Alþýðublaðið - 10.02.1981, Side 2
2
Þriðjudagur 10. febrúar 1981
Benedikt 4
Liklegt er, að þessar ný ju reglur
myndu koma i veg fyrir, að um-
ræður færu úr böndum og ryðji
öðrum þingstörfum frá.
1 stuttu spjalli, sem Alþýðu-
blaðið átti við Benedikt
Gröndal, sagði hann, aö þessar
tillögur i frumvarpsformi væru
nú settar fram til að koma betri
aga og skipulagi á þingstörfin,
fyrirspurnum heföur t.a.m.
fjölgaö mjög á þingi á liðnum
áratugum og hefðu þær á
siöustu árum haft tilhneigingu
til að verða að almennum
stjörnmálaumræðum. „Fyrir-
spurnir eru nauðsynlegar til að
vekja athygli á málum, en þær
geta tafið þingstörfin, þegar
miklar umræður skapast um
þær”, sagði Benedikt.
t frumvarpi hans er gert
ráð fyrir þvi, að ráðherra og
fyrirspyrjandi megi tala tvisvar
og má ráðherra nota 15. min.
samtals, en fyrirspyrjandi 10
minútur. Er gert ráð fyrir þvi,
að við þessa afgreiðslu fái fleiri
fyrirspurnir afgreiðslu en nú er.
Benedikt sagði að fyrir-
spurnir, þingsályktanir og um-
ræður utan dagskrár mættu
ekki verða til þess, þó nauðsyn-
legar væru, að koma niður á
aðalstarfi þingsins, sem væri
löggjafarstarfið. „bað verður
að hafa einhvern hemil og
skipulagsramma á þessum um-
ræðum til að koma i veg fyrir,
aö þær geti fyrirvaralaust rutt
allri vinnudagskrá þingsins frá,
þvi verðum við að setja reglur i
þessu efni. Gert er ráð fyrir þvi
skv. frumvarpinu, aðframsögu-
maður við umræður utan dag-
skrár, megi ekki tala lengur en
10 minútur og er ráðherra ætl-
aður sami timi. Aðrir þingmenn
og ráðherrar mega ekki tala
yfir 3 minútur i senn tvisvar
sinnum.
Benedikt sagði að lokum, að
ijóst væri, að einstakir þing-
menn hefðu nú minni tima til að
semja lagafrumvörp en áður
varog gat hann þess, að á fjórða
áratugnum hafi fleiri slik frum-
vörp verið lögð fram á þingi en
stjórnarfrumvörp. „Nú eru
stjórnarfrumvörp miklu fleiri”,
sagði hann. Þar kæmi þó fleira
til en timi sem færi i annað en
lagasmiðina á Alþingi.
Frumvörpin væru nú oft tækni-
lega flókin og oft unnin i hóp-
vinnu með aðstoð sérfræðinga.
„Það er ekkert þjóðþing til i
veröldinni, sem ekki þarf að
skipuleggja störf sin og setja sér
ákveðinn aga, ég tel að með
þessu frumvarpi sé stigið spor i
rétta átt hvaö þaö varðar”,
sagði Benedikt.
Skorar 1
ekki sizt þegar hafðar eru i huga
marg ítrekaðar yfirlýsingar
ýmissa ráðherra um að bráða-
birgðalögin séu aðeins upphaf
þess sem koma skal, frekari
aðgerða sé þörf og von siðar á
árinu.
Þingið skorar á miðst jórn ASÍ
að vera sjálfri sér samkvæm og
veita stjórnvöldum fullt aðhald i
þvi skyni aö þau standi við gefin
fyrirheit um að ekki skuli
rýrður kaupmáttur launafólks,
jafnframt þvi að hefja baráttu
fyrir því aö verkalýðsheryfingin
hrindi þeirri áráá á frjálsan
samningsrétt, sem felst i bráða-
birgðalögum rikisstjórnarinnar
frá 31. desember 1980.
Togarar 1
beitt og það hefur áður verið.
Tilgangurinn með verkfalli
sjómanna er sá að knýja á um
kjarabætur i lifeyrismálum og
að rétta hlut sinn gagnvart
launafólki i landi, en sjómenn
hafa dregist verulega aftur úr
miðað við almenna
kaupgjaldsþróun i landi. Þetta
gera sjómenn ekki með þvi að
fara i verkfall sem kemur út-
gerðarmönnum vel.
Fulltrúar sjómanna hafa
lagt fram tillögu til lausnar
ágreiningnum sem upp kom
vegna lifeyirsmála sjómanna
á minni togurum og bátum.
