Alþýðublaðið - 13.11.1980, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.11.1980, Blaðsíða 4
STYTTINGUR4 Alþjóðaráðstefna um norræn og almenn málvísindi A si&ast li&nu sumri var haldin Fjóröa alþjóöará&stefna um norræn og almenn málvisindi, en fyrsta ráöstefnan af þessu tagi var haldin i Háskóla Islands sumariö 1969. Ráöstefnan var að þessu sinni haldin i Háskólanum i Osló, og sóttu hana alls um 160 manns, þar af átta frá Islandi. Á ráöstefnunni var fjallaö um ýmis veigamikil efni i norrænum málvisindum. eitt af fjórum aðal- viöfangsefnunum var „Nýjar stefnur i rannsóknum á norrænu máli að fornu", og var próf. Hreinn Benediktsson einn af þremur framsögumönnum um þaö efni. 1 smærri umræöuhópum var fjallað um fjölda ólikra efna. M.a. flutti dr. Höskuldur Þráins- son fyrirlestur um órödduö samhljóð (r, 1, m, n, ð) á undan p, t, k i islenzku, og dr. Kristján Árnason flutti fyrirlestur um nokkrar hljóöbreytingar i samfelldu tali islenzku. Ráöstefnan var á vegum Norræna málvisindafélagsins (Nordic Association of Lingu- ists), sem til var stofnaö á ráö- stefnunum i Umea i Sviþjóö 1973 og i Texasháskóla i Bandarikjun- um 1976, og var aöalfundur félagsins haldinn um leiö. 1 stjórn félagsins næsta ár voru kjörin: Forseti: Stig Eliasson, dósent, Uppsölum, varaforseti: próf. Hreinn Benediktsson, Reykjavik, ritari: próf. Höskuld- ur bráinsson, Reykjavik, gjald- keri: Inge Lise.Pedersen, lektor, Kaupmannahöfn: meðstjórnendur: próf. Bengt Loman, Abo, próf, Einar Lunde- by, Osló, próf. Kristian Ring- gaard, Arósum, próf. Ragnhiid Söderbergh, Stokkhólmi, og Erling Wande, lektor, Uppsölum. Fyrirlestrar á þessum ráö- stefnum hafa veriö gefnir út að þeim loknum, og kemur þingrit Oslóarráöstefnunnar út hjá Háskólaforlaginu i Osló, væntan- lega á næsta ári. Fimmta ráö- stefnan veröur haldin i Arósum sumariö 1983. Aö auki gengst félagiö fyrir árlegum fræðafund- um, hinum næsta I Noregi i júni 1981. Norræna málvisindafélagiö stendur einnig að útgáfu timarits Nordic Journal og Linguistics, sem hóf göngu sina 1978 Það er oft gaman að fylgjast meö þvi, um hvað er rætt íþing- sölum, niður við Austurvöll, þar sem framtið þjóöarinnar ræðst viö handauppréttingar. 1 Morgunblaöim i gær er sagt frá kostulegri umræöu i Sameinuöu þingi um hugsanlegar fyrir- ætlanir rikisstjórnarinnar gegn veröbólgunni, samfara gjald- eyrisbreytingunni sem fyrir- huguð er og allir hlakka svo mjög til. Það kostulega var hvaö lengi umræðurnar stóðu, þegar tillit er tekið til þess, að ekkert kom út úr þeim. Það kom nefnilega i ljós, að Tómas (Gengissig i einu stökki) Arnason er ekki i landinu, og I fjarveru hans gat enginn upplýst þingheim um hinar fyrirhuguöu, hugsanlegu áætlanir rikis- ROKSEMD FYRIR GUÐDOMNUM Það var dýrlegt að koma úr dimmum haustrosanum i birt- una og hlýjuna á Kjarvals- stöðum þar sem Mozart réði rikjum á mánudagskvöld. Þar léku Bernard Wilkinson flautu- leikari, Maria Vericonte fiðlu- leikari, Stephen King viólu- leikari og Guðrún Sigurðar- dóttir sellóleikari verk fyrir flautu og strengi eftir Mozart og reyndar eina stutta tónsmið eftir Debussy sem kom eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Þarna var samankominn tals- verður