Alþýðublaðið - 10.02.1981, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.02.1981, Blaðsíða 3
^riðjudagur 10. febrúar 1981 alþýðu- i n fT'jT'B Otgefandi: Alþýðuflokkurinn Framkvæmdastjori: Johann- es Guðmundsson. Stjórnmálaritstjóri <ábm>: Jón Baldvin Hannibalsson. Blaðamenn: Helgi Már Arthúrsson, Olafur Bjarni> Guðnason, Þráinn Hall- grimsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Höskuldur Dungal. Auglýsingar: Þóra Haf- 'steinsdóttir. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdótt- ir. Drcifingarstjóri: Sigurður Steinarsson. Ritstjórn og auglýsingar eru að Siðumúla 11, Reykjavik, simi 81866. Páll Pétursson, Höllustaða- bóndi og þingflokksformaður Framsóknar, lýsir þvi yfir i Timagrein fyrirhelgi að það sé unnt að leysa deiluna um virkj- un Blöndu. Páll hefur sem kunnugt er leikið hlutverk eins konar skæruliðaforingja heima i hér- aði gegn Blönduvirkjun. Hingað til hefur þessi skæruliðahreyf- ing Höllustaðabóndans ekki verið tekin ýkja alvarlega. Nú er hins vegar að þvi komið að taka ákvörðun um næsta virkj- unarkost. Það er opinbert leyndarmál að iðnaðarráðherra ber Fljótsdalsvirkjun mjög fyrir brjósti af augljósum kjör- dæmisástæðum. Verði niður- staðan sú, að kröfur Höllustaða- bónda f.h. andófsmanna þyki óaðgengilegar, þ.e. að Blöndu- virkjun verði fyrir vikið ekki talin hagkvæmasti virkjunar- kosturinn, þýðir það einfaldlega að Norölendingar verði dæmdir úr leik fyrir fram. Einmitt þetta virðist nú vera að gerast i Blönduvirkjunar- málinu. 1 viðtali viðVisi segir Kristján Jónsson, forstjóri Rafmagns- veitna rikisins, eftirfarandi: ,,Sá virkjunarmöguleiki sem Páll Pétursson minnist á, er tal- inn vera 30% eða 22 milljörðum gamalla króna dýrari, en sá kostur, sem við mælum með”. I viðtalinu segir Kristján Jónsson þessa sáttatillögu Páls „næstum óhugsandi vegna kostnaðar. — Stofnkostnaður hlýtur að ráða varðandi val á virkjunarkostum”, — segir raf- magnsveitustjóri. Það er m.ö.o. alveg ljóst, að forstjóri Raf- magnsveitna rikisins telur sáttatillögu Höllustaðabóndans óaðgengilega. Verði henni haldið tíl streitu, má af orðum Kristjáns ráða, að þá verði Blönduvirkjun dæmd úr leik að sinni. Finnur Torfi Stefánsson, fyrrv. alþingismaður, gerir Blönduvirkjun að umtalsefni um siðustu helgi i Alþýðu- blaðinu. Hann telur frásagnir blaöa af andstöðu heimamanna við virkjunina stórlega ýktar. Að visu hafi bændur, sem beitarrétt eiga á þvi landi, sem óhjá- kvæmilega færi undir miðlunar- ,,Páll bóndi á Höllustöðum, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, hefur lengi stýrt eins konar skæruliöahreyf ingu eiginhagsmunaaðila gegn Blönduvirkjun. Nú hefur hann sett fram ,,sátta- tillögu", sem Kristján Jónsson, forstjóri Rafmagns- veitna ríkisins, telur fela í sér 30% hækkun stofn- kostnaðar, sem svarar til 22 milljarða g.kr. Finnur Torfi Stefánsson, fyrrv. alþm. kemst að þeirri niður- stöðu, að kostnaður við hvert ærgildi, sem Páll við bjarga, nemi u.þ.b. 9,3 milljónum g.kr. Sjálfur segír Páll að kostnaður sá, sem þjóðin þarf að bera af brölti hans sé jafnvirði þriggja nýrra skuttogara." DÝRIR DUTTLUNGAR lón haft áhyggjur af þvi tjóni sem af virkjuninni leiddi. Það er augljóst, segir Finnur Torfi, að þessir aðilar eiga að fá slikt tjón bætt. Bæturnar gætu verið i ýmsu formi t.d. þvi, að örfoka land yrði uppgrætt i staðinn. Fer best á þvi aö bændur ráði þvi sjálfir með hvaða hætti bætur væri greiddar. Þvi næst segir Finnur Torfi i grein sinni: „Sfðast er að nefna þá and- stöðu sem rekja má til al- mennrar ihaldsemi og þrjósku