Alþýðublaðið - 11.10.1980, Blaðsíða 7
Laugardagur 11. október 1980
7
Klofningur 1
Bölsýni hefur löngum verið
áleitnari en bjartsýni. Siöustu
timar eru jafnan verstu tímar.
Hvernig má það vera að vont
geti svo lengi versnað? Skyldum
við eiga við okkur sjálf að sak-
ast? Við sem búum að þeirri
gjöf sem lýðræðið er?
Okkur hættir til að vanmeta
lýðræðið. Það er vandmeðfarið
og flókið I framkvæmd, einatt
seinvirkt, en ég hygg að við sé-
um öll samála um að okkur beri
skilyrðislaust að standa vörð
um það, innbyrðis og gagnvart
öðrum þjóðum. Lýðræðið er
trygging okkar fyrir sjálfstæði.
Lýðræði er mikið og vand-
meðfarið verðmæti. í varð-
veizlu þess reynir á þroska,
skilning og tillitssemi okkar, i
garð hvers annars, en ekki siður
gagnvart þjóðarheildinni i nútið
og framtið, þvl sem við eigum
saman, þvi sem gerir okkur að
þjóð.
Það er ósk min okkur til
handa, þjóðarinnar i heild og
ykkar, lýöræðiskjörinna þing-
manna, sem hafið tekið á ykkur
þá ábyrgö aö handleika fjöregg
þessarar þjóöar um sinn, að þið
megið bera gæfu til að standa
sem fastast saman, og láta það
sem sameinar sitja i fyrirrúmi
fremur en ágreiningsefni, og
setja þjóöarheill nú og um alla
framtið ofar stundarhagsmun-
um og flokkadráttum.
Þá þarf ekki að ugga um Is-
land .
Ég bið þingheim og aðra við-
stadda að risa úr sætum og
minnast ættjarðarinnar.
Kúltúrkorn
Kirkjudagur
Óháðasafnaðarins
Kirkjudagur hjá Oháðasöfnuðin-
um verður á morgun, dagskráin
hefst með messu kl. 2. Konur úr
'kvenfélagi Kirkjunnar hafa siðan
kaffi i safnaðarheimilinu Kirkju-
bæ og rennur ágóöi til starfsemi
heimilisins. Kl. 4, verður siðan
sýnd kvikmynd fyrir börn i kirkj-
unni.
Eistlendingarnir
á förum
Sýningu á svartlistarmyndum,
nytjalist, barnateikningum og
bókum frá Eistlandi, sem opnuð
var i Listaskála ASl að
Grensásvegi 16, föstudaginn 3.
október s.l. lýkur á sunnudags-
kvöld 12. okt. Er sýningin opin
virka daga kl. 2—6 siðdegis en
siðasta sýningardaginn kl. 2.—10
slðd.
Eistneska listafólkið sem dval-
ist hefur hér á landi undanfarna
daga i tilefni sýningarinnar og
Sovéskra daga MIR heldur heim-
leiðis sunnudaginn 12. okt.
Siðustu tónleikar og danssýning
listamannanna veröa i félags-
heimilinu Gunnarshólma i
Austur-Landeyjum laugard. 11.
okt. kl. 4 siðdegis.
Eistlendingarnir hafa haldið um
eöa yfir 10 skemmtanir 1 Reykja-
vik, Vestmannaeyjum, Neskaup-
stað og Egilsstöðum, hvarvetna
við góða aðsókn og mikla hrifn-
ingu.
Flokksstarfið
Fundur verður i
Borgarmálaráðinu i
Reykjavik, mánudag-
inn 13. október, kl. 17i
Gestur fundarins
verður Benedikt Grön-
dal.
Erling Blöndal Bengtson
og Anker Blyme
halda tónleika i Norræna húsinu laugar-
daginn 11. október kl. 16:30. Á efnisskrá
verða sónötur eftir Beethoven, Mendels-
sohn og Herman D. Koppel.
Aðgöngumiðar seldir i kaffistofu hússins.
Verið velkomin ' NORRÆNA
HUSIf)
Reykjaneskjördæmi
Útboð
Aðalf undur
Kjördæmisráðs
Alþýðuf lokksins í Reykjaneskjördæmi verður
haldinn í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði mánu-
daginn 26. október 1980.
Fundarefni:
l'. venjuleg aðalfundarstörf
2. kosning fulltrúa í flokksstjórn
3. kosning þriggja manna í blaðstjórn
4. stjórnmálaviðhorf ið,
frummælendur Kjartan Jóhannsson og Karl
Steinar Guðnason.