Þar er gert ráð fyrir þvi að
greitt verði i lifeyrissjóð af
70% heildartekna i ár, af 80%
næsta ár, af 90% heildarlauna
árið 1983 og að lokum af full-
um tekjum árið 1984.
Útgerðarmenn hafa ekki
fallist á þessa málamiðlun.
Það er ljóst að útgerðar-
menn munu ekki ganga til
samningagerðar nema lif-
eyrismálin verði leyst. Hvort
sjómenn telja sig geta slegið
meira af körfum sinum en þeir
hafa þegar gert var ekki hægt
aö fá uppgefið i gær, en hitt er
vist að staða sjómanna er ekki
sterk gagnvart útgerðar-
mönnum sbr. óhagkvæmni
skrapveiðanna.
o
Gerist
áskrifendur
að málgagni
ykkar
alþýöu-
Blaðburðarbörn óskast á
eftirtalda staði STRAX
Skipasund, Efstasund
Alþýðublaðið Helgarpósturinn Sími 81866
m Safnvorður
Starf safnvarðar við Árbæjarsafn er laust
til umsóknar. Umsækjandi skal hafa
menntun á sviði þjóðháttafræði, fornleifa-
fræði, eða áþekka menntun, og starfs-
reynslu. Laun samkvæmt launakerfi
BSRB. Umsóknir sendist borgarminja-
verði, Árbæjarsafni, 130 Reykjavik, fyrir
1. mars 1981.
INNLEND SYRPfl - INNLEND SYRPfl - INNLEND SYRPA
KRFÍ furðar sig
á ráðherra
A fundi stjórnar Kvenréttinda-
félags íslands 3. febrúar 1981 var
samþykkt eftirfarandi ályktun:
„Stjórn KRFI lýsir undrun
sinni og óánægju yfir þvi að
menntamálaráöherra og
heilbrigðisráðherra skuli við
embættisveitingar nýlega hafa
sniögengið þá umsækjendur, sem
sérfróöir umsagnaraðilar mátu
hæfastatil starfa.
Þar sem umræddir
umsækjendur voru konur, lýtur
sú spurning að vakna, hvort
nauðsynlegt sé að lögbinda tima-
bundin forréttindi konum til
handa til þess að útloka slikt mis-
rétti f framtiðinni.
Stjórn KRFl beinir þvi til Jafn-
réttisráðs að þaö taki þessi mál til
meðferðar eins og það tvimæla-
laust hefur heimild til skv. 11. gr.
laga nr. 78/1976 um jafnrétti
kvenna og karla”.
Síðasti fundur
Kommúnisasamtaka um
nýja stefnuskrá
Fimmti og siöasti fundur
Kommúnistasamtakanna til
kynningar á nýrri stefnuskrá
veröur haldinn mánudaginn 9.
febrúar kl. 20.30 i kaffiteriu Hótel
Heklu viö Rauðarárstig.
Fundarefni er utanrikismál —
alþjóðasamstarf, hermálið,
erlend stóriðja ofl. — og afstaða
kommúnista á þeim vettvangi.
Talsmaður Kommúnistasam-
takanna verður Magnús Snædal.
Gestur fundarins veröur Einar
Karl Haraldsson, ritstjóri
Þjóövilja ns.
Ahugafólk er hvatt til þess aö
mæta stundvlslega og taka þátt i
líflegum skoöanaskiptum.
Skrá um íslensk skip
1981 komin út
Út er komin bókin Skrá yfir
islenzk skip 1981, sem gefin er út
árlega af Siglingamálastofnun
rlkisins, og miðast við 1. janúar
ár hvert.
Með lögum um Siglingamála-
stofnun rikisins er þeirri stofnun
falin skráning skipa og árleg
útgáfa á skrá yfir Islenzk skip
miðað við 1. janúar, og aukaskrár
ef þörf krefur. I lögunum segir
einnig aö birta skuli skrá yfir
einkaleyfisnöfn skipa, skip i
smíðum, skip sem felld hafa verið
niður af skipaskrá á árinu og ann-
an gagnlegan fróðleik um islenzk-
an skipastól.
Skrá ýfir Islenzk skip er aö
þessu sinni 272 bls. aö stærð og
flytur eins og áður margháttaöan
fróðleik um islenzkan skipastól I
sérskýrslum yfir einstök atriði.
Birtar eru ljósmyndir af flestum
nýjum Islenzkum skipum 100 brl.
og stærri, sem skráð hafa verið á
árin 1980. í skránni er saman-
burður á fiskiskipastól helztu
fiskveiðiþjóða, stærö og fjöldi
fiskiskipa 100 brl. og stærri. Er
Island þarl9. i rööinni i ár, og var
þaö lika I fyrra, en með tæplega 1
af hundraö af fiskiskipaflota allra
þjóða miöað við rúmlestatölu.
