Alþýðublaðið - 07.08.1980, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 07.08.1980, Blaðsíða 1
alþýdu blaöiö m FLOKKSSTARF Fulltrúaráð Alþýðuflokksfélaganna á Akureyri heldur fund í Strandgötu 9. í kvöld, fimmtudaginn 7. ágúst kl. 20:30. Árni Gunnarsson, alþingismaður, mætir á fundinn. Fjölmennið. Stjórnin Fimmtudagur 7. ágúst. 1980 118. tbl. 61. árg. Samningar BSRB og ríkisvaldsins: Rlkið hafnar kröfu um 60-ára reglu Málefni Olíumalar h.f.: FJÁRMÁLARÁÐHERRA VEIGRAR SÉR VIÐ AÐ TAKA AKVÖRÐUN! Málefni fyrirtækisins Olfumal- ar hf. hafa veriö mjög til umræðu siðustu vikurnar. Fjármálaráð- herra, Ragnar Arnalds, gaf yfir- lýsingu um málið i fréttatima út- varps fyrir stuttu og þeim yfirlýs- ingum svaraði Eiður Guðnason formaður f járveitingar siðan með opinberri yfirlýsingu. Eiður rakti i'yfirlýsingu sinni afskipti fjárveitinganefndar af málinu og samskiptum hennar við fjármálaráðuneytið. Þar kemur m.a. fram, að eftir beiðni fjármálaráðherra hóf fjárveit- inganefnd athugun á málefnum Oliumalar hf. Siðan gerðist það, að fjármála- ráðherra óskaði eftir úttekt Seðlabanka Islands á fyrirtækinu og lýsti hann þvi yfir i mai, aö hann ætlaði sér ekki að taka ákvöröun um það hvað gert yröi i málefnum fyrirtækisins fyrr en skýrsla Seðlabanka Islands lægi fyrir. Fjárveitinganefnd litur svo á, að með þessu hafi fjármála- ráðherra tekið málið úr höndum hennar. Fjárveitinganefnd ritaði Framhald á bls. 2 fislenskur iönaður og erlend samkeppni: Ölframleidendur kvarta ekki undan innflutningi heldur skipan verðlagsmála, innanlands Eins og kunnugt er hafnaði rikisvaldið kröfu BSRB um heimild til handa opinberum starfsmönnum til að láta af störfum við sextiu ára aldur á eftirlaunum ef þeir óskuðu þess. Þessi neitun rikisvaldsins kom nokkuö á óvart, að sögn fulltrúa BSRB einkum vegna þess að Ukar reglur eru nú þegar gildandi fyrir ákveðinn hiuta BSRB félaga. Alþýöublaðið leitaði til Krist- jáns Thorlacius og spurðist fyrir um þessa kröfu BSRB og það hvort neitun rikisins heföi ekki komið á óvart. Kristján Thorlacius sagöi m.a. þetta um máliö: — Krafan frá okkur var eigin- lega i tveimur liðum. í fyrsta lagi var um að ræða heimild til handa opinberum starfs- mönnum tilaðláta af störfum, á eftirlaunum, við sextiu ára aldur, ef starfsmenn óskuðu þess og var þá miðað við að þeir fengju eftirlaun i samræmi við það sem þeir hefðu unnið sér inn. 1 öðru lagi var um það að ræða, að menn gætu látið af störfum eftir 95-ára reglunni, þeas. þegar starfsaldur og ævi- aldur væru samanlagt niutiu og fimm ár. Rikiö hafnaði strax fyrri lið kröfugerðarinnar á þessum punkti og ég þori ekki að segja fyrir um það hvort þetta næst i gegn, t.d., að við fáum fram seinni lið kröfunnar. Það á eftir að ræða þessi mál betur. Til fróðleiks get ég nefnt þaö, að nokkur reynsla er komin á 95- ára regluna. Þessi regla var i gildi frá 1943 til 1955, en þá var hún afnuminn meö þeim fyrir- vara, að þeir sem voru I starfi i mai 1955 fengu aö halda sinum rétti skv. reglunni. Þeir hafa þvi getaö hætt störfum þegar starfsaldur og lifaldur hafa náð ákveðnu marki og fengið sextiu prósent af þeim tekjum, sem þeir höfðu siðast i þjónustu rikisins. Reynslan af þessu fyrirkomu- lagi er sú, að þeirsem haft hafa réttinn hafa yfirleitt notfært sér hann með þvi að kaupa sér rétt- indin. Það er hins vegar mikill minnihluti sem hefur notfært sér það að hætta. Við vitum þaö, að fólk vill hafa þennan möguleika til þess að geta látið af störfum, en hins vegar að fólk vill almennt vinna þangað til þaö kemur á þann aldur aö þaö veröur að hætta, eöa þegar það veröur s