Alþýðublaðið - 21.01.1981, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 21.01.1981, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 21. janúar 1981 «? alþyou I H hT'JT' Ctgefandi: Alþýðuflokkurinn Framkvæmdastjorí: Jóhann- es Guðmundsson. Stjórnmálaritstjóri (ábm): Jón Baldvin Hannibalsson. Blaðamenn: Helgi Már Arthúrsson, Ólafur Bjarnii Guðnason, Þráinn Hall- grimsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Höskuldur Dungal. Auglýsingar: Þóra Haf- steinsdóttir. Gjaidkeri: Halldóra Jónsddtt- ir. Dreifingarstjóri: Sigurður Steinarsson. Ritstjórn og auglýsingar eru að Sfðumúla 11, Reykjavik, simi 81866. flðspurður á Varðarfundi, hvers vegna það hefði tekið rikisstjórnina tæpan meðgöngutima að leggja fram bráðabirgðaráðstafanir i efna- hagsmálum, svaraði Pálmi Jónsson, landbúnaðarráöherra þvi til, að ríkisstjórnin hefði viljað biða eftir niðurstöðum kjarasamninga. Að visu var sú skýring hald- litil. Rikisstjórnin samdi við opinbera starfsmenn snemma hausts og almennum kjara- samningum var lokið 27. október sl. Kjarninn i aðgerðum rikis- stjórnarinnar er hinsvegar sá að afnema með lagaboöi um- samda kauphækkun og um leiö kostnaðarhækkun, sem af samningunum leiddu. Með þvi að þurrka út afleiðingar kjara- samninga er það mat manna að rikisstjórninni takist, að öðru jöfnu, að halda óbreyttu verð- bólgustigi, þ.e. um 55% verð- bólgu i árslok 1981. Þetta segir lika sina sögu um mat rikis- stjórnarinnar á þeim kjara- samningum, sem gerðir voru undir forystu Alþýöubandalags- manna i ASl, og lengi hafði ver- iö beöið eftir. Stjórnir og trúnaðarráð laun- þegasamtaka hafa á undan- förnum dögum sent frá sér mis- jafnlega harðorö mótmæli við þessari ihlutun rikisvaldsins i gerða kjarasamninga. Viðbrögð Alþýöubandalagsforystunnar i ASÍ eru að visu áberandi linust. Nú bregður svo við, að Dag- blaðið kemst að þeirri niður- stöðu i skoðanakönnun sinni, að mikill meirihluti aðspuröra kjósenda sé eindregið fylgjandi riftun kjarasamninga og skerðingu verðbóta á laun 1. marz n.k., ef það getur oröiö til að draga úr verðbólguhraöa. Hins vegar er spurning, hvernig þeir, sem lýsa fylgi sinu viö skertar verðbætur 1. marz, geta lika lýst sig fylgjandi fyrir- ætlunum rikisstjórnarinnar, að taka aftur upp sjálfvirkt visi- tölukerfi á siðari hluta ársins, þar sem versnandi viðskipta- kjör munu hafa sjálfvirk kaup- hækkunaráhrif og um leið veru- leg verðbólguáhrif á nýjan leik. Spurningar Dagblaðsins eru að visu þess eðlis, að þeim veröur ekki svarað einfaldlega með já-i eða nei-i. Ef hins vegar má túlka niðurstöðurnar sem meirihlutafylgi alls almennings við afnám núverandi visitölu- kerfis, aukna verðtryggingu sparifjár og heimild til niður- skurðar á opinberum út- gjöldum, þá má stjórnarand- staðan vissulega vel við una. Þetta er allt saman lykilatriði i þeirri stefnu, sem Alþýðuflokk- urinn hefur öörum fremur sett á oddinn. ,,Ríkisstjórnin segist hafa orðið að bíða með efnahagsaðgerðir eftir því að kjarasamningar lægju fyrir. Því næst af- nam hún áhrif kjara- samninganna með lög- boði. Þar með hefur hún viðurkennt, að skatta- lækkunarleiðin, sem