Alþýðublaðið - 05.05.1981, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.05.1981, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 5. maí 1981 alþýðuhlaðið Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Frainkvæmdastjóri: Jóhannes Guðmundsson. Stjórnmálaritstjóri (ábm): Jón Baldvin Hannibals- son. Blaðamenn: Helgi Mar Arthúrsson, Ólafur Bjarni Guðnason, Þráinn Hallgrimsson. Auglýsingar: Þóra Hafsteinsdóttir. Gjald- keri: Halldóra Jónsdottir. Dreifingarstjóri: Sigurður Steinarsson. Hitstjórn og auglysingar eru aö Siöumúla 11. Reykjavik, simi 81866. VERKALYÐSFORYSTA IVARNARSTÖÐU Hér á árum áður var 1. mai kallaður baráttudagur verkalýðsins. Nú heitir dagurinn hátiðisdagur launþega. Aður héldu forsvarsmenn laun- þegasamtakanna dúndrandi barátturæður 1. mai. Nú komu þeir fram i sjónvarpssal og svöruðu spurningum hluta þeirra sem hafa kjörið þá til forystuhlutverksins. Þannig hefur 1. mai breytzt. Straum- linulagðaður stofnanasvipur einkennir daginn. En það er meira en ytri búnaður sem hefur breytzt. Pólitlkin hefur lika breytzt sérstaklega kemur þetta fram nú, þar sem ráðandi öfl innan Alþýöusambands Islands fara einnig með stjórn þjóðtnála, eða efnahagsmála. Við þær aðstæður er ekki viö þvi aö búast að forystumenn launþegasamtakanna haldi barátturæöur og hvetji menn til baráttu. Það hefur a.m.k. sýnt sig að forystumenn ASl, miðstjórnarmenn Alþýðubandalagsins hafa frekar gengið erinda flokksins og haldið hans merki fiátt á lofti, en látið hagsmuni launþega sitja á hakanum, þegar hagsmunir Alþýðubanda- lagsins og launþega stangast á, sem ekki er sjaldgæft, þegar Alþýðu- bandalagið er i rlikisstjórn. Þetta kom berlega i ljós i sjónvarpsþætt- inum þegar forsetar ASI og BSRB sátu fyrir svörum i sjónvarpssal 1. mai. Ummæli beggja, þó með misjöfnum hætti væru, bentu eindregið tilþess aö þeir hafasamið frið við sitjandi rikisstjórn. Þessi ummæli eru frekari staðfesting þeirrar stefnu, að láta rifta samningum með lögum án þess að segja múkk, eða boða „harðar aðgerðir” eins og stundum hefur veriö gert. I sjónvarpsþættinum kom fram greinileg andúð þeirra sem spurðu á aögerðarleysi launþegaforystunnar vegna þeirra kjaraskeröingar sem á sér stað undir forystu náverandi rikisstjórar. Spyrlarnir vildu fá aö vita af hverju ekkert væri aö gert. Þeir fengu ekki svör við þeim spurn- ingum. Þeir reyndu að svara spurningunum sjálfir meö þvi að spyrja um það, hvort skipta mætti stjórnvöldum upp I „vinveittar og óvin- veittar ríkisstjórnir.” Þeir fengu ekki svör viö þeim spurningum. Svör við þvi', af hverju svo illa gengi aö halda hlut sinum gagnvart vinnu- veitendum voru á þessa leiö: Aðstæöurnar I þjóðfélaginu eru laun- þegum i óhag. Krist ján Thorlacius svaraði þvi að visu til, að atvinnu- rekendur hefði styrkt stöðu sina og að launþegar væru á leiöinni oni öldudal. Gaman heföi verið að fá forseta ASI til að svara spurningunni um það, hvort atvinnurekendur hefðu verið aö styrkja stöðu sina á siðasta ári, en hann svaraði ekki, enda spurningunni ekki beint til hans sérstaklega. Báðir itrekuðu að ekkert samráð hefði verið haft við laun- þegasamtökin vegna efnahagsaðgeröa stjórnvaida, þrátt fyrir að slikt sé lögbundiö skv. islenzkum lögum. Þeir svöruðu