Alþýðublaðið - 28.02.1981, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 28.02.1981, Blaðsíða 8
Tvær kvikmyndir um Dersú Uzala sýndar í MIR-salnum í STYTTINGI Handbók bænda 1 siðastliðinni viku kom út hjá Búnaðarfélagi Islands 31. árgangur Handbókar bænda. Nýr ritstjóri tók við bókinni s.l. haust, 'var það Olafur R. Dýrmundsson, landnýtingarráðunautur Búnaðarfélagsins. 1 formála að bókinni skrifar Ólafur m.a.: „Reynt hefur verið að hafa efni Handbókarinnar sem fjöl- breytilegast, en áhersla er lögð á ýmiss konar handbókarupp- lýsingar, i texta og töflum, um hinar fjölmörgu greinar land- 1 búnaðar. Þannig hefur bókin veriö færö nær þvi formi, sem hún var i upphaflega. Margir nýir þættir hafa verið teknir upp, en annaö efni endur- skoðað. Svo sem fram kemur i efnisyfirlitinu hafa veriö gerðar nokkrar breytingar á niðurröðun og kaflaskiptingu, og leitast hefur verið við að dreifa auglýsingum um bókina með hliðsjón af efninu. Sem dæmi um nýja efnisþætti, mætti nefna upplýsingar um útgáfustarfsemi i landbúnaði, leiðbeiningar um notkun varnarefni á gróður, itarlegt yfirlit og ýmsar gerðir búvéla, leiðbeiningar fyrir áhugamenn um loðdýrarækt og f iskrækt, og greinar um tryggingamál land- búnaðarins og forfallaþjónustu i sveitum. Með köflum um hey- verkun, búfjárrækt og búfjár- sjúkdóma eru skrár um allt, sem birst hefur um þau efni i Handbók bænda siðast liðinn áratug.” Sjaldan hefur verið jafnmikið efni i Handbókinni og nú, en hún er 466blaösiður. Bókin var prent- uð i Gutenberg og fæst hjá Búnaðarféiagi Islands og kostar 55,- kr. Kröfur L.M.F. 1 tilefni þess, að ár er liðið frá útifundi þeim er L.M.F. hélt til stuðnings kröfum sinum um mötuneytismál vill sambandið minna á að ekkert hefur gerst i þeim málum. Þvi vill L.M.F. leggja áherslu á eftirfarandi kröfur: 1) að viðunandi mötuneytis- aöstöðu veröi komið upp við alla framhaldsskóla á landinu. 2) rikið greiði launakostnað við mötuneyti þessi, og vill sam- bandið minna á að rikissjóður greiðir starfskröftum i mötu- neytum kennara laun. Þrátt fyrir stöðugar viðræður við ráðamenn fjár- og mennta- mála hefur ekkert gerst i málinu. Sambandið er þvi orðið lang- þreytt á aðgerðaleysi stjórn- valda, eftir áraianga baráttu. Arið 1902 fór rússneski land- könnuöurinn Vladimir Arsenjev i rannsóknarleiðangur um Ússúri-landsvæðin i Austur- Siberiu og hitti þá í fyrsta sinn Dersú Úzala, veiðimann af kyn- þætti Golda. Dersú geröist leiö- sögumaður Arsenjevs um óbyggðir og skóga þar eystra og reyndist honum betri en enginn oft þegar i álinn syrti, bjargaöi reyndar lifi hans. Dersú jók skilning Arsenjevs á hinni stór- brotnu náttúru og viröingu fyrir lögmálum skógarins, i senn óbilgjörnum og mildum. Dersú var fylgdarmaður Arsenjevs i tveimur siðustu rannsóknar- ferðum hans 1906 og 1907 og tókst meö þeim mikil og einlæg vinátta. Vladimir Arsenjev lýsti siðar þessum vini sinum i bókunum ,,A ferð um ússúri-lönd” og „Dersú Úzala”. Maxim Gorki bar mikið lof á þessar bækur og Þriðjudaginn 10 mars n,k. er lOmanna sóvéskur ballettflokk- ur væntanlegur hingað tillands í boði Þjóðleikhússins. t hópnum eru margir af fremstu ein- dönsurum nokkurra stærstu óperu- og ballettleikhúsa Sovét- ríkjanna, m.a. Bolsoj-leikhúss- ins i Moskvu, Kiev-óperunnar, Estonia-Ieikhússins I Tallin o.fl. Ráðgerðar eru 4 sýningar í Þjóðleikhúsinu, 11., 12., 13. og 15 mars. Sovésku dansararnir koma hingað til lands frá Stokkhólmi en þeir hafa verið á