áheyrendahópur mikill meiri hluti mjög ungt fólk. Svo halda menn — og það er boðað af siödegisblöðunum meö frekju sem hlýtur að eiga fjárhags- legan innbláátur — að tónlist æskunnar númer eitt og númer tvö sé þess háttar eyrnamengun er gerir loftpressuna sem byrjaði að brjóta ofan af mér húsið i morgun að hlýlegum sálufélaga. Hitt kæmi mér ekki á óvart þó þeir unglingar er elska Mozart séu undanþegnir þeirri hrörnun að verða nokkurn tima gamlir. Mozart var lika ungur maður, rúmlega tvitugur, er hann samdi flautukvartett- ana eftir beiðni hollensks flautuleikara sem svo ætlati að komast undanað greiða vinnu- launin. Fyrir Mozart var samning þessara verka eins og hvert annað brauðstritarböl sem hann hefði feginn viljað vera laus við ef hann heföi átt bótina fyrir rassinn á sér. Þetta finnst okkur ótrúlegt núna þegar við heyrum þessa tónlist. En Mozart var einfaldlega svo rikur innra að hann sótti þangað hið besta er við átti hverju sinni. Það er alltaf eitthvað guðlegt við Mozart. Tónlist hans er ein af fáum röksemdum fyrir tilvist alvaldsins, sem mér finnst ná máli eftir að lærðar vangaveltur hafa þagnað i vonleysi. Hann fór dálitið I taugarnar á mér þessi Debussy-skratti úr sauðarleggnum, hann var nógu sjarmerandi i sjálfu sér, en raskaði þeirri samræmisfullu ró sem Mozart hafði sungið i mig: það var eins og að sitja i finni stofu og lesa frönsk ljóð með undurfagurri konu en allt i einu ruddist inn ljótur karl og fór að bölva á þýsku. Þetta Syrinx, flautað að tjaldabaki, var reyndar áberandi best leikið af þeirri tónlist sem þarna var flutt. 1 flautukvartettum Mozarts C-dúr og D-dúr var einnig fallegast leikið á flautuna en klaufaskapur og óöryggi setti nokkuð mark á flutninginn sem Sigurður Þor Guðjónsson þó var fjörlegur og einlægur i flestum greinum. Og mér finnst mest gaman á svona tónleikum. Þá er eins og góðir vinir séu að finna hvern annan. Það er mikil vitleysa að spámenn og snill- ingar séu það sem máli skiptir i tónlistinni. Fegurustu tóna sina slá þeir hvortsem er úr hjörtum venjulegra manna og kvenna þvi þar á fegurin heima. Sigurður Þór Guðjónsson skrifar um tónlist DULARFULL FYRIR6RIGÐI A tónleikum Sinfóniuhljóm- sveitarinnar á fimmtudaginn i Háskólabiói komu Mozart og flautan enn mjög við sögu. Flautukonsertinn i G-dúr K. 313 var einnig saminn fyrir hollenska flautuleikarann sem ekki vildi borga, enda botnaði hann ekkert I þvi furðuverki þar sem er annar kaflinn, svo Mozart varð að semja nýjan. Verkið er svo auðugt að þvi oft- ar sem hlustað er á það þvi feg- urra verður það og leyndar- dómsfyllra. Manuela Wiesler gæddi það sérkennilegu lifi, allt i einu var komið nýtt verk sem maður h afði engan grun um. Hvaðan tárustþessir duiartónar frá snilli Mozarts eðaúrhuga guðs, kannski frá sál flautunnar eða hjarta Manuelu? Hér er ógreitt um svör. Þegar list nálg ast fullkomnun er hún orðin leyndardómur sem lætur spurn- ingar þoka fyrir lotningu. Við vitum ekki hvaða kraftar byrja að láta til sin taka bak við hámarks tækni, menntun og hæfileika, þegar fer að glampa á eitthvað sem er svo einfalt að það verður aldrei skilið. Þetta leiðir hugann að þvi hve von- laust verk það er að skrifa um tónlist, lýsa