Alþýðublaðið - 01.10.1980, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 01.10.1980, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 1. október 1980. 5 Þannig sjá Kremlverjar heiminn. jaldþrot trygg&i þeim varanleg áhrif á þessu svæöi. Innrásin i Afganistan Þessir ávinningar Bandarikja- manna i Ausurlöndum nær, ásamt sáttum Japana og Kinverja, hafa vakiö Kremlverj- um ugg, um aöhernaöarleg staöa þeirra væri ekki ntígu sterk. Þess vegna, segja sumir, réöust Sovétmenn inn i Afganistan. Auövitaö voru fleiri ástæöur fyrir innrásinni. Samband Sovétrikjanna viö Bandarikin, var ekki jafn vinsamlegt og áöur. SALT-II viöræöurnar viröast hafa fariö út um þúfur. Pólitiskt ástand i Miö-Asiu er i meiralagi ótryggt, eftir byltinguna i íran. En helsta ástæöan fyrir innrás- inni i Afganistan, segja sérfræö- ingar, aö sé sú, aö Kremlverjar vildu vinna á móti þvi, sem þeir sáu sem bandariskan ávinning á þessu svæöi heimsins. A þessum áratug hafa Rússar komiö sér upp aöstööu viösvegar i Afriku og i Yemen, en þaö jafnast hvergi nærri á mikilvægi oliu- auölinda Miö-Austurlanda, eöa mannafla Kinverja eöa iönaöar- mátt Japana. Þaö skyldi einnig haft i huga aö þó Sovétrikin hafi fariö aö flytja út hernaöarmátt i gegn um Kúbumenn og Vietnama, eru Kremlverjar innst inni gamaldags heimsvaldasinn- ar og hafa meiri áhuga og áhyggjur af löndum, sem liggja þeim nær. Að brjótast úr úr umsátri Innrásin i Afghanistan er tilraun Sovétrikjanna, til þess aö brjótast út úr því, sem þeir telja umsátur Bandarikjamanna. Meö innrásinni eru þeir aö byggja sér pall, sem þeir geta svo stokkiö af inn i Pakistan, tran og önnur lönd á svæöinu, og höggviö þannig aö veikasta punkti 1 vörnum Vesturveldanna, oliunni. Sovétrikin reka nú áróöursher- ferö gegn Pakistan. Þó fréttir beristaf þvi, aö Pakistanir verjist Rússum I landamærahéruöunum, er ekki viö þvi aö búast, aö þeir hafi til þess mátt aö gera þaö lengi. Nú þegar má sjá, aö stjórn- völd i Pakistan reyna aö taka þá afstööu, sem gæti foröaö þeim, þ.e. aö halda Bandarikjamönnum i fjarlægö, og ávinna sér vináttu annara Múslima þjóöa. Þá sjá menn aö sovésk útþenslustefna gæti boriö ávöxt i Balukistan og Iran. Þaö er ljóst, aö þaö hefur haft mikil áhrif á valdamenn þar um slóöir, aö sjá aö Kremlverjar eru óhræddir viö aö beita valdi til aö styöja vini sina. Þegar menn svo bera þaö saman viö greinilegt getuleysi Bandarikjamanna til aö styöja Shahinn I Iran á sinum tima, er ljóst aö þetta gæti haft sin áhrif. Þaö mun ekki vera ókostur i augum Kremlverja, aö Múslimir i Sovétrikjunum sjá aö Kreml- verjar eru óhræddir viö aö beita valdi, gegn herskáum bókstafs- trúarmönnum. Þaö sem Sovétmenn bjuggust ekki viö, þegar þeir geröu innrás- ina I Afghanistan, var þaö aö Bandarikjamenn tækju svo haröa afstööu gegn henni, eöa aö þeir héldu henni svo lengi. Innrásin hefur valdiö straumhvörfum I af- stööu almennings á Vesturlönd- um til Sovétrikjanna. Kremlverj- ar áttu heldur ekki von á þvi aö lenda i vandræöum á heimavelli, en Pólverjar hafa hrætt þá illa. Kremlverjar eru þvi hræddir nú og sjá hættur i hverju skoti. Efnahagur Sovétrikjanna myndi liklega ekki þola þaö aö vfgbún- aöarkapphkaupiö hæfist aö nýju. Þeir viröast þó óttast kapitaliskt umsátur mikið nú og þaö gæti kostaö þaö aö kapphlaupiö hæfist aö nýju. Hvað hafa þeir að