segja til um þaö hver hækkun tekjuskatts og Utvars er eftir skattþrepum, en viö veröum aö bita i þaö sUra epli aö fá ekkki þær upplýsingar, aö svo stöddu. A skrifstofu BSRB var ekki vitaö til þess, aö fólk væri óánægt meö álagninguna, en hins vegar varbentá, aöstutt væri siöan fólk heföi fengiö skattseölana i hendur ogværi þess ekki aö vænta aö fólk gæfi frá sér hljóö fyrr en siðar. Alþýöublaöiö hefur hins vegar fregnað, aö sumir laun- þegarhópar, meö svokallaöar millitekjur, séu allóánægöir meö álagninguna og finnst mörgum sem fjármála/ráðherra hafi nd seilst of langt ofan i vasa sinn. Af svo komnu máli er hins vegar ekki hægt aö segja til um hvernig skattarnir koma Ut fyrir einstaka launþegahópa. Slikt veröur aö biða þar til upplýsingar um tekjuskatt og Utsvar manna á einstökum tekjuþrepum liggja fyrir. Þá er og allt á huldu um þaö hvernig álagningin kemur Ut hjá fyrirtækjum i landinu. Samanburður 1979 og 1980 Tekjuskattur Eignarskattur Kirkjugjald KirkjugarÖsgjald Sjúkratr.gj. Útsvar Skattur af skrifst. og versl. Iðnaðargjald Samtals skv. álagningu Pers.afsl. til gr. útsv. Pers.afsl. til gr. sj.tr.gj. Barnabætur Nettó álagning 1979 millj.kr. 1980 millj.kr. Hækkun f.f. ári% 15.147.6 25.635.2 69.24. 1.130.9 2.177.1 92.51 256.9 401.6 56.33 313.7 525.9 67.64 1.975.0 3.042.5 54.05 12.901.2 21.063.0 63.26 176.0 269.9 53.35 3.3 0 _ 33.486.5 55.949.6 67.08 483.3 1.348.2 178.96 144.6 338.8 134.30 2.611.2 4.692.3 . 79.70 30.247.4 49.570.3 63.85 Árni Gurmarsson , alþingismaður: HUGLEIÐING UM NORRÆNA SAMVINNU • 7,5 milljarda króna menningarfjárlög Viö opnun Norrænnar vefjar- listarsýningar á Kjarvalsstöö- um fyrir nokkru flutti Arni Gunnarsson alþingismaöur og formaöur menningarm ála- nefndar Noröurlandaráös, ávarp, þar sem hann fjallaði nokkuð um norræna samvinnu. í þessu ávarpi sagöi hann m.a.: Osjaldan heyrast hér á landi raddir, sem litið vilja gera Ur gildi norrænnar samvinnu og árangri hennar. Þetta eru hjá- róma raddir og aö baki fullyrð- ingunum hlýtur að vera tak- mörkuð þekking á þróun þeirrar merku samvinnu, sem tekist hefur meö norrænum þjóö- um — ekki eingöngu á sviöi menningarmála, heldur og i öll- um mannlegum samskiptum, á sviöi stjórnmála og visinda, efnahagsmála og iþrótta, i sam- ræmdri löggjöf og i félagsmál- um. Og svo mætti lengi rekja. Samvinna og samstarf Norö- urlanda i samfélagi þjóöa er dæmafátt. I heimi öryggisleysis og stööugra átaka, þar sem heimsfriöi er enn á ný ógnað þessa dagana, gæti vinátta þesSara þjóöa verið öörum 'léiö arljós á braut friöar og eining- ar. En alltof sjaldan leiöum viö hugann aö þvi sem áunnist hef- ur. — Þeir, sem gagnrýna nor- ræna samvinnu og látlaust nöldra um árangursleysi henn- ar, hafa hvorki séö veður né reyk af árangri hennar. Þeir bara þylja sama óöinn og lita ekki i kringum sig. Hérog nU erum viö þátttakend- ur i norrænni samvinnu. Þessi sýning er aö hluta til árangur hennar, eins og svo margar abr- ar sýningar, svo mörg manna- mót, þar sem okkur gefst kostur á að horfa og hlýða á, kynnast einhverju nýju og vikka sjón- deildarhringinn: vera þátttak- endur i þróun menningar nor- rænna þjóða. Njótum smæðar okkar Islendingarhafa fyrir margra hluta sakir notið norrænnar samvinnu i rfkari mæli en margar hinna norrænu þjóð- anna. 1 þeim efnum njótum við smæðar okkar. Sökum fámennis er framlag okkar i krónum til Norðurlandaráðs og stofnana þess litill hundraðshluti af heildarframlögum. Og ef talaö er berum oröum, er hagnaður okkar umtalsverður. A menningarfjárlögum Norð- urlandaráös, er okkur snerta, eru stærstu liðirnir Norræna hUsiö og Norræna eldfjallarann- sóknastööin. Aö öðru leyti renn- ur umtalsvert fjármagn, beint og óbeint , til tslendinga. Nefna má samstarf á sviöi visinda, bókmennta, lista og iþrótta, ráðstefnu- og námskeiðahalds. 