Alþýðublaðið - 25.04.1981, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 25.04.1981, Qupperneq 3
Laugardagur 25. apríl 1981 3 alþýðu- blaðið Ctgefandi: Alþý&uflokkurinn Framkvæmdast jdri: Jdhann- es Guðmundsson. Stjórnmálaritstjóri (ábm): Jón Baldvin Hannibalsson. Ritstjórnarfulltrái: Helgi Már Arthursson. Blaöamenn: Ólafur Bjarni Gu&nason, Þráinn Hall- gri'msson. Auglýsinga- og sölustjóri: Höskuldur Dungal. Auglýsingar: Þóra Haf- steinsdóttir. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdótt- ir. Dreifingarstjóri: Sigurður Steinarsson. Ritstjórnog auglýsingar eru að Siðumúla 11, Reykjavik, simi . 81866. — Sovéski stórmeistar- inn Viktor Kortsnoj flúði land fyrir nokkrum árum og leitaði hælis á Vestur- löndum. Æ síðan hefur hann barist fyrir því, að fjölskyldu hans, frú Isabellu Kortsnoj og Igor, syni þeirra, verði leyft að fara úr landi. Sú barátta hef ur engan árangur bor- iðannan en þann, að f jöl- skyldan hefur verið svipt frelsi og borgaralegum réttindum og sonurinn dæmdur í þrælkunar- vinnu. Þannig hefst ávarpið frá Islandsdeild Stuðningsnefndar fjöl- skyldu Kortsnojs, sem útsendarár heimsvalda- sinnanna í AAoskvu á (s- landi neituðu að taka við þegar átti að afhenda yf- irlýsinguna. AAál stór- meistarans og viðbrögð sendif u lltrúanna hér- lendis segja í raun meira en orð. Það hefur væntanlega ekki verið sams konar boðskapur sem forsætisráðherra, Gunnar Thoroddsen fékk sendan í bréfskorni frá félaga Brésnef fyrir stuttu. Vafalaust hefur það bréf verið uppf ullt af friðarhjali. I framhaldi segir svo í ávarpi nefndarinnar: — Ýmsir aðilar á Vestur- löndum hafa lagt Kortsnoj I ið í þessarí mannréttindabaráttu. (s- lenska ríkisstjórnin tók svari hans og beindi til- mælum til Sovétstjórnar- innar, en þeim var vísað á bug. (slenska ríkisstjórn- in lýsti því yfir, að hún teldi þetta ekki lokasvar. Forseti FIDE, Friðrik Ölafsson stórmeistari, hefur gert ítrekaðar til- raunir til að fá f jölskyldu Kortsnojs leysta úr haldi. Á síðasta ári var stof n- uð stuðningsnefnd fjöl- skyldu Kortsnojs í Vest- ur— Evrópu og eru ýmsir kunnir skákmeistarar að- ilar að henni, svo sem AAax Euwe, fyrrverandi forseti FIDE og heims- meistari í skák. Islandsdeild Stuðnings- nefndar fjölskyldu Kortsnojs er nú stofnuð til þess að herða bar- áttuna fyrir því að þetta mál verði leyst á farsæl- an hátt. Viktor Kortsnoj á fyrir höndum að tefla erfitt einvígi um heims- meistaratitilinn í skák næsta haust. öllum má vera Ijóst, aðekkert jafn- ræði er með keppendum, þegar ríkisstjórn annars heldur fjölskyldu hins nánast í gíslingu. I framhaldi af þessu hvetur nefndin skák- hreyfinguna og almenn- ing í landinu til að styðja Alþjóðaskáksambandið í viðleitni þess til að tryggja fjölskyldu Kortsnojs ferðafrelsi. AAál stórmeistarans er einstaklingsbundið mál. AAýmörg dæmi eru sam- bærileg. Friðar- og mannvinirnir í AAoskvu halda f jölda manna í gísl- ingu. Raunar má segja að þeir haldi heilli þjóð í fjötrum. Framferði þeirra í ríkjum Austur- Evrópu, í Afganistan og annars staðar í heiminum þar sem þeir koma við sögu þykir ekki til fyrir- m yndar. Viðbrögð sovézka sendiráðsins við undirskriftaskjali með nöfnum fyrirmanna þjóðarinnar eru í sama stíl. Sendiráðið neitaði að hafa afskipti af málinu. Þetta er auðvitað argasta ósvífni og útsendurum Brésnef s á íslandi ti I líti Is