óttast? Nú kunna menn að spyrja: „Hvaö hefur mesta herveldi I heiminum aö óttast? Er þaö ekki samdóma álit sérfræöinga aö sovéski herinn er stærsti, best þjálfaöiog best vopnum búni her I heimi?” Þetta er auövitað rétt. Þaö er viöurkennt aö hernaðarlega hafa Sovétrikin yfirburöi. En þaö er ekki einhlitt. Hin hugmyndafræöilega orrusta er Sovétmönnum töpuö. Þaö er þaö, sem verkföllin i Pól- landi snerust um. Carter forseti Bandarikjanna sagði i ræöu, skömmu eftir aö hann var kjörinn forseti: „Viö erum nú viss um framtiö okkar, viö erum nú laus viö hinn gifurlega ótta, sem einu sinni fékk okkur til að taka hönd- um saman viö hvaöa einræöis- herra sem er, ef hann óttast þaö sama. £g er glaöur yfir þvi, aö þetta hefur breyst.” Hægri öflin i bandariskri pólitik, hafa notað þessa tilvitn- un, til þess aö kasta rýrö á Carter og hræra upp kommúnistaótta meöal kjósenda. Þaö er að visu ekki erfitt aö kasta rýrö á Carter, en I þessu haföi hann þó aö vissu leyti rétt fyrir sér. Misheppnaður áróður Þrátt fyrir aö pólskir verka- menn hafi verið kúgaöir svo árum skiptir af kommúniskum einræöisöflum, hafa þeir þó sýnt, á ótrúlegan hátt, aö þeir eru til- búnir aö taka áhættu, og fórna at- vinnu og jafnvel lifinu til aö sýna aö þeir trúa á lýöræöið. Þegar Sovétrikin senda her sinn inn i Afghanistan til aö hjálpa lepp sin- um, sem ekki hefur stuöning þegnanna, er þaö mikil sýning á hernaöarlegum mætti Sovétrikj- anna. En sem áróöur fyrir Marx- Leninisma, er þaö illilega misheppnaö. Styrkur Sovétrikj- anna er eingöngu hernaöarlegur. Þaö er veikleiki þeirra. Þaö sem geröist i Póllandi er gott dæmi. Gdansk-samkomulag- iö veitir verkamönnum margvis- leg réttindi. Ef samkomulagið veröur haldiö, munu afleiðingarnar veröa ótrúlega miklar, þó þær muni koma hægt ogsigandi. Ef stjórnvöld Póllands eöa Sovétmenn þola ekki þær breytingar og stöðva þær og brjóta þar meö samkomulagiö, mun koma til uppþota i Póllandi, ef ekki borgarastyrjaldar. Þá veröa Sovétmenn aö senda herinn inn og þaö er almennt álit, aö þá munu Pólverjar berjast. Þaö veröur mikiö blóöbaö og mikil sýning á hernaöarmætti Sovétrikjanna, en þaö veröur ekki til að afla þeim fylgist meðal hinna sigruöu eöa annarra. Veikleiki einræðisins. Efnahagslif Sovétrikjanna er i stöðnun. Yfir þeim vofir orku kreppa. Þaö verður þvi aö telja liklegt og rökrétt aö þeir muni reyna að ná völdum viö Persa- flóa. Veikleiki þeirra heimafyrir gæti hvatt þá til útþenslu. Það er hættan. En kerfiö, sem þeir þvinga upp á nýlendur sinar er veikt og þannig felur útþenslan i sér auknar hættur fyrir þá sjáifa þvi meiri sem hún er. Sovétrikin og nýlendur þeirra, eru einræðisríki, þar sem fámennn valdaklika stjórnar án umboös þegnanna og án tillits til hagsmuna þeirra. Þvi geta valda- menn ekki treyst þegnunum, heldurveröa aö stjórna meö vald- boöum. Sú hugmyndafræöi, sem þeir byggja stefnu sina á, er auögljóslega ekki aö smekk ýmissa nýlenduþjóöanna, eins og viö vitum. Þaö er engin ástæöa til að ætla aö sovéskir borgarar séu nokkru ánægöari en Pólverjar. Þaö er þvi víst, aö hin hugmynda- fræöilegu átök eru Kremlverjum töpuö. INNLEND SYRPfl Útboð á rekstri frihafnarinnar á Keflavikurflugvelli Framkvæmdastjtírn Verslunarráös Islands fagnar framkomnum hugmyndum um útboö á rekstri verslunar i fri- höfninni á Keflavikurflugvelli. Skorar