Alþýðublaðið - 07.08.1980, Síða 3

Alþýðublaðið - 07.08.1980, Síða 3
Fimmtudagur 7. ágúst 1980. 3 Otgefandi: Alþýöuflokkur- inn Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guömundsson Stjórnmálaritstjóri (ábm): Jón Baldvin Hannibalsson. Blaöamenn: Helgi Már Arthursson, Ólafur Bjarni Guönason. Auglýsinga- og sölustjóri: Höskuldur Dungal Auglýsingar: Elin Haröar- dóttir Gjaldkeri: Halldóra Jóns- dóttir. Dreifingarstjóri: Siguröur Steinarsson. Ritstjórn og auglýsingar eru aö Síöumúla 11, Reykjávlk, slmi 81866. Siöan á vori 1978, hafa fjór- ar rikisstjórnir setiö á íslandi. Þetta timabil hefur eir.kennzt af pólitiskum óróleika. Þessi óró- leiki veröur þó ekki til vegna þessútaf fyrir sig aö skipt hefur veriö um rikisstjórnir, heldur vegna hins aö rikisstjórnir hafa reynzt ófærar um aö ráöa viö efnahagsvanda. Þó aö rikis- stjórn Geirs Hallgrimssonar hafi setiö I fjögur ár var stjórn- arfariö óeölilegt, óróinn mikill. Og sömu sögu er aö segja af rlkisstjórn ólafs Jóhannessonar sem sat þar á undan. Allt frá þvi aö efnahagsmál fóru úr böndunum i tiö fyrstu rikisstjórnar ólafs Jóhannes- sonar hefur skort bæöi stefnu og festu i islenzkum stjórnmálum. Alvarlegasta tilraunin sem gerö var til þess aö breyta um var gerö á árunum 1978—1979 þegar Alþýöuflokkurinn sat i rikis- stjórn. Þegar þær tilraunir báru ekki árangur vegna innri ágreinings i þeirri rikisstjórn þá rauf Alþýöuflokkurinn stjórnar- samstarfiö. Kosningar fylgdu I kjölfariö og rikisstjórn dr. Gunnars Thoroddsen var mynd- uö upp úr þeim kosningum. Þvi miöur gildir þaö um rikisstjórn dr. Gunnars eins og fyrri rikisstjórnir, aö þrátt fyrir 60% veröbólgu, versnandi lifs- kjör, óstjórn i helztu atvinnu- vegum landsmanna, þá fá menn ekki séö hversu velviljaöir sem þeir eru núverandi rikisstjórn nokkra þá stefnubreytingu i landsstjórninni, sem máli skipt- ir. í rikisstjórn Gunnars Thoroddsen sitja tiu ráöherrar, sem hver um sig er fram- kvæmdastjóri fyrir tilteknum þáttum rikisvaldsins. Sem slikir eru þeir eflaust hvorki betri né verri en aörir slikir. Þeir stjörnafrádegi til dags.Enþeir móta enga stefnu. Hvort sem vikiö er aö rikisfjármálum, sjávarútvegsmálum, land- búnaöarmálum eöa orkumál- um, þá veröur engrar stefnu vart. Þaö er þjösnast áfram frá degi til dags. Þaö er allt og sumt. Viö slikar aöstæöur blasir þaö viö, aö fólk fer I vaxandi mæli aö fá ótrú á stjórnmála- kerfinu. Þrátt fyrir itrekaöar tilraunir á undanförnum árurh hefur rikisvaldinu ekki tekizt að geta af sér rikisstjórn, sem breytti um stefnu. Andspænis hagsmunum og þrýstihópum virðist stjórnmálakerfiö kerfi samsteypustjórna, vera ger- samlega vanmegnugt. Rlkisstjórn dr. Gunnars fékk óvenjulega góöan meðbyr, ekki vegna stefnu sinnar, þvi hún var óljós, heldur vegna þess aö Gunnar var aö kljúfa Sjálf- stæöisflokkinn. Augljóslega töldu bæöi Framsóknarflokkur og Alþýöubandalag mikiö til vinnandi —sem kannske er von. En vonbrigöi stuöningsmanna hljóta