Alþýðuflokkurinn boðaði við gerð kjarasamning- anna, var rétt. Fylgi al- mennings við riftun kjarasamninga opin- .berar algera vantrú á hefðbundnar baráttuað- ferðir verkalýðshreyf- ingarinnar. Verkalýðs- forystan hefur því fengið alvarlega viðvörun." SAMMALA um að VERA ÓSAMMALA Þegar menn spyrja um, hvað stjórnarandstaðan hefði viljað gera i staöinn fyrir einhliða ihlutun I gerða kjarasamninga, þá hefur svarið legið fyrir lengi. Stjórnarandstæðingar tóku undir það á sinum tima, að aðstæður i þjóðarbúskapnum gæfu ekki tilefni til þess, að kauphækkun i krónutölu skilaði sér sem raunveruleg kaup- máttaraukning. þess i stað lagði Alþýðuflokk- urinn megináherslu á, að rikis- stjórnin byði fram umtalsverðar skattalækkanir og auknar fjöl- skyldubætur, til þess að treysta kaupmátt hinna verst settu og hamla um leiö gegn aukinni verðbólgu. Rikisstjórnin hafnaði þessari , leið með steigurlæti. Hún kaus heldur að semja við rikisstarfsmenn og m<5ta um leið almenna kjara- samninga, til þess eins að afnema umsamdar „kjara- bætur” með lagaboði skömmu siðar. Hún valdi auðveldari leiðina. Nú viðurkennir rikisstjórnin, að hún haföi rangt fyrir sér þá. Um leið viðurkennir hún, með þvi aö boöa litilsháttar skatta- lækkun til aö draga úr kaup- máttarskerðingunni, að stjórnarandstaðan hafði rétt fyrir sér. Um leið hefur rlkis- stjórnin I reynd lýst sig sam- þykka þvi mati Vinnuveitenda- sambandsins, að 10% krónu- töluhækkun kaupgjalds á sl. hausti hafi i reynd þýtt 6% kaupmáttarskerðingu ásamt með verðbólgu, sem stefndi i . 80%. það er þess vegna rétt, sem Þorsteinn Pálsson sagði i ræðu á Varðarfundi um staöfestingu rikisstjórnarinnar — eftir á — á sjónarmiðum Vinnuveitenda- sambandsins: i ,,í raun réttri er rikisstjórnin með verðbótaniöurskuröinum 1. marz aðeins að leiðrétta þau augljósu mistök, sem gerð voru i októbersamningunum.” Þessi þróun mala bendir ein- dregið til þess að timi sé til kominn fyrir verkalýðsforyst- una að fara að hugsa sinn gang. t fyrsta lagi er augljóst, að yfirlýsingar forystusauða Al- þýðubandalagsins um órjúfandi samstöðu með verkalýðshreyf- ingunni og náið samráð eru staðlausir stafir. t öðru lagi er ljóst, að ríkis- stjórnin hefur aö ásettu ráði vélað verkalýðsforystuna til samninga, til þess eins að rifta þeim með lagaboöi skömmu siðar. t þriðja lagi hafa stjórnar- flokkarnir viðurkennt aö skatta- lækkunarleiðin, sem stjórnar- andstaöan boðaði við gerð kjarasamninga, var rétt. ( fjórða lagibenda skoöana- kannanir til þess að meirihluti almennings i landinu hafi enga trú á kjarabaráttuaðferöum verkalýðsfory’stunnar. Almenn- ingur I verkalýðsfélögunum virðist samkvæmt þvi reiöu- búinn að láta kyrrt liggja, þótt visitölukerfi verði breytt, eða þaö jafnvel afnumið, ef það getur orðið til þess að draga úr verðbólgu. Um leið verða þeir stjórnmálaflokkar, sem i rikis- , stjórn sitja, aö svara þvi, hvern- ig þeir hyggjast, eftir öðrum leiðum, tryggja kaupmátt launa. Alþýðuflokkurinn hefur itrekaö svarað þvi fyrir sitt leyti. Stjórnarflokkarnir eiga þeirri spurningu hinsvegar ósvarað. Þeir verða hinsvegar aftur krafðir svara i