Alþýðublaðið - 21.01.1981, Side 4

Alþýðublaðið - 21.01.1981, Side 4
STYTTINGUR Styrkir Vísindasjóðs Visindasjóöur hefur nú auglýst styrki drsins 1981 lausa til umsdknar og er umsóknarfrestur til 1. mars næstkomandi. Sjóðurinn skiptist i tvær deildir: Raunvisindadeild og Hugvisindadeild. Raunvlsindadeild annast styrk- veitingar á sviöi náttúruvisinda, þar meö taldar: eölisfræði og kjarnorkuvisindi, efnafræði, stæröfræöi, læknisfræöi. liffræði, lifeölisfræði, jaröfræöi, jarðeðlis- fræöi, dýrafræöi, grasafræði, búvisindi, fiskifræði, verkfræði og tæknifræði. Formaöur stjómar Raunvisindadeildar er Eyþór Einarsson grasafræöingur. Hugvisindadeild annast styrk- veitingar á sviði sagnfræöi, bók- menntafræöi, málvisinda, félags- fræöi, lögfræöi, hagfræöi, heim- speki, guöfræöi, sálfræöi og upp- eldisfræði. Formaöur stjórnar Hugvisindadeildar er dr. Jó- hannes Nordal seölabankastjóri. Formaöur yfirstjórnar sjóðsins er dr. Ólafur Bjarnarson prófess- or. Hlutverk Visindasjóös er aö efla islenskar visindarannsóknir, og i þeim tilgangi styrkir hann: 1. Einstaklinga og visindastofn- anir vegna tiltekinna rannsók narverkefna. 2. Kandidata til visindalegs sér- náms og þjálfunar. Kandidat veröur að vinna aö tilteknum sér- fræðilegum rannsóknum eöa afla sér visindaþjálfunar til þess aö koma til greina viö styrkveitingu. 3. Rannsóknastofnanir til kaupa á tækjum, ritum eöa til greiöslu á öðrum kostnaöi i sam- bandi við starfsemi, er sjóðurinn styrkir. Umsóknarey ðublöð, ásamt upplýsingum fást hjá deildarrit- urum, i menntamálaráöuneytinu og hjá sendiráöum íslands erlendis. Deildarritarar eru: Sveinn Ingvarsson konrektor Menntaskólanum við Hamrahlið, fyrir Raunvisindadeild, og Bjarni Vilhjálmsson þjóöskjalavöröur, fyrir Hugvisindadeild. Lesendur Þagals muna ef til vill eftir ratsjárgrein sem hann skrifaði á fimmtudag sl. um rikis- skipulagöar utanferöir. Þaö var I tilefni af þvi, að Moggi poggi birti á baksiðu frétt af þvi, aö nú heföi Ragnar okkar Arnalds og undir- sátar hans i fjármálaráðuneytinu tekiö upp á þvi hjá sjálfum sér, aö bæta starfsmönnum sinum kjara- skeröinguna, (eöa,,kjarafjar- læginguna”, eins og rikisstjórar- vinir vilja kalla hana). Þessi óvænta kjarabót til rikis- starfsmanna var sú, aö fjármála- ráöuneytiö haföi samiö viö nokkur hótel á Noröurlöndum, um aö rikisstarfsmenn fengju af- slátt á verði fyrir nóttu hverja, sem þeir bældu þar dýnur. Þetta er auövitaö þvi meiri kjarabót, þar sem ekki var minnst á það einu oröi, aö lækka dagpeninga blessaöra starfsmannanna, þrátt fyrir kosnaöarlækkun. Ofan á allt annað fengu svo blessaöir ööling- arnir forgangsrétt aö herbergjum Alþýðublaðið/Helgarpósturinn: Orðsending milli þils og veggjar Ritstjóra Alþýöblaösins varö þaö á aö hvá og láta segja sér tvisvar, þegar blöö og útvarp leituöu umsagnar um fréttatil- kynningu frá Helgarpósti (föstudagsútgáfu Alþýöublaös- ins) þess efnis: (1) Aö föstu- dagsútgáfan stæöi fjárhagslega undir sér (2) af þeirri ástæöu? hefði veriö ákveöiö aö aöskilja rekstur pósts og blaös og (3) aö flokksstjóm Alþýöuflokksins heföi lagt blessun sina yfir hjónaskilnaöinn. Maöur varö náttúrlega dauö- feginn aö heyra þaöUti I bæ, skv. „venjulega áreiöanlegum heim- ildum” að föstudagsútgáfan bæri