sýninga- ferðalagi um Danmörku, Noreg og Svi’þjóð undanfarnar vikur og hvarvetna sýnt við mikla aðsókn og hrifningu. í hópnum er dansarar starf- andi við óperu- og ballettleikhús í fjórum sovétlýðveldum, Rúss- landi, Úkraínu, Grúsiu og Eist- landi. Skal nú getið nokkurra þeirra: Frá Stóra leikhúsinu i Moskvu (Bolsoj) koma m.a. Marina Sidorova og Júri Vladimirov. Þau hafa bæöi verið um árabil i hópi fremstu eindansara við leikhúsið og dansað fjöldann all- an af hlutverkum, stórum og smáum. Viðfrægur varð Vladi- mirov fyrir tUlkun sina á hlut- hafa þær notiö mikilla vinsælda viða um heim um áratuga skeið, enda þýddar á fjölmargar þjóð- tungur. Einn þeirra mörgu, sem las bækurnar um Dersú Úzala fyrir um það bil fjórum ára- tugum og fékk þegar áhuga á gerð kvikmyndar eftir þeim, var Japani nokkur er starfaði þá sem aðstoöarleikstjóri við Toho-kvikmyndaveriö japanska. Þessi maður átti siðar eftir að verða einn af kunnustu kvikmyndaleik- stjórum heims, sjálfur Akira Kurosawa, en hin gamla hug- mynd hans varð að veruleika, þegar hann réðst sem leikstjóri til sovéska kvikmyndafyrir- tækisins Mosfilm. Kvikmyndin um Dersú Úzala var fullgerð 1975 og hlaut strax mikið lof og margvislega viðurkenningu og verðlaun, en myndin var að verulegu leyti tekin i skógum Ússúri-héraðs, sem Arsenjev verki ívans grimma i sam- nefndri ballettkvikmynd sem sýnd hefur verið hér á landi. Hann hefur hlotið verðlaun i alþjóðlegri samkeppni ballett- dansara I Varna, Búlgariu, og Moskvu. Frá rfkisóperunni i Kiev koma þau Alla Lagoda, Tatjana Tajakina, Valeri Kovtun, Ljúd- mila Smorgatsjeva og Sergei Lúkin, allt dansarar i fremstu röö. Þannig hefur Tatjana Taja- kina t.d. hlotið verölaun i 5. alþjóðlegu ballettkeppninni i Moskvu og æskulýðshátið i Berlin. Aðaldansari hennar, Valeri'Kovtun, hlaut m.a. verð- laun i alþjóðlegu ballettkeppn- inni IVarna 1970 og hlaut silfur- verðlaun i keppninni i Moskvu 1973, en árið 1977 sæmdi Dans- akademian I Paris Valeri minn- ingarverðlaunum V. Nisjinskis sem besta dansara heims. Ljúd- mila Smorgatsjeva og dans- félagi hennar, Sergei Lúkin, eru einnig i hópi helstu eindansara við Kiev-öperuna og þau unnu til verðlauna i alþjóðlegri keppni dansara i Tókió 1978. Frá óperu- og ballettleikhús- inu I Novosibirsk koma Ljúbov Gersjúnova og Anatoli Berdy- sjev, bæði verðlaunahafar i hafði kannað á sinum tima. Júri Solomin, einn af kunnustu leikurum Litla leikhússins (Mali-teatr) i Moskvu fer með hlutverk Arsenjevs i myndinni, en Maxim Munzuk, reyndur leikari við leikhúsiö i Túva, leik- stjóri, höfundur og þjóðlaga- safnari, leikur Dersú Úzala. Kvikmynd Kurosawa um Dersú Úzala var ekki sú fyrsta, sem gerö var eftir frásögnum Arsenjevs. I eigu MIR er kvik- mynd, sem litlar upplýsingar eru um aðrar en þær, að hún mun vera um 30 ára gömul og gerð undir stjórn Babajans og Makarovs. Báðar kvikmyndirnar um Dersú Úzala veröa sýndar i MIR-salnum, Lindargötu 48, 2. hæð, á næstunni og mun vafa- laust mörgum leika nokkur for- vitni á að bera þær saman. Eldri myndin verður sýnd laugardaginn 28. febrúar kl. 15 og mynd Kurosawa laugardag- inn 7. mars kl. 15.Fyrri myndin er með skýringartexta á ensku, hin siðari á islensku. samkeppni dansara innan og ut- an Sovétrikjanna, hún sigraði t.d. I samkeppninni i Varna 1972. Irina Dsjandieri og Viadimir Duluhadze eru i hópnum, bæði dansarar við rikisóperuna i Tbiiisi, höfuðborg Grúsiu. Frá Estonia-óperunni i Tall- inn koma þau Elita Erkina