Alþýðublaðið - 29.04.1981, Page 2
2
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhannes
Guðmundsson. Stjórnmálaritstjóri (ábm): Jón Baldvin Hannibals-
son. Blaðamenn: Helgi Már Arthúrsson, Olafur Bjarni Guðnason,
Þráinn Hallgrimsson. Auglýsingar: Þóra Hafsteinsdóttir. Gjald-
keri: Halldóra Jónsdóttir. Dreifingarstjóri: Sigurður Steinarsson.
Ritstjórnog auglýsingar eru að Siðumúla 11. Reykjavik, simi 81866.
MINNIHLUTAHOPUR
MEÐ SÉRÞARFIR
I rúma þrjá áratugi hefur islenska þjóðin skipt sér i andstæðar fylk-
ingari afstöðunni til utanrikismála. Þessir tveir andstæðu skoðanahóp-
ar eru að visu mjög misstórir. Allan lýðveldistimann hefur yfirgnæf-
andi meirihluti þjóðarinnar fylgt að málum þeim þremur stjórnmála-
flokkum, sem sameiginlega bera ábyrgð á rikjandi utanrikisstefnu.
Með ákvörðun sinni um aðild Islands að Atlantshafsbandalaginu og
með varnarsamningnum við Bandarikin, hafa íslendingar slegið þvi
föstu, að þeir eigi sameiginlegra hagsmuna að gæta með lýðræðisrikj-
um V-Evrópu og N-Ameriku i öryggis-og varnarmálum. Þar með hef-_
ur hugmyndinni um vopnlaust hlutleysi og pólitiska einangrun verið
visað á bug, á þeim forsendum, að pólitisk einangrunarstefna tryggði
ekki öryggi þjóðarinnar miðað við rikjandi aðstæður i okkar heims-
hluta eftir strið.
Þegar i upphafi seinni heimsstyrjaldar kom á daginn, aö vopnlaust
hlutleysi Islendinga var ekki virt i reynd. Mjóu munaði að kapphlaup
hæfist milli Breta og Þjóðverja, um það hvor styrjaldaraðilinn yrði
fyrri til að tryggja itök sin á Islandi. Allar likur benda til, að sú saga
myndi endurtaka sig, ef íslendingar fylgdu enn hinni gömlu hlutleysis-
stefnu, eða ef þeir tækju einhliða ákvörðun um úrsögn úr Atlantshafs-
bandalaginu og brottvisun varnarliðsins.
Allan lýðveldistimann hafa staðið harðvitugar deilur milli hlut-
leysingja annars vegar og stuðningsmanna varnarsamtaka lýðræðis-
rikjanna hins vegar. Rökin með og móti hafa lengst af verið hin sömu.
Þessi andstæðu viðhorf til utanrikismála endurspegla djúpstæðan
pólitiskan ágreining. Barátta Sósialistaflokksins á sinum tima gegn að-
ild Islendinga að Atlantshafsbandalaginu og gegn varnarsamningnum
var auðvitað hápólitisk og i fullu samræmi við hugmyndafræðilegar
forsendur islenzkra kommúnista. Flokkur þeirra var stofnaður sem
deild i alþjóðasamtökum kommúnista. Sem slikur var hann, eins og
aðrir kommúnistaflokkar utan Ráðstjórnarrikjanna, verkfæri sovézkr-
ar utanrikisstefnu á hverjum tima. Sem slikur kúventi hann afstöðu
sinni til utanrikismála hvað eftir annað, eftir þvi sem Kremlverjar
tölduhentasovézkum hagsmunum hverju sinni. Ekki fer milli mála, að
samúð forystumanna Sósialistafiokksins var með Sovétrikjunum og
þeirri þjóðfélagsgerð, sem þar var að festa rætur. Andúð þeirra á
Bandarikjunum, sem forysturiki vestræns „kapitalisma” og „heims-
valdastefnu”, sem og fyrirlitning þeirra á „borgaralegu lýðræði” var
ekkert feimnismál. Að þessu leyti voru þeir sjálfum sér samkvæmir.
