Alþýðublaðið - 01.10.1980, Page 8

Alþýðublaðið - 01.10.1980, Page 8
alþýöu inmc'ji Miðvikudagur 1. október Gudjón B. Baldvinsson skrifar Útsýni — Þröng- sýni — LflUS STflÐfl Staða ritara hjá samgönguráðuneytinu er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist ráðuneyt- inu fyrir 17. október 1980. Upplýsingar um téða stöðu verða ekki gefnar i sima. Reykjavik, 26. september 1980, Samgöngumálaráðuneytið. UTBOÐ Tilboð óskast i eftirfarandi bifreiðar og tæki fyrir véla- miðstöð Reykjavikurborgar: Vörubifreiðar. 3 stk. Mercedes Bens 1513. Arg. 1969 og 1970. An palls. 1 stk. Vörubifreið Skania Vabis. Arg. 1969. Með 6 manna húsi. 1 stk. Vörubifreið Volvo. Arg. 1966. Með 6 manna húsi. 1 stk. Volkswagen 1300. Arg. 1973. 1 stk. Simca 1100. Arg. 1977. 1 stk. Vökva grafa JCB SC. Ofangreindar bifreiðar og tæki verða til sýnis f porti véla- miðstöðvar að Skúlatúni 1 f dag ogá morgun fimmtudag 2. október. — Tilboö verða opnuð á skrifstofu vorri að Frf- kirkjuvegi 3 föstudaginn 3. október kl. 14 eh. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Skamm- sýni Stundum verður það undr- unarefni hvaða rökum menn geta brugðið fyrir sig. Einkum skeður það þegar „pólitlk” er með I hugsuninni. Sannarlega þykir okkur mikilsvert í þétt- býlinu að hafa sem mest og best útsýni. Amk. þykir okkur, sem ólumst upp f sveit, fegurðarauki að f jallasýn og ekki spilla að sjá til sjávar. Snæfellsjökull er eitt fegursta fjall á landi voru þegar hann snýr vel við. Sólarlagið að vori til og jökullinn i sömu sjónhend- ingu. Þetta útsýni er eitt af dásemdum Vesturbæjarins. Náttúrlega hefur skipulag bæjarins ekki verið hannað með hliðsjón af því sem flestir gætu notið þessarar fegurðar frá húsi sinu. Siðasta dæmið er kannske bygging sambýlishúsanna við Flyðrugranda. Með þeim bákn- um, sem þar eru reist tókst að loka útsýni til vesturs fyrir Ibúum heilla gatna. Hvar voru þá bæjarfulltrúar þeir, sem hæst töluðu um útsýnisröskun við Sundin? Ein breiðasta gata bæjarins er Hagamelur. Fyrir suðaustur enda var reist hús bændanna. Myndarlegt stórhýsi, sem er i nokkurri fjarlægð frá upphafi götunnar, og telst þvi ekki til skemmda á útsýni. Nauðsynlegt þótti að kuðla bilastæðum fyrir framan ibúða- húsin að sunnanverðu við götu þessa, en útsýnið til vesturs bætti verulega úr skák. Nú hefur tekist að byrgja fyrir það, án þess að við heyrðum nokkra rödd úr bæjarstjórn gegn stað- setningu áður getinna stórhýsa. Þegar rætt er um byggingu stórhýsis inn við Sundin blá, þá allt I einu vaknar vitund um fegurðarskyn hjá sumum borgarfulltrúum. Umhyggja fyrir nærliggjandi ibúum hitaði hjartarætur sumra borgar- fulltrúa svo að sló út í dagblaðs- frétt. Dásamleg uppgötvun, sem við skulum vona að endist héðan af við alla umfjötlun húsabygginga í borginni, jafn- vel lika þegar flokksbræður kjörinna fulltrúa eiga hlut að máli. Megum við annars ekki treysta þvi að svo verði? Var það ekki þröngsýni að stöðva byggingu Seðalabankans i horni Arnarhólstúnsins? Fyrir hvaða íbúöarhúsum byrgði það útsýni? Var engin þörf á blla- stæðum? Hvers vegna er ekki byggð þarna bilageymsla? Ekki myndi hún spilla útsýni frá minnismerki Ingólfs. Enginn reis upp þegar sænska frystihúsið var reist. Nú er komin fram hugmynd um að taka það til nota fyrir æskulýðs- athvarf? Ekki vonum fyrr að einhverjum dytti i hug að hreyfa þvi opinberlega aöbjarga þessu húsi frá eyöingu, svo sérkenni- legt sem þaö er að allri gerð! Þaö myndi auðvitað falla mjög illa inn I húsaþyrpinguna að Árbæ. Því er eðlilegt að svona hugmyndir komi upp. Er það ekki þröngsýni aö standa gegn svona tillögu? mætti e.t.v. mála húsið aö utan og jafnvel gefa einhverjum listamanni, sem birti hugmyndaauðgi sina i umhverfi Korpúlfsstaða nýlega, tækifæri til aö skreyta húsið. GBB. Bæklingur á hvern bæ Þessa dagana er verið að senda inn á hvert heimili í landinu upplýsingabækling sem Seðla- bankinn hefur látið gera um gjaldmiðilsbreyt- inguna. Bæklingur þessi, sem er hinn aðgengilegasti, leitast við að svara skilmerkilega öllum þeim spurningum sem brýnt er að allir kunni svör við þegar nýja krónan tekur gildi 1. janúar næst- komandi. Nauósynleg lesning -þvífyrr,því betra Hér gefst því kjörið tækifæri fyrir alla lands- menn, fjölskyldur sem einstaklinga, að kynna sér efni bæklingsins til hlítar í góðu tómi heima við og endurlesa eftir því sem nær dregur breyting- unni. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Geymið á vísum stað Munið að hafa bæklinginn góða alltaf á vísum stað þar sem allir geta gengið að honum eftir þörfum. Öll þurfum við að vera klár á nýju krónunni þegar hún tekur gildi. Ekki satt? Bæklingur á ensku og dönsku Bæklingur í enskri og danskri útgáfu verður fáanlegur fyrir þá sem þess óska. Ýtarlegri bæklingur fyrir fyrirfæki Ytarlegri bæklingur sem miðaður er sérstak- lega við þarfir fyrirtækja og stofnana er einnig til reiðu og fæst gegn pöntun í bönkum og spari- sjóðum. minni upphæðir-meira verðgildi

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.