Alþýðublaðið - 11.10.1980, Blaðsíða 2
2
Laugardagur 11. október 1980
llr flokksstarfinu:
Kjördæmisþing Alþýðu-
flokksins í Reykjavík
1 dag og á morgun veröur
haldið kjördæmisþing Alþýöu-
flokksins f Reykjavik og er það
haldið að Hótel Esju, Alþýöu-
flokkurinn hefur einn stjórnmála-
flokka I borginni efnt til kjör-
dæmisþinga í kjördæminu undan-
farin ár. Þátttökurétt hafa allir
aðalmenn varamenn f fulltrúa-
ráöinu sem og allir trúnaðarmenn
flokksins I slðustu kosningum hér
i borginni.
Siðasta vor efndi fulltrúaráðs-
stjórnin til kjördæmisþings um
skipulags,- bygginga- og sam-
göngumál í borginni. Það þing
var þvi miður fásótt, en vel
heppnað aö ööru leyti. Kjör-
dæmisþingið sem hefst i dag er
mjög mikilvægt. Alþingi er að
koma saman, 39. flokksþing Al-
þýðuflokksins er framundan sem
og þing Alþýöusambands Islands.
A þinginu verður fjallað bæöi um
borgarmálefni og landsmálin og
er þaö stór liður i undirbúningi
fyrir veturinn. Búast má við að
þar fari fram úttekt á þvi stjórn-
málastarfi.sem að baki er og þaö
sem framundan er skoöaö ofan i
kjölinn.
Á kjördæmisþinginu mun Bene-
diktGröndalflytja framsöguræðu
um flokksstarfiö, Vilmundur
Gylfason hefur framsögu um
stjórnmálaviöhorfið, Jóhanna
Nýtt
simanúmer
Frá 12. október:
26011
Skiptiborö — Innanlandsflug
26622
Farpantanir — Innanlands
og uppfýsingar
FLUGLEIDIR
Húsvörður óskast
Húsvörður óskast i fullt starf fyrir sam-
býlishús i Breiðholtshverfi.
Aðeins umgengnisgott og reglusamt fólk
kemur til greina. Húsvörður annast minni
háttar viðhald og hefur umsjón með um-
gengni og ræstingum.
Góð ibúð fylgir starfinu. Umsóknir er
greini aldur, búsetu og fyrri störf sendist
húsnæðisfulltrúa, fyrir 20. október, sem
einnig gefur allar nánari upplýsingar um
starfið.
151 Felagsmalastoínun Reykjavikurborgar
^ DAGV1STUN BARNA> FORNHAGA 8 stMI 27277
KðpawgsfcaupsMurra
Tæknifræðingar
Staða byggingatæknifræðings við tækni-
deild Kópavogskaupstaðar er laus til um-
sóknar.
1 starfinu felst áætlanagerð og hönnun
smærri verkefna svo og umsjón og eftirlit
með framkvæmdum á vegum bæjarins
einkum gatna- og holræsagerð.
Umsóknir er greini námsbrautir og fyrri
störf sendist bæjarverkfræðingnum i
Kópavogi, Fannborg 2, fyrir 24. okt. n.k.
Bæjarverkfræðingur.
Siguröardóttir talar um laun-
þega- og kjaramál og Jón Baldvin
Hannibalsson fylgir úr hlaöi um-
ræðum um kjördæmis- og
stjórnarskrármál. 1 öllum tilfell-
um er hér um mikilvæg málefni
að ræða og enginn vafi á, að þær
umræöur, sem fram munu fara i
kjölfar framsöguræðanna, koma
til meö að hafa veruleg áhrif á
störf fulltrúa á flokksþingi Al-
þýðuflokksins og á Alþingi sjálfu
á komandi vetri.
Fulltrúaráð Alþýðuflokksins I
Reykjavik hefur tekið upp þá
nýbreytni, að gefa út fjölritað
blaö um starfsemi flokksins I
kjördæminu og nefnist blaðið Vett
vangur. Umsjónarmenn blaðsins
eru Guðlaugur Tryggvi Karlsson,
Jóhanna Sigurðardóttir og Sig-
urður E. Guðmundsson.
Vér Alþýðublaðsmenn birtum
hér greinarkorn úr fyrsta tölu-
blaöi Vettvangs, en greinin sú
birtist undir fyrirsögninni: ,,A1-
þýðublaðið — bezta blaöið
Það hefur vakið mikla athygli
og ánægju hvilikum stakkaskipt-
um Alþýöublaðið hefur tekið
undir ritstjórn Jóns Baldvins
Hannibalssonar. Margir segja, að
blaðiö sé bezt skrifaða stjórn-
málablaðið í landinu i' dag og eru
stuðningsmenn Alþýðuflokksins
ekki einirum þá skoöun. Bæði eru
stjórnmálagreinar blaðsins yfir-
leitt einkar vel skrifaðar og
sömuleiðis er annað efni blaðsins
vel Ur garði gert. Það er þvi sýni-
legt, að Jón Baldvin stendur ekki
einn, þótt góður sé, heldur hefur
hann með sér marga ágæta
menn, sem bæði skrifa i blaðið og
starfa að útgáfu þess.