Þeir voru andstæðingar vestræns lýðræðis. Hvers vegna skyldu þeir þá
fallast á aðild Islendinga að varnarsamtökum lýðræðisins?
Aö visu hafa kommúnistar lengst af fengið til liðs við sig fólk úr öðr-
um flokkum, sem er fylgjandi hlutleysisstefnú, þótt á öðrum forsend-
um sé. Hér er fyrst og fremst um að ræða þjóöernissinna, menningar-
lega einangrunarsinna og „friðarsinna” almennt. Þetta fólk neitar alla
jafnan að leggja pólitiskt mat á þá áhættu, sem vopnlaus smáþjóð á
hernaðarlega mikilvægu svæði, hlýtur að taka, með þvi að kjósa sér
pólitiska einangrun að hlutskipti. Þetta fólk lætur sér yfirleitt nægja að
fordæma risaveldin bæði jafnt, hernaðarbandalög þeirra og hernaðar-
brambolt. Þessi afstaða getur verið af þjóðernislegum eða trúarlegum
rótum runnin. Hún skirskotar til langrar reynslu tslendinga sem ný-
lenduþjóðar. 1 þessari afstöðu felst oft óskhygg ja um óskilgreinda sam-
stööu Islendinga með fyrrverandi nýlenduþjóðum þriðja heimsins.
Merkilegt má heita, að enda þótt islenzkir kommúnistar séu fyrir
löngu hugmyndalega gjaldþrota og hafi gefizt upp við að verja fortið
sina og fyrirmyndarrikið, sem þeir trúðu á svo lengi, hefur aðstaða
þeirra i utanrikismálum ekkert breyzt. Með skirskotun sinni til þjóð-
ernishyggju og menningarlegrar einangrunarstefnu hafa þeir sloppið
viöþaöfylgishrun, sem hugmyndalegt gjaldþrot þeirra hefði ella haft i
för með sér. Nú leitast þeir fyrst og fremst við að klæða þessa þjóð-
ernishyggju i nýjan búning og finna um leið nýjar röksendir fyrir
óbreyttri afstöðu i utanrikismálum. Þetta er Alþýðubandalaginu þeim
mun meiri pólitisk nauðsyn, sem flokkurinn tekur oftar þátt i rikis-
stjórn, án þess að breytt utanrikisstefna sé svo mikið sem á dagskrá.
Spurning er, hvortytri aðstæður i okkar heimshluta hafi breyzt svo
verulega á seinni árum, að ástæða sé til að endurmeta öryggishags-
muni Islendinga i ljósi breyttra kringumstæðna? Út af fyrir sig er aug-
ljóst, að Islendingum er beinlinis lifsnauðsyn að fylgjast nákvæmlega
og að staðaldri með öllum breytingum sem verða á hernaðartækni og
viðhorfum til öryggismála meðal grannþjóða. Eitt er ljóst að veiga-
mesta breytingin sem orðið hefur á liðnum áratug, er sú. að hernaðar-
legtmikilvægi Islandshefur .stóraukizt enekkiminnkað Astæðuna má
fyrst og fremst rekja til gifurlegrar hernaðaruppbyggingar og sivax-
andi hernaðarumsvifa Sovétmanna á Norðurslóðum. Norður-Atlants-
hafið er lifæð sameiginlegra varna V-Evrópu og Bandarikja Ameriku.
Ef til átaka kemur verður það eitt með helztu hernaðarmarkmiðum
Sovétrikjanna, að skera á þessa lifæð. Island er i þeim skurðpunkti
miðjum. Ollum hernaöarsérfræðingum, hvaða nafni sem nefnast aust-
anhafseða vestan.ber saman um, að Island verði ekki látið i friði, ef til
átaka kemur.
