Alþýðublaðið - 05.03.1981, Side 3
Fimmtudagur 5. mars, 1981
3
Efnahagsmá! 1
of þungt í vöfum. Hann minnti
siöan á tillögur Alþýöuflokksins,
sem lagöar voru fram i des.
slöastl. aö lán húsnæöisstjórnar
verði hækkuð upp i 35% af verði
staðalibiíðar á þessu ári, en þvi
til viðbótar er gert ráð fyrir að
bankakerfið veiti lán til langs
tima, sem nemi helmingi hús-
næðisstjórnarlána, en þessi lán
verði verðtryggð með lágum
vöxtum.
Skattamálin.
Kjartan vék siðan að tillögum
Alþýðuflokksins i skattamálum,
og sagði þá m.a.: ,,Ég gat þess
hér I upphafi, að i till. okkar
væri gert ráð fyrir verulegri
lækkun á tekjusköttum einstakl-
inga. Það er vert að gefa þvi
gaum, að núgildandi skattalög
munu færa rfkissjóði tekjur,
sem eru 5.5 milljarði kr. hærri
heldur en I fjárlögum. Það er
lika vert að gefa þvi gaum, að
skattar samkv. fjárlagatill. eru
öðrum 5.5 milljarði kr. hærri
heldur en svarar til óbreyttrar
skattbyrði milli áranna. Skatt-
byrði einstaklinga á árinu 1980
var um 13.3%, ef við tökum
greiðslubyrði, með tilliti til
greiðsluárs, sem er eðlilegasta
viðmiðunin.
Ég vek sérstaka athygli á
þessu. Þetta þýðir það i raun og
sannleika, að þegar koma á til
framkvæmda lækkun á
greiðslubyrði skatta til þess að
vernda ráðstöfunartekjur, þá
verður fyrst að lækka um 11
milljarða og siðan um viðbótar-
fjárhæð, sem nemur þvi sem
nauðsynlegt er til þess að mæta
þeim hugmyndum um að
lækkunin verði 1—1.5% af tekj-
unum. 11 milljarða kr. lækkun
ein sér mundi ekki þýða neina
lækkun á greiðslubyrði af skött-
-um á greiðsluári, heldur
óbreytta greiðslubyrði. Það er
mikilvægt að menn hafi þetta I
huga, þegar litið er á það við-
fangsefni, að tryggja ráðstöf-
unartekjur fólks með skatta-
lækkunum.”
Siðan rakti Kjartan tillögur
Alþýðuflokksmanna, sem gera
ráð fyrir lækkaðri skattbyrði
um 1,5% af tekjum hjá öllum
þeim, sem hafa miðlungstekjur
eða minna. Þetta mundi þýða
skattalækkun hjá hjónum, sem
hafa minna en 12 milljónir gkr. i
laun á siðasta ári og einhleyp-
inga með undir 8 milljónir i laun
og einstæða foreldra með allt að
10 millj. i 'laun.
Gert er ráð fyrir verulegri
hækkun persónuafsláttar sem
nemur samtals hjá hjónum um
255 þús. gkrónum. Þá er gert
ráð fyrir, að persónuafsláttur
nýtist til greiðslu eignarskatts,
sem létta mundi undir með
gömlu fólki, sem á erfitt með að
standa undir eignarsköttum af
ibiíðum sinum.
I tillögum Alþýðuflokksins nú
er einnig það nýmæli, að
ónýtanlegur persónuafsláttur
allt að 430 þús, gkr greiðist út
þeim sem eldri eru en 20 ára og
stunda ekki atvinnurekstur.
Telja tillögumenn, að þetta
ákvæði muni létta verulega
undir með þeim hóp, sem hefur
á undanförnum árum búið við
mjög bág kjör. Kjartan Jó-
hannsson minnti siðan á það, að
á siðasta þingi hafi fjármála-
ráðherra brugðið á það ráð að á
elleftu stundu að festa ákveðna
Íágmarksupphæð á fastan frá-
drátt, sem sé nú látin óhreyfð,
en alþýðuflokksmenn leggi til að
hún hækki úr 550 þús. i 900 þús.
gkr. og eykst þessi frádráttur
skv. þvi verulega umfram
skattvfsitölu.
