Alþýðublaðið - 01.10.1980, Blaðsíða 1
Pólitískt Hugmyndafræðilegt
áhættuflug gjaldþrot Kremlverja
— sjá leiðara bls. 3 — sjá bls. 4
Tw^övTkuclagurTToktóber 1980. — 148. tbl. 61. árg.
,,Það eru allt að því grátleg örlög, að á þessum tímamótum skuli Alþýðubanda-
lagið fara meðstjórn orku- og iðnaðarmála í ríkisstjórn, en sá f lokkur hefur barist
hatramlega gegn hvers konar stóriðju, ekki síður þótt Islendingar eigi þar meiri-
hluta, eins og á Grundartanga. Þá er það ekki síður ógæfa, að sjálf ur iðnaðarráð-
herrann er andvígur orkufrekum stóriðnaði og úrtölumaður á því sviði. Á þingi
Norðlendinga í sumar lagði hann sig fram um að tina til alla galla, sem hann gat
fundið við stóriðju”.
Benedikt Gröndal:
Lifskjör og atvinnuöryggi
þjóðarinnar standa nú höllum
fæti, og er að vonum beigur í
iandsmönnum af þeim sökum. Þó
á þjóðin einn varasjóð, þar senv
er hin mikla óbeislaða orka faf
vatna og jarðhiti . Þessi orka eyó-
ist ekki, eíns og olia eða kol,
heldur endurnýjast i sifellu.
Það hlýtur að vera eitt höfuð-
verkefnistjórnvalda núogi næstu
framtið að stofna til stóraukinnar
virkjunar og láta reisa hvert
orkuverið á fætur öðru næstu ára-
tugi. Mikil reynsla hefur fengist i
þessum málum síðasta áratug, og
er nú ljóst, að íslendingar gætu
einir reist og 'rekið verksmiðjur
eins og álverið og járnblendiverk-
smiðjuna, og hafa lánstraust til
að fjármagna slik fyrirtæki. Það
getur því verið matsatriði, hvort
eða að hve miklu leyti haft verður
samstarf við erlend fyrirtæki á
þessu sviði.
Það eru allt að þvi grátleg
örlög, að á þessum timamótum
skuli Alþýðubandalagið fara með
stjórn orku- og iðnaðarmála i
rikisstjórn, en sá flokkur hefur
barist hatramlega gegn hvers
konar stóriðju ekki siður þótt Is-
lendingar eigi þar meirihluta,
eins og á Grundartanga. Þá er
það ekki siðri ógæfa, að sjálfur
iðnaðarmálaráðherrann er and-
vigur orkufrekum stóriðnaði og
úrtölumaður á þvi sviði. A þingi
Norðlendinga i sumar lagði hann
sig fram um að tina til alla galla,
sem hann gat fundið við stóriöju.
Auðvitað er orkufrekur stór-
iðnaður ekki allra meina bót, en
aðeins einn þáttur þeirrar upþ
byggingar i atvinnumálum, sem
verða þarf til að bæta og tryggja
lifskjör þjóðarinnar. Sjávartlt-
vegur og fiskiðnaður, landbún-
aöur og annar iðnaður munu
halda sínum sess og stóriðja mun
ekki risa á þeirra kostnað. Þvert
á móti mun þessum eldri atvinnu-
greinum verða styrkur af þvi, ef
efnahagslifiö verður fjölbreytt-
ara, gjaldeyrisstaðan sterkari og
traust atvinna meiri.
RUmur áratugur er liðinn,
siðan álverið hóf starfsemi sína,
og siðan hefur járnblendiverk-
smiðjan verið reist. Hefur fengist
af þessu víðtæk reynsla, þvi að
þessi fyrirtæki eru svo til ein-
göngu rekin af Islendingum. Um
gagn þjóðarinnar af þessum
tveim iðjuverum hefur þetta
meðal annars komið i ljós:
1) Miklar gjaldeyristekjur hafa
fengist af verksmiðjunum, og
eru þær taldar verða 15—20%
af öllum vöruútflutningi næsta
ár.
2) NálægtlOOO manns hefur vinnu
við verksmiðjurnar, og greiða
þær góð laun og veita góða að-
búð, svo að störf i þeim eru
eftirsótt.
3) Litið sem ekkert hefur borið á
félagslegum vandamálum viö
verksmiðjurnar eða af völdum
þeirra, nema hvað nágranna-
byggðir búa við stóraukna vel-
megun.
4) Með byggingu og rekstri verk-
smiðjanna hefur flust inn I
landið mikilvæg tæknikunn-
átta, og hefur reksturinn
gengið jafnvel betur i höndum
Islendinga en i nálægum lönd-
um.