þvi hins vegar ekki, hvort þeir teldu ástasðu til aö knýja á um að þessu lagaákvæði yrði framfylgt i framtiðinni. Þannig voru svör þeirra við spurningum spyrl- anna einskis virði. Hvorki fugl néfiskur. Þau leiddu m.a.k. ekki annaö i ljós en aðlaunþegasamtökin eru risi á brauðfótum, þegar pólitiskar að- stæður bjóöa upp á slikt. Spurningum var visaö á bug með þvl aö segja að þeir skildu ekki spurningarnar. Það var hins vegar ekkert athugavert við þessar spurningar. Það sem athugavert var i þessu sambandi voru svörin. Það hlýtur að vera eitthvað að i samtökum þegar forystumennirnir þurfa að vera i stöðugri vörn gagnvart þeim sem þeir fara fyrir: Þetta hlýtur aö vera forsetunum mikið áhyggjuefni, eða halda þeir að þarna hafikomið fram álitlitils minnihlutalióps innan launþegasamtakanna? Ef svo er er það mikill misskilningur. Það viðhorf sem fram kom i spurningum launþega til forystumanna sinna i sjónvarpssal, er rikjandi! Almennt eru launþegar fylgjandi þvi, að það sé vafasamt fyrir hreyfinguna að forystan þiggi völd sin að léni úr hendi stjórn- málamanna. Launþegasamtökin eru til þess að tryggja kjör félaga sinna. Þau eru ekki tæki i höndum ákveðins flokks til að tryggja og styrkja stöðu sina pólitiskt. Með þvi að koma sér hjá þvi að svara spurningunni um „vinveitt og óvinveitt rikisvald” vildu forystumennirnir greinilega komast hjá þvi að lenda i umræðum um flokkspólitikina innan þaunþegasamtakanna og forðast að spurningu eins og t.d. þeirri, hvort Asmundur Stefánsson, miðstjórnarmaður i Alþýðubandalaginu, og forseti ASt, gæti verið sammála efnahagsaðgerðum rikisstjórnarinnar eða ekki, eða hvort hann sem forseti ASI sætti sig við þá kjaraskerðingu og það gerræöi, sem hans flokkur stóð fyrir með riftun nýgerðra kjarasamninga. Þessi afstaða þeirra er skopleg. Auðvitað gera menn sér fulla grein fyrir þvi að miðstjórnarmaður i Alþýðubandalaginu veit, hvaöa ráðagerðir hans flokksmenn eru með á prjónunum I efnahags- og kjaramálum. Auð- vitað gera menn sér grein fyrir þvi, að rikisstjórnir geta verið vin- veittar, og þær geta verið óvinveittar. En menn vjta það lika, eftir árs setu Alþýðubandalagsins i stjórn Gunnars Thoroddsens, að þátttaka þess flokks i rikisst jórn er alls engin trygging.fyrir þvi að rikisstjórnin yerði vipveitt launafólki. Siður en ,svo. At> visu fer þetta mjög vel saman I hugum. forystumanna AlþýSíibandalagsins, hagsmunir laun- þega og flokksins, en það er undir slagor.ðinu: Það sem er gott fyrir Al- þýðubandalagið það er gott fyrir verkalýðinn! Þeim fer fæ'kk^indi sem fylgja röksemdarfærslu forystunnar. Reynslan hefúr kennt^jeim. Þeirri skoðun að draga skuli úr valdi heildarsamtaka vSc ört fiskur um.hrygg. Afstaöa bókagerðarmanna er talandi dæmi um þetta'. Laún-. þegar vilja hafa meiri áhrif á viflpustijöum. Bæði þégar kjai*asamn- ing'ar eru annars vegár og einmg.Jy/að varöar skipulagsmá-l hvers konar. Slikt er sjálfsagt og eöhlegt. Það er lýðræðislegt og stúðlar að virkari þátttöku launþega i heildarrekstri fyrirtækjanna bæöi fram- leiðslu og stjórnun. Launþegar óska eftir þvi að geta samið sjálfir um kjör sln Væntanlega vegna þess aö þeir treysta ekki heildarsam- tökunum fyllilega til aö taka tillit til einstakra starfsstétta