og Tiit Harm, bæði I hópi kunnustu eindansara þar og hann við- frægur, mjög fjölhæfur lista- maður og jafnvigurá klassiskan dans og nútimaballett. Nokkrir sovésku dansaranna sem núkoma hingaðvoru einnig i hópi ballettfólksins, sem sýndi i Þjóðleikhúsinu haustið 1972, m.a. Júri Vladimirov, Ljúbov Gersjúnova, Anatoli Berdysjev og Tiit Harm. Efnisskrá danssýninga sovésku listamannanna verður mjög fjölbreytt og samsett úr atriðum ýmissa kunnra leik- dansa, bæði sígildra og nýrra. Sem dæmi má nefna tvidans úr „Esmeröldu” eftir Pugni (Alla Lagoda og Valeri Milin), adagio úr „Þyrnirósu” Tsjaikovskis (Ljúdmila Smorgatsjeva), at- riði úr „Don Quixote” eftir Minkus (Smorgatsjeva og Sergei Lúkin), hluti úr 2. þætti „Svanavatnsins” eftir Tsjai- kovski (Ljúbov Gersjúnova og Anatoli Berdysjev) og þættir úr „Krossfaranum” eftir Adam. Sem fyrr var sagt eru ráð- gerðar 4 ballettsýningar i Þjóð- leikhúsinu, sú fyrsta miðviku- dagskvöldið 11. mars og siöan 12., 13. og 15. mars. Sala að- göngumiða hefst 6. mars m.k. Listviðburður i Reykjavík: Sovéskar ballettstjörnur á sviði Þjóðleikhússins A RATSJÁNNI Islendingar eru litiö gefnir fyrir matematikk. Það má hverjum manni vera ljóst, og þarf ekki annaö en að benda á hversu illa þjóðin tók þvi, aö vera talin, hér um daginn. Og manntalning er ekki eina mateamtikkin, sem Is- lendingum er illa við. Takið eftir þvi, að i hvert sinn, sem íslend- ingur verður að nefna nákvæma tölu.en þaö gerir hin venjulegi Is- landsmann ekki ótilneyddur, þá hefur talan alltaf formálann „Hérumbil” „þvi sem nát”, „rúmt reiknað” og svo fram- vegis. Fróðir menn vilja rekja þetta hatur landans á nákvæmum töl- um og öörum upplýsingum langt aftur I timann. Þagall vill ekki dónalegar, og nefna þær ekki sin á milli. En nýjasta dæmið um and- styggð lslendinga á tölum og talningu er skrefatalningin sem svo mikiö hefur veriö rætt um upp á sfðkastiö. Þar hafa margir lagt orö I belg og ekki alltaf jafn gáfu- lega. Sigurjón Pétursson „borgarmálaleiðtogi Alþýöu- bandalagsins”, eins og hann er kallaður i Dagblaðinu I gær, er ekki beinlinis á móti skrefa- talningunni. Nei nei. En hann vill fyrst fá aö vita, hvernig hún verður framkvæmd! Fram- kvæmd!? Þetta mál verður alltaf flóknara fyrir okkur þessa ein- földu menn, sem lærðum „reikn- ing” I skóla, áður en farið var að sóknarmenn I Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi fundu upp, og köiluðu „niöurtalningu”. (Fyrir þá, sem ekki hafa það á hreinu, hvaö niöurtalning er, þá vill Þagall geta þess hér að það er það sem Bandarlkjamenn kalla „countdown”, og praktiséra menn það gjarnan fyrir tungl- farir, i þvi landi). „Niðurtalningin”, gerir simtöl á Islandi geysilega visindaleg. Nú vaknar sú spurning hvað gerist i simaþjónustunni, ef einhver talar svo lengi, að simteljarinn kemst niður á núll. Liklega er lausnina að finna I bandariskum visinda- ævintýrakvikmyndum. Þar eru hlutirnir venjulega hafðir þannig, að innibyggt i allt, er það sem Af niðurtalningu og niðurskurði segja, hversu gamall þessi sjúk- dómur er með þjóðinni, en vill þó geta þess, að llklega hefur sjúk- dómurinn komið fram I sinu hreinasta formi á þessari öld, þegar Jónasfrá Hriflu sagöi: „Ég kærimigekkium aðhafa þaðsvo nákvæmt”. Siðan hefur þaö verið viðloðandi stjórnmálamenn á Is- landi, að þeim finnast staðreyndir kalla hann „stærðfræöi”. Nú virðist af orðum Sigurjóns, sem til séu margar talningarað- feröir. Ekki bara 1.2.3.4...