sóma. Alþýðublaðið tekur vissulega undir þær kröfur, að fjölskylda stórmeistarans verði látin laus úr prísundinni og veitt ferðaf relsi í sam- ræmi við þá alþjóðlegu sáttmála sem Sovét- stjórnin hefur skuld- bundið sig til að fara eftir. Jafnframt væri ekki úr vegi að beina því til æðsta manns Sovétsins að hann hlutaðist til um það að öðrum gíslum yrði sleppt úr haldi líka. Það verður að leggja aukinn þrýsting á ógnarst jórnina i Sovétríkjunum til að tryggja að þegnar þess lands fái að njóta þeirra mannréttinda sem talin eru sjálfsögð og eðlileg annars staðar. Það er Ijótur leikur að halda fjölskyldu stórmeistar- ans í gíslingu til að reyna að tryggja stórveldinu áfram heimsmeistara- titilinn í skák. Kortsnoj teflir ekki aðeins við Karpov. Hann feflir við voldugasta heimsveldið, Sovétríkin. Vonandi fer hann með sigur af hólmi. _________________ — HMA. Að tefla gegn stórveldi Að Hafréttarráðstefnu lokinni: ; o > * í', A Dérrfck ' Mlning the Ocean Floo Stærstu fyrirtækin sem geta unnið málma af hafsbotni: Ocean AAineralsCompany Royal Dutch/Shell Standard Oil Royal Bos Kalis (Hollenskt verkfræðifyrirtæki) Lockheed Corporation Kennecott Consortium. Kennecott Corporation Mitsubishi Industries Noranda Mines British Petroleum Rio Tinto Zinc Consolodated Gold Fields Ocean Mining Associ- ates U.S. Steel Sun Oil Company Union Miniere Samin (dotturfyrirtæki italska ríkisolíuf yrirtækis) Ocean Management Inc. Inco Itd. Sedco Drilling A.M.R. Group (V-Þýskt namafyrirtæki) Afternod (Frönsk sam- steypa) Le Nickel Cnexo (opinbert franskt haf- rannsoknarfyrirtæki) Collector Sea Flot Hinar fimm stærstu fyrir- tækjasamsteypur, sem standa nii tilbiínar að hefja vinnslu málma af hafsbotni, eru frekar ánægðar en hitt, með þá ákvörðun Reagans Bandarikja- forseta, að fresta undirskrift hinsnýja Hafréttarsáttmála. Þó þar með fylgi sú hætta, að ekkert samkomulag náist, eru þeir fjármálamenn, sem vilja frestun ánægðir með það að þeir gætu fengið betri kjör i endur- skoðuðum samningi, sérlega þannig að fjárfesting þeirra yrði tryggari. Það er hinsvegar talið óliklegt að þessar fyrirtækja- samsteypur myndu leggja i þá áhættu að hefja vinnslu i stórum stil án alþjöðlegra samþykkta á bak við sig, vegna óljósrar laga- legrar stöðu. Það sem fyrirtækin hafa helstsett fyrir sig i uppkasti samn- $ Baráttan um dýrmæta málma á hafsbotni liggur til grundvallar endurskoðun Bandaríkjamanna — segir Benedikt Gröndal sem sat ráðstefnuna Hafréttarráðstefnunni lauk fyrir nokkru síðan í New York. Fulltrúi Alþýðuflokksins í sendinefnd fslands á ráðstefnunni var Benedikt Gröndal. Benedikt hefur setið margar ráðstefnur af þessu tagi fyrir (slands hönd og er málum gjörkunnur. Alþýðublaðið hafði samband við Benedikt Gröndal og bað hann að segja nokkur orð um ráðstef nuna. Eins og kunnugt er hljóp snurðc á þráðinn þegar Bandarikjamenn kröfðust þess að ákveðin ákvæði samningsins yrðu endurskoðuð. Hér er um að ræða ákvæði um vinnslu málma i úthöfunum. Framhaldið er óvist en um það sagði Benedikt Gröndal:—Yfir gnæfandi meirihluti þeirra 150—160 þjóða sem aðild eiga að þessum sáttmála ákvað að halda stuttan framhaldsfund i Genf i sumar. Gert er ráð fyrir að þessi fundur standi i 4—6 vikur og megintakmarkið með honum er að halda málinu vakandi. Það er ekki gert ráð fyrir þvi að Banda- rikjamenn verði búnir að endur- skoða þauákvæði sem þeim þykir1 nauðsynlegt að ná fyrir þennan tima, en eins og áður sagði leggja þjóðirnar mikla áherslu á að mál- inu sé haldið við.