Alþýðublaðið - 11.10.1980, Blaðsíða 1
alþýöu
blaðið
m1
Laugardagur 11. október 1980
„Þess er skemmst að minnast, að
þaðvar rikjandi skoðun íhaldsmanna í
eina tið, aðatkvæðisréttur ætti að vera
bundinn eign og efnahag. Menn urðu
að vera gildir bændur, eiga nokkur
kýrhundruð í landi og nokkrar spesíur
i handraðanum, til þess að fá að neyta
atkvæðisréttar. Sömuleiðis þótti
þeirrar tiðar mönnum fráleitt að
konur teldust fullgildir begnar.
Það var sögulegt hlutverk jafnaðar-
manna, og annarra frjálslyndra afla,
að kveða niður slika fordóma. Það er
jafnaðarmönnum ósæmandi, að vekja
upp slíkar afturgöngur, sem löngu er
búið að kveða niður".
Sjá Ritstjórnargrein bls. 3.
153.tbl. 61 árg.
Þaö eru skörulegir menn sem hér sjást á leið til kirkju. Sumir þungbúnir, aðrir léttir f lund. enda taka
þeir pólitikina misalvarlega. (AB-Smart-mynd)
103. löggjafarþing íslendinga sett:
Klofningur Sjálfstæðisflokksins og
baktjaldamakk um nefndakjör varpa
skugga á þingsetninguna
Steingrímur
setur allt
uppíloft á ný!
Eins og alþjóð er kunnugt um
var haldinn hluthafafundur Flug-
leiða h.f. fyrir skemmstu. A þeim
fundi gerði stjórn félagsins hlut-
höfum þess grein fyrir ástandi og
horfum varðandi rckstur Flug-
leiða, sérstaklega með tilliti til
Atlantshafsflugs félagsins.
Búist hafði verið við þvi fyrir
fundinn að rikisstjórnin legði
fram mótaðar tillögur um það
hvernig hún hygðist veita félag-
inu aöstoð, vegna þess vanda sem
nú skekur félagið. Svo var hins
vegar ekki.
Stjórnvöld höfðu beitt valdi sinu
þannig, að hluti starfsmanna
félagsins gæti tekið að láni allt að
tvö hundrað milljónir króna i is-
ienskum bönkum, án Irekari
skuidbindinga. Þá hafði rikið
heitið þvi, 'að auka hlutafjáreign
sina i 20%, en ekki er vist að slikt
sé framkvæmanlegt samkvæmt
reglum félagsins um hlutabréfa-
kaup.
Þegar hluthaíaíundurinn stóð
sem hæst barst bréf inn á fundinn
frá samgönguráðherranum,
Steingrimi Hermannssyni. i bréf-
inu er Flugleiðum h.f. boðin að-
stoð með skilyrðum þó. Sett eru
þau skiiyrði að félagið selji hluta-
bréf sin i nokkrum fyrirtækjum
og selji fastar eignir, svo sem
bflaleigu, hótel- og skrifstofu-
byggingu og fleira. Hér að neðan
fer bréf Steingrims Hermanns-
sonar:
„Meö visun til samþykktar
sinnar frá 16. september 1980
vegna Atlantshafsflugsins, og
með hliðsjón af bréfum Flugleiða
hf., dags. 15. september og 1.
október 1980, hefur rikisstjórnin
fjallað itarlega um þá aðstoð sem
farið er fram á vegna erfiðrar
rekstrarfjárstöðu félagsins, svo
og um framkvæmd þess er áður
var samþykkt .
Vegna hluthafafundar félagsins
i dag vill ráðuneytið taka fram
eftirfarandi.
Oll þau atriði, sem rædd hafa
verið i þessu sambandi eru háð
samþykki Alþingis, og munu til-
lögur þar um verða lagðar fram i
þingbyrjun.
Um framkvæmd þeirrar bak-
ábyrgöar að fjárhæð allt að $3
milljónir, sem samþykkt hefur
verið fyrir næstu tólf mánuði svo
og auknar rikisábyrgðir verður
fjallað i sérstöku bréfi fjármála-
ráðuneytisins til félagsins. Rikis-
stjórninni hefur verið gerö grein
fyrir mikilvægi þessarar bak-
ábyrgöar fyrir félagið, og m.a.
þeirri nauðsyn að það njóti
hennar nú yfir vetrarmánuðina
þegar rekstur er i lágmarki.
Það skal tekið fram, að það
sýnist ljóst við lausn rekstrar-
fjárerfiðieika félagsins aö gera
verður þá kröfu til eigenda að
leitað verði leiða til úrbóta með
sölu eigna.l þvi sambandi virðist
eðlilegt að félagið leiti eftir sölu á
eignum, eins og til dæmis hluta-
bréfum i Airogolf og Arnarflugi,
bilaleigu félagsins, hótei- og
skrifstofubyggingu, auk þeirra
flugvéia sem nú eru á söluskrá.
