Alþýðublaðið - 20.01.1981, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.01.1981, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 20. janúar 1981. Erlend lán 1 hver ákvæði væru þess efnis i skuldabréfunum, sem gerðu ráð fyrir lækkuðum vöxtum ef vext- ir lækkuðu almennt á breskum lánamarkaði. Seðlabankastjóri sagði, að ekki væri slik ákvæði i skuldabréfunum, en við gætum hins vegar keypt upp lánin, ef svo færi. A undanförnum árum hefur rikissjóður stöðugt aukið hlut- deild sina i lifeyrissjóðum landsmanna. Lánveitendur i þessu tilfelli eru ýmsir lifeyris- sjóöir og tryggingafélög i Bret- landi. Seðlabankastjóri var spurður, hvort þetta væri ekki að flytja vandamálin i efna- hagsmálum.okkar út fyrir land- steinana. Jóhannes Nordal sagði, að auövitað væri verið að dreifa þarna ákveðnum vanda og mætti orða það svo, væri ver- ið að velta vandanum yfir á komandi kynslóðir, ,,en þetta gildir um allar lántökur, við er- um alltaf að leggja byrðir á framtiðina á þennan hátt og það er meginatriöi, að þessu fé verði vel varið,” sagði hann. En eins og áður segir er láninu ætlað að fjármagna „Ýmsar almennar framkvæmdir á vegum rikis- ins.” Um sykuriðnað 1 og hefur t.d. söluverð á hrásykri á uppboösmörkuöum erlendis rúmlega þrefaldast á sl. 12 mánuðum. t áliti starfshópsins kemur m.a. fram, aö söluverð á sykri, frá verksmiöju hérlendis þurfi að vera hærra en um 400 kr/kg, en það verð telst hátt miðað við meðalinnflutnings- verð undanfarin 10 ár. Til að jafna þær miklu sveifl- ur sem eru á sykurveröi er lik- legt að setja yrði lög um tak- mörkun og tollun á innflutningi sykurs. Ráöuneytiö hefur komiö niðurstöðum starfshópsins á framfæri við Ahugafélag um sykuriðnað h.f. jafnframt þvi sem umsögn hans er til athug- unar i ráðuneytinu. Mun ráöu- neytið innan tiðar taka afstöðu til þess, hvort ráðlegt teljist að islenska rikið veröi aöili aö byggingu og rekstri sykurverk- smiðju. Sjómenn 1 skiptum. beir vildu láta reyna á það hvort ekki mætti leysa málin með frjálsum samningum. Þar sem rikisstjórnin hefur haft bein og óbein afskipti af kjör- um sjómanna undanfarið, bæði með ákvörðun fiskverðs og eins t.d. þegar oliugjald hefur verið hækkað ætti það ekki að vera of- verk rikisstjórnarinnar nú að kippa lifeyrisréttindamálum bátasjómanna i liðinn. Eða hvað? >£ Bílbeltin hafa bjargað ilsg11*" fi. SKiPAUTGCRB RÍKISINS MS Baldur fer frá Reykjavík þriðju- daginn 27. þ.m. til Breiðaf jarðarhafna. Vörumótfaka til 26. | þ.m. | - spörum RAFORKU spörum RAFORKU \ Ö, . >9 e Bálför föður okkar Steingrims Guðmundssonar Prentsmiðjustjóra fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 21. janúar kl. 15.00. Margrét Steingrimsdóttir Kristjána Steingrimsdóttir Laus staða Staða styrkþega við Stofnun Arna Magnússonar á tslandi er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakeríi starfsmanna rikisins. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrsluum visindastörf þau er þeir hafa unnið, ritsmiðar og rannsóknir svo og námsferil sinn og störf. Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 14. febrúar nk.. Menntamálaráðuneytið, 14. janúar 1981. Þriðjudag 20. janúar kl. 20.30 Finnski pianóleikarinn RALF GOTHÓNI leikur. Á efnisskrá eru pianósvitur eftir Leos Janacek (Grónar götur) Einojuhani Rautavaara (2. pianósvita) og Modest Mussorgski (Myndir á sýningu. Verið velkomin NORRÆNA HÚSIO Blaðburðarbörn óskast á eftirtalda staði STRAX Skipasund — Efstasund Kleppsvegur—Sæviðarsund Barónsstigur — Eiriksgata — Leifsgata - Egilsgata — Mimisvegur—Þorf innsgata. Hjarðarhagi — Kvisthagi — Fornhagi. Alþýðublaðið Helgarpósturinn Sími 81866 ÚTB0B Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar óskar eftir-tilboðum i vikurflutning vegna aðveitu, Seleyri, Akranesi. útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofunni Fjarhit- unh/f, Álftamýri9, Reykjavik, Verkfræði- og teiknistofunni s/f, Heiðarbraut 40, Akranesi og Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen, Berugötu 12, Borgarnesi, gegn 200 króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Hita- veitu Akraness og Borgarfjarðar, Haðar- braut 40, Akranesi, þriðjudaginn 10. febrúar 1981, kl. 15.30. Ráð til raforkusparnaðar: Rafmagnsnotkun 1. Rafmagnsnotkun 1. Temjum okkur hagsýni i notkun rafmagns. 2. Reiknum út orkunotkun raf- tækja. 3. Spörum meö hitastillinum. 4. Hvar sparast mest? 5. Fylgjumst meö rafmagnsmæl- inum. 1. Temjum okkur hagsýni i notk- un rafmagns á heimilinu og munum, aö notkunarvenjur okkar ráða þvi að miklu leyti hver eyöslan er, og þar meö út- gjöldin. Raforkunotkun til ljósa og annarra raftækja fer að sjálfsögðu einnig eftir fjöl- skyldustærð, flatarmáli ibúöar, ásamt fjölda og tegundum raf- tækja. Þvi getur rafmagns- notkun i einstökum ibúöum vikið mjög frá meðaltali. 