april, þegar áhrif visitöluskerðingar og frestun gengisaðlögunar verða uppurin. Þá mun enn koma á daginn, að Framsókn og Alþýðubandalag geta ekki komið sér saman um neitt, annað en nýjar skammtima- reddingar. —JBH Höfðingi islenskrar prent- listar á 20. öld er látinn. Stein- grfmur Guðmundsson fyrrum prentsmiðjustjóri I Ríkisprent- smiðjunni Gutanberg andaöist að morgni hins 14. janúar I Borgarspitalanum I Reykjavík. Hann fæddist aö prestssetrinu Gufudal I Gufudalssveit i Barðastrandasýslu hinn 21. mai árið 1891. Foreldrar hans voru þjóðkunn, sr. Guðmundur i Gufudal, Guðmundsson á Stóru- Giljá I Húnavatnssýslu Eiriks- sonar, Jónssonar. Sr. Guð- mundur fæddist 6 vikum eftir lát föður sins og ólst upp i skjóli móður sinnar Kristjönu Jóns- dóttur frá Meðalheimum i Asum við fátæktarbasl og erfiðleika, sem mótuðu lifsviöhorf hans og afkomenda hans um baráttu fyrir jafnrétti og bræðralagi, sem hljómaði um byggðir Vest- fjarða og ísland allt borin fram af skarpgáfuðum ræöu- og rit- snillingum Gufudalsmanna, en sr. Guðmundur var talinn einn af ritfærustu blaöamönnum sinnar tiðar, er hann ritaði i blað sitt Skutul á ísafirði. Hann var einnig áhrifarilcur ræðu- maður, svo og synir hans. Móðir Steingrims var Rebekka Jónsdóttir frá Gaut- löndum, Sigurössonar af hinni kunnu Gautlandaætt. Faðir hennar bóndinn og alþingis maðurinn á Gautlöndum, er tal- inn fyrsti bóndinn á tslandi sem hélt til jafns við ísl. embættis- mannav aldið á 19. öld og eftir aö Islendingar fengu stjórnar skrána 1874, enda i forsvari þjóðarinnar á þjóðhátiðinni 1874. Hann var einnig stofnandi og fyrsti formaöur Kaupfélags Þingeyinga og þvi einn af frum- kvöðlum samvinnuhreyfingar- innará Islandi. Þriraf bræðrum Rebekku á ttu s æti á a lþin gi, 2 af þeim urðu ráðherrar og einn varð fyrsti formaður Sambands isl. samvinnufélaga. Við þær aðstæður, að stjórnun og fram- farir isl. þjóðfélags, félagslega og stjórnmálalega væru nokk- urskonar ættar og fjölskyldu- mál ólst Steingrimur Guð- mundsson upp til þroska og full- orðinsára i stórum systkina- hópi. Alls uröu þau 10 systkinin frá Gufudal og var Steingrimur næstelstur þeirra. Hann mun snemma hafa haft áhuga fyrir þvi og veriö hans llfshugsjón að gerast bóndi, en það átti ekki eftir aö verða hlutskipti hans I lifinu. — Stóri barnahópurinn I Gufudal þurfti mikils með en þröngt i búi hjá presthjónunum. Ekki mun það hafa farið fram- hjá neinum sem kynntist heimilinu, aö börnin væru óvenjulega skýr og vel gefin og hópurinn vakið athygli er hann kom til ísafjarðar, en þangað fluttu foreldrarnir 1905, er sr. Guömundur sagði brauði sinu lausu. Til að létta undir við menntun barnanna munu bræður Rebekku hafa gert boð systur sinni og mági, að þeir vildu styðja einhvern af sonum þeirra til langskólanáms. Það boð er sagt að eigi hafi verið þegið, þvi svo miklir jafnaðar- MINNING enda gátu allir treyst þvi að hann ráðlegði þeim það eitt er hann taldi sannast og réttast. Einn af ráðherrum sem sam- starf átti meö Steingrimi hafði þau orð, aö hæfileikar Stein- gríms til að stýra slíku fyrirtæki til gagns fyrir alþjóð heföu verið frábærir og sjaldan