Einnig er lögð á það áhersla að
nauðsynleg aukning hlutafjár sé
samþykkt i félaginu, þannig að
starfsmönnum félagsins veröi
gert kleift aö auka verulega
hlutafjáreign sina og rikissjóði
hlut sinn i 20% eins og rikis-
stjórnin hefur áöur samþykkt.
Með tilvisun til samþykktar
rikisstjórnarinnar frá 1.6. septem-
ber s.l. er jafnframt lögð áhersla
i gærdag var Alþingi sett 103.
löggjafarþing tslendinga er þar
með hafið. Forseti islands,
Vigdis Finnbogadóttir, setti Al-
þingi i fyrsta Sinn.
Þetta 103. lóggjafarþing
verður að öllum likindum mikið
átakaþing. Þingið er sett i
skugga mikilla deilna innan
Sjálfstæðisflokksins, en þannig
var siðustu löggjafarsamkundu
einnig slitið.
etning Alþingis er virðuleg
athöfn, svo sem vera ber. Það er
farið með Guðsorö. Forseti lýö-
veldisins lyftir hugum þing-
manna yfir dægurþras og rig. Það
er hrópað húrra fyrir ættjöröinni.
Aldursforseti stígur i forsetastól.
Kjörbréfanefnd gaumgæfir sam-
vizkusamlega hvort allir við-
staddir hafi bréf upp á seturétt
sinn við Austurvöll. Svo kveðjast
menn gjarnan með kurt og pi og
hlakka til notalegrar helgi fram-
undan.
Að þessu sinni vottaði varla
fyrir þessu gamalkunna
andrúmslofti bræðralags og frið-
sældariþingsölum.Orð heilagrar
ritningar, sem prestur fór með
fyrir þingheimi i Dómkirkju:
„Elskið óvini yðar einsog sjáifa
yður” — ómuðu enn í hugum
manna, þegar Sjálfstæðismenn
tóku til óspilltra málanna við að
rlfa hverjir aðra á hol, út af
nefndarkjöri, — undir öruggri
verkstjórn aldursforseta. öll
skúmaskot þingsins voru full af
baktjaldamökkurum i vigahúg.
Fyrir og eftir þingsetningu þing-
Deilur Sjálfstæðismanna
vegna kosningai i nefndir
þingsins hafa verið mjög til um-
ræðu siðustu dagana og má bú-
ast við að það sé íorsmekkurinn
að vinnubrögðum Sjálístæðis-
flokksins á Alþingi i vetur. Lik-
legast þykir, að Gunnarsarmur
Sjálfstæðisflokksins verði
neyddur til að gera bandalag við
samstarfsflokkana i rikisstjórn-
inni til þess að stjórnin hafi
uðu menn um Flugleiðamál:
spurningin var, hvernig bæta
mætti fyrir afglöp samgönguráö-
herra i málinu, sem nú er búinn
að reyra þau i slikan rembihnút,
að með ólikindum getur talizt.
Hrollvekja efnahags- og at-
vinnumála kemst várla á dagskrá
i bráðina. Eftir á að hyggja sjá
menn nú, hversu viturlegt það
var af hæstvirtum forsætisráð-
herra, aö neita aö flytja þing-
heimi stefnuræðu á sl. vetri. Þá
þóttist rikisstjórnin að visu hafa
stefnu, alla vega hafði hún þá
stefnuyfirlýsingu upp á vasann.
Nú hefur hún hvorugt.
Menn fara léttilega yfir
loforðalistann frá hveitibrauðs-
dögunum: Fjárlögin gerðu ráð
fyrir 30% veröbólgu. Hún er 60%.
„Beittverði aðhaldi i gengismál-
um” — sögðu þeir þá. Það hefur
hrunið um 70% Niðurtalningin?
Æ, minnst ’ekki’á’ana, bróöir.
„Við horfum með hrolli til öld-
unnar 1. des” — segir niðurtaln-
ingarsérfræðingurinn og við-
skiptaráöherrann, Tómas frá
Hánefsstöðum. Ekki svo að
tryggðan meirihluta i helztu
nefndum þingsins, þvi óhugs-
andi er að stjórnarandstaðan
hjálpi stjórninni i þessu máli.
Strax i þingbyrjun mun vafa-
laustkoma til mikilla umræðna.
Fyrst og fremst vegna óleystra
vandamála á sviði efnahags-
mála, en umræður um fjárlaga-
frumvarpið hefjast fljótlega. Þá
verður rætt um skýrslu sam-
gönguráðherra um Flugleiða-
málið, en þingflokkur Alþýðu-
É>
NYJA....
skilja, að honum finnist neitt at-
hugavert viö orðheldni Fram-
sóknarmanna. „Okkar tillögur
hafa einfaldlega ekki verið
reyndarennþá”, — segir ráðherr-
ann I Visisviðtali.