við að meðtaka timans gang. 1 Blönduvirkjunarmálinu er slík andstaða ekki mikil að vöxtum, en þó hávaðasöm. Hún kemur að mestu frá einum manni, Páli Péturssyni alþingismanni, skemmtilegum sérvitringi og rómantiker frá Höllustöðum i Blöndudal. Ýmsir duttlungar stjdrnmálanna urðu til þess á sinum tima, að Páll taldi rétt að snúast gegn Blönduvirkjun og hefur hann ekki haft skap til að skipta um skoðun siðan”. Þvi næst fjallar Finnur Torfi um svokallað sáttatillögu Páls Péturssonar og lýsir afleiðing- um hennar á þessa leiö: „Verðmæti beitílands, sem undir vatn fer við þessar fram- kvæmdir, er metið i ærgildum. Mismunur á stofnkostnaði er hins vegar sá, að miðlun við Sandárhöfða er 70 milljón kr. dýrari. Sé mismun i glötuðum ærgildafjölda deilt i mismun á stofnkostnaði fæst út hve mikið hvert ærgildi kostar, sem bjarg- aö yrði með þvi að velja dýrari virkjunarkostinn. Sá kostnaður nemur 6,1 milljónum g.kr. Sáttatilboð Páls bónda bygg- ist á þvi að þessi dýrari kostur verði valinn, en þó vill hann að meiru verði kostað til. Hann krefst þess einnig að flóar tveir, Galtárflói og Langiflói verði stiflaðir af, en kostnaður við það yrði u.þ.b. 140 milljónir kr. Kostnaður við hver-t ærgildi, sem Páll vill bjarga, færi þannig i 9,3 milljónir g.kr. Sjálfur segir Páll aö kostn- aður sá, sem þjóðin þurfi að bera af bröltí hans sé jafnvirði þriggja nýrra skuttogara, og er það áreiðanlega ekki vanmetið. fl ð lokum segir Finnur Torfi um þetta mál: ,,Nú er það ljóst, að sá gifur- legi aukakostnaður sem af sér- visku Páls leiddi kæmi bændum þar nyrðra að engu gagni. Þvert á móti yrði þetta þeim frekar til tjóns, þar sem bótafé til þeirra yrði að öllum likindum minna þar sem færri ærgildi töpuðust. Virkjunin yröi einfaldlega dýr- ari og það svo mjög, að tvisýnt verður hvort hún teldist lengur hagkvæmasti virkjunarkostur- inn. Bændur myndu tapa og þjóðin öll. Það er þvi ljóst að Páll bóndi talaði ekki fyrir hagsmunum bænda i sáttatil- boði sinu, heldur fyrir eigin duttlungum einvörðungu. En önnur hætta kann að koma upp i þessu sambandi og hún er sú, að iönaðarráðherra noti kostnaðinn af tilboði Páls sem átyllu til þess að hætta við allt saman”. Fari svo, verða Norðlend- ingar að gera það mál upp við Höllustaðabóndann. — JBH Kúltúrkorn 4 Þar segir einnig frá Félagi blikk- smiðanema. Þriðji kafli heitir: Félag blikk- smiðjueigenda. 1 sögu félagsins er greint frá mörgu i verslunar- og atvinnusögu þjóðarinnar á þessu tfmabili, einnig um erlend sambönd. t öðru bindi, Blikksmiðasögu Islands er kaflinn, Blikksmiðjur fyrr og nú. Þar eru taldar smiðjur ;9 aldar, siðan sagt frá öllum "blikksmiðjum sem stofnaðar hafa veriö á tslandi frá er i fimmta kafla ritsins „Blikksmiðatal” með æviatriðum og myndum. Mun þar engan mann vanta af þeim, sem starfað hafa i iðninni sem smiðir. Þá er i sjötta kafla, margskonar fróðleikur um stéttina og starf hennar. Má þar nefna um nám og prófnefndir i blikksmiði i nær hálfa öld, um námsskrár og sveinsstykki, og sagt frá fyrstu stúlkunni sem nemur blikksmiði. Vandað hefur verið til ritsins og það prýtt mörg hundruð myndum, þar eru meðal annars myndir af gömlum og nýjum áhöldum og vélum i iðninni. 