eða félagá. A þessum timum þegar krafan um aukið lýðræði innan heildarsam- takannna, um aukið lýðræði á vinnustöðunum verður sifellt háværari leggja forystumenn launþegasamtakanna það til að ASI og BSRB verði sameinuð i eina stóra, sterka heild. Ríkisstjórnin keypti sér tima, á kostnað timakaupsins, til að leita ráða i efnahagsmálum. Forystumenn launþega þurfa greinilega að kaupa sér tima lika til að huga að skipu- lagsmálum og kynna sér hvort samtökin eru á réttri leiðeða ekki.-HMA Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir að ráða aðstoðarmann við gæslu i Stjórnstöð Byggðalinu að Rangár- völlum á Akureyri. Reynsla við rekstur rafveitukerfa æski- leg. Upplýsingar um starfið veita Ásgeir Jónsson Akureyri sima: 96-25641 og rekstrarstjóri Rafmagnsveitna rikisins Reykjavik. Umsöknin ásamt uppiýsingum um menntun, aldur og fyrri störf sendist starf smannastjóra. Rafmagnsveitur rfkisins Laugavegi 116, Rvik. TILKYNNING um eftirgjöf aðflutningsgjalda af bifreið bifreiðum til öryrkja Ráðuneytið tilkynnir hér með vegna breytinga á lögum nr. 120 31. desember 1976, um tollskrá o.fl., að frestur til að sækja um eftirgjöf aðhutningsgjalda af bifreið til öryrkja skv. 27. tl. 3. gr. nefndra laga er framlengdur til 10. mai 1981. Athygli er vakin á þvi að sækja skal um eftirgjöf á sérstökum umsóknareyðu- blöðum og skulu umsóknir ásamt venju- legum fylgigögnum hafa borist skrifstofu Öryrkjabandalags ísiands, Hátúni 10, Ruykjavik, fyrir 10. mai 1981. Fjármálaráðuneytið, 28. april 1981. 2 ■li w | S\^ vc % c TILBOÐ Tilboð óskast i eftirtaldar bifreiðar, sem verða til sýnis þriðjudaginn 5. mai 1981, kl. 13—16 i porti bak við skrifstofu vora að Borgartúni 7: Ford Fairmont, félksbifreiö.............. árg. 1978 Mazda 929, fólksbifreiö................ Mercury Comet, fólksbifreiö............ Ford Cortina L-1600, fólksbifreiö...... Ford Escort, fólksbifreiö.........,.... Peugeot 504 station, diesel............ Ford'Bronco.....................'...... Plymouth Trailduster torfærubifreiö.... Ford F-250 p'ick-up 4x4........., ..... Toyota-Dyna pick-up ...'.........Iv..... Ford Econoline seirdiferöabifreiö ....:.. Chevy Va*sendiferöabifreiö...v......:.. Chevrolet Subiirban^endiféröaUifheiö... Land Rovér'dlesel'.......sjt........ Land Róver beflsin .....'......... G AZ-69 toj;f^f ubifreiö.».... f...; ... Titbóðin verða opnuð sáma dag kl. Í6:30, að viðstödÖum bjóðendum. Réttnr er áskilinií til að, hafna tilboðum, sem ekki teljast’ váðunandi. ■ '' ' INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 árg. 1978 1977 »» 1976 *» 1977 * * 1976 »» 1974 »» 1974 »» 1975 »» 1973 »• 1972 *.» 1976 1974 * » 1973 »» 1973 » » 1972 1972 vsi 1 haftalög gera rekstur fyrirtækja dýrari og auka þvi veröbólgu siöar. Þau miöa aö þvi aö koma i veg fyrir hagnaö i fyrirtækjum. Þaö þýöir minni framleiöni, minni verömæti til skipta. Nyt mjólkurkýrinnar fellur ef fóöriö er skoriö viö nögl. Sama gerist I atvinnulifinu. Samtök atvinnu- veganna veröa þvi á grundvelli framfara- og atorkusjónarmiöa aö snúast gegn hvers konar höft- um”. Forsætisráöherra, Gunnar Thoroddsen, fjallaöi ekki beint um ræöu formanns VSl i sinni ræöu, en sagöi aö sjónarmiö for- mannsins væru á misskilningi byggö! Gunnar