jötiu ára. Þaö virðist allur atvinnu- rekstur ganga illa á tslandi, ef marka má yfirlýsingar forráða- manna i iönaði. Sælgætisfram- leiðendur hafa vakið athygii á erlendri samkeppni. Húsgagna- framleiðendur hafa lýst áhyggjum sinum og svona mætti lengi telja. Það eru ekki einungis ofan- nefndir framleiðendur sem eiga i harðri samkeppni við erlenda iönframleiðslu. fslensk ölgerð keppir nú einnig við erlenda framleiðendur, en það er einkum Carlsberg-letöl, sem keppir viö innlendan pilsner. Innflutningur erlends öls hefur aukist gífurlega undanfarið og vekur þaö t.d. athygli hve algengt það er að sllkt sé borið fram með mat á veitingastöðum borgar- innar. Skv. upplýsingum sem Alþýðublaðið aflaði sér hjá öl- gerð Egils Skallagrímssonar eiga þeir við ramman reip að draga þar sem Carlsberg öliö er. Fram- leiðsla ölgeröarinnar hefurafivlsu ekki dregist saman enn sem komiö er vegna aukinnar sam- keppni, en innlendir framleiö- endur búa hins vegar við mun lakari skilyrði en erlendir fram- leiðendur, að þvl er fulltrúi öl- gerðarinnar tjáöi blaöinu. Hann sagði, að verð á öli væri inni I vísitölunni og því fengjust ekki nægilega miklar hækkanir til að mæta auknum kostnaði. I þessu sambandi benti hann á, að ölgerðirnar hér heföu þurft að bíða I fleiri mánuði með að fá hækkun á vörum sinum, en erlendir keppinautar heföu strax hækkað. Hækkunin á innlenda ölinu var uppá 8.00 kr. en erlenda ölið hækkaði um 54,-kr. Þá sagði viðmælandi okkar að það væri algengara að veitinga- menn og kaupmenn seldu erlenda ölið frekar en það innlenda, enda skiljanlegt þar sem þeir fá mun meira fyrir að selja hverja flösku af innfluttu öli en fyrir að selja innlent öl. Innlent öl gæfi 40,-kr I sölu, en það erlenda 120,-kr. Til að bæta stööu ölgeröanna taldi viðmælandi okkar, að þaö væri nauðsynlegt að leyfa frekari hækkanir á verði innlenda ölsins en taldi jafnframt að þess væri ekki von á meöan verð öls hefði áhrif á visitölugrundvöllinn. Um rfkisjarðir og leigu þeirra: Arðrán þegar hlunnindajarðir eru leigðar fyrir smápeninga — segir Gunnlaugur Stefánsson t Alþýöublaöinu i gær var fjallað um þær hugmyndir, sem BragiSigurjónsson, fyrrverandi ráöherra og þingmaður Alþýðu- flokksins hefur lagt fram um þjóðareign lands. Eins og þar kom fram, var ákvæði um þetta efni I stjórnarsáttmála stjórnar Ólafs Jóhannessonar og voru skipaðar nefndir, sem koma skyldu þessu máli áleiðis. 1 því hefur sfðan lltiö gerst. En reyndar er allmikið land nú þegar I almenningseign I landinu. Þar er átt við svokall- aðar rikisjarðir, sem rikiö á, en leigir út, til einstaklinga og lán- ar einnig undir starfsemi opin- berra stofnana eins og Skóg- ræktarinnar. Þá eru einnig margar rikisjarðir prestssetur. Um áramótin 1979, lagði Gunnlaugur Stefánsson fram fyrirspurn til landbúnaðarráð- herra um rikisjarðir. 1 fyrir- spurninni var beðið um upplýs- ingar um fjölda jaröa I eigu rikisins, hverjar þær eru, hverj- ir væru leigutakar, hver hlunn- indi fylgdu jöröunum, hverjar tekjur heföu fylgt þeim hlunn- indum og hvert þær tekjur hefðu runnið. Blaðamaður Alþýðublaösins átti viötal við Gunnlaug um þetta mál og spuröi hann fyrst hvernig svör hann hefði fengið við fyrirspuminni. — Ég fékk svar við hluta fyr- irspurnarinnar degi fyrir þing- lok 1979 sagði Gunnlaugur. Þá haföi ég gengið nokkuö eftir þessu við Steingrim Hermanns- son, þdverandi landbúnaöar- ráöherra. Hann sagði mér þá að ekki heföi unnist timi til að safna gögnum til að svara öllum liðum fyrirspurnarinnar, en að hann hafi látið vinna skrá yfir bújaröir i eigu rikissjóðs og leigutekjur af þeim 1978. Hann