meðorðum þvi sem ekki verður með orðum lýst. Þar við bætist að þá sjaldan að hið óumræðilega birtist okkur fylgir þvi algleymi sem er horf- ið veg allrar veraldar jafnskjótt og við komumst aftur i venju- legt ástand. Minningin um al- gleymið sprettur þvi Ur allt ann- ars konar og óliku hugarfari, en þvi sem verið er að rifja upp. Eftir þetta ævintýri lék hljómsveitin þriðju sinfóniu Saint-Saens. Þó hún sé fáránlegt verk geymir hún einkennilegan sjarma og það býr i henni, þó ótrúlegt sé, fjarlægur gotneskur andi, mjög daufur, sem ef til vill er eins konar menningarlegt erfðaminni kynstofnsins sem hugsun Saint-Saens hefur varð- veitt. Þessi hávaðasama músik var ágætlega flutt miðað við að- stæður sem voru ansi frum- stæðareins og búið er að tiunda oft og mörgum sinnum. Sigurður Þór Guðjdnsson Á RATSJÁNNI hann gegndi embætti Tómasar. meöan hann væri erlendis. Þvi miöur sagðist Olafur ekki vera nóg og vel heima i listum skæru- hernaðar, og bað þingmenn að sýna þolinmæði og biða eftir þvi að Tómas kæmi heim og þá myndi hann eflaust segja þeim hvaö væri ætlunin að gera. Siðan var japlað nokkuð aö nýju, og Ólafur kom i ræðustól að nýju og ftrekaði fyrri ummæli um fákunnáttu sina I verðbólgu- málum og bað menn rétt einu- sinni að biða heimkomu Tómasar frænda. Menn voru ekki ýkja ánægðir með þessi sVör, enda alls óvist aö Tómasi ynnist timi til að svara þessu áður en hann hlypi úr landi að nýju. Engu að síður féll umræöan niður, og utan þessara skæra, var ti&indalaust á verð- Enginn ráðherra^ svarað fyxxr Tó vinnu. Aronskancnni^^ ,rftu Uí I*» ' »■»" ■ ---------fZtri“ heíur þegar ” |SÍ'lt«0ku Tómas „xóstri má, VíA sagtjneira «« n^annss0„ lu r Ipira en hann -^uerrir Hermannsson_ ----------— ... v„mu M* ,Ueíi«nol*»“*Æ“ír- var&uoSí tt»'Xisa .Aronskui>»“r . TIÐINDALAUST VIÐ AUSTURVÖLL stjórnarinnar, i skæruhernaöi hennargegnverðbólguófétinu. Að visu gaf Guðmundur J. Guðmundsson, það I skyn, að kannski væri hugsanlegt, að mögulegar ráðstafanir hugsan- legrar rikisstjórnar væru honum kunnugar, en hann lét siöan strika sig út af mælendaskrá og þagði þunnu hljóði eftir það. Eftir japl og jaml og fuöur stjórnarandstæöinga, kom Ólafur Jóhannesson utanrikisráðherra i ræöustól og meðgekk þaö, að bólguvigstöðvunum að þessu sinni. Þá hófust skærur á Keflavikur- vigstöðvunum. Ólafur Jóhannes- son, með hatt utanrikisráðherra á höföinu I þetta sinn svaraöi fyrir- spurn um framkvæmdir i Helgu- vik. Aö visu töluðu margir á undan ólafi og miklu meira en hann se’rlega nafni hans og vopnabróöir i rikisstjórnarsam- starfinu, Ólafur Ragnar Grims- son. Ragnar Arnalds sá einnig ástæðu til að taka þarna til máls, og sagði að þetta mál heyrði undir rikisstjórnina og Alþingi. Ólafur Jóhannesson komst loksins að til að svara fyrirspurn- inni, sem til hans var beint i upphafi og sagöi að þetta mál heyrði undir sig og sig einan. (Valdið er mitt) Hann vildi ekki meina, að Ragnar Arnalds hefði farið visvitandi með rangt mál, en að honum heföu kannski oröið á mismæli. Ragnar Arnalds vildi ekki kannast viö aö hafa mismælt sig alþýðu- blaðið Fimmtudagur 13. nóvember KÚLTÚRKORN og sagðist ekki trúa þvl að þessu máli yrði ráöið án vilja rikis- stjórnarinnar og