framkvæmdastjórnin á rikisstjórnina að framkvæma þá hugmynd og bendir I þessu sam- bandi á góöa reynslu danskra yf- irvalda varöandi útboð á rekstri frihafnarinnar i Kastrup. Enn- fremur má benda á reynslu Reykjavikurborgar af rekstri biðskýlis strætisvagna Reykjavikur við Hlemm, þar sem rekstur verslana i skýlinu er boð- inn út til einstaklinga. Áhættu- samur verslunarrekstur sem þessi, er ekki nauösynlegt viö- fangsefni opinberra aöila, og þvi er sjálfsagt, aö bjóöa þessa aöstööu út til einkaaöila. Fjársöfnun RKÍ ekki formlega hafin Rauöi Kross íslands stendur nú fyrir fjársöfnun til handa nauð- stöddum i Austur-Afriku. Þaö veit nú öll þjóöin, þvi hörmungar- ástandiö i þessum fjarlæga heimshluta hefur þegar verið kynnt i islenskum fjölmiölum. En skipulögö söfnun peninga er ekki hafin enn, og veröur ekki gengiö i hús á vegum Rauða Krossins fyrr en um miðjan næsta mánuö. Hins vegar hefur komiö i ljós, eftir aö fjölmiölar fóru aö segja frá ástandinu I Austur-Afriku, aö fjöldi fólks vill leggja fram fé strax til hjálpar sveltandi börn- um og fullorönum, og þess vegna hefur Rauöi Krossinn opnaö giró- reikning, sem hægt er aö leggja inn á i öllum bönkum, sparisjóð- um, pósthúsum og útibúum þeirra. Nánarveröur sagtfrá þvi siöar hvenær gengið veröur f hús til aö leita eftirframlögum, og þá verö- ur ennfremur sagt frá þvi með hvaða hætti sú söfnun verður skipulögö. Þá veröa að sjálfsögöu allir þeir, sem safna á vegum Rauöa Krossins, auökenndir sér- staklega, svo ekki fari á milli mála hverjir þeir eru, sem berja aö d yru m til þess aö safn a f é f y rir Afriku-hjálp Rauða kross Islands. En giróreikningurinn er opinn fyrir alla þá, sem vilja hjálpa strax. Girónúmeriö er 1 20 200. Kvennadeild Reykjavíkurdeildar RKÍ gefur 3 milljónir Kvennadeild Reykjavíkur- deUdar Rauöa Kross Islands hef- ur gefiö 3 milljónir króna i sjóö Afrtkuhjálparinnar. Formaöur deildarinnar afhenti þessa stór- kostlegu gjöf á aöalskrifstofu Rauöa Kross tslands I dag. Kvennadeildin var stofnuö áriö 1966 og hefur æ siöan látið mjög aö sér kveöa. A verkefnaskrá deUdarinnar er meöal annars rekstur sölubúöa á sjúkrahúsum, og starfa konurnar þar I isjálf- boðavinnu. Þá hafa þær ennfrem- ur tekið aö sér aö aka meö mat til þeirra, sem ekki geta dregiö sér björg i bú sjálfir, og fleira mætti nefna af mannúðarmálum hér innanlands, sem konurnar i deildinni hafa látiö sig varöa. Og nú leggja þær fram fé handa bágstöddum í fjarlægum heimshluta. Formaöur deildar- innar, Helga Einarsdóttir, sagöi konurnar vilja sýna hug sinn i verki meö þessari gjöf. Framkvæmdanefnd Afriku- hjálpar 1980 er kvennadeildinni afar þakklát fyrir þetta fyr- irmyndar framlag og vonar að það geti oröiö til eftirbreytni. 60 ára starfsemi SÍS í Bretlandi Eins og fram hefur komið i fréttum, era.um þessar mundir liöin 60 ár frá þvl aö Samband islenskra samvinnufélaga opnaöi skrifstofu á Bretlandseyjum. Frá 1920 til 1962 stóð skrifstofan i Leith i Skotlandi, en áriö 1962 var starfsemin flutt til Lundúna. Skrifstofan gegnir margþættu hlutverki fyrir Sambandið I heild, einstakar deildir þess og sam- starfsfyrirtæki, en veigamestu þættirnir eru sala islenskra afuröa og innkaup á varningi, sem fluttur er til Islands. Til þess að minnast þessara merku timamóta bauö Sambandiö til mannfagnaöar i Lundúnum að kvöldi hins 