Alþýðublaðið - 06.05.1981, Síða 2
2
Miðvikudagur 6. maí 1981
L'tgefandi: Alþyðuflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhannes
Guömundsson. Stjórnmálaritstjóri (ábm): Jón Baldvin Hannibals-
son. Blaöamenn: Helgi Mar Arthursson, Ölafur Bjarni Guðnason,
Þráinn Hallgrimsson. Anglýsingar: Þóra Hafsteinsdóttir. Gjald-
keri: Halldóra Jónsdóttir. Dreifingarstjóri: Sigurður Steinarsson.
Hitstjórn og auglýsingar eru aö Siöumúla 11. Reykjavik, simi 81866.
Milli steins og sleggju
Næstu leikir i þráskák rikisstjórnarinnar i efnahagsmálum liggja
nú nokkurn veginn ljóst fyrir. Með þvi að svipta launþega i landinu
rúmlega helmingi umsaminna visitölubóta á laun þann 1. marz s.l.,
tókst rikisstjórninni að halda hækkun framfærsluvisitölu innan við
6%. Með þvi að skera niður áður ákveðin framlög til opinberra
framkvæmda, þ.á.m