sig vel. Hitt var skondnara aö heyra það haft eftir föstu- dagsútgáfunni aö útlitiö aöra daga vikunnar væri mun svartara. Ekki minnist ég þess aö Silli og Valdi hafi haldiö svona blaöamannaf undi I gamla daga: „Silli á sannanlega fyrir útförinni, en þaö er mikiö vafa- samt með Valda”. Eöa öfugt. Svona hefnist manni fyrir aö gera grin aö Mogganum fyrir aö kunna ekki aö gera greinarmun á ,,kryds-ild” og „kryddsild”. Errare humanum est. Er nú einhver „lúsoddi” kominn á kreik og farinn aö gefa út frétta- tilkynningar I nafni föstudags- ins á kostnaö annarra daga vik- unnar? Hvernigskyldi ástandiö vera á áttunda degi vikunnar? Meðan þaö er óupplýst veröur ekki hjá þvi komizt aö leiörétta tilkynninguna. Gamlir kratar taka þvi nfl. mátulega vel að einhverjir strákar úti I bæ séu aö abbast uppá Alþýöublaöiö meö dáraskap. (1) Þvi miöur er þaö ofmælt i tilkynningunni, aö HP standi fjárhagslega undir Utgáfu sinni. Fjárhagur Alþýöublabs og Pósts er aö öllu leyti sameigin- legur. Blööin hafa allt sam- eiginlegt, nema ritstjórn. Þar veröur þvi ekki sundur skilið fremur en hjá Silla og Valda foröum. Nema meö þvi aö gefa sér tilbúnar forsendur um hlut deild hvors aðila um sig i tekjum og kostnaöi, eins og Þjóöviljinn hefur veriö aö leika Á RATSJÁNNI sér aö undanförnu, án þess að geta heimildarmanna. Þaö var þó væntanlega ekki tilgangurinn meö tilkynningunni? Þ ess vegna er ofmælt aö HP standi fjárhagslega undir út- gáfu sinni. Viðurkennt er, aö á seinustu mánuöum sl. árs hefur komiö til hallareksturs á út- gáfufyrirtækinu i heild. Fjár- málavit krata væri þá minna en ýmsir ætla, ef þeir vildu þá losa sig viö þann hluta útgáfunnar, sem stendur undir sér. Enda er annab aö heyra á formanni út- gáfustjórnar i blaöayfirlýs- ingum I gær. Fram undir siöasta ársfjórb- ung 1980 var rekstur Alþýðu- blaðsins án halla, og haföi svo veriö á þriðja ár. HP var lika aö sækja sig og festa f sessi á markaðnum. En siðan hefur hallaö aftur undan fæti. Þetta kemur engum á óvart, sem þekkir til blaöaútgáfu. Sömu sögu er aö segja af öörum blöðum, þótt þau sjái ekki ástæöu til aö gefa út sérstakar fréttatilkynningar af þvi tilefni. Astæöur eru einkum tvennar: Annars vegar almennur sam- dráttur, sem birtist I snar- minnkandi auglýsingatekjum og örthækkandi rekstrarkostn- aöi. Hin skýringin er afarkostir, sem Alþýöublaöið sætir i Blaöa- prenti. Þau viðskiptakjör þýöa aö prentkostnaöur Alþýöublaös- ins pr. siöu er aö sögn fram- kvæmdastjóra þrefaldur á viö Visi t.d.. Nyti Alþýöublaðið sömu viðskiptakjara og Visir varðandi setningu og prentun, þyrftum viö ekki aö kvarta. Þessi viöskiptakjör voru illþol- andi, meöan rekstarskilyrði voru aö ööru leyti skapleg, en eru óaðgengileg, nú þegar harðnar á dalnum. Þetta atriöi sker úr um framtiöarrekstur Alþýöublaösins, hvaö svo sem ööru liöur. A þvi veröur útgáfu- stjórnin aö finna lausn og þaö fyrr en siöar. (2) Þaö er lika ofmælt I frétta- tilkynningunni, aö flokksstjóm hafi ákveöið aöskilnaö blað- anna. Hiö rétta er, aö flokks- stjórn gaf framkvæmdastjórn umboð til aö leita slikra samn- inga, meö þvi skilyröi, að niður- stööur yröu lagðar aftur fyrir flokksstjórn, til samþykktar eöa synjunar. Niöurstaöan fer vafa- laust eftir þvi hvemig kaupin gerast