Alþýðublaðið - 28.02.1981, Blaðsíða 3
Laugardagur 28. febrúar 1981
3
alþyðu-
(Jtgefandi: Alþýöuflokkurinn
Framkvæmdastjdri: Jóhann-
es Guðmundsson.
Stjórnmálaritstjóri (ábm):
Jón Baldvin Hannibalsson.
Blaðamenn: Helgi Már
Arthúrsson, Ólafur Bjarnii
Guðnason, Þráinn Hall-
gri'msson.
Auglýsinga- og sölustjóri:
•Höskuldur Dungal.
Auglýsingar: Þóra Haf-
steinsdóttir.
Gjaldkeri: Halldóra Jónsdótt-
ir.
Dreifingarstjóri: Sigurður
Steinarsson.
Hitstjórnog auglýsingar eru
að Síðumúla 11, Reykjavik,
simi 81866.
L andfræðileg lega Islands og
Noregs leiðir til þess, að
hvorugt landanna verður látið
afskiptalaust, ef til meiri
háttar átaka kemur milli
austurs og vesturs. Eina von
okkar er sú, að með öflugu
Atlanzhafsbandalagsins Atlanz-
hafsbandalagsins takist okkur
að koma i veg fyrir ófrið og
átök. — Þannig komst Sverre
Hamre, hershöfðingi, yfir-
maður alls norska heraflans að
orði, í erindi um sjónarmið
Norðmanna i varnarmálum,
sem hann flutti i Reykjavik
fyrir skömmu.
Hershöfðinginn rifjaði upp,
hvernig Norðurlöndin hefðu
mótað mismunandi afstöðú i
öryggismálum. Þrjú þeirra
Island, Noregur og Danmörk
væru i Atlantzhafsbandalaginu.
Sviþjóð væri hlutlaust riki, en
hefði hins vegar tiltölulega
öflugan her til að verja hlutleysi
sitt. Finnar væru hlutlausir,
með sérstakan vináttusamning
við Sovétrikin.
Ekkert Norðurlandanna gæti
breytt um öryggismálastefnu
án þess að það hefði varanleg
áhrif á stöðu hinna. Mikilvægt,
væri, að menn viðurkenndu til-
vist þessa norræna jafnvægis og
gildi þess.
fltyglisvert var að heyra um
varnarviðbdnáð Norðmanna,
gagnvart gifurlegri hernaðar-
uppbyggingu Ráðstjórnarrikj*
anna, sem eiga sameiginleg
landamæri með Noregi. Sovézki
flotinn verður að fara suður með
Noregsströnd til þess að komast
út á úthöfin. Skammt fyrir
austan norsk-sovézku landa-
mærin er mesta vighreiður
veraldar, sovézki vopna-
búnaðurinn á Kola-skaga, um-
hverfis Murmansk. Þetta vig-
hreiður er aðeins i 10 km fjar-
lægð frá norsku yfirráðasvæði.
Hernaðaruppbyggingin þar er
hrikaleg. Þar eru 70% þeirra
sovezku kafbáta, sem búnir eru
langdrægum kjarnorkueld-
flaugum. Þessir kafbátar yrðu
að athafna sig á viðáttumiklu
svæði, svo að þeir nytu sin sem
bezt. Sumir þeirra geta sent eld-
flaugar frá Barentshafi á skot-
mörk i Bandarikjunum. Þarna
eru einnig árásarkafbátar, en
þeim á að beita gegn siglingum
yfir Atlanzhafi. Til þess að
nýtast að fullu verða þeir þvi að
sækja suður Noregshaf.
S ovézkar flotaæfingar á
norðanverðu Atlanzhafi taka
af tvimæli um hernaðarleg
markmið þeirra á þessu svæði.
Sovétmenn stefna að yfirráðum
yfir hafsvæðum fyrir norðan
linuna, sem dregin er frá Græn-
landi um Island til Skotlands —
GIUK-hliðið. Umsvif sovézkra
herflugvéla á þessu sama svæði
benda til hins sama. Til þess að
tryggja samgöngur á lifæð
Atlanzhafsbandalagsins,
Atlanzhafinu, yrðu bandalags-
rikin að geta stöðvað framsókn
sovézka flotans á norðnverðu
Atlan:zhafi. 1 þessu sambandi
ættu bandalagsrikin sameigin-
legra öryggishagsmuna að
gæta.
lerindi Hamers kom fram, að
Norðmenn litu á aðild sina að
Atlanzhafsbandalaginu sem
forsendu þess, að landið mætti
verja, ef tíl átaka kæmi. Megin-
áherzlan væri lögð á varnir N-
Noregs. Fylgzt væri náið með
öllum hernaðarumsvífum á
norðurslóðum og haldiö uppi
gæzlu, sem miðar að þvi að við-
vörun berist i tæka tið um yfir-
vofandi árás. Þá yrði gripið til
fastahers Norðmanna, sem
hefði það meginhlutverk að
halda óvininum i skefjum, þar
til liðsauki bærist frá suöur
Noregi og bandamönnum
Norðmanna i Atlanzhafs-
bandalaginu.