Skattamál
einstæðra foreldra
Siðan vék Kjartan að skatta-
álögum á einstæða foreldra og
sagði þá m.a. að það hefði sann-
ast, sem hann hefði haldið fram,
aö skv. þvi skattakerfi, sem lög-
fest var ifyrra, hafi skattar ver-
iðhækkaðir verulega á einstæð-
um foreldrum. Fjármálaráð-
herra hefur mótmælt þessu,
sagði hann, en nú hefur sérstök
nefnd, sem ráðherra skipaði
staðfest, að þetta fólk hafi orðið
fýrir verulegri skattaiþyngingu.
Með tillögum Alþýðuflokksins
nú er reynt að lagfæra þetta
ranglæti og verður lágmarks-
upphæð fasts frádráttar hjá ein-
stæðum foreldrum 50% hærri
heldur en hjá einhleypum.
Siðan sagði Kjartan Jóhanns-
son:
„Þessar aðgerðir þýða það,
að skattur lækkar mjög veru-
lega hjá fólki eða um það bil 255
þús. gkr. hjá hjónum og yfirleitt
á bilinu 215—300 þús. gkr. hjá
einhleypum og hjá einstæðum
foreldrum yfirleitt á bilinu
325—400 þús. gkr. Hér væri þvi
stigið mjög myndarlegt skref til
þess að vernda kaupmátt ráð-
stöfunartekna hjá fólki. En ég
vil þó vekja sérstaka athygli á
þvi að það að greiða út ónýtan-
legan persónuafslátt hefur mjög
veruleg áhrif i þá átt að bæta
einkanlega og langt umfram við
þetta hag þeirra, sem lægstar
hafa tekjurnar og verst hafa
orðið Uti. Enn fremur er það
einkenni þessara tillagna, að
skattalækkunin er hlutfallslega
meiri af lágum tekjum heldur
en miðlungstekjum.
Skv. tillögunum á tekjuskatts-
lækkunin að koma til fram-
kvæmda um leið og skerðingar-
ákvæði rikisstjórnarinnar taka
gildi. Lagt er til að fyrirfram-
greiðslur lækki þá til að mæta
’ þeirri kjaraskerðingu, sem
kemur til framkvæmda.
Kjartan sagði, að augljóslega
þýddi það fyrirhöfn, m.a. nýja
útsendingu skattseðla, en það
væri litilræði miðað við þá
kjaraskerðingu, sem fólk mundi
væntanlega taka á sig.
Gert er ráð fyrir þvi i tillögum
Alþýðuflokksins, að barnabætur
verði greiddarút til þeirra, sem
eiga tvö börn eða fleiri og sagði
Kjartan það vera réttlætismál,
að það fólk sem hér um ræðir
gæti fengið barnabæturnar
greiddar út á fyrri hluta árs og
þörfin væri nú brýnni vegna
yfirvofandi kjaraskerðingar.
Hvernig á að mæta
skattalækkun?
Sfðan gerði Kjartan grein fyr-
ir þvi hvernig Alþýðuflokks-
menn vildu mæta þeirri skatta-
lækkun sem nú er boðuð. Sagði
hann að álagning skv. gildandi
skattalögum mundi færa rikis-
- sjóði 5.5 milljarða umfram
áætlunartekjur fjárlaga og að
tekjuáætlun fjárlaga af tekju-
skatti einstaklinga væri öðrum
5,5 milljörðum of há miðað við
óbreytta skattbyrði milli ára.
Þá er gert ráð fyrir þvi, að sú
fjárhæö, sem nefnd er i fjárlög-
um til efnahagsráðstafana, 11
milljarðar, verði nýtt i þessu
skyni. Heimild er einnig i fjár-
lögum til lækkunar rikisút-
gjalda um 3 milljarða og er gert
ráð fyrir að hún verði nýtt.
Þannig sést að nægilegt svig-
rúm er i þessum efnum, sagöi
hann.