5) Of litlar kröfur um mengunar-
varnir vorugerðar viö álveriö,
en járnblendiverksmiðjan er
glöggt dæmi um, hve
árangursrik nýjustu hreins-
unartæki eru. I framtiðinni á að
vera unnt aö fyrirbyggja
mengun og umhverfis-
skemmdir.
6) Ýmsar aörar atvinnugreinar,
svo sem málmiðnaður, hafa
hlotið ný verkefni og nýja
reynslu. Vinnsla úr áli er
ónýttur möguleiki til nýrra
iðngreina.
Þegar á allt þetta er litið verður
augljóst, að Islendingar hljóta að
snúa sér nú að þvi að nýta aðra
mestu auðlind sina, orku fall-
vatna og jarðhita. Svo litið hefur
verið notað af þessum sjóði, að
þar eru verkefni til margra ára-
tuga. Nú þarf að gera áætlun um
röð af virkjunum og verksmiðjum
á ýmsum sviöum og ýmsum stöö-
um á landinu, og fylgja þeirri
áætlun fram næstu tvo áratugi.
Verðmæti orkunnar fer nú
stöðugt vaxandi.
I ðn aðarráðherra er á móti
orkufrekri stóriðju
óvirkjuð orka til iðnaðar er varasjóður þjóðarinnar
hver og einn geti sjálfur dæmt um
gang mála, er rétt að rifja upp
nokkur atriði úr þessari sögu oliu-
viðskiptanna.
Þegar' rikisstjórn Alþýðu-
flokksins tók til starfa hafði
sendinefnd sú, sem Svavar sendi
til Moskvu (en hann fór ekki með)
fyrir skömmu snúið aftur til Is-
lands án þess að samningar tækj-
ust. Þá lá fyrir, að Sovétmenn
buðu i aðalatriðum óbreytta
samninga, þar með verðskilmála
samkvæmt dagverðum á Rotter-
dammarkaði og ákvæði um að Is-
lendingar festu fyrirfram
heildarinnkaup sin á oliu á árinu
1980. Jafnframt var frestur til að
ljúka samningum settur til 15.
nóv. 1979.
Islenzkir aðilar stofni sérhæft
olíuinnf I utningsfy ri rtæki
- segir Kjartan Jóhannsson fyrrv. sjávarútvegsráðherra
Olíumál í brennidepli:
,,Sú árátta er alltaf rík hjá okkur (slendingum, aö líta
ekki fram á veginn. Mál eru ekki leyst fyrr en þau eru
komin í óefni. Þau eru geymd og gleymd og grafin, ef
þau brenna ekki beinlínis á baki. Þannig kann enn einu
sinni að fara í olíumálum okkar íslendinga, ef fram-
tíðarskipulagi þeirra og framtíðarverkefnum í olíuað-
dráttum verður ekki sinnt einmitt meðan iag er til þess,
en kröftunum eytt í að þrátta um dagprísa".
Um þessar mundir fer Þjóövilj-
inn hamförum vegna samninga
um oiiukaup frá breskum aðilum
á svonefndu „mainstream”
verði.
Spyrja má, hvort Þjóðviljinn
teiji að þjóðin hafi gleymt því að
oliukaupin frá Sovétmönnum
samkvæmt braskmarkaði i
Rotterdam uröu okkur hrikalegt
áfall á árinu 1979. Sú verðhækkun,
sem þá reið yfir okkur var langt
umfram almenna verðhækkun i
heiminum á oliuvörum. Telur
Þjóðviljinn að þjóöin hafi gleymt
þvi að þá hröklaðist Svavar
Gestsson þáverandi viðskiptaráð-
herra til þess að skipa oliuvið-
skiptanefnd, en vildi að öðru leyti
enga stefnu marka og litið á sig
leggja til að bæta úr og t.d. alls
ekki fara til Moskvu i þeim
erindagerðum? Heldur Þjóðvilj-
inn að það sé gleymt, að á þeim
tima talaði Svavar Gestsson fyrir
þvi, að horfið yrði frá fastbind-
ingu oliuverðsins við Rotterdam-
skráningu, eöa ber að skilja skrif
Þjóðviljans nú þannig, að Svavar
hafi ekki meint það sem hann
sagði þá?
Olíuviðskipti: Nauðsyn
nýrra viðskiptahátta
Erlendir aðilar, sem heyrðu Is-
lendinga skýra frá þvi, að öll oliu-
kaup okkar væru frá Sovétmönn-
um á Rotterdamviðmiðun hristu
hausinn i vorkunnsemi og undr-
uðust hvernig það mætti vera að
islenska þjóðin væri i slikri
heljargreip. Yfirgnæfandi meiri-
hluta islensku þjóðarinnar var
lika ljóst hver ósköp verðlagning
oliunnar samkvæmt samning-
unum við Rússa hafði leitt yfir
okkur. Almennur skilningur var á
nauðsyn þess að breyta viðskipta-
háttum i oliumálum.