V opnlaust hlutleysi og pólitisk einangrun viö slikar aðstæður þýðir
einfaldlega að menn vilji af ásettu ráði bjóða hættunni heim. Það er
sjálfsmorösstefna i utanrikismálum, nema þvi aðeins að menn beinlin-
is vilji kalla yfir sig sovézkt hernám. I rúmlega þrjátiu ár hafa her-
stöðvaandstæöingar ekki getaö svarað þeirri einföldu spurningu,
hvernig við skuli bregðast, ef þeim yrði að ósk sinni, en vopnlaust hlut-
leysi yrði engu að siður ekki virt i reynd. Þeirra vegna þurfa herstöðva-
andstæðingar vonandi aldrei að standa i þeim sporum, aö láta á það
reyna, hvernig stefna þeirra gefst i framkvæmd, og bera ábyrgð á þvi
frammifyrir þjóðinni. Undirþeirri ábyrgö fá þeir ekki risið.
— JBH
Náttúruvernd 1
I ályktun, sem gerð var á
þinginu var lögð sérstök áhersla
á þá skyldu ráðsins að fylgjast
með hverskonar framkvæmd-
um og mannvirkjagerð. Ráöið
geti I þessu efni veitt hand-
leiðslu og ráðgjöf á undirbún-
ingsstigi framkvæmda. Slikt
geti oft skipt sköpum og forðað
frá slysum og jafnvel óbætan-
legu tjóni, og þar með sparaö
stórfellda f jármuni. „Miöaö við
þá hagsmuni, sem hér eru i
Miðvikudagur 29. apríl 1981
húfi”, segir I ályktuninni, „bæði
frá sjónarmiði framkvæmenda
og umhverfisverndar, er það
óverjandi að Náttúruverndar-
ráð skuli enn ekki hafa fengiö
fjárveitingu til að ráða mann til
að sinna þessu máli sérstak-
lega, þrátt fyrir endurteknar
óskir þar um ár eftir ár.
Opið bréf til fræðslustjóra:
Mötuneyti handa kennurum — stundaskrár
handa kennurum — Hvers
eiga nemendur að gjalda?
Eg var á stórmerkilegum fundi
hjá Vesturbæjarsamtökunum rétt
fyrir páska þar sem mættir voru
fullmektugir fulltrúar fræðslu-
ráðs til að svara fyrirspurnum út
af húsnæðismálum skólabarna i
Vesturbænum. Rætt var hvort
gamli Stýrimannaskólinn stæði
undir hlutverki sinu, hvort taka
ætti sparkvöll á horni Framnes-
vegs og Hringbrautar undir
skólahúsnæði, af hverju gleymst
hefði að áætla skólahúsnæði fyrir
Eiös- og Flyðrugrandabörnin, og
hvortstækka mætti Melaskólann,
laga Hagaskólann eða loka
Hrannarstignum næsta haust svo
hægt væri að halda áfram kennslu
i gamla Stýrimannaskólanum.
Tveir aðalviðburðir kvöldsins i
minum augum var umræðan um
IR-húsið og hvort börnin
þyrftu brauð. Fræðslustjórinn
sagði nefnilega að það væri alltaf
að þvi komiö að loka IR-
húsinu af heilbrigðisyfirvöldum,
en einhvernveginn hefur fræðslu-
stjóranum tekist að smeygja
börnunum þarna inn. Og alltaf
heldur áfram að frjósa i pipunum
i IR-húsinu ef eitthvað verður
frostið og börnin snúa við með
leikfimisdótið, það eru mjög
margar vikur sem engin leikfimi
er kennd. Erfitt fyrir börn fyrir
norðan Hringbraut. Kempurnar i
IR halda ennþá kofanum uppi á
Landakotshæðinni en eru alltaf að
biða eftir að bærinn úthluti þeim
lóðinni fyrir nýtt Iþróttahús, þaö
hefur staðið til I áratugi og
stendur vist á skolpleiðslum.