Siðan gerði Kjartan Jóhanns-
son itarlega grein fyrir einstök-
um liðum breytingartillagn-
anna eins og þær birtast á þing-
skjali og sagði siðan að lokum:
„Ég legg áherslu á þaö að það
ber brýna nauðsyn til þess
þegar gripið er til ráðstafana af
þessu tagi að koma til móts við
þá, sem verst eru settir I þjóðfé-
laginu. Tillögur okkar i þessum
efnum miða sérstaklega að þvi
að framfylgja þvi markmiði. En
jafnframt höfum við flutt till.
um bætta st jórn lánamála, eins
og ég hef gert hér grein fyrir.
Þessar till. mundu sniða ýmsa
af verstu agnúunum af þeim
áformum, sem uppi eru hjá
rikisstj. Þær mundu mæta þörf-
um þeirra, sem verst eru settir,
bæta kjör sparifjáreigenda og
rétta hag húsbyggjenda.
Ég sé ekki ástæðu til þess að
fjölyrða frekar um þetta mál.
Auðvitað er öllum ljóst, að till.
rikisst. eins og þær eru úr garði
geröar, munu ekki duga til þess
að ná varanlegum árangri, en
það sem hér hefur verið gerð
till. um muni geta lagt grunn að
þvi.”
Borgarmál 4
reistáviðog dreif i bænum, en i
þessu tilfelli brá svo við, að
ibúarnir við Seljaveg mótmæltu
tilvist þessa fyrirtækis i sinni
götu. Og þvi skyldu þeir hafa
mótmælt? Jú, þeim fannst það
svolitið hart að iðnfyrirtæki,
sem fæst við áfyllingu gaskúta
og meðferð eldfimra efna,
skyldi vera reist á svæði, inni i
miðju ibúðarhverfi, þar sem
upphaflega var ætlað að á yrði
barnaleikvöllur. Viðbrögð borg-
arstjórnar þá, og reyndar allar
götur siðan, við mótmælum
ibúanna voru einfaldlega þau,
að á þá var ekki hlustað fremur
en þeir væru ekki til.
Þannig hefur þetta gengið
siðan I borgarstjóratið Gunnars
Thoroddsen, ibúarnir hafa af og
til itrekað mótmæli sin, borgar-
yfirvöld hafa ekki hlustað, og
fyrirtækið stendur enn þar sem
barnaleikvöllurinn hefði átt að
vera, meir að segja á lóð sem
borgin á sjálf. M.ö.o. er hér
komið skólabókardæmi um
fullkomið tillitsleysi borgaryfir-
valda við eindregnar óskir ibú-
anna á þessum stað.
Enn er þó ekki öll sagan sögð.
Aðurnefnd kolsýruhleösla hefur
það nefnilega fyrir sið, að
geyma stóran gaskút fyrir utan
gafl hjá sér, algerlega óvarinn
fyrir veðri, vindum og skemmd-
arvörgum. Þá lét fyrirtækið ný-
lega reisa tvo heljarstóra tanka
á svæðinu, en enginn virðist vita
fyrir vist, hvort leyfi hafi feng-
ist til þess arna. Þess gerist
tæplega þörf að lýsa afleiðing-
unum af þvi, ef þarna kænrv nú
upp eldur. Það yrði þá heidur
betur „fyrværkeri” i Vestur-
bænum.
Af öllu þessu má sjá hvert sú
stefna leiðir, að taka heldur
pólitiskar ivilnanir fram yfir
vilja bæjarbúa sjálfra. Þessu
þarf að breyta. Bæjarbúar
þurfa að fá tækifæri til að láta
skoðun sina i ljós, það er jú einu
sinni gangur lýðræðis. Með þvi
að taka meira tillit til óska
bæjarbúa mætti koma i veg
fyrir ástand svipað þvi og að
framan er lýst. Ég vona svo
bara að borgarfulltrúar okkar
kratanna taki þetta til greina.
Það er viðar pottur brotinn i
þessum efnum.
Sænski kvikmyndaleikstjórinn
STEFAN JARL
heldur íyrirlestur og sýnir kvikmynd sina
„Förvandla Sverige”, fimmtudaginn 5.3.
kl. 20:30 i Norræna húsinu.