hefði verið um að ræöa á tslandi farsælli framkvæmd þjóðnýtingar á vandasömu verkefni. Eftir langt og farsælt starf I Gutanberg, var Steingrlmur við góða heilsu. Svo atvikaöist árið 1962, að til starfa hjá Innkaupa- stofnun rikisins vantaði mann með sérþekkingu á gæðum prentpappi'rs. Hér var um hlutastarf að ræöa, og var Stein menn voru foreldramir aö þau treystu sérekkitilað gera uppá milli hinnagáfuðu sona sinna og leituðu þeir sér þvi brautar- gengis á hinum ýmsu sviðum þjóölifsins án langrar skóla- göngu, og gengdu allir miklum ábyrgðar- og forystustörfúm á fullorðinsaldri. Steingrimur h<X prentnám i prentsmiðjunni Vestra á Isa- firðiáriö 1905og lauk þar námi. Siðar vann hann um skeið i prentsmiðju Odds Björnssonar á Akureyri og Gutanberg i Reykjavik. I ársbyrjun 1914 sigldi hann svo til Kaupmanna- hafnar og dvaldi þar við prent- iðn I 4 ár, kom þá heim, en hélt utan á ný árið 1919 og starfaði við prentsmiðju Gyldendals bókaverslunar um 10 ára skeið. Hinn 1. jan. 1930 var hann svo ráðinn forstjóri Rikisprent- smiöjunnar Gutenberg og gegndi þvl starfi til sjötugs- aldurs árið 1961. Jafnframt var hann framkvæmdastjóri Rikis- útgáfu námsbóka 1937—1956 og bókaútgáfu menningarsjóðs 1940—1946. Þegar Steingrlmur tók við forstjórastöðu i Gutanberg haföi isl. rikið nýlega fest kaup á prentsmiðjunni og haföi tryggt sér starfskrafta hans áður en frá kaupum var gengiö. I Gutanberg varð starfstimi Steingríms lengstur eða nær 32 ár, og er hann kom þar til starfa mun hann hafa verið einhver lærðasti allra islenskra prent- ara um öll vinnubrögð og tilhög- un I prentverki. Þar komu brátt i ljósog fengu að n jóta sín sterk- Steingrímur Guðmundsson prentsmiðjustjóri Fæddur 21. maí 1891 Dáinn 14. jan. 1981 ustu eöliskostir hans, skarpar gáfur, viötækt sjálfsnám, sterkur vilji og skyldurækni svo aö af bar. Hann var þvl gæddur flestum þeim kostum, sem maður þarfnast til að stýra þjóðnýtu fyrirtæki. Prentsmiöjan hafði I upphafi verið keypt að mestu fyrir láns- fé, en svo segja kunnugir að eftir þriggja ára starfstima hafi skuldir aðmestu verið greiddar, og eftir það hafi prentsmiöjan greitt tekjuafgang til ríkissjóðs flest árin meðan hún starfaði undir stjórn Steingrims Guð- mundssonar. Jafnframt var lögð stund á það aö gera prent- smiðjuna sem starfhæfasta hvað snerti húsakost, vélar og áhöld og tryggja atvinnu prentaranna sem þar störfuðu, og efla lifeyrissjóð þeirra. Með timanum varð Gutanberg eitt af fullkomnustu prentverkum á landinu án þess að stofnað væri til lántöku. Jafnframt innri breytingum i prentsmiðjunni beitti Stein- grímur sér fyrir umbrotsbreyt- ingum á rikisskjölum, minnkaði stilstærðina á Alþingistiöindum og margháttuðum skjölum stjórnarráðsins og var rikis- stjórn og forsetum Alþingis til ráðuneytis um öll prentmál með sinni hagsýni og hollráðum, grímur Guðmundsson ráðinn til þessa ráðgjafastarfs, enda manna fróöastur um pappirs- gerðir. Starfaði hann að þessum málum svo og endurskoðunar- störfum hjá Innkaupastofnun- inni um 18 ára skeið eða til 89 ára aldurs, er hann hætti endan- lega störfum á s.l. sumri, vegna likamlegrar heilsubilunar. En skýrleiki I hugsun var slikur, að ekki var vitað tilþess, aö honum hefði nokkru sinni orðið á reikn- ingsskekkja við endurskoöun, þessi 18 ár, og ef mismunur kom fram, var hægt aö ganga út frá þvi af fullkomnu öryggi, að rétta talan væri hjá Steingrími, svo frábær var vandvirkni hans og skarpskyggni þrátt fyrir hinn háa aldur. Slikir hæfileikar svo gamals manns munu vera fátiðir. 