afhenti mér siðan listann og það eru öll þau svör sem ég fékk viö fyrirspurninni. Hann sagði mér að ekki væri hægt að afla upplýsinga um hlunnindi sem fylgdu rikisjörö- um og ómögulegt að upplýsa um tekjur af þeim, þar sem þær upplýsingar væri aöeins að finna i skattframtölum leigu- taka. Það er þvi ljóst, að tekjur af hlunnindum rikisjarða renna eingöngu til leigutaka og yfir- völd vita i raun ekki hvað þau eru að leigja. Ég get nefnt sem dæmi um bónda,sem greiðir 750 krónur á áril leigu fyrir jörð sina, en hef- ur tekjur af laxveiði upp á um tvær milljónir króna. Og slík dæmi eru mýmörg. — Nú er tilgreind leiga af jöröum i skýrslunni mjög mis- há, frá því að vera innan við eitt hundrað krónur og upp I það að vera 652 þúsund á ári. Hver er skýringin á þessu? — Skýrslunni fylgdu skýring- ar og þar sagði: „Núgildandi ábúðarlög frá ár- inu 1976kveða svo á um að eftir- gjald jarða skuli vera 3% af fasteignamati og hækka og lækka samkvæmt þvi. Eru rlkisjaröir nú leigðar eft- irþeimlögum.Um þá sem feng- ið hafa ábúð fyrir tima þeirra laga gilda eldri ákvæði, þar sem eftirgjald hefur ekki verið látiö fylgja verðlagsbreytingum. M.a. þess vegna er leigan svo mishá eins og skráin ber meö sér. Til þessa liggja lika fleiri orsakir og þá þessar helstar: 1. Sumir bændur eiga öll hús Gunnlaugur Stefánsson. og mannvirki á jörðunum. A öörum eruþau öll ieigu rikisins. 2. 1 sumum byggingarbréfum eru ákvæði um að ábúandi greiði árgjöld af öllum lánum sem á jörðunum hvlla. Af öörum greiöir rikiö þessi gjöld og er þá eftirgjaldiö þeim mun hærra. Þegar tekið er tillit til þessa, eru kjör rikislandseta ekki eins misjöfn og tilgreint eftirgjald á skránni gæti gefið ástæðu til að halda og stafar af ákvæðum eldri ábúðarlaga, sem i giidi voru þegar ábúendurnir fengu jarðirnar. Með fyrirmælum núgildandi ábúðarlaga og laga um fast- eignamat ætti að koma meira samræmi i landskuldagreiðslur af rikisjörðum.” Það er lika vert að taka fram, aö þessar tölur eru frá þvi 1978, svo þar sem leigusamningar eru nýjir, hefur gialdið næKKao. Seyi.uhreppui* 26, Glaumb«sr 2í. Ja6ar 30. Fííykjðí'hóll 31. yí6ida.‘l.ur 32. Vi6iho.lt 33. Vióímýri 34. Víftimýrarcel £r. Gunnar Gísla«;cn ■ Fáll dónscon A Markúc Si y.ur jór:s;c. átfcfir, nkraldíiKon HjalLi Jónosor. Prastssatut* 6ðl T*| IH Ci (dC l') 2 (o< ?VC1 oL .Sigluf jgrðúr. 3$, .Engijalur 3B. Siglúnec i Olafsf íörftur. 37. aakki 38. t'Ve.vá IV , Ey-iaf jarðarsvs la. Arnarneshrennur. 1. Sdkk«ij';erfti 2. MÖftruvellir I 3. Möftruvellir II 4. Syftri-Ðakki Arskcgshreppnr. 5. Kleif. 6. Selá 7 . Stúerri-Arskógur Hx'af nagi Ishreppur . 8. Kröppur Reyri i r: Ástváld :s 6-\ 7S . 0 C Marínó Magnússon i.O.O' «M j < 5 r* t u r K i r í k s s on : Sr. J>órhalu.ux‘ Híhh son Alfreft Kristenontv Uiriar Pet^rséí).- Sjiívar: Kinarsson £ igurftur £t ofáor, Steingi'íianr Guftions ■Vi - ' ‘.nn 6 J <*r 31 fcf ■Míí i'reqts setur Rannsókna s; t. li En flestir samninganna eru samkvæmt gömlu lögunum og hækka ekki. Þá eru þeir samn- ingar gerðir til langs tima og þess veröur langt að biða, að þessar nýju reglur veröi algild- ar. Eins má nefna það, að i all- mörgum tilfellum fylgja öll hús og mannvirki jörðinni. Ég held, að þeir Islendingar, sem búa i þéttbýli og þurfa að kosta stærstum hluta tekna sinna til húsnæðismála annaö- hvort i húsaleigu eða húsbygg- ingar, væru harla ánægöir ef þeir gætu fengið leigt á svipuð- um skilmálum. Það væri ósk- andi að leigusalar almennt tækju sér rikið til fyrirmyndar i þessum málum. Það er eitthvaö meir en litið Framhald á bls. 2

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.