Við alþýðuflokksmenn höfum
oft verið niöurlútir vegna niður-
lægingar Alþýðublaðsins á erfið-
um timum i sögu þess. Nú getum
viö hins vegar borið höfuöið hátt.
Þess vegna erfyllsta ástæöa tilað
hvetja alla jafnaðarmenn til að
styðja blaðið með þvi að gerast
áskrifendur og fá aðra til þess.
Þingsetningarræða 8
flokksins óskaði eftir þvi fyrir
stuttu að ráðherra gerði grein
fyrir stöðu og þróun mála á
þeim vettvangi. Þá má einnig
búast við þvi, að sjávarútvegs-
ráðherra verði að svara fyrir
þær breytingar, sem nú eru boð-
aðar á reglum um tímabundið
oliugjald til fiskiskipa. Þar fer
rikisstjórnin inn á braut rak-
innar kjaraskerðingar og má
mikið vera ef þeim tekst slikt,
enda sjómenn sá þjóðfélags-
hópur, sem mest hefur dregist
aftur úr öðrum launahópum,
hvað varðar kaup og kjör.
Kjaramál eru ekki á verk-
efnaskrá Alþingis. Hins vegar
bregður svo við um þessar
mundir að Guðmundur J. Guð-
mundsson stjórnarþingmaður
og formaður Verkamannasam-
bandsins, krefst þess að Alþingi
gripi inn i samningana, og
krefst þess að sú stofnun setji
lög um kjarasamninga.
Það er kannske þetta sem
einna heizt mun setja svip sinn á
þetta 103. löggjafarþing. Hug-
myndir manna um hægri og
vinstri i islenzkri pólitik hafa
verið sprengdar. Alþýðubanda-
lagið, sá flokkur sem hingað til
hefur kennt sig við sósialisma
og verkalýðshreyfingu, situr nú
i rfkisstjórn og fiflast meö laun-
þega i landinu i skjóli þeirra
undirtaka sem flokkurinn hefur
i verkalýðshreyfingunni.
Framsóknarflokkurinn hefur
þrátt fyrir mikinn kosninga-
sigur i siðustu kosnipgum ekki
haft þá gæfu til að bera að þora
áð setja Alþýðubandalaginu
stólinn fyrir dyrnar. Framsókn
þorir ekki og Gunnars-armur
Sjálfstæðisflokksinser hnepptur
i sjálfheldu vegna liðhlaupsins.
Það verða glundroði og sóló-
upphlaup einstakra óánægðra
þingmanna stjórnarinnar sem
fyrst og fremst munu setja svip
sinn á þingið, án þess þó að til
stjórnarslita komi. Þetta verður
þing öfugra formerkja sbr. yfir-
lýsingar Guðmundar Jaka um
rikisafskipti af samningamál-
um. Þetta verður þingið, sem
afhjúpar Alþýðubandalagið.
Þeirra þing undir kjörorðinu:
„Við erum allir i sama báti. Við
verðum að standa saman og
leysa vandamálin i sameiningu.
Það verða allir að bera byrð-
arnar”. Alþýðubandalagið er
búið að gleyma þvi að byrð-
arnar eru misþungar og það
sem axlað er, mismikið. Það er
einna athyglisverðast núna i
þingbyrjun.
— HMA
Flugleiðir 1
á að Atlantshafsflugið á milli
Luxemburgar og New York verði
eins og frekast er unnt, aðskilið
frá innanlandsflugi og nauðsyn-
legustu tengslum við nágranna-
löndin, með aðskildum fjárhag
eins og hægt er og sérstakri
stjórnarnefnd. Þetta er talið
æskilegt i þvi skyni að hugsan-
legur taprekstur á þessu flugi
valdi sem minnstri röskun á öðr-
um flugrekstri á vegum félags-
ins”.
Það verður ekki lesið annað úr
þessu bréfi Steingrims en vilji
stjórnvalda sé að þröngva stjórn
félagsins til að halda Atlantshafs-
fluginu áfram, jafnvel þótt allir
séu sammála um að það geti ekki
borgaö sig og að slikum rekstri sé
samfara verulega mikil áhætta.
Oliustriðið i Mið-austurlöndum
eitt sér lofa ekki góðu um verðlag
á eldsneyti.