Fyrir vopnlausa þjóð eins og
Islendinga er fróðlegt aö heyra,
hvað Norðmenn leggja á sig til
að tryggja öryggi sitt, til þess að
þeirþurfi ekki að leyfa erlendar
herstöðvar i landi sinu á friðar-
timum.
Allir karlmenn i landinu á
aldrinum 19-45 ára veröa að
vera tilbúnir að þjóna kalli
hersins. Herskylda er 12-15
mánuðir. Fastaherinn norski
hefur á að skipa 50 þús. manns.
20-30 þús. menn eru kallaðir til
endurþjálfunar á ári hverju. I
neimavarnarliöi eru 80 þús.
menn. Þannig eru 140-150 þús.
Norðmenn i herklæðum i lengri
eða skemmri tima á ári hverju.
Aherzla væri á það lögð, að liðs-
auki væri tiltækur með
skömmum fyrirvara og
boðunarkerfi við það miðað.
Menn hefðu vopn og herklæði á
heimilum sinum og væru liklega
um 100 þús. vopn á norskum
heimilum. A tólf timum mætti
kalla út 225 þús. manna herlið.
Þátttaka bandalagsþjóðanna i
norskum vörnum miðast
einkum við varnir norður
Noregs. Liösauki frá ýmsum
Nató rikjum eri. ævinlega við
æfingar i' norður Noregi að
vetrarlagi. Þá væri svonefnt
hraðlið Nato og fastaflotinn á
Atlanzhafi tilbúinn til átaka á
svipstundu. Hamre minnti á
nýlegt samkomulag Norð-
manna og Bandarikjamanna
um birgðastöövar fyrir stórfylki
Bandariskra landgönuliða i
grennd við Þrándheim. Með þvi
væri stuðlað að auknu öryggi
dregiðúr likum á árás og tryggt
að öflugur liðsauki bærist
timanlega á hættustundu.
Umsvif sovézks flota og flug-
hers á norðanverðu Atlanzhafi,
tilhögun flotaæfinga þeirra og
augljós hernaöarleg markmið,
taka af öll tvimæli um
hernaðarlegt mikilvægi Islands.
Það er staðreynd, sem ekki
verður umflúin, hvort heldur
mönnum likar betur eða verr.
Landafræðin veldur þvi einfald-
lega, að hvorki Noregur né
ísland verða látin afskiptalaus,
ef til meiriháttar átaka kemur.
Hernaðarlegt mikilvægi Islands
birtist einnig i þvl að varnir V-
Evröpu, ef til átaka kemur,
byggjast á gifurlegum liðsflutn-
ingum frá Bandarikjunum til
Evrópu. Þessir liðsflutníngar
fara fram á sjó, og þurfa öfluga
loftvernd. Vesturveldin gætu
undir engum kringumstæðum
látið það afskiptalaust, ef óvin-
veittur aðili hefði hér bæki-
stöðvar, og gæti þar með skorið
á sjálfa lifæö vamarsamstarfs
Vesturlanda. Með sama hætti
væri það Sovétmönnum
ómetanlegur ávinningur, að
tryggja sér hernaðarlega að-
stöðu á tslandi. Þess vegna
verður Island ekki látið af-
skiptalaust.
Grundvallarspurningin varð-
andi öryggi Islendinga i
hugsanlegum átökum er um
það, hvað unnt sé áö gera, hér
og nú, tíl þess að drága úr iikum
á hernámi landsins. Vopnlaust
hlutleysi er ekkert svar.
Hvernig á þjóöin að bregðast
við, ef þetta vopnlausa hlutleysi
verður ekki virt? Viö þessari
spurningu hafa hlutleysingjar
engin svör haft i fulla þrjá ára-
tugi. Það er of seint að iðrast
eftir dauðann.
Vegna landfræðilegrar legu
sinnar eru Norömenn og tslend-
ingar i svipaðri aöstöðu hvað
öryggismál varðar. Báðar þjóð-
imar hafa komizt að þeirri
niðurstöðu, að aðild að sam-
eiginlegu varnarbandalagi og
öryggiskerfi sé lifsnauðsyn.