Sveitarfélög á
Austurlandi krefjast
þess aö undirbúningur
að stóriðju verði
hafinn í fjórðungnum
A aðalfundi S.S.A., sem haldinn
var á Vopnafirði s.l. haust, og
sérstökum fundi þingmanna
Austurlands og sveitarstjórnar-
manna um orku og iðnaðarmál,
sem haldinn var I tengslum viö
aðalfundinn, náðist algjör sam-
staöa um eftirfarandi tvö
meginatriði i orku- og iönaðar-
málum:
1. aö virkjun I fjórðungnum,
Fljótsdalsvirkjun, sé grund-
vallaratriði sem þingmenn og
sveitarstjórnir verði aö vinna
af alefli að, og
2. að nauðsynlegt sé aö hefja nú
þegar undirbúning aö orku-
frekum iðnaði i fjórðungnum i
tengslum viö virkjunina.
Skömmu siðar sendi þing
Alþýðusambands Austurlands frá
sér samhljóða ályktun. Að undan-
förnu hefur svo hver sveitarstjórn
af annarri á Austurlandi sent frá
sér ályktanir, þar sem skorað er á
stjórnvöld að taka nú þegar
ákvöröun um Fljótsdalsvirkjun
og skorað á þingmenn
kjördæmisins aö fylgja þessu
mestu hagsmunamáli
Austfiröinga fast fram.
A stjórnarfundi Sambands
sveitarfélaga i Austurlandskjör-
dæmi þann 29. jan. sl. var svo
eftirfarandi ályktun samþykkt
með atkvæöum allra fundar-
manna:
„Stjórn S.S.A. minnir á orku-
málalyktun síöasta aðalfundar og
samþykkir að fara þess á leit við
þingmenn Austurlandskjör-
dæmis, að þeir beiti sér fyrir að
flutt verði eða flytji:
1. frumvarp til laga um Fljóts-
dalsvirkjun (a.m.k. 300 mW.)
2. þingsályktun um að orkufrekur
iðnaður á Austurlandi verði
tengdur þessari virkjun i
samræmi við þjóöarhagsmuni,
og að skipuð verði nefnd með
þátttöku heimamanna til að
kanna þá iönaðarkosti, sem
helst koma til greina.”
Kennarafélag
Reykjaness mótmælir
kjaraskerðingu
Stjórn Kennarafélags Reykja-
ness mótmælir harðlega þeim
ákvæðum i nýsettum bráða-
birgðalögum rikisstjórnarinn-
ar, sem fela i sér a.m.k. 7%
kjaraskerðingu 1. mars n.k. Þá
telur stjórn Kennarafélags
Reykjaness það skammarlegt
að rikisvaldið skuli enn einu
sinni rifta kjarasamningum
opinberra starfsmanna nokkr-
um mánuðum eftir undirritun
þeirra. Þó voru samningar
B.S.R.B. innan þess ramma,
sem meira að segja stjórnvöld
töldujþjóðfélagið þola.
Siðan kjarasamningarnir voru
gerðir i ágúst hafa engar
forsendur breyst, nema hvaö
laun ýmissa annarra stétta
hafa hækkað mun meira en
laun B.S.R.B. Nægir þar að
benda á nýfallinn kjaradóm I
málum B.H.M.
Kennarafélag Reykjaness
krefst þvi þess, að kjarasamn-
ingurinn sem var undirritaður i
ágúst s.l. haldi fullkomlega
gildi sinu út samningstimabilið
og aö leiöréttur verði hinn geig-
vænlegi launamismunur sem
nú er orðinn á milli B.S.R.B. og
B.H.M.
Lög um Söfnunarsjóð
lífeyrisréttinda
Með tilkomu laga um starfskjör
launþega og skyldutryggingu
lif ey risréttinda bættust
fjölmargir menn sem stunda
atvinnurekstur eða sjálfstæða
starfssemi I hóp þeirra sem
skyldir eru aö greiða lifeyris-
sjóðsiðgjöld. Ljóst var að
margir þessara manna áttu
ekki rétt til aöildar að neinum
einstökum lifeyrissjóðum.
Þanni g var ennfremur farið um
ýmsa launþega, sem stunda
svo sérhæfð störf, að þeir hafa
til þessa ekki tengst verkalýðs-
félagi eöa lifeyrissjóði á þeirra
vegum.