A meðan hafa þeir sjálfir byggt
skiðaskála uppi i Hamragili,
lagt lyftur upp á toppa hamr-
anna og nú fyrir tveim vikum
opnuðu þeir nýtt lyftuhús við
lyftuna, allt framtak IR kemp-
anna sjálfra. Þeir eiga nú skilið
held ég að fá lóðina fullgerða
fyrir nýja iþróttahúsið sitt i
Reykjavik þannig að fræðslu-
völdin geti tekið við IR-húsinu
og haft það mann- eða börnum
sæmandi svo ekki sé meira
sagt. Eða ef til vill mun
fræðslustjóri taka kost þeirra i
menntamálaráðuneytinu, sem
láta börnin hlaupa kringum
tjörnina út af leikfimishúsa-
leysi og láta börnin 1 Vestur-
bænum fara að synda I Tjörn-
inni, til dæmis Tjarnarkapp-
sund eða jafnvel björgunar-
sund út f Tjarnarhólmann,
eins og landnámskonan Helga,
þegar hún þreytti sundið uppi I
Hvalfirði og synti með synina á
bakinu út i hólmann þar forð-
um. Hvernig list fræðslustjóra
á þetta ? Og i ieiðinni fyrirspurn
til fullmektugs i menntamála-
ráðuneytinu sem skipuleggur
Tjarnarhlaupin fyrir stúlk-
urnar I Kvennaskólanum og
krakkana i MR. Hefur hann
trimmað mikið sjálfur?
Nú, siðan er það hitt aðalum-
ræðuefni þessa skólamálafundar.
Nefnilega að börnin þurfi brauð.
„Ein af frumhvötum mannsins”
stendur I heilsufræöinni. Fyrir
tuttugu árum reyndi ég að sann-
færa skólastjóra Melaskólans um
að nauðsyn væri á foreldrafélagi
innan skólans til dæmis til að
reyna að sinna þessari frumþörf.
Nefnilega að börnin þyrftu að
borða i skólanum eins og kennar-
arnir. Skólastjórinn þagði mest.
Auðvitað enginn vandi að fá
næstu kjötbúö til að selja sam-
lokur i skólana. Nú er þögnin
loksins rofin. Fræðslustjórinn
sagði að það mætti nota landbún-
aðarvörurnar sem væru niður-
greiddar til útlanda til að setja
ofan á brauðsneiðar fyrir islensk
börn og selja þeim i skólunum.
Gaman, gaman. Svo þau þurfa ef
til vill ekki lengur að húka
frammi á göngum hálfhungruð og
þefa gegnum skráargöt og rifur
þegar kennararnir eru að elda
sér?
Ég fékk næstum þvi velgju
þegar fræðslustjórinn lauk máli
sinu meö þvi að ástæðan fyrir tvi-
setningu skóla væri skipulagn-
ing ' 30 tima stundaskrár fyrir
kennarana. Ég er gamall kenn-
ari. Hversu lengi á að hanna
stundaskrár handa kennurum en
ekki nemendum? Fræðslustjóri
sagðist vera alveg eins hlynntur
málum aldraðra og ungra.
Endurnýjun á mönnum i topp-
stööur fræðslumála hlýtur að
vera nauðsynleg á nokkurra ára
fresti, þannig að stöðnun fari ekki
aö gera vart við sig á þessum
málum I þjóðfélaginu.
Svara við fyrirspurnum þess-
um er óskað opinberlega.
Fokill móðir i Vesturbænum
HVERNIG RÆÐflST MENN VIÐ?
Guðjón B. Baldvinsson skrifar
Stjórnarandstaöan skammar
rikisstjórn, hellir sér yfir úr-
ræðaleysi hennar eða óhafandi
úrræöi, ef það örlar á þeim. En
við kjósendurnir I þessu landi
viljum vita hvaða úrræöi bjóöa
þeir uppá, sem mæna á valda-
stólana? Hversvegna má ekki
ööruhvoru vekja athygli á þeim
tillögum, sem stjórnarand-
staðan hefir í bakhöndinni?