1 sögu smiðjanna eru þjóðlífs- lýsingar, sem hvergi hafa komið fram áður. Styttingur 4 átti þetta blað ekkert erindi, nema þá til þess að gefa villandi upplýsingar, ef þaö getur kallast erindi. Engu aö siöur voru fjölmiðlar búnir að fá þetta vinnublað i hendur strax daginn eftir og byrj- aöir að birta tölur um afkomu i fiskiönaði á grundvelli þess. Er skemmst frá að segja að þær tölur eru allar marklausar. Þær gefa enga raunhæfa mynd á af- komu fiskvinnslunnar, hvorki yfir lengri eða skemmri tima, hvorki fyrr né slðar. Stjórn Félags sambands fisk- framleiðenda harmar að þannig skyldifarið að, þar sem afleiöing- arnar geta ekki orðiö aðrar en þær að draga úr trausti -á Þjóð- hagsstofnum, sem þó hefur varla til saka unnið og gefa almenningi á tslandi og erlendum viöskipta- vinum rangar hugmyndir. Er þess að vænta að þessi mistök verði viti til varnaöar. FRA NOREGSSTRÖNDUM FRÁ NOREGSSTRONDUM FRA NOREGSSTRÖNDUM Hagnaður Elkem minnkar frá fyrra ári Elkem Spigelverket, norska málmiðnaðarfyrirtækið sem Is- lendingar þekkja svo vel, hefur tilkynnt, að hagnaður ársins 1980, brúttó, áður en skattar og endurfjárfesting er dregin frá, hafi orðið 180 milljónir norskra króna. Þetta er um 83 milljón- um norskra króna minni hagnáður en árið áður, en slæmar markaðsaðstæður seinni hluta ársins munu hafa valdið minnkuninni. Árið 1979 mun hinsvegar hafa þótt gott ár, með brúttó hagnað upp á 263 milljónir nkr. Heildarvelta Elkem var tæp- lega 3900 milljónir nýkr. en það er um 9% aukning frá árinu áður. Fyrirtækið gerir ekki ráð fyrir að markaðsaðstæður batni i bráð. Meirihluti Norð- manna mótfallnir frekari launajöfnuði Samkvæmt skoðanakönnun i Noregi, er greinilegur meiri- hluti þjóðarinnar á móti þvi að gengið verði lengra i átt til launajöfnunar en þegar hefur verið gert. 39% aðspurðra sögðu að al- mennt hefði launajöfnunar- stefnan náð nóg og langt, 29% vildu að lengra yrði gengið, en 28% töldu aö þegar hefði verið gengiö of langt. Þau 14% sem eftir standa skiptust jafnt milli þeirra, sem enga skoðun höfðu á málinu, og þeirra, sem gerðu kröfu tiíalgers jafnræðis i laun- um, burtséö frá atvinnu. Könnunin sýndi einnig, að það er meiri stuðningur við aukinn launajöfnuð i hópi þeirra, sem hafa meiri tekjur en 120.000 nýkr. á ári, en i þeim hóp, sem lægri tekjur hefur. Tor Halvor- sen, formaður LO, sagði um niðurstöður könnunarinnar, að niðurstööur kjarasamninganna vorið 1980, hafi verið mikilvægt skref í átt til launajöfnuðar. Það að margir eru óánægðir með núverandi tekjudreifingu, sannar, að enn er sitthvað at- hugavert við launamálin, og vandamál lágtekjufólk hafa ekki verið leyst, sagði Halvor- sen. 60% launamismunur vegna kynjamisréttis Um það bil 60% af þeim launamismun I skrifstofustörf- um i iðnaði, sem finnst milli karla og kvenna i Noregi, er vissulega þvi að kenna, að mis- rétti rikir milli kynjanna. Þetta er niðurstaöa könnunar um stöðu kvenna i iðnaði, sem Hag- fræðistofnunin i Bergen vann. Niðurstöður könnunarinnar sýna, að það er um 10% nýkr. munur á launum karla og kvenna i skrifstofustörfum i iðnaði, og munurinn er auðvitað körlum i hag. Af þessari upphæð verða a.m.k. 9 nýkr. ekki skýrðar öðruvisi en með skir- skotun til kynjamisréttis. Könnunin er byggð á upplýs- ingum frá um 4800 starfsmönn- um, sem vinna við fyrirtæki, sem aðild eiga að Vinnuveit- endasambandi Noregs, en til- gangur könnunarinnar var að finna út nákvæmlega, hversu mikill hluti af launamismunin- um væri kynjamisrétti að kenna. t könnuninni var gengið útfrá þvi, að þættir svo sem menntun, aldur og starfsaldur hefðu svipuð áhrif á launaþrep. t þeim hópi, sem kannaður var, kom i ljós, að launamunurinn milli karla og kvenna væri 15.77 nýkr. á timann. Ef konur hefðu sömu menntun og karlmenn, myndi munurinn minnka um 3.96 nýkr. Miðað við sömu aldursdreifingu karla og kvenna, myndi munurinn minnka enn um 0.71 nýkr. Þegar allir hugsanlegir