Þvi þótti rétt að lögbinda sjóð,
sem tæki við Biðreikningi lif-
eyrissjóösiðgjalda, og yrði
samastaður þeirra, sem ekki
eiga lögskylda eða samnings-
bundna aöildað öðrum sjóöum.
Lög þessi öðluðust gildi 1.
jánúar s.l. og tók Söfnunar-
sjóður lífeyrisréttinda þá við
eignum og skuldum og öllum
verkefnum Biðreiknings
lifeyrissjóðsiðgjalda. Skrif-
stofa Söfnunarsjóðsins er að
Lindargötu 46, Reykjavik, simi
29561.
Yfirlýsing
Ingvars Gislasonar
Vegna ályktunar Kvenréttinda-
félags Islands frá 3. þ.m. um veit-
ingu mina á embætti prófessors i
ónæmisfræöi við Háskóla Islands
vil ég taka eftirfarandi fram:
1. Ég visa á bug adróttunum
sem i ályktuninni felst að ég hafi
látið kynferðisfordóma ráða vali
minu milli umsækjenda um
embættið. Akvörðun min er reist
á mati á starfshæfni umsækjenda
skv. fyrirliggjandi gögnum.
2. Það gefur ranga mynd af efni
þessa máls að segja að ég hafi
sniðgengið umsækjanda sem
umsagnaraðilar mátu hæfastan
til starfa. , Hið rétta er að
dómnefnd um hæfi umsækjenda
mat báða hæfa til prófessors-
starfsins. 1 dómnefndaráliti er
ekki gert upp á milli umsækj-
endanna, dr. Helgu Ogmunds-
dóttur og Helga Valdimarssonar
læknis. Ef átt er við niðurstöðu
atkvæðagreiöslu i læknadeild, þá
erþvitilaðsvara,aðhúnvar ekki
til neinnar leiðsagnar fyrir ráð-
herra, vegna þess hversu mjótt
var á munum. Af öðrum að-
gerðum innan læknadeildar sem
mér eru kunnar, má ráða að
leiðbeiningar úr þeirri átt voru
litils virði fyrir ráðherra. Ég tel
mig ekki eiga sökótt við lækna-
deild i þessu máli, hvað þá
Kvenréttindafélag Islands. Ég
hef mikia samúð með baráttu
félagsins fyrir jafnrétti kynjanna.
Þess vegna vara ég félagið við að
nota hvatvislegar ásakanir sem
baráttuaðferð fyrir góðum
málstað.
IngvarGislason.
Kjaramálaráðstefna
fóstra
Dagana 7., 8. og 9. febrúar
héldu fóstur alls staðar að af
landinu kjaramálaráðstefnu i
húsi B.S.R.B. að Grettisgötu 89.
Markmið ráðstefnunnar var að
ræða og samræma starfshætti
varðandi kjaramál fóstra og
stöðu þeirra innan hinna ýmsu
starfsmannafélaga, en sem
kunnugt er, hefur Fóstrufélag
Islands ekki sjálfstæðan samn-
ingsrétt.
Fjallað var um starfssemi
B.S.R.B. og aðildarfélaga þess i
kjarabaráttu fóstra fyrr og nú og
rætt um þá möguleika sem fyrir
hendi eru.
Jafnhliða viljum við að lagður
verði grundvöllur að mótun
uppeldislegra sjónarmiða i allri
umræðu um karamál, svo að aug-
ljóst verði hverra hagur það er að
störf okkar verði metin til
viðeigandi launa.
Kjaramálaráðstefnan lýsir
andstöðu sinni við starfsheitið
deildarfóstra.
Starfsheitið hefur i för með sér
mismunun i launum meðal fóstra
sem vinna hlið við hlið við sömu
störf.
Stefnan i dagvistarmálum er sú
að dagvistarheimili verði
eingöngu skipuð faglærðu fólki.
Rétt er að taka fram, að nú
þegar starfa tvær fóstrur saman
á deildum dagvistarheimila hjá
nokkrum sveitarfélögum.
Fram að þessu hefur verið not-
að starfsheitið „fóstra” fyrir ali-
ar fóstrur. 1 samningum hefur
verið boðið nýtt starfsheiti
„deildarfóstra” og er það einum
launaflokk hærra en fóstra. Nái
þetta fram að ganga þýðir þetta
að tvær fóstur, sem vinna saman
á deild, með sömu menntun, verði
i sitthvorum launaflokknum. Við
slikt verður alls ekki unað.
Rætt var um stöðuna i samn-
ingamálum og rikti mikill
einhugur um að hvika hvergi frá
settum kröfum og betri vinnuað-
stöðu og laun.
Allir vita,
en sumir
að reiðhjól barna eru
best geymd inni að
vetrarlagi.