Munurinn er hins vegar sá, að
Norðmenn halda upp eigin her
og verja miklum fjármunum til
landvarna. Meðan tslendingar
gera það ekki, verða þeir,
öryggis sins vegna, að sætta sig
við að lágmarksvarnarvið-
búnaði sé haldið uppi i landinu
af öðrum. —JBH
Varnarmálin:
REYNSLA N0RÐMANNA
Nauðsynlegt að viðurkenna norræna jafnvægið:
Öflugt samstarf innan Atlants
hafsbandalagsins getur komið
í veg fyrir átðk í Evrópu
- segir norski hershöfðinginn Sverre Hamre
Fyrir réttri viku slðan hélt
Sverre Hamre, hershöfðingi,
yfirmaður alls herafla norska
hersins, erindi á fundi Samtaka
um vestræna samvinnu og
Varðbergs. Erindið bar heitið:
Sjdnarmið Norðmanna i varn-
armálum. Fundurinn var mjög
fjölsdttur og svaraði hann
mörgum spurningum fundar-
manna eftir að hann hafði lokið
erindi sinu. Þorsteinn Eggerts-
son, formaður Varðbergs
stjdrnaði fundinum, en Hörður
Einarsson kynnti fundargest-
inn.
Hershöfðinginn hóf erindi sitt
með því að rifja upp hvernig
varnarmálum væri háttað á
Norðurlöndunum. Hann sagði,
að hinar einstöku þjóðir hefðu
tekið mismunandi afstöðu i
varnarmálum. Danmörk,
Noregur og tsland væru hluti af
Atlantshafsbandalaginu, Svi-
þjóð væri hlutlaus og réði yfir
eigin her, sem væri nokkuð öfl-
ugur, og Finnland væri hlutlaust
lika, en með sérstakan vináttu-
samning við Sovétmenn.
1 þessu sambandi sagði hers-
höfðinginn, að þó löndin hefðu
mismunandi afstöðu i varnar-
málum þá bæri þó að lita á þetta
svæði sem eina heild. Ekkert
Norðurlandanna gæti breytt um
stefnu i varnarmálum, án þess
að breytt staöa einstakra þjóða
hefði mikil áhrif á varnarstefnu
hinna þjóðanna. Hann sagði það
mikilvægt, að menn viður-
kenndu þessa staöreynd, og
mætu gildi þessa norræna jafn-
vægis. tsland væri hlekkur i
varnarkeðju fyrir Norðmenn og
mátti skilja á hershöfðingjan-
um, að varnarmáttur þessarra
þjóða tveggja væri nátengdur.
Það eru landfræðilegar að-
stæður og efnahagslegir hags-
munir, sem tengja þjóðir
Atlantshafsbandalagsins sam-
an, sagði hershöfðinginn. Þann-
ig væri varnarsamstarfið einnig
nátengt. Grunnþátturinn i varn-
arstefnu Norðmanna fælist i þvi
að önnur NATO-riki kæmu
Norðmönnum til hjálpar, ef
Sovétmenn réðust inn i landið.
Gert væri ráð fyrir þvi, að Danir
og Vestur-Þjóðverjar myndu
stöðva framsókn innrásarliðs-
ins á Eystrasalti og styrkleiki
Svia á austurlandamærum sin-
um skapaði öryggi við austur-
landamæri Noregs.
Hershöfðinginn gerði sérstak-
lega grein fyrir varnarvig-
búnaði Norðmanna. Gert væri
ráð fyrir að Sovétmenn myndu
e.t.v. beina athygli sinni að
nyrstu landsvæðum Noregs og
þvi væri megináherzlan lögð á
varnir þessara svæða. Fylgst er
náið með hernaðarumsvifum
Sovétmanna á þessum svæðum,
en þetta eftirlitsstarf miðar að
þvi að geta komið upplýsingum
um breytingar i stööinni við
Kolaskagann til höfuð-
stöðvanna, til að geta metið það,
hvort hætta sé á árás eða ekki.
Færi svo að Sovétmenn gerðu
innrás i Norður-Noreg væri
hlutverk norska hersins að
halda óvinahersveitunum i
skefjum uns hjálp bærist frá
hinum NATO-rikjunum.
Norski herinn er þannig upp-
byggður, að allir karlmenn, á
aldrinum 19—45 ára, verða að
vera viðbúnir þvi að vera kall-
aðirút kæmi til átaka. A vegum
fastahersins starfa liðlega
fimmti'u þúsundir manna, þar af
eru borgaralegir starfsmenn
liðlega ellefu þúsund. Foringjar
i norska fastahernum eru
þrettán þúsund, og tuttugu og
fimm þúsundir manna gegna
herskyldu að meðaltali á hverj-
um tima. Menn gegna tólf til
fimmtán mánaða herskyldu.