Veriö velkomin
Norræna húsið
........■■■■■—■ "-H
Árshátíð Alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík
verður haldin í Fóstbræðraheimilinu við
Langholtsveg þann 6. mars n.k.
/
Listasafn Islands
Tilboð óskast i að steypa upp byggingu
fyrir Listasafn ísiands á lóðinni nr. 7 við
Frikirkjuveg i Reykjavik, og að ganga frá
lóð og húsi að utan.
Húsið er ein hæö á kjallara og tvær að
hluta, alls um 7600 ferm.
Uppsteypu húss og frágangi þaks 2. hæðar
skal lokið 15. des. 1981, en verkinu að fullu
lokið 15. september 1982.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu
vorri, Borgartúni 7, Rvk., gegn 1000.- kr.
skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtu-
daginn 26. mars 1981, kl. 11.00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
Blaðburðarbörn óskast á
Borgartún
Hátún-Miðtún-Samtún
Skúlagata-Hverfisgata-Skúlatún
Reynimelur
Birkimelur-Grenimelur
Alþýðublaðið — Helgarpósturinn
FLOKKSSTARF
Fulltrúaráð Alþýðuflokks-
félaganna í Reykjavik
Fyrsti viðtalstimi þingmanna og borgarfulltrúa á þessu
misseri verður miðvikudaginn 11. mars n.k. á skrifstofu
Alþýðuflokksins kl. 17.30—18.30.
Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður og Sigurður E.
Guðmundsson varaborgarfulltrúi svara fyrirspurnum.
Stjórnin
Stjórnmálaskóli S.A. og
fræðsluráð Alþýðuflokksins
Námskeið i ræöumennsku og framsögn
Fimmtudag 5. mars kl. 20—23. Fundarstörf Leiðbeinandi:
Haukur Helgason.
Námskeiöin verða haldin i Alþýöuhúsinu i Hafnarfirði.
Námskeiðsgjald er 60 kr. fyrir 3ja kvölda námskeið og 50
kr. fyrir 2ja kvöida.
Upplýsingar og innritun: Helga Kristin 40565
Sólveig Helga 44593.
Ragnheiður 66688.
Alþýðuflokkurinn og
verkalýðshreyfingin
Fræðsiuráð Alþýöuflokksins og verkalýösmálanefnd
Alþýðuflokksins boða hér með til umræðufundar — annars
i röðinni af þremur i febrúar og marz — undir heitinu:
Alþýðuflokkurinn og verkalýðshreyfingin.
Fundurinn verður haldinn laugardaginn 7. mars n.k., i
Iðnó, uppi, og hefst kl. 14:00.
Fundarefni:
„1 staðvisitölukerfis.
Nýjar leiðir til að varðveita kaupmátt launa."
Framsögumenn:
Björn Björnsson, viðskiptafræðingur, hjá kjara-
rannsóknanefnd.
Bolli Bollason, hagfræðingur, hjá Þjóðhagsstofnun.
Hringborðsumræöur:
Auk framsögumanna taka þátt:
Jón Sæmundur Sigurjónsson, tryggingafræðingur
Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðuflokksins
Magnús Geirsson.formaður rafiðnaðarsambands Islands.
Fundarstjóri: Grétar Þorleifsson, formaður fél. bygg-
ingarmanna i Hafnarfirði.
Fundarritari:
Kagna Bergmann, varaformaður verkakvennafélagsins
Framsóknar.
Þriðji og siðasti fundurinn i þessari fundaröð er
ráðgerður laugardaginn 28. mars á sama stað og tima.
Aformað umræðuefni er: Skipulag sænsku verkalýðs-
hreyfingarinnar og tengsl hennar við jafnaðarmanna-
flokkinn. Á þeim fundi verður væntanlega sænskur fyr-
irlesari.
Þess er vænst að sem flest Alþýðuflokksfólk starfandi i
verkalýðshreyfingunni sjái sér fært að sækja þessa fundi.
Með baráttukveðju, f.h. fræðsluráðs og verkalýðs-
málanefndar Alþýðuflokksins.
Kristin Guðmundsdóttir.