En skipaði ekki rikisstjórn sér-
staka efnahagsmálanefnd sér til
ráöuneytis i sumar? Jú. En
„rikisstjórnin hefur veriö svo
mikið á faraldsfæti i sumar” —
segir Guðmundur G. Þórarins-
son, svona i afsökunartón, i
Helgarpóstsviðtali.
Ætlar rikisstjórnin þá virkilega
ekkert að aðhafast? Jú, „kannski
svana öðru hvorum megin við ára
mótin”, segir fjármálaráðherra
Alþýðubandalagsins. Hann er svo
upptekinn þessi misserin við að
kenna forstjórum Fiugleiða,
hvernig eigi að reka góða foretn-
ingu, aöhann má ekki vera að þvi
að lita á efnahagsmálin fyrr.
Enda er allt i lagi, segir for-
sætisráðherrann. „Við erum allir
dugandi menn og drengir góðir”
— bætir hann við með brosi á vör.
Erum við ekki efstir á vinsælda-
lista Dagblaðsins? Það er ekki
Til umhugsunar:
FÓSTBRÆÐRASAGA HIN
Fiskverðsákvörðun:
Kjör sjómanna
skert umfram
launafólks í landi
A fundi yfirnefndar Verðlags-
ráðs sjávarútvegsins þann átt-
unda október, var ákveðið nýtt
fiskverð, sem gildir frá 1. október
til 31 desember 1980. Verð-
ákvörðunin felur f sér átta pró-
sent hækkun á skiptaverði frá þvi
verði sem gilt hefur frá 1. júni.
Forsenda þessarar verð-
ákvörðunar er, að lögum um
timabundið oliugjald til fiskiskipa
verði breytt þannig að oliugjaíd
hækkar úr 2,5% i 7.5% af skipta-
verði frá og meö 1. október.
Sjávarútvegsráðherra hefur lýst
þvi yfir, að frumvarp þar að lút-
andi verði lagt fyrir Alþingi strax
á fyrstu dögum þingsins.
Verðið var ákveðið meö þremur
atkvæöum gegn einu, einn
nefndarmanna sat hjá. Með verö-
ákvörðun þessari greiddu at-
kvæði annar fulltrúi fiskkaup-
enda, Árni Benediktsson og full-
trúi útvegsmanna, Kristján
Ragnarsson, auk oddamanns
nefndarinnar, Ólafs Daviðssonar.
Ingólfur Ingólfsson fulltrúi sjó-
manna greiddi atkvæði gegn
ákvörðuninni. en annar fulltrúi
fiskkaupenda, Eyjólfur Isfeld
Eyjólfsson, greiddi ekki atkvæði.
Með þessari ákvörðun um
breytingar á timabundnu oliu-
gjaldi er rikisstjórnin að vega að
sjómönnum. Sjómenn hafa dreg-
ist aftur úr i launum, miðaö við
það sem tiðkast i landi, sem
nemur 29% miðað við samning-
ana eins og þeir voru 1974.
Strax eru farnar að berast mót-
mæla yfirlýsingar vegna fisk-
verðsákvörðunarinnar frá
stéttarfélögum sjómanna, og
vafalaust munu sjómenn hugsa
sér til hreyfings eftir þessa
ákvörðun.
Sjómannafélagið Jötunn i Vest-
mannaeyjum sendi frá sér svo-
hljóðandi yfirlýsingu:
„Fundurinn lýsir yfir vitum á
að enn einu sinni er fiskverð ekki
fyrirliggjandi á réttum tima.
tí>
þörf á að kvarta, þegar blessuð
sólin skin.
jjFfinnst þér rikisstjórnin hafa
verið starfsöm þessa mánuði” —■
spyr Helgarpósturinn Guömund
G.Þórarinsson. „Ég heldégverði
að svara þessu neitandi, og þá á
ég sérstaklega við frammistöð-
una i efnahagsmálunum. t öðrum
málum hefur þó verið unnið
feiknarlega mikiö, eins og t.d. i
málefnum Flugleiða”.
Sumt af þvi hefði að visu betur
verið látið ógert eins og komið
hefur á daginn siðustu daga. En
þetta með efnahagsmálin? Guö-
mundur segir isama viðtali: „Við
höfum þar ákveðna stefnu og ég
tel að hún verði að vera komin til
framkvæmda fyrir 1. marz!”
Ekkert liggur nú á.
Hún Guðrún okkar Helgadóttir
hefur nú ekki miklar áhyggjur af
svona smámunum. En verði þeir
fóstbræður, Friðjón og Svavar,
ekki búnir að leysa Gervasoni-
málið fyrir 1. des, — þá rennur
„diesiraes” dagur reiöinnar. Þá
mun fara mikill pilsaþytur um
þingsali. Þá mun nú heldur betur
fara hrollur um Framsóknar-
menn. Og þeir sem verða ekki
einu sinni byrjaðir að telja niður.
En Kommanir kunna þeim mun
betur að telja. Þeir vita sem er,
að það er á þeirra valdi, hvenær
dagur þessarar rikisstjórnar
verða taldir.
— JBH