1 ein- býlishúsi eru til jafnaðar notað- ar um 5000 kWh/á ári og i ibúð i fjölbýlium 2500-3500 kWh/á ári. 2. Örkunotkun raftækis fer eftir' afli þess og þeim tima, sem tækiö er I sambandi. Aflið er gefið upp i wöttum (W) á merkiplötu á botni eða bakhliö tækisins. Orkunotkunin er reiknuö með þvi að margfalda aflið i wöttum með þeim tima sem tækið er i sambandi. Ein 100 W (100 kerta) ljósapera x 1 klst. = 100 wattstundir eöa 0,1 kWh (kilówattstund). (1000 wattstundir = 1 kWh). — Þessi reikningaaðferð dugar ekki þegar tæki eru búin hitastilli (t.d. isskápur, bökunarofn), eöa þrepastilli (eldavél). 3. Hitastillirert.d.á bökunarofni. Þegar þvi hitastigi er náð sem stillt er á, slokknar á tækinu. Þess vegna er mikilvægt aö stilla strax rétt. Þannig spar- ast orka. Með þrepastilli á tæki, t.d. elda- vél, má minnka afliö, sem notað er. Stilliö þvi ekki á hærri straum en þarf. Ekki er hægt að reikna út raforkunotkun stillanlegra tækja eftir upplýs- ingum á merkiplötu og notk- unartima, en framleiðendur gefa oft upplýsingar um meöal- orkunotkun. 4. Mestur árangur næst meö sparnaði I orkufrekustu tækj- unum, eins og þurkkara, upp- þvottavél, frystikistu, eldavél, bökunarofni, þvottavél, isskáp o.s.frv. Þeir sem hita hús sin meö rafmagni geta sparað mjög mikið með lækkun inni- hita, bættri einangrun o.fl. 5. Við getum fylgst með raforku- notkun heimilisins með þvi að lesa reglulega á rafmagns- mælinn. Sigurður Þór Guðjónsson skrifar um tónlist y RÚMANTlK Til er tvenns konar rómantik, jákvæð og neikvæö. Jákvæð er sú rómantik sem þráir frelsi frá fjötrum. Það hugarfar sem vinnur gegn óréttlæti, hatar kúgun, andæfir grimmd og fyr- irlitur heimsku en berst fyrir betri heimi. Hún eflist af ást á lifinu og velvild til náungans vegsamar bjartsýni og sam- hjálp. Þetta er rómantik Schu- berts og Schumanns og nitjándu aldar. Hugsjón hennar er fram- þróun. En neikvæð er sú rómantfk sem kæfir þroska, myrkvar skilning, heftir þel og vamar vilja. Aflvaki hennar er eigin- gimi, ótti,hroki og bölsýni. Hún skapar kulda og hörku I mann- heimi. Þetta er rómantik tólf- tónatækninnar og tuttugustu aldar. Inntak hennar er trú- leysi. 1 minum huga voru skapendur Vinarskóla siðari hreinir rómantikerar sem eins og kynslóð þeirra höfðu misst von á möguleika menningarinnar. Það volæöi náði hámarki i fári nasismans og hrunadansi heimsveldanna. Þó voru þeir þremingar mjög ólikir inn- byrðis. Schönberg 'var þeirra hraðsviraöastur, eins konar tónrænn svartagaldursmeistari, enda varð hann að nokkru leyti fyrirmynd Thomasar Manns I þeim ódauðlega Doktor Fástus. Alban Berg var aftur á móti svo viökvæmur aö hann tærðist upp og dó af þvi einu að vera til, dálitið eins og ólafur Kárason. Af þessum mönnum var Webern sá eini er eygði vonarglætu og hafði mest áhrif á tónlist eftir- striösáranna. Það er eftir- tektarvert að endurnýjunar- máttur tónlistarinnar á þessari öld kom ekki frá þýskum lönd- um heldur annars staöar frá. Edda Erlingsdóttir hélt sina fyrstu pianótónleika um áramótin fyrir troðfullu húsi að Kjarvalsstöðum. Fyrir hlé lék hún verk eftir Schönberg, Berg og Webern en eftir hlé tónlist eftir Schubert og Schumann. Edda var köld og sundurgrein- andieins og öreindatalva i verk- um Vinarbúanna en þeir gerðu lifið verra en það er i raun. Og mér fannst ansi gott og heiðar- legt af Eddu að gera þá ekki betrien þeir voru. En það runnu á mig tvær grimur er ég heyröi þetta analyti'ska hugarfar litt dulbúið i' tónlist Schuberts og Schumanns. Að minu viti breyt- ast fagrar dyggðir i yfirsjónir ef þeim er beitt i kringumstæöum þar sem þær eiga ekki við. Rómantískir spámenn sem sjá sýnir eins og Schubert og Schu- mann vitrast allt I blámóðu og mistri. Kjarni rómantikur af þessu tagi er einmitt hið óræða, óljósa og óhöndlanlega eins og sjálfar hugmyndimar um frelsi og hamingju sem hvergi eru til nemaí hillingum mannshugans. Jafnskjótt og paradis er fundin breytist hún i eyðimörk. Það er ein villa okkar tima að leggja áherslu á hiö skira, heiðríka og klassiska i rómanriskri list sem oftast var aðeins andartaks bil- un á sálinni. En við erum orðin svo köld og klár að ekki er nein sál til að bila. Þaö sem okkur vantar i list nútimans er ekki meiri hyggindi. Okkur skortir meiri demón, frumlegri skynjun og óhræddari könnun. En fyrst og fremst þörfnumst við nýrra og óvæntra opinberana. Sigurður ÞórGuðjónsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.