á eyrinni: hvernig um semstogviö hverja. Bisness er bisness, ekki satt? HP er eign Alþýöuflokksins. Flokksstjórn á þvi eftir'aö segja sitt siðasta orö, hvaö svo sem segir I frétta- tilkynningunni. Spurningunni um, hverjir vilji taka viö rekstri HP og meö hvaöa kjöruni, og hvort rekstur blaðanna veröur aöskilinn aö einhverju eöa öllu leyti — er þvl enn ósvaraö. Máliö er i „athugun” eins og þaö heitir á skriffinnskumáli. Er þvi vandséð, hvaöa tilgangi þessi dularfulla fréttamiölun þjónar. Ef fyrir höfúndum fréttatil- kynningarinnar vakir aö auka traust væntanlegra hlutafjár- kaupenda á „markaðnum” á fjárhagsstöðu HP, þá er þaö auövitað guövelkomiö. Hins vegar rimar þaö illa viö hrak- spár formanns útgáfustjómar um framtiðarhorfur fyrirtækis- ins i siðdegisblöðum I gær. Alla- vega skýtur skökku við þegar Helgarpósturinn er farinn að gefa út fréttatilkynningar um málefni Alþýðublaösins. Þá er rófan fari aö dilla hundinum þykir mér. Þegar gefiö er I skyn aö hallarekstur Alþýðublaös og HP sé allur á reikning annars aöilans, þá eru höfundar, hverjir sem þeir em, komnir út fyrirverksviö sitt, auk þess sem þeir halla réttu máli. Enginn kippir sér upp við þaö, þótt Þjóöviljinn gefisér tilbúnar for- sendur um hlutdeild hvors blaös I heildarkostnaöi, án þess að geta heim ildarmanna. En maður átti ekki á sllku von innanhúss. Af gefnu tilefnier rétt aö taka fram, um ritstjórnarkostnað þessara tvibura, sem Þjóðvilj- inn gerir sér tiörætt um, aö skv. Klassedelt luksusmiddag: Kontorpersonalets middag, ell- er „Den lille mands dröm”: Forret: Mors ködboller (meft sovs) hvide kartofler syltetöj Efterret: Vanilleis med chokoladesovs Der drikkes vand til. Det120.es lönningstrins middagsbord: Forret Petrer Heering on the rocks suppe champiniong udsögt mörbrad meft sennep - sovs og andre lækkerier ovnbagte kartofler med persillesmör Efterret: Hertugens fromage meft cherry ildstegte pandekager meft koniack flödeskum Der drikkes udsögte röde vin til maden, höstet fra Prins Henriks plantage f Frankrig. Irish Coffee Kaffe meft flöde og marsipanbröd fra den kongelige leverandör Anton Bergs fa- brikker. ^Urú^mur uín hótelafslátt erlendis: |Á að vera bóbót fyrir ríkls' Istarfsmenn á ferðalögnm] opinberir starfsmenn aft ferftast oft og mikift til útlanda. Þetta kostar auftvitaft engan smápen- ing, enda þarf rikift aft borga dag- peninga upp á 800 til 900 krónur til starfsmanna sinna, sem fara I slik ferftalög. Þannig er hér um miklar upphæftir aft tefl» Ragnar, sem »r‘ bfcín En meft þessum gófta afslættl gæti skrifstofustúlkan þó fengift mat á staftnum, ef hún er létt á fóftrunum. Þagall hefur eftir áreiftanlegum heimildum, aft hótelin öll hafa boftist til aft gera sértakpr* eftil fyrir lslend- ppröftunin á mat- launaflokkakerfi Heimildar- Miðvikudagur 21. janúar KÚLTÚRKORN Dags hríðar spor á stóra svið Þjóðleikhússins Leikrit Valgarös Egilssonar, DAGS HRIÐAR 'SPOR, sem frumsýnt var I nóvember siöast liönum hefur hlotiö afbragös góö- ar viötökur og hefur jafnan veriö húsfyllir á þeim 16 sýnineum sem búnar eru. 1 leikdómi i Alþýöu- blaöinu sagöi Bryndis Schram m.a.: „DAGS HRIÐAR SPOR er alveg drepfyndiö ... frábær skemmtun”, og i Þjóöviljanum sagði Sverrir Hólmarsson m.a.: „Hér er