Vegna þagnarinnar um þau úr-
ræði læðist að okkur sá grunur
aö úrræðin séu ófundin eöa svo
lík þeim sem rikisstjórnin
býður, aö stækkunargler þurfi
til aö eygja muninn. Og svo
kemur þessi mikla spurn: Ef
rikisstjórnin fer frá, hvað tekur
við? Reynt hefur verið að benda
á Þjóöstjórnarmöguleika, og
reynt er að ræða möguleika á
þriggja flokka stjórn, sem
styðst við aðra kjósendur en
launafólkið I landinu. Hvers-
konar stjórn er það? Hvernig
yrði háttað ráðstöfunum
hennar, og hvert yrði viðhorf
launafólksins? Eru til stjórn-
málamenn I landinu, sem trúa
þvi að unnt sé að stjórna þjóð-
inni án þess að hafa launafólkiö
meö I ráðum? Ef menn eru
raunsæir og vilja ná árangri, þá
leita þeir samstöðu á þeim
grundvelli að hagur alþýöu sé
hærra metinn en braskaranna.
Er ekki oröið of langur timi
síöan gengið var út á vinnustaö-
ina og hlustað eftir röddum
vinnandi fóiks?
Hvernig stendur anr.ars á þvl
að umboösmenn launafólks á
Alþingi geta ekki ræðst við?
Auövitað ræðast þeir við,
annaöhvort væri nú, þeir þurfa
að ræða um sln eigin launakjör,
sin eigin hlunnindi, sina eigin
vinnuaðstöðu o.s.frv. Og þeir
ræða saman um fleira, en útáviö
er nauðsyn að láta lita svo út,
sem deilt sé hart um hitt og
þetta. Og allsstaöar er sama
sagan. Þægilegt að fá utanrfkis-
mál til að karpa um þegar efna-
hagserfiðleikar eru Iþyngjandi
viðfangsefni. Er annars úti-
lokað aö atkvæðaveiðarar geti
skilið nauösyn þess að kjósend-
urnir þurfi að fá tækifæri til aö
segja álit sitt á málunum? Og
hvaðer mikið gert af þvl að æfa
fólk I að láta I ljósi hugsanir
sinar tjá sig I orðræöu? Þarf
ekki að huga betur að þessu
námsefni? Hvenær sem félög
efna til námskeiöa um ræðu-
mennsku og fundasköp, þá er
aðsókn mjög góð. Sést af þvi hve
marga langar til aö geta sagt
skoöun sina I heyrandi hljóöi.
Enda engin vanþörf á að halda
svona fræðslu uppi. Þaö verður
td. einkar ljóst þegar yrt er á
fólk á förnum vegi. Þá hiksta
menn og stama og allt þetta
eeeh he um og sko veður uppi,
þá bregst mönnum bogalistin að
bera mál á hlutina, mál sem er
hnökralitið.
Þessi viðtöl eru kannske ekki
áhrifarlk I átt til málskemmda,
en það vill brenna við að illtal-
andi menn og litt læsir séu látnir
flytja mál sitt I hljóðvarpi, og er
það hvorki rétt gagnvart hlust-
endum eöa flytjendum. Auö-
veldlega ætti aö finnast leiö til
aö fyrirbyggja slik mistök. Er
tilfinning fyrir tungumáli
þjóöarinnar aö slæfast til mik-
illa muna? Er nægiiega leitað
lags i skólum landsins við tal-
málskennslu, eða finnst mönn-
um ekki ómaksins vert að glæða
fegurðarskyn fólksins fyrir
vönduðu og góöu máli? Þaö
kann náttúrlega ekki góðri
lukku að stýra ef heil kynslóö
hefur fyrir timaskort og erlend
áhrif -týnt réttu tungutaki, en
þeim mun meiri þörf á endur-
hæfingu. GBB
Málari
að
Áburðarverksmiðja rikisins ætlar
ráða málara til starfa að viðhaldi.
Skriflegar umsóknir um starfið, er greini
frá menntun og fyrri störfum skal senda á
skrifstofu verksmiðjunnar P.O. Box 904,
121 Reykjavik, fyrir 6. mai n.k.
Laun samkvæmt kjarasamningi rikis-
verksmiðjanna.
Nánari upplýsingar veittar i sima 32000.
M Áburðarverksmiðja ríkisins.