Alþingis. Ólafur Jóhannesson sagöi ekkert, hann bara brosti. En semsagt, eftir umræður um þessi tvö mál, umræður sem tóku langan tima, kom i ljós, þegar upp var staðiö að rikisstjórnin vildi alls ekki uppiýsa þingheim um þau mál, sem fyrirspurnir voru gerðar um. Það mun vera ætlun stjórnarinnar að koma þingheimi og þjóð á óvart með þvi að pródusera úrræðin öll á einu bretti. Það er þvi ekki nema von, að menn séu farnir að tala um „leyndarráöið”, þegar þeir eiga við rikisstjórnina. —Þagall Jökull og Tchekhov hjá Leikfélagi Hveragerðis Að kvöldi föstudagsins 14. nóv. n.k. hefur Leikfélag Hveragerðis 34. starfsár sitt með frumsýningu á einþáttungum eftir Jökul Jakobsson og Anton Tcheckov. Þættirnir tveir eftir Jökul sem heita „Knall” og „Þvi miður frú” verða þá frumfluttir á leiksviði og verður að teljast eftirsóknarvert aðfá nú að kynnast fleiri verkum frá hendi eins vinsælasta höfund- ar seinni tima. Þáttur Tcheckovs, „Bónorðið”, er frá árinu 1888, þrunginn glensi og gamansemi. Hann hefur verið fluttur í útvarpi við miklar vinsældir en eins og kunnugt er, þá er sjón sögu rikari. Hjalti Rögnvaldsson ann- ast leikstjórn og er það frumraun hans á þvi sviði, en auk þess leikur hann meginhlutverkið i „Knallinu”. Með önnur helstu hlutverk fara: Ingi Ingason, Maria Reykdal, Sæbjörn V. As- geirsson, Kristin Jóhannesdóttir og Sigurgeir Hilmar Friðþjófs- son. Þó að Leikfélag Hveragerðis eigi I samkeppni við leikhúsin i höfuðstaðnum eru félagarnir bjartsýnir og sjá I anda salinn i Hótel Hveragerði þéttsetinn á frumsýningarkvöldið. Leikfé- lagið efnir nú til þeirrar ný- breytni að hvetja nágrannafé- lögin til að stofna til hópferða og koma i Hvergerði og sjá einþátt- ungana. Onnur sýning verður sunnudag 16. nóv. kl. 9og siðan miðnætursýning kl. 11, 17. nóv. og svo kl. 8, 21. og 23. nóv. Formaður Leikfélags Hveragerðis er Maria Revkdal. Útvarpsleikrit vikunnar Fimmtudaginn 13. nóvember kl. 20.40 verður flutt leikritið „Úlfaldinn” eftir Agnar Þórðar- son. Leikstjóri er Klemenz Jóns- son, en Steindór Hjörleifsson, Sig- riður Þorvaldsdóttir og Ragn- heiður Steindórsdóttir fara með aðalhlutverkin. Flutningur leik- ritsins tekur tæpa klukkustund. Tæknimaður: Sigurður Ingólfs- son. Hjónin Júlla og Hans eru að koma heim úr sólarlandaferð. Meðal þess sem þau hafa með- ferðis er ljómandi vel gerður minjagripur, smáúlfaldi frá Mar- okkó. En hann á eftir að valda meira umróti en þau hjónin gat órað fyrir. Agnar Þórðarson fæddist árið 1917. Hann lauk stúdentsprófi 1937 og varð cand.mag. I islenskum fræðum við Háskóla íslands 1945. Framhaldsnám i Englandi 1947- 48 og I Bandarikjunum 1960-61. Agnar hefur verið bókavörður við Landsbókasafnið frá 1951. Fyrsta útvarpsleikrit hans var „Förin til Brasiliu” 1953, en siðan hefur hann skrifað fjölda leikrita, bæði fyrir leiksvið, útvarp og sjónvarp, og auk þess skáldsögur og smá- sögur. BOLABÁS Eftir að grein Silju Aðal- steinsdóttur um ágæti Bubba Morthens og Hallgrims Pét- urssonar birtist i Þjóöviljan- um um daginn, hefur komiö upp sá kvittur, að breyta ætti heiti útvarpsþáttarins Dag- legt mál. Hann mun i fram- tiðinni verða kallaður Feimnismál.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.