lika að veröa mikil, þegar 1 ljós kemur aö ekkert hefur gerzt. Engin stefnubreyting er sjáanleg, ekkert hefur breyzt. Sjálfstæöisflokkurinn er aö visu klofinn, en aö ööru leyti heldur óstjórnin áfram. Það er ofur eölileg afleiöing þessarar þróunar aö i vaxandi mæli fær fólk vantrU á sjálfu kerfinu. Enginn grundvallar- munur viröist vera á hug- myndafræöi Alþýöubandalags- ins annars vegar og hugmynda- fræöi Gunnars Thoroddsen hins vegar. Rikisvaldið stendur máttlitiö andspúis þrýstingi hagsmunahópa. Valdamörk milli kjörinna stjórnvalda annars vegar og stofnana rikis- ins og hagsmunahópa hins vegar eru ójós. Kjördæma- skipan er orðin Urelt og hætta er á þvi að óbreytt ástand I þeim efnum auki á rig milli þéttbýlis og striáibýlis. jþað gerist stundum aö þjóö- félag veröur þreytt og leitt. Og einmitt þetta er aö eiga sér staö um islenzkt þjóöfélag um þessar mundir. Stagl um fáeinar prósentur fram og til baka skiptir engu höfuðmáli. Slikt stagl hefur átt sér staö árum saman án þess aö nokkur árangur sé merkjanlegur. Þaö veröur aö endurskoöa sjálfan grundvöll Islenzka rikisins, allt frá kosningafyrirkomulagi og valdakerfi og til skipulags i höf- uöatvinnugreinum, sjávarút- vegi, landbúnaði, iönaöi og verzlun. N úverandi rikisstjórn er aö visu ekki lfkleg til þess aö hafa forustu um róttæka uppstokkun I þjóðfélagimií Til þess skortir hana bæöi þrek og hugmyndir. Ein staöreynd öörum fremur er þó Hkleg til þess aö hreyfa viö jafnvel henni. 1 auknum mæli berast fréttir af þvf aö tslend- ingar taki sig upp og setjist aö f útlöndum. Oft er þetta vel menntaö fólk, i iönaöi eöa sér- fræöum ýmiss konar. Og þegar menn standa andspænis land- flótta þá hljöta menn aö viöur- kenna, aö grundvallarbreytinga er þörf. — VG EKKI STAGL UM PRÓSENTUR — HELDUR SJÁLF ÞJÓÐFÉLAGSGERDIN Árni Gurmarsson, alþingismadur, skrifar: UM ALLABALLA, ÞINGFARAR KAUP OG MOGGATETUR! „Rikisstjórn launafólksins, eins og allaballarnir kalla núverandi rikisstjórn, hefur rýrt kaupgetu hins almenna launamanns um 6%. Þetta veit Lúövfk Jósepsson og vill stjórnina feiga. Honum er þegar Ijóst, aö þetta er líklega jafnversta rikisstjórn, sem hér hefur veriö viö völd og er þá langt til jafnaö. ótti A feröum minum um landiö aö undanförnu hefi ég orðið var viö meira öryggisleysi og ótta meöal almennra launþega en nokkru sinni fyrr. Dýrtiöin hefur rýrt svo kaupmátt þeirra aö nú duga mánaöarlaunin ekki lengur. Framundan er myrkur og óvissa og margir þykjast sjá, að meö haustinu veröi verulegt atvinnu- leysi oröiö staöreynd. Fyrirtæki berjast i bökkum vegna rekstrarfjárskorts og auk- ins tilkostnaöar á öllum sviöum. Og ekkert getur komiö i veg fyrir, aö veröbólgustigiö veröi um eöa yfir 60% I lok ársins. Enginn veit hver niöurstaöan veröur I kjara- samningunum, margir hafa áhyggjur af samdrætti á erlend- um fiskmarkaöi og skattseölarnir færa heimilunum litla gleöi. Kvennaskattur Skattlagning útivinnandi kvenna mun hafa meiri