11. september s.l. Voru boðsgestir rösklega 200, úr ýmsum grein- um viöskiptalifsins, kaupendur islenskra afuröa, framleiöendur og seljendur, fulltrúar banka og tryggingafélaga. Meöal gesta var Siguröur Bjarnason, sendiherr? Islands i Lundúnum, svo og fulltrúi breska sendiráösins I Reykjavik. Þá voru og mættir fulltrúar frá breska viðskipta- ráðuneyinu og landbúnaöar- og sjá varútv egsráöuneytinu. Aöalræöu kvöldsins flutti Erlendur Einarsson, forstjóri Sambandsins. Geröi hann itarlega grein fyrir viöskiptaleg- um tengslum milli Islands og Bretlands og rakti sögu Bretlandsskrifstofu Sambands- ins, sem áöur hefur veriö greint frá i fréttum. Erlendur ávarpaöi sérstaklega heiöursgesti kvölds- ins, Sigurstein Magnússon, aöal- ræöismann i Edinborg, og konu hans Ingibjörgu Siguröardóttur, en Sigursteinn var framkvæmda- stjóri Leith-skrifstofu i 30 ár, frá 1930 til 1960. Magnús Magnússon, hinn þekkti sjónvarpsmaöur hjá BBC, svaraöi fyrir hönd foreldra sinna. Sigriöur Ella Magnúsdóttir söng fyrir gestina islensk og erlend lög viö undirleik Jónasar Ingimundarsonar. 1 ræðu Erlendar Einarssonar kom fram, aö nú eru að veröa þáttaskil I starfsemi Sambands- ins i Bretlandi. Sölu sjávar- afuröa, sem fram aö þessu hefur veriö ein af þeim mörgu þáttum, sem ræktir hafa veriö af Lundúnaskrifstofu, veröur eftirleiöis sinnt af sérstöku fyrir- tæki,sem veriö er aö stofnsetja um þessar mundir. Nefnist hiö nýja fyrirtæki Iceland Seafood Limited og er þaö sameign- arfyrirtæki Sambandsins og þeirra frystihúsa, sem selja afurðir sinar i gegnum Sjávar- afuröadeild Sambandsins. Er eignaraðild aö þessu nýja fyrir- tæki þannig meö sama hætti og eignaraöild aö Iceland Seafood Corporation, sölufyrirtæki Sambandsins og Sambandsfrysti- húsanna i Bandarikjunum. Hinu nýja fyrirtæki hefur ekki verið valinn endanlegur staöur, en mjög er til athugunar aö það veröistaösett i Lowestoft, austast á Anglia skaganum, rösklega 2ja tima lestarferö i norðaustur frá London. Þarna er góö höfn og góð aðstaöa til geymslu á frystum fiski, flutningaleiöir greiöar, bæöi til þéttbýlisstaða á sunnanveröu Bretlandi og til meginlands Evrópu. Þá má geta þess, aö Lowestoft liggur mjög vel viö siglingaleið, þegar fariö er frá Islandi til meginlandshafna Evrópu meö viökomu i Bretlandi. Þess ber aö geta aö Iceland Sea- food Limeted mun einnig sinna sölu sjávarafuröa á meginlandi Evrópu, svo sem i Frakklandi, Belgiu, Hollandi og viðar. Gisli Theodórsson, sem stýrt hefur Lundúnaskrifstofu undan- farin ár, hefur verið ráöinn framkvæmdastjóri Iceland Sea- food Limited. Er stefnt aö þvi aö hiö nýja sölufyrirtæki veröi kom- iöí fullan gang um næstu áramót. Viö starfi Gisla sem framkvæmdastjóri skrifstofu Sambandsins i London tekur Sigurður A. Sigurösson, sem veriö hefur deildarstjóri i Innflutningsdeild Sambandsins. Styrkir til háskólanáms i Noregi Or Minningarsjóöi Olavs Brun- borg veröur veittur styrkur aö upphæö fimm þúsund norskar krónur á næsta ári. Tilgangur sjóösins er aö styrkja islenska stúdenta og kandidata til háskólanáms i Noregi. (Sam- kvæmt skipulagsskrá sjóösins er styrkurinn aöeins veittur karl- mönnum). Umsóknir um styrkinn, ásamt upplýsingum um nám og fjár- hagsástæöur, sendist skrifstofu Háskóla Islands fyrir 15. nóvem- ber 1980.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.