7,5 milljarðar Um þessar mundir er verið að ganga frá menningarfjárlögum Norðurlandaráðs fyrir næsta ár. Til þeirra renna um 7,5 mill- jarðar islenskra króna. Hlutur tslands er 0,9 af hundraði og er áætlaður rösklega 55 milljónir króna. Til samanburðar má geta þess, aö framlag Norræna menningarsjóðsins til þessarar sýningar er um 15 milljónir króna. Samstarfiö á sviöi menning- armála er orðiö mjög viötækt. A menntunarsviðinu er veitt fjár- magni til norrænnalýðháskóla, til samstarfs á sviöi skólamála, til fullorðinsfræðslu, til nám- skeiða fyrir blaðamenn, til mála- og uplýsingamiðstöövar, til kennslu á sviöi læknisfræði. Til rannsókna er veitt umtals- verðu fjármagni. Þar má nefna hafffræöirannsóknir, kjarn- orkurannsóknir, rannsóknir á alþýðuskáldskap, sjóréttarmál, jaröfræöiferöir til tslands, vis- indalega upplýsingamiölun, fjölmiðlun, Sumarháskólann og rannsóknir á málefnum Suöur- Ameriku. Þetta eru aöeins nokkur dæmi. Af framlögum til almennra menningarmála má nefna sam- starf leikhUsa, gestaleiki og menntun leikara, bókmennta- verðlaun Norðurlandaráös og tónlistarverðlaun ráðsins, NOMUS-nefndirnar, Sama- stofnunina, alþýöuhreyfingar, æskulýðs- og iþróttastarf, þýö- ingar á bókmenntum Noröur- landa, Norrænu listamiðstöð- ina, kvikmyndanámskeið, Nor- ræna hUsið i Færeyjum, fram- lag til samtaka listamanna, rit- höfundanámskeiö og fleira og fleira. Auðvitað telja margir, að meira mætti gera, en við værum fátækari i menningarlegu tilliti, ef þetta samstarf væri ekki fyrir hendi. Og látlaust er reynt að ganga lengra á þessari braut. Siðasta þing A siðasta þingi Noröurlanda- ráðs komu fram margar tillögur ér horfa tii eflingar menningar- samstarfinu. Nefna má tillögu um stofnun norrænnar visinda- akademiu, tillögu um stuðning við unga rithöfunda, tillögu um styrkveitingar til myndhögg- vara og tillögu um viötækari stuðning viö fleiri listgreinar en nU eru á menningarfjárlögum Norðurlandaráös. Þá fara nU fram miklar um- ræöur um samvinnu Norður- landa á sviði menningarmála og árangurinn frá þvi að menning- ar-sáttmáli landanna tók gildi 1. janUar 1972. — 1 vef þeirrar samvinnu eru margir þræðir. Það liggur i eðli málsins að vef- urinn er þéttastur á milli stærstu landanna, bæöi vegna landfræöilegrar legu þeirra og tungumála.Það hlýtur þvi að veröa eitt helsta verkefniö á næstu árum, að tengja minni- hlutahópa og jaðarsvæöi svo- nefnd þessum vef meir og betur en gert hefur verið. — Menn- ingu þessara hópa er nU stefnt i hættu af margvislegum ástæö- um, sem ekki verða raktar hér. Að vernda þá menningu jafn- gildir verndun menningar upp til hópa. Ekki aöeins að njóta Verkefnið er viðamikið og illa værum við stödd, ef ekkert heföi veriö að gert. Þess vegna ættu gagnrýnendur norræns sam- starfs aö snUa nU snældu sinni og móta skoðanir sinar á grund- velli staðreynda. Norræn sam- vinna stendur eins og klettur Ur hafi umróts og átaka i alþjóða- málum og á alþjóðlegum vett- vangi. Viö deilum en við leys- um mál okkar á friösamlegan hátt. — Vefjarlist er stunduð i kyrrð og ró og slikt er einnig svipmót norrænnar samvinnu. Við megum ekki falla i þá gröf, að telja alla þessa sam- vinnu bæði sjálfsagöa og eöli- lega, án þess sjálf að leggja eitthvaö af mörkum. Flestir lita t.d. á Norræna hUsið sem fastan pUnkt i hversdagslifinu. En af hverju reis það og af hverju hef- ur það miölaö svo miklu til þeirra, sem njóta vilja? — Viö þurfum ekki að nota vegabréf á ferðum okkar milli Norður- landa. Af hverju? Við njótum flestra sömu réttinda i Noregi og Norðmenn sjálfir. Sama gild- ir um hin norrænu löndin. Af hverju? — Allt þetta finnst okkur sjálfsagt, en leiðum ekki hugann aö þvi hvað aö baki býr. Þeir, sem njóta, eru þeir sömu og sýna áhugaleysi og telja að norræn samvinna sé lit- ið annað en veisluhöld og skvaldur. Ef viö yrðum svipt þvi, sem norræn samvinna hef- ur skapað, yrði tómarUmið mik- iö og erfiðleikar aukast. Rétt eins og athyglin beinist nU æ meira að jarðarsvæðum hins norræna samfélags og mik- ilvægi þeirra, er enginn vefur talinn nokkurs viröi, nema jaðrar hans séu jafnþéttir og innvefur. Islendingar eiga miklu hlutverki aö gegna i þeirri vefjarlist. Þeim ber að veita næstu nágrönnum sinum meiri athygli og auka allt sam- starf við þá, ekki sist á sviði menningar- og atvinnumála. Þetta verkefni höfum við van- rækt og það er ekki vansalaust. Þá þurfum við að auka alla upp- lýsinaamiðlun um norrænt sam- starf svo það verði metið aö verðleikum. — Þessi sýning er liður i samvinnu þjóöa, sem sagnaritarar framtiðar munu telja einhverja þá merkustu sem þróast hefur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.