áhrif en nokkurn hefur óraö fyrir. Þegar verulegur hluti af tekjum kvenna i frystihúsum, I iönaði og á skrif- stofum fer I skatta, munu margar þeirra hugsa sig tvsivar um og endurmeta afstööu sina til þeirr- ar kjarabótar, sem laun þeirra hafa veriö heimilunum. Skyldi veröa hægt aö fá nægilega marga karlmenn i snyrtingu og pökkun, ef niðurstaöa kvennanna yröi sú aö vinna utan heimilis borgaöi sig ekki? Tekjuskattur fyrirtækja Þó er liklega ástandiö verst hjá mörgu ungu fólki, sem er aö byggja yfir sig. Þaö hefur ekki undan aö greiöa af lánunum, gott ef þaö getur greitt vexti og verö- tryggingu. — En mér láöist aö geta þess I sambandi viö skatt- ana, aö þótt tekjuskattar ein- staklinga hækki nú mjög veru- lega, eru likur á þvi aö stóru og auöugu fyrirtækin sleppi tekju- skattslaus. Kynniö ykkur hvaö Is- lenskir aöalverktakar fá I tekju- skatt. NB: Þeir eru núna aö reisa enn eitt stórhýsiö á Artúnshöföa. Væri ekki rétt aö biöja Ragnar Arnalds aö birta listann yfir skattlausu fyrirtækin, sem hann veifaði einu sinni og sagöi, aö allaballarnir myndu nú aldeilis taka I lurginn á, fengju þeir til þess aðstöðu. Að Ijósrita En „rikisstjórn launafólksins” viröist ekkert aðhafast. Hún hefur brugöiö yfir sig huliös- hjálmi og lætur skeika aö sköp- uöu. A.m.k. ber ekki á neinni til- raun til aö takast á viö efnahags- vandann, nema ef vera skyldi aö Framsóknarmenn væru aö ljós- rita efnahagstillögur Alþýöu- flokksins frá þvi I desember 1978. Þeir heföu betur hlustaö á okkur kratana þá, i staö þess aö hlita ráöum allaballa, sem eru ábyrgöarlausari en svo, aö hægt sé aö vera meö þeim I rlkisstjórn. Ot í myrkrið „Rikisstjórn launafólksins” lagöist til sunds án þess aö sjá til lands, eöa tók heljarstökk út I myrkrið, eins og Guömundur J. oröaöi þaö. Ekkert bendir til þess, aö „rikisstjórn launafólksins” sjái enn til lands eöa aö nokkurt lát sé á myrkrinu. Og Framsókn er farin aö ókyrrast. Halldór As- grimsson og Guömundur G. Þórarinsson eru nú önnum kafnir viö aö ljósrita efnahagstillögur Alþýöuflokksins og ekki yröi ég undrandi þótt þeir geröu sam- þykkt þeirra i rikisstjórn að skil- yröi fyrir áframhaldandi stjórnarsetu. Aö minu mati er „rikisstjórn launafólksins” vond stjórn og ósamstæö. Liklega tekst ólafi Jó- hannessyni ætlunarverk sitt, þ.e. aö koma allaböllunum á kaldan klakann, láta þá dæma sjálfa sig óalandi og óferjandi. Honum tókst þaö ekki meö Alþýðuflokk- inn, en var nægilega klókur til aö taka upp aöferöir þeirra I siöustu kosningum. Hver heföi t.d. trúaö þvi, aö hann ætti eftir aö fara á hvern vinnustaðinn á fætur öör- um, heilsa upp á fólkið og rabba viö þaö. Sú aöferö þótti honum ómerkileg hjá krötum i kosning- unum 1978. Þeir tapa En aö spá um framtlð „rikis- stjórnar launafólksins” er erfitt. Gunnar Thoroddsen mun vafa- litiö fórna miklu til aö halda stjórninni saman og hann veröur aö hafa mjaömagrindina liöuga til aö geta hallaö sér til skiptis yfir til Framsóknar og