hiklaust á feröinni óvenjulega gott leikhús”, og gat um aö sýningin væri „spennandi” og „nýstárleg”. Nú er ætlunin aö flytja þessa sýningu upp á aðalsviö leikhúss- ins og veröur verkiö fyrst sýnt þar n.k. laugardag, 24 janúar. Er þessi flutningur geröur vegna mikilla þrengsla á Litla sviöinu og aöstóknarinnar aö DAGS HRIÐAR SPORUM, en I næstu viku verður frumsýnt nýtt leikrit á Litla sviðinu. Viö flutninginn veröa óhjákvæmilega ýmsar breytingar á sviösetningu leik- ritsins og m.a. kemur nýr leikari inn i sýninguna. Er þaö Bjarni Steingrimsson sem nú leikur biskupinn i staö Benedikts Arna- sonar. BOLABÁS Það nýjasta úr andófs- pressunni pólsku: Kennari spyr nemendur: „Hvaða hugmyndir geriö þið ykkur um Paradis á jörðu?” Svar: „Það er staður þar sem svo mikið er til af kartöflum að hraukurinn nær ailt til himna”. Kennarinn: „Nú vitið þið að svoleiðis Paradis er ekki til”. Nemandinn: „Það býttar engu. Það eru hvort eð er ekki til kartöflur”. spörum RAFORKU Hörmungarástand í norræna hótelbransanum á þessum ágætu hótelum, svo aldrei þyrfti þaö aö spyrjast, aö rikisstarfsmaöur hefði þurft aö gista bekki i lystigörðum. Þarna er um mikla kjarabót að ræða fyrir þá, sem njóta. Ekki aöeins, aö þeir séu nú öruggir meö aö fá þak yfir höfuöiö, ef þeir skyldu villast til Skandinaviu, þó það væri vissulega mikill áfangi og gleöilegur. Hitt er þó öllu meira viröi, aö nú er þaö loksins viöurkennt, sem Islendingar hafa alltaf vitaö, en útlendingar ekki, að Islendingar eru aöalborin þjóö, komin af konungum og hersum, og ekki nema viöeigandi og sjálf- sagt aö þeir gisti hótel d’Angleterra, i herbergjum auö- kýfinga og aöalsmanna, svo ekki sé talað um þjóöhöfðingja og krúnulausa kónga. Nú loksins, i fyrsta sinn, eftir aö púnkturinn var settur aftan við Brennu-- Njálssögu, njóta Islendingar sannmælis iútlöndum. Núna fyrst er landiö fariö aö risa! En þó Islendingar séu allir al- sælir vegna þessa, veröur þaö sama varla sagt um danska hót- eleigendur. Þeir höfðu nefnilega ekki tekiö tillit til allra aðstæðna, þegar samningurinn var gerður. Þeim haföi láöst aö reikna meö vetrarfrii opinberra starfs- manna. Og þaö var mikill feill. Nú hefur Þagall heyrt mikiö ramakvein frá sambandi lúxus- hóteleigenda i Danmörku. Fyrir- sagnir i málgagni þeirra „turist- tidende”, hljóöa állar á þá leiö. aö Islendingaflóöiö sé nú aö kaffæra þá. Hertogar, skipajöfrar, krúnu- lausir kóngar og oliufurstar veröa nú aö vikja fyrir Islendingum, sem koma inn á afgreiðslu og segja: „Jeg er en islandsk statstjenestemand. Mit navn er hr. Thoralds, jeg kræver det bedste værelse paa hotellet. Husk vi er jo priviligerede. Jeg kræver desuden middagsmad i henhold til det 120. lönningstrin.” Sjálfur oliufurstinn Ali ben Ali Ali Nasreddin, varö aö vikja úr herbergi fyrir fulltrúa úr land- búnaöarráðuneytinu. Ali Ben Ali Ali Nesreddin sagöi: „Mér var svo sem ekkert sárt um herbergiö en helv.. maðurinn er fram- sóknarfýr!” Nú gráta danskir hóteleigendur og sakna þeirra dýrðardaga, þegar einu islendingar sem gistu þeirra finustu hótel, voru gjald- þrota útgeröarmenn, sem ekki höföu afslátt, en borguðu þó allt i topp. Þá var öldin önnur. Þagall spörum RAFORKU . O1

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.