Og það skyldu menn hafa I huga,
að sagan getur endurtekið sig og
er það reyndar harla liklegt. Af
þeim sökum er jafnbrýnt nú eins
og á árinu 1979 að koma oliukaup-
unum I nýjan farveg.
Svo ekkert fari á milli mála og
Stífni Sovétmanna
Stifni Sovétmanna i samning-
um varótrúlega mikil. Þrátt fyrir
25 ára viðskipti fengust Sovét-
menn ekki til þess að láta okkur
njóta þessara gamalgrónu við-
skipta, þegar Rotterdam-
markaðurinn var augljóslega
orðinn óbrúkleg og ósanngjörn
viðmiðun. Við þær aðstæður mátti
telja eðlilegt, að þeir byðu okkur
sambærileg viðskiptakjör og
þeim viðskiptalöndum þeirra,
sem kaupa af þeim hráolíu til
vinnslu i stað þess að spákaup-
mennska og brask á Rotterdam-
markaði réði verðinu og það
reyndar i viðskiptum við sósial-
Norræni
fjárf estingarbankinn:
Lán veitt ís-
lenzkum aðilum
að upphæð
3,6 milljarðar
Fyrir viku siðan boðaði stjórn
Norræna fjárfestingarbankans til
blaðamannafundar á Hótel Holti I
Reykjavik. Fundurinn var hald-
inn vegna stjórnarfundar bank-
ans og fundar bankastjórnar meö
eftirlitsnefnd Norræna fjárfest-
ingarbankans. A fundinum fór
einnig fram undirritun þriggja
lánssamninga milli bankans og
islenzkra lánastofnana.
A fundi bankastjórnar var
fjallað um nokkur ný fjárfest-
ingarlán og byggðalán. Meðal
annars voru samþykktar lánveit-
ingar til byggðasjóðs i Finnlandi
ogtil framkvæmda við kolahöfn i
Arósum. Þá var og rætt á fundin-
um um norrænt samstarf á sviði
verktaksútflutnings og hugsan-
lega fyrirgreiðslu bankans á þvi
sviði.
Norræni f járfestingarbankinn
veitir Framkvæmdasjóði íslands
fyrir hönd Byggðasjóðs lán til tólf
ára, að fjárhæð sextán milljónir
norskra króna, eða 1690 milljónir
islenzkra króna. Þá veitir bank-
inn Iðnþróunarsjóði jafnhátt lán
til sama tima. Bæði þessi lán
flokkast undir undir hin svoköll-
uðu byggðalán, sem bankinn
veitir til þess að stuðla að æski-
legri byggðaþróun og atvinnu-
uppbyggingu á Norðurlöndum.
Framhald á bls. 3
iska alþýðulýðveldið, Sovétrikin
Þrátt fyrir itrekaðar tilraunir
af tslands hálfu, tókst ekki að fá
fram breytingar á verðskil-
málum oliukaupasamningsins.
Eftir itarlegar viðræður minar
við sendiherra Sovétrikjanna hér
á landi féllust Sovétmenn hins
vegar á það á elleftu stundu, að i
samninginn væri bætt ákvæði
þess efnis, að Islendingar gætu
með eðlilegum fyrirvara dregið
úr kaupum á gasoliu og beszini
frá Sovétrikjunum hvenær sem
væri á árinu 1980, og voru slikir
samningarstaðfestirhinn 15. nóv.
1979
Tvenns konar ávinningur
A sama tima hafði oliuvið-
skiptanefnd tekist að fá tilboð um
oliusölu til Islendinga m.a. frá
BNOC. Viðskiptaráðuneytið fól
nefndinni að hafa milligöngu um
áframhald samninga við þessa
aðila.
Eins og haldið var á málinu
ávannst tvennt:
1) tslenskum atvinnuvegum og
heimilum var tryggt öruggt
framboð á oliu á árinu.
2) Opnaðir voru nýir mögu-
ieikar á oliuviðskiptum.
Oliuviðskiptanefnd, þar á
meðal fulltrúi Alþýðubandalags-
ins,- mælti með samningum við
BNOC og rikisstjórn Alþýðu-
flokksins var sammála þvi. Rökin
fyrir þeim viðskiptum voru tvi-
þætt:
1) Ekki væri skynsamlegt að allir
oliuaðdrættir okkar væru
bundnir við eitt fjarlægt riki,
seni ennfremur byndi verö-
lagningu oliunnar við dag-
prisa.
2) t samningum við BNOC mætti
ná stöðugra verðlagi. Við yrð-
um firrt stundarsveiflum á
oliuverði. Líklegt væri, en ekki
vist, að heildarvcrö yfir lengri
tima yrði lægra samkvæmt
samningi við BNOC en með
kaupum á Rotterdamverðlagi.
Framhald á bls. 6.