þættir, svo sem reynsla, vinnutimi, stærð fyrirtækis, og staðsetning vinnustaðar, voru teknir með i dæmið kom i ljós, að þeir til samans gátu ekki lækkað launa- mismuninn um nema 6.61 nýkr. Norðmenn gera fisk- veiðasamning við Bandaríkin Norska stjórnin hefur ákveðið að undirrita fiskveiðisamninga við Bandarikin. Norðmenn hafa ekki áður gert slikt samkomu- lag við Bandarikjamenn, né heldur átt neinskonar samstarf við þá i fiskveiðimálum. Samkvæmt hinu nýja sam- komulagi, mega norskir bátar veiða umframmagn af liski i bandariskri landhelgi, og mega einnig senda verksmiðjuskip innan bandariskrar landhelgi. A samkomulaginu eru nánari ákvæðium slikt form veiða. Þar er einnig kveðið á um samstarf um rannsóknir og um samráð v ■ varðandi túlkun samkomulags ins. Þá eru einnig ákvæði um gagnkvæmni og samkomulag um sölu bandariskra fiskafurða i Noregi. Samningaumleitanir af hálfu Norðmanna hófust 1979, eftir að samstarf hafði hafist milli bandariskra og norskra aðila i sjávarútvegi. Upphaflega ætlunin var sú að Norðmenn tækju þátt i sameiginlegri fisk- veiðaáætlun undan ströndum Kaliforniu. Siðan hefur verkefn- um fjölgað, t.d. samstarf við út- gerðarfélag Eskimóa i Alaska, um veiðar á botnfiski. Þá hefur verið gert samkomulag um kaup á bandariskum saltfiski. Bandariska þingið verður að samþykkja samninginn, ður en hann verður bindandi. Norska Alþýðusam- bandið vill fækkun eftirlaunaaldurs t vor mun norska Alþýðusam- bandið, LO, leggja til á þingi sipu, að eftirlaunaaldur verði færður niður i 62 ár, samkvæmt þvi, sem formaður sambands- ins, Tor Halvorsen segir. Eftir- launaaldur i Noregi er nú 67 ár. LO leggur til, að eftirlauna- aldurinn verði gerður sveigjan- legri, þannig að menn geti hætt að vinna 62 ára, án þess að missa nokkur réttindi. Það er einnig lagt til að þeir sem vilja vinna til 67 ára aldurs, megi gera það. Talsmenn LO segja að eftir- launakerfi samkvæmt þessari tillögu yrði sveigjanlegra og legði sig betur að þörfum ein- staklingsins, en núverandi kerfi, þar sem allir verða að draga sig i hlé 67 ára gamlir. LO hefur ekki metið, hvað þetta kerfi myndi kosta en seg- ist ekki munu krefjast styttingu vinnudagsins um leið og þessi krafa er lögð fram. Styrkir til Noregsfarar Stjórn sjóðsins Þjóðhátiðargjöf Norðmanna auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum vegna Noregsferða 1981. Samkvæmt skipulagsskrá er tilgangur sjóðsins „að auð- velda tslendingum aðferðast til Noregs. I þessu skyni skal veita viöurkenndum félögum, samtökum og skipulögðum hópum ferðastyrki til Noregs i þvi skyni að efla samskipti þjóðanna t.d. meö þátttöku i mótum, ráöstefnum, eöa kynnisferðum, sem efnt er til á tvihliöa grundvelli. Ekki skal úthlutaö feröastyrkjum til einstaklinga, eða þeirra sem eru styrkhæfir af öðrum aöilum ”. I skipulagsskránni segir einnig, að áhersla skuli lögö á aö veita styrki, sem renna til beins feröakostnaöar, en um- sækjendur sjálfir beri dvalarkostnað i Noregi. Hér meðer auglýst eftir umsóknum frá þeim aöilum, sem uppfylla framangreind skilyrði. t umsókn skal getiö um hvenær ferð veröur farin, fjölda þátttakenda og tilgang fararinnar. Auk þess skal tilgreina þá upphæö, sem fariö er fram á. Umsóknir óskast sendar til stjórnar sjóösins, Forsætis- ráðuneytinu, Stjórnarráðshúsinu, Reykjavik, fyrir 10. mars 1981. Endurskinsmerki ö^ggUikía □okkkl»ddu> vegtarandi sést UmferðÍnnÍ. f*k|'*y.rlen 120-30 m liarlægö en meö endurskmsmerki sósl Rálágl/ösumbifreiöar. hanni120—130m fjarlægö

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.