011 störf hans hjá Inn- kaupastofnuninni voru því leyst af hendi af sömu nákvæmni og ábyrgðartilfinningu og hans fyrri störf, og samvinnuþýðari og alúölegri samstarfsmann var ekki hægt að fá en þennan fyrr- um stjórnsama og ákveöna yfir- boðara úr prentiönaðinum. Undirritaöur átti þvi láni að fagna, að starfa með Steingrimi siðustu 18 æviár hans og eiga hann að ráðgjafa. Fyrir alla þá samvinnu og viðræður eru nú fluttar alúðarþakkir að leiöar- lokum. Hann var ekki aðeins skarpgreindur, heldur djúp- vitur, viðlesinn og fróöur um innlend sem erlend málefni þvi hann keypti til siöustu stundar erlend tímarit á ensku um al- þjóðamál. Oft áttum viö sam- ræður um þjóöfélagsmál og ráð- stafanir hinna ýmsu rikis- stjórna sem setiö hafa. Þá var gaman og fróðlegt að hlusta á Steingrim. Hann var jafnaðar- maður aö hugsjón og uppeldi og ákveðinn stuðningsmaöur Al- þýðuflokksins, en útlistanir hans á hagfræði og stjómsýslu hér á landi sem erlendis voru upplifun, einföld framsetning hans og frumlegar skýringar voru frábærar. Það var jafnræði á með þjóðhagsstjóranum bróðursyni hans og hinum grá- hæröa öldungi. A slðasta áratug vann Stein- grimur að útgáfu ævisögu afa sins Jóns á Gautlöndum. Hann hafði á afmælis- og fjölskyldu- hátlð norður á Gautlöndum varpaö fram þeirri hugmynd, aö Gautlandaættin sameinaðist um að láta skrá ævisögu for- fööur sins og ættartölu. Varð það til þess að Steingrimi var falin forsjá þess verks og réð hann kunnáttumenn til ritstarf- anna, en jafnframt var hafin fjársöfnun undir forustu Stein- gri'ms, Þórleifar Norland og Jóns Gauta Péturssonar. Ævi- sagan kom svo út fyrir fáum ár- um og ber nafnið „Frelsisbar- átta Suður-Þingeyinga og Jón á Gautlöndum”. Var þaö Steingrlmi gleöiefni að aldrei stóö á fjármunum til greiðslu af kostnaði þess verks, enda mun hann þar hafa lagt fram drjúgan hlut sjálfur. — En hann hafði einnig bundist Gufudals- sveit órofa böndum og þangað leitaði hugurinn oft alla tið. Steingrimur Guðmundsson, sinnti félagsstörfum innan prentiðnaöarins og var fyrsti heiðurfélagi Félags prent- smiðjueigenda einnig á vegum Alþýðuflokksins, átti sæti á framboöslista til borgarstjórnar Reykjavikur og sat i skólanefnd Miðbæjar^og Melaskólans, auk margra annarra trúnaðar- starfa. Hann kvæntist Eggrúnu Arnórsdóttur prests I Hvammi Arnasonar árið 1919. Eggrún andaöist fyrir fáum árum. Þau eignuðust tvær dætur Margréti Félagsráðgjafa og Kristjönu kennara, sem báðar eru bú- settar i Reykjavík. Við fráfall okkar góða vinar sendum viö samstarfsmenn hans i Inn- kaupastofnun rikisins dætrunun báðum svo og barnabörnum hans og ööru venslafólki inni- legustu samúðarkveðjur. Asgeir Jóhannesson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.