Stjórn Kjördæmisráðs.
Tilboð óskast f smföi á hillusamstæðum og vögnum I kæli-
geymslu fyrir Arnarholt.
Útboðsgögn verða afhent i skrifstofu vorri aö Frikirkju-
vegi 3, Reykjavik. Tilboð verða opnuö á sama stað
fimmtudaginn 23. okt. 1980 kl. 11 f .h.
INNKAUPASTOFNUN REYKIAVÍKURBORGAR
FríkirUjuveqi 3 — Sími 25800
RBS .
\V Utboð
Tilboð óskast i salt til hálkue.vðingar fyrir hreinsunardeiid
R eykjavikurborgar.
Utboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Frlkirkju-
vegi 3, Reykjavik.
Tilbob verba opnuð á sama stað miðvikudaginn 12. nóv.
1980, kl. 11 f.h.
INNKÁUPÁSTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkifltjuv*gi 3 — Sími 25800
Faðir minn og fósturfaðir,
Marius Th Pálsson
lést á Hrafnistu 10. þessa mánaðar.
Páll Kristinn Mariusson
llrafnhildur Jónasdóttir
Breiðholtsbúar
Dagtimar í Fellahelli
Mánudagur
13.30— 14.10 Enska I
14.10—14.50 Enska I Leikfimi
15.00—15.40 Enska II Leikfimi
15.40—16.20 Enska II
15.30— 18.10 Leirmunagerð
20.00—23.30 Ljósmyndaiðja
Miðvikudagur
13.30— 14.10
14.10—14.50
15.00—15.40
15.40—16.20
15.30— 18.10
16.30— 17.50
Enska III
Enska III Leikfimi
Enska IV Leikfimi
Enska IV
Leirmunagerð
Stærðfræði á grunnskóla-
stigi.
Barnagæsla á dagtimum
Upplýsingar i sima 12992 og 14106.
KJÖRDÆMISÞING
Alþýðuflokksins í Reykjavík
verður huldið að Ilótel Esju laugardaginn 11. október og
sunnudaginn 12. október n.k. Til þingsins eru boðaðir allir
aðalmenn og varamcnn i Fullirúaráði Alþýðuflokksins f
Keykjavik og trúnaðarmenn flokksins f borginni í siðustu
kosningum.
Ilagskrá þingsins verður i aðalátriðum á þessa leið:
Laugardagur
kl. 10.00: Þingsetning: Sigurður E. Guðmundsson, for-
maður fulltrúaráðsins.
kl. 10.15: Þingforseti og þingritarar kjörnir.
kt. 10.30: Framsöguræður:
a) Benedikt Gröndal um flokksstarfið.
b) Vilmundur Gylfason um stjórnmálaviöhorfið.
c) Jóhanna Sigurðardóttir um launþega- og kjaramál.
d) Jón Baldvin Hannibalsson um kjördæmis- og
stjórnarskrármál.
kl. 11.45: Starfshópar kjörnir til að fjalla um ofangreinda
málaflokka.
kl. 12.15: Mataihlé.
kl. 13.00: Almennar umræöur.
kl. 15.30: Kaffi.
kl. 16.00: Starfshópar taka til starfa.
kl. 18.00: Þingfundi frestað.
Sunnudagur
kl. 13.30: Þingfundur hefst.
kl. 13.40: Starfshópar leggja fram tillögur að þingsálykt-
unum.
kl. 14.30: Kaffi.
kl. 15.15: Almennar umræður. Þingsályktanir af-
greiddar.
kl. 17.00: Þinghaldi slitið.
Þingfulltrúar eru beönir að tilkynna þátttöku sina sem
allra fyrst á skrifstofur Alþýðuflokksins, Alþýðuhúsinu,
Reykjavfk, sími 15020.
Stjórn Fulltrúaráðs Alþýðuflokksins i Reykjavik.
Starfsmannafélagið Sókn
hefur ákveðið að viðhafa allsherjar at-
kvæðagreiðslu við kjör fulltrúa á 34. þing
Alþýðusambandsins. Kjósa skal 15 full-
trúa og 15 til vara.
Tillögum skal skilað til skrifstofu félags-
ins Freyjugötu 27 fyrir kl. 12 á hádegi
þriðjudaginn 14. október.
Hverjum lista þurfa að fylgja meðmæli
100 fullgilda félaga.
Stjórnin.