Thoroddsen, forsætis- ráöherra, ræddi nokkuö um gengisskráningu. Hann sagöi, aö margir af reyndustu efnahags- sérfræöingum þjóöarinnar heföu margsinnis sagt viö sig, aö gengissig væri versta tegund gengisfellingar. Gengissig og gengisfellingar sköpuöu og viö- héldu veröbólguhugsunarhættin- um. Þess vegna hefði rikisstjórn- in lagt á þaö rika áherzlu, i efna- hagsáætlun sinni, aö halda gengi islenzku krónunnar stööugu. For- sætisráöherra upplýsti aö gengis- felling nú heföi miklu meiri áhrif en menn heföu gert ráö fyrir áöur. Þannig heföi Þjóöhags- stofnun t.d. reiknaö þaö út um siöustu áramót, aö 4% gengisfell- ing þá, heföi þýtt 5% aukningu veröbólgunnar á ársgrundvelli. Af þessu mætti sjá aö til mikils væri aö vinna, aö halda gengis- skráningunni stööugri. Forsætisráöherra sagöi jafn- framt aö gengisskráningin heföi miöast um of viö þarfir fisk- vinnslunnar i landinu. Nú hefði fiskvinnslan hins vegar verið rek- in meö hagnaöi fyrstu fjóra mánuöi ársins og væri greinilegt á þvi, aö gengisskráningin væri rétt, miöaö viö þessa atvinnu- grein. Hins vegar orkaði þaö tvi- mælis, aö halda þvi fram, aö gengiö væri rétt skráö gagnvart iðnaöinum i landinu. Um arösem- ina i frystingunni og útlit greinar- innar sagöi formaöur VSt þetta: — Af bolfiskvinnslugreinunum er frystingin verst sett. Ekki er útlit fyrir neinar veröhækkanir á frystum afuröum i Bandarikjun- um á næstunni. I þessari grein veröa þvi hráefnis- og launa- hækkanir aö öllum likindum ekki bornar uppi af hækkuöu markaösveröi. Frystideild verö- jöfnunarsjóös fiskiönaöarins getur I raun ekki heldur hlaupiö undir bagga þar sem innistæöa var þrotin um siöustu áramót. I efnahagsáætlun rikisstjornar- innar segir, aö veröjöfnunar- sjóöi skuli útvegaö fjármagn til aö tryggja eölilega afkomu fisk- vinnslunnar. I ljósi þessa var tekin ákvöröun um aö greiöa skyldi úr sjóönum sem sam- svarar rúmlega 3% af heildar- tekjum frystingar. Nú i maibyrjun er enn ekki ljóst hvernig þessa fjár veröur aflaö. Sá vandi sem nú steöjar aö fryst- ingunni á svo enn eftir aö aukast þegar kemur aö ákvöröun hrá- efnisverös frá 1. júni n.k. Fyrir þann tima þarf aö gripa til raun- hæfra aögeröa til aö eyöa þeirri óvissu sem frystingin stendur nú frammi fyrir. Og þær aögeröir mega aö sjálfsögöu ekki fela i sér mismun á starfskilyröum ein- stakra greina”. , Rétt er aö ljúka þessari frá-, sögn af ræöuhöldunum hjá at- vinn,urekendum meö oröum for- sætisráöherra, en hann lauk máli sinu á þessa leið: Til aö ná árangri i efnahagsmálum þá þurfa menn áö hafa alla þætti efnahagslifsins .1 huga samtimis. Þvi miöur hefur þaö veriö svo hjá okkur tslendingum, aö einstakir þættir hafa gleymst, á meöan okkur hefur miöaö vel á einstök- um sviöum. Þetta hefur sett allt annaö úr skoröum og heildar- myndin hefur ekki oröiö nógu hagstæö. Núverandi rlkisstjórn hefur einsett sér aö missa pkki sjónar á heildarmarkmiöunum, og, aö ekkert fari úrskeiöis. Eins og áöur sagöi var gert ráö fyrir þvi I dagskrá, aö fundar- menn legöu spurningar fyrir for- sætisráöherra aö ræöu hans lok- inni. Einskis var spurt og senni- legast aö menn hafi verið búnir aö fá nægilega haldgóöar upplýs- ingar meö ræöunni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.