Tuttugu til þrjátiu þúsund
manns eru kallaðir til endur-
þjálfunar ár hvert og i heima-
varnarliðinu eru um áttatiu
þúsund menn, sem þýðir, að um
eitt hundrað og fimmtiu þúsund
manns eru undir vopnum meiri
hluta hvers árs. A tiltölulega
stuttum tima er hægt að kalla út
rúmlega tvöhundruð þúsund
manna herlið, sagði hershöfð-
inginn, Sverre Hamre.
Sverre Hamre fjallaði siðan
um landfræðilega legu Noregs
og uppbyggingu sovéska hersins
við norður-landamæri landsins.
Hann benti á, að sameiginleg
landamæri Noregs og Sovétrikj-
anna væru ca. tvö hundruð km.
löng. En einmitt lega landsins
gerði það Uklegt að Sovétmenn
myndu gera þar innrás, ef til
átaka kæmi. Noregur væri á
stytztu leið milli USA og Sovét-
rikjanna, og floti Sovétmanna
yrði að fara suður með Noregs-
strönd til að komast á úthöfin.
Vopnabúnaður Sovétmanna
handan landamæra Noregs og
hernaðaruppbygging þeirra á
svæðinu væri geigvænleg. A
þessum slóðum er að finna
sjötiu prósent þeirra sóvéskra
kafbáta, sem búnir eru lang-
drægum eldflaugum, kjarn-
orkueldflaugum. Meiri hluti
þessara kafbáta yrði að staö-
setja á viöáttumiklum svæðum
til að þeir geti komið að fullum
notum, en sumir þeirra t.d. svo-
kallaðir Delta-kafbátar eru þó
Sverre Hamre, hershöfðingi alls
herafla Norðmanna.
útbúnir þannig, að þeir geta
skotið kjarnorkueldflaugum frá
Barentshafi á skotmörk i
Bandarikjunum. Þá væri einnig
að finna árásarkafbáta á Kola-
skaganum, sem ætlaðir væru til
þess að trufla siglingar og flutn-
inga á Atlantshafi, t.d. frá
Bandarikjunum til Evrópu.
Einmitt þetta gerði Norður-
Noreg sérstaklega mikilvægan
fyrir varnarkeðju NATO.
Flotaæfingar Sovétmanna
hafa sýnt það, sagöi Hamre, að
þeir stefna aö yfirráðum á svæði
þvi sem liggur norðan við linu,
dregna frá Grænlandi um
tslands til Skotlands. Flugum-
ferð sovéskra herflugvéla á
norðurslóðum bentu eindregið
til hins sama. NATO væri það
lifsnauðsynlegt að geta verndað
leiðina frá Bandarikjunum til
Evrópu, ef til ófriðar kæmi, og
þvi mikilvægt að varnarmáttur
þessara svæða tæki mið af
styrkieika Sovétmanna.
Þrátt fyrir vaxandi tækja-
búnaðar hefur landher Sovét-
manna á Kolaskaga ekki verið
aukinn. Hins vegar hafa þeir
gertráðstafanir, sem gera þeim
kleift að flytja mikinn herafla
annars staðar frá i Sovétrikjun-
um, á mjög stuttum tima, til
svæðisins, en búnaður landhers-
ins á Kolaskaga bendir til þess
að hann eigi að fara inn i Noreg,
komi til átaka.
Enda þótt hættan á sovéskri
innrás i Norður-Noregi sé alltaf
til staðar hefur sú stefna verið
tekin, að aðhafast ekkert, sem
Sovétmenn gætu talið ögrun við
sig. Þannig hafa Norðmenn ætið
neitað erlendum þjóðum um
hernaðaraðstöðu i landinu og af
sömu orsökum hafa Norðmenn
ávallt verið andvigir þvi, að þar
i landi yrði komiö fyrir kjarn-
orkuvopnum.
Undir lok erindis sins dró
hershöfðinginn Sverre Hamre
mál sitt saman i fjóra megin
punkta: a) Norðmenn verða að
búa sig undir að berjast gegn
innrásarliði, e.t.v. án þess að
njóta stuðnings annarra NATO
rikja til að byrja með, b) Norð-
menn verða að skipuleggja
varnir sinar þannig, að þjóðin
sameinist öll gegn hugsanlegri
innrás, c) forsenda fyrir vörn-
um Norðmanna er aðild að
Atlantshafsbandalaginu. t
framtiðinni verður að vinna
skipulega að þvi að bæta liðs-
flutningaleiðir frá bandamönn-
um til Noregs, d) ytri skilyrði,
svo semveðurfar og staðhættir
eru til nokkurra vandræða við
varnir Noregs, en óvinurinn
verður að miða sinar áætlanir
við þetta lika.