allaballa. — En þaö veröur launafólkiö, sem liöur fyrir aögeröarleysiö. Þaö veröur iöjufólkiö og félagar I Verkamannasambandinu, sem tapa I bardaganum viö veröbólg- una vegna getuleysis „rikis- stjórnar launafólksins”. Allaballarnir og þing- mannalaun Ég haföi alltaf ætlaö mér aö skrifa nokkur orö um viöbrögö allaballa vegna fyrirhugaörar launahækkunar þingmanna. Þar komu berlega i ljós hin geöklofnu viöbrögö þeirra og eiginleikarnir til aö segja ósatt. Þingfarar- kaupsnefnd ákvaö rétt fyrir þing- lok aö hækka laun þingmanna um 20 af hundraöi, þ.e. aö bæta viö laun þeirra sama hundraöshluta aö ýmsir hópar opinberra starfs- manna fá fyrir ómælda yfirvinnu. Þetta mál var kynnt i öllum þing- flokkum, hjá allaböllum eins og öörum. En þegar Mogginn skýröi frá þessu fór allt á annan endann. Ragnar Arnalds og Olafur Ragnar krossuöu sig i bak og fyrir, sóru og sárt viö lögöu, aö þetta heföu þeir aldrei samþykkt. Ólafur Ragnar er formaöur þing- flokksins. Og þeir létu sig ekki muna um þaö aö gera Garðar Sig- urðsson, einn ágætasta manninn I þingflokknum og formann þing- fararkaupsnefndar, aö ómerk- ingi. Sjálfur trúi ég honum betur ' en Ragnari og Ólafi Ragnari til samans^Og þingmennirnir, sem eiga aö stjórna þjóöinni hættu viö aö hækka launin og stjórna eigin málum. Vera má að þaö hafi verið eölileg ákvöröun, en ekki var hún stórmannleg. Akvöröun haföi veriö tekin, margir segja á óheppilegum tima, en viö hana átti að standa. Hver og einn þing- maöur heföi, gagnrýninnar vegna getaö ákveöiö, aö gefa þessi 20% til liknarfélaga. Að sýnast En Ragnar Arnalds og Ólafur Ragnar höföu auövitaö rika ástæöu til að mótmæla þessari launahækkun. 1 fyrsta lagi vegna þess, aö þeir voru aö sýnast gagn- vart þvi fólki, sem þeir segjast vera umbjóöendur fyrir. t ööru lagi vegna þess, aö Ólafur Ragnar hefur auk þingfarar- kaupsins, hálf prófessorslaun. Og i þriöja lagi vegna þess, aö Ragnar Arnalds hefur ráðherra- laun og ýmsa risnu i tengslum viö embætti sitt. Þiö muniö lika, aö Ragnar bar sig illa undan þvi aö hafa aðeins rösklega 80 þúsund krónur i dag- peninga á ferðum erlendis. Þaö var ekki þingfararkaupsnefnd, sem ákvaö þá upphæö. Þaö voru aörir aöilar, liklega þeir sömu og eiga eftir aö ákveöa laun þing- manna, veröi ákvöröun um laun þeirra visaö til kjaradóms. Aukaskildingur Þá erum viö komin aö ööru atriöi i þessu máli, þ.e. ákvaröanatöku um laun þing- manna. A meöan þingmenn ákveöa laun sin sjálfir eru ekki likur til þess aö þau veröi hærri en almenningur getur sætt sig viö. En ef kjaradómur ákveöur þau, er þaö mitt álit, aö þau muni hækka margfalt meira en þing- menn myndu nokkru sinni ákvaröa. Þaö er lika önnur hliö á þessu máli. Hafi þingmenn léleg laun eru likur til þess aö þeir sæki sér aukaskilding i aörar starfs- greinar, eins og sumir þeirra raunar gera. Þá er hætt,viö, aö þingmannsstarfiö verði eins konar „hliöarbúgrein” er ekki njóti allra krafta viökomandi. Þá hefur þvi