þannig að þetta mikla starf fari ekki út um þúfur. Fari svo að Bandarikjamenn geri vfðtækar breytingar á sátt- málanum má búast við þvi að Hafréttarráðstefnan muni standa itvö til þrjú ár i viðbót til að sam- komulag náist. Fari hins vegar svoaðBandarikjamenn gera ekki neinar verulegar breytingar þá mætti ljúka Hafréttarráðstefn- unni á næsta ári, eins og hægt hefði verið nú ef ekki hefði komið til þessi stefnubreytinga Reagan stjórnarinnar I Washington. Benedikt var spurður að þvi hvort rekja mætti breytta afstöðu Bandarikjamanna beint til stjórnarskiptanna i Bandarikjun- um. Hann hvaðst telja að svo væri. Bæði Carter og reyndar N ixon llka hefðu tekið þátt i störf- um nefndarinnar án þess að gera meiriháttar athugasemdir, en eftiraðReagan tók við hefði kom- ið annað hljóð i strokkinn. Ef til vill væru áhrif stórfyrirtækja á stjórn Reagans meiri en hinna forsetanna, eða þá að stjórnvöld teldu þetta skipta meira máli en áður. Benedikt Gröndal sagðist hins vegar ekki vita til þess að Banda- rikjamenn hefðu gert ná- kvæmlega grein fyrir hugmynd- um sinum. Bandarikjamenn óttuðust hins vegar fyrst og fremst um hagsmuni sina hvað varðar vinnslu málma úr út- höfunum. Eins og málin standa nú eru ákvæði I samningnum þess efnis að fátæku þjóðirnar eigi að njóta ágóða af þeim auðæfum sem er að finn á hafsbotni úthafanna. Sá böggull fylgir hins veg- ar skammrifi að það eru hinar fjársterkustu iðnaðarþjóðir sem einar ráöa yfir tækni og fjár- magni til aö vinna þessa dýrmætu málma á hafsbotni. Sú staðreynd að það verður mjög langt i það, ef það verður nokkurn tima, að aðr- ar bjóðir geti unnið þessa málma af hafsbotni, er skýringin á þvi að þjóðimar 150 taka svo mikið tilTit til sjónarmiða nokkurra rikra iðnaðarþjóða. Menn gera sér grein fyrir þvi' að samningar, án Bandarikjamanna, Japana og Vestur—Þjóðverja á þessu sviði yrðu lítils virði. Benedikt sagði ennfremur i sambandi við þessa málma, að það væru auðhringar, þeir stærstu I heiminum, sem gætu náð þeim og mætti kannske lita á þetta bakslag sem hluta af þvi „málmstriði” sem i uppsiglingu væri I heiminum. En talið er að alþjóðlegir auðhringar muni berjast um ýmsa þá málma sem mikilvægastir eru til hergagna- framleiðslu i náinni framtið. Þessa málma er að finna i Afriku iSovétrikjunum og siðast en ekki sist, á hafsbotni. Benedikt sagði, að þessi töf sem orðið hefði á þvi að endanlega yrðigengið frá Hafréttarsáttmál- anum snertiekki beina hagsmuni Islendinga. Eina málið sem snerti okkur væri það hvernig farið skyldi með skiptingu hafssvæðis milli landa þar sem fjarlægðin væri minni en 400 sjómilur. Þetta mál hefðum við Islendingar leyst að hluta til með samningum við Norðmenn og þvi gerði það engan skaða fyrir okkíir beint þótt þessi seinkun yrði. Benedikt Gröndal var spurður að þvi' af hverju þetta starf tæki svo langan tima sem raun er á. Hann sagði að það væri I sjálfu sér ekkert óeðlilegt þótt þetta starf tæki langan tima. Haf- réttarsáttmálinn sjálfur væri uppá fleiri hundruð siður og hér væru menn að skipa málum tveggja þriðju hluta jarðarinnar. Benedikt bætti þvi við, að aldrei hefði erið gengið til atkvæða (b

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.