út i hiö óendanlega. Eftir að hafa hugsaö sig um nokkra stund komst einn kunningi Þagals að þeirri niðurstöðu, aö Sigurjón vildi liklega þá tegund nýskap- aðrar stærðfræði, sem fram- kaninn kallar „self-destruct mec- hanism”, en Þagall vill endilega þýða það á islensku, sem „sjálfs- eyðingarhvati”. Þegar málglaður maður er búinn aö tala teljarann niður á núll, kemur til kasta „sjálfseyðingarhvatans”, sem fer igang, meö þeim afleiðingum, að simtóliö bráönar -i höndum hins málglaða. Þannig er hægt að koma i veg fyrir ofnotkun á sima og munnræpu, emð niðurtáln- ingu. Að lokum vill Þagall endilega vikja að myndinni, sem birtist hér meö, en hún hefur ekkert að gera með efni pistilsis hér að ofan. Með mynndinni birtist eftir- farandi texti: ,,.... þeir ágætu munir sem fremsteru á myndinni eru skornir af Sigurði”. (Tíminn, 27. feb. 1981) Þagall heföi gjarna viljaö sjá Sigurö áður en munirnir voru skornir af honum____Þagall alþýðu- blaðið Laugardagur 28. febr.1981 KÚLTÚRKORN | Ýmislegt á döfinni í Norræna húsinu Ýmislegt verður á döfinni i | Norræna húsinu vikuna 2.—8.3., fyrirlestrar, kvikmyndasýning og bókakynning. Norræna húsið hefur boðið hingað Hans Fredrik Dahl frá ilNoregi, en hann er menningar- j málaritst jóri við Dagbladet i Osló. Hans Fredrik Dahl er fædd- ur 1939 og sagnfræðingur að mennt. Hann hefur skrifað nokkr- ar bækur, þar á meðal bókina „Kringkastningens historie i Norge”. | Hér heldur hann tvo fyrirlestra: Þann fyrri þriðjudaginn 3. mars kl. 20:30 og nefnist hann „Mass- j mediedebatten i Norge”, hinn 3 siðari fjallar um stefnur i sagnrit- un i Noregi i dag eða „Nye I tendenser i norsk historieskrivn- : ing” og verður föstudaginn 6. mars kl. 17:15. Einnig er von á sænska kvik- I myndaleikstjóranum Stefan Jarl. Hann heldur fyrirlestur i Norræna húsinu fimmtudaginn 5. mars kl. 20:30, og ræðir þar um kvikmyndagerð sina og mynd hans „Förvandla Sverige” verður sýnd, en hún fjallar um lifsskil- yrða okkar. Stefan Jarl er einkum iþekktur fyrir samfélagsádeilu i kvikmyndum sinum. I myndun- um „Dom kallar oss mods” og „Ett anstandigt liv” tekur hann fyrir Bf ungra eiturlyfjaneytenda. Þessar tvær myndir ásamt sið- ustu stuttu mynd hans „Memento mori” verða einnig sýndar i til- efni af heimsókn Stefans Jarls til Islands. I Regnboganum I Reykjavlk 4.—8..3., á Egilsstöð- um 28.2—1.3., og á Akureyri 1.3. Sýning á „Dom kallar oss mods” verður fyrir blaðamenn i Regnboganum föstudaginn 27.2 kl. 16:00. Það eru Fjalakötturinn, sænska sendiráðið og Norræna húsið sem standa að þessari heimsókn Stefans Jarls. Kynning sendikennaranna á bókum frá Norðurlöndum. Laugardaginn 7. mars kl. 15:00 munu sendikennararnir i jnorrænum málum við Háskóla Islands kynna bækur, sem hafa komið út 1980. Claus Lund kynnir danskar bækur, Ros-Mari Rosen- berg kynnir finnskar bækur, Tor Ulset norskar bækur og Lennart Pallstedt sænskar bækur. Af þessu tilefni hefur Norræna húsið boðið hingað rithöfundinum Christina Andersson og mun hún ræða um ritverk sin á bókakynn- ingunni. „Full samstaða var um málið I rikisstjórn. Hjörleifur Guttormsson var ekki á fund- inum.” Þetta sagði útvarpið um afgreiðslu rikisstjórnar- innar á togaramálinu. t framtiðinni má gera ráð fyrir svohljóðandi fréttum: „Rikisstjórnin fjallaði um, og afgreiddi málið á fundi sinum i morgun. FuII samstaða var I rikisstórn, enda þeir fjarver- andi, sem ekki voru sam- mála.” bolabAs

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.