veriö haldiö fram i mörgum lýöfrjálsum löndum, aö illa launuöum þingmönnum sé hættara við aö þiggja aukabita, sem ekki eru gefnir af góöum hug. Þar skuli koma biti I bita staö. — Aöeins þetta um þingmanns- laun: Þingmenn'eru ekki ofsælir af launum sinum, sérstaklega ekki þeir „utan-Reykjavikur- þingmenn”, sem þurfa aö halda tvö heimili allt áriö. Mörg eru dæmi þess hvernig þeir hafa stöö- ugt safnaö skuldum frá byrjun þingmannsferils. Og þeir, sem nefna forstjóralaun I sama oröi og kjör þingmanna, þekkja litiö til launakjara á almennum vinnu- markaöi. Mogginn og Alþýðublaðið 1 lok þessara sundurlausu hug- leiöinga langar mig aö geta skrifa Morgunblaðsins um Alþýöublaö- iö. Mogginn hefur nú um nokkurt skeiö gert nokkra aðför aö Al- þýöublaðinu, sagt þaö gefiö Ut fyrir rikisfé. — Þaö eru þá væntanlega islenskir fjármunir, sem Mogginn talar um. Hann hefur þó minnt á erlent „krata- gull”, sem Alþýðuflokkurinn hefur gert fulla grein fyrir sem og öörum sinum fjárreiöum. Af sllku getur hvorki Moggi né Sjálf- stæöisflokkur státaö. — t fram- haldi af þessu ætti Mogginn aö lita i eigin barm, kanna fjármál Þjóöviljans, svo ég tali ekki um „lifibrauö” Timans. Erlent fé og Moggi En á hverju lifir þessi ,,sam- viska þjóöarinnar”, Mogginn. Hann hefur vissulega mikla út- breiðslu. En hún gerir litiö meira en aö standa undir útgáfukostn- aöi. Þaö má sanna meö einföldum reikningi. Allur hagnaöurinn kemur eftir öörum leiöum. Mogg- inn lifir á fasteignasölum I Reykjavik og aö hluta erlendu fjármagni. Stórfyrirtæki islensk, sem auglýsa erlenda vöru á ls- landi, fá auglýsingakostnaö greiddan frá erlendum framleiö- endum. Þaö er m.a. á þessu fé, sem Mogginn lifir. Svo er hann aö steyta görn og þykist hafa efni á þvi aö gera litiö úr tilraunum lýö- ræöisafla til aö tryggja frjálsa skoöanamyndun. Erlend ávísun Þá ættu menn aö kynna sér sögu Morgunblaösins. Einn af fyrrverandi eigendum þess og út- gefandi, merkur maöur og sóma- kær, segir frá þvi i ævisögu sinni hvernig erlent kaupmannavald reyndi að sölsa blaðiö undir sig svo þaö og kaupmennirnir gætu náö meiri áhrifum hér á landi. Þessi sómamaöur varö undan aö láta. Hann seldi blaöiö og fékk meöal annars greitt meö ávisun á enskan banka frá enskum manni. — Mogginn hefur enga ástæöu til aö setja sig á háan hest, og væri full ástæöa fyrir Alþýöublaö- iö aö birta kafla úr fyrrnefndri ævisögu eða finna út meö auglýs- inga-mælingum, hverjir greiöa kostnaöinn viö útgáfu Moggans. — Þaö var ekki verkafólk þessa lands, sem kom fótunum undir Moggann né skapar hagnaö hans. — Ég vil þó taka skýrt fram, aö þrátt fyrir allt er Mogginn öllu ærlegra blaö en mörg önnur hér á landi, enda á hann útbreiöslu sina undir þvi, aö þjóna ekki Sjálf- stæöisflokknum of grimmilega. Einn eigenda hans hefur jafnvel komist aö þeirri niöurstööu, aö Mogginn ætti aö segja upp stjórn- málasambandinu viö Sjálfstæöis- flokkinn.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.