Tilboð stjórnvalda er þannig úr
garði gert, að það skerðir mjög
svigrúm stjórnar fyrirtækisins til
að gripa til aðgerða sem taldar
eru nauðsynlegar og virðist hér
vera á ferðinni einskonar sam-
komulag kröfunnar um þjóðnýt-
ingu og beins styrks við félagið.
Rikisstjórn Luxemborgar hefur
gert hreint fyrir sinum dyrum
fyrir nokkru siðan. Frá þeirra
hendi liggur fyrir hvað stjórnvöld
þar vilja leggja .að mörkum til
þess að viðhalda starfsemi Flug-
leiða. Rikisstjórn Isiands hefur
hins vegar ekki haft eins snör
handtök.
I stað þess að hefja beinar al-
vöruviðræður við félagið hefur
veriö farið eftir öðrum leiðum.
Seðlabankinn hefur verið
neyddur til að gefa loforð um
lánafyrirgreiðslu til einstaklinga
meðal starfsfólks til hlutabréfa-
kaupa, án þess að sérstök skilyrði
hafi verið sett i þessu sambandi.
Fulltrúar rikisstjórnarinnar
hafa staðhæft að fyrirtækið væri
að fullu veðsett. A sama tima
gerir ríkisstjórnin þá kröfu, að
félagið selji eignir sinar, til að
leysa rekstrarf járerfiðleika
fyrirtækisins, en vandséð er
hvernig fullveðsettar eignir gætu
RÍKISSPÍTALARNIR
» laosarstööur
KÓPAVOGSHÆLI
Læknaritari óskast i hálfs dags starf
eftirhádegi. Stúdentspróf eða hliðstæð
menntun áskilin, ásamt góðri vélrit-
unar- og islenskukunnáttu. Umsóknir
er greini aldur, menntun og fyrri störf
sendist fyrir 22. október forstöðumanni
Kópavogshælis, sem jafnframt gefur
nánari upplýsingar i sima 41500.
Iðjuþjálfi og Aðstoðarmaður Iðjuþjálfa
óskast við Kópavogshæli. Upplýsingar
veitir forstöðumaður i sima 41500.
Reykjavik, 12. október 1980,
Skrifstofa rikisspitalanna,
Eiriksgötu 5, simi 29000.
bætt rekstrarfjárstöðuna. Nú
fyrst skipar f jármálaráðherra
matsmenn til að meta eignirnar.
Þetta minnir á frægt boðorð úr
villta-vestrinu: skjóttu
fyrst — spurðu svo!
Umræðan um málefni Flug-
leiða hefur farið fram hingað til á
forsendum þeirra sem hafa gagn-
rýnt fyrirtækið og vilja hafa af-
skipti af málefnum þess. For-
ráðamönnum félagsins hefur ekki
tekist að snúa þessu við eða setja
fram tillögur um það hvað
stjórnin vill gera til að komast
yfir þessa erfiðleika. Sá timi
styttist fyrir stjórnina, sem hún
hefur til að setja fram sinar eigin
hugmyndir i stöðunni. Takist
stjórn félagsins þetta ekki verður
hún gerð að eins konar undir-
nefnd. Félagið fær yfirstjórn sem
lýtur vilja rikisstjórnar hver sem
vilji hennar verður, og verður að
halda áfram starfsemi hvort sem
það er talið hagkvæmt eða ekki.
Fyrsta skrefið til þjóðnýtingar er
stigið.
Fiskverð 1
Fundurinn telur að full ástæða sé
til þess fyrir sjómannasamtökin
að huga að nýjum leiöum til fisk-
verðs ákvörðunar, og tryggja
betur hag sjómanna”.
„Fundurinn lýsir yfir vanþókn-
un sinni á þeim tviskinnungshætti
sem lýsir sér i fréttaflutningi
opinberra fréttastofnana af
fjöldauppsögnum verkafólks.
Annars vegar litinn og ómark-
vissan fréttaflutning varöandi
uppsagnir verkafólks i sjávarút-
vegi og hins vegar þann gengdar-
lausa fréttaflutning varðandi
uppsagnir hjá Flugleiðum.
Fundurinn telur fulla ástæðu til
þess (fyrir fréttamenn) aö fara
jafnrækilega ofan I saumana á or-
sökum uppsagna verkafólks i sjá-
varútvegi og gert hefur verið við
málefni Flugleiða”.
„A fundinum urðu að sjálfsögöu
miklar umræður um kjaramál
sjómanna og i framhaldi af þeim
var samþykkt að veita stjórn og
trúnaðarráöi heimild til verk-
fallsboðunar”.
„Einnig voru rædd innri mál
sjómannasamtakanna og var
fulltrúum félagsins á Sjómanna-
sambandsþingi faliö það á heröar
að efla sem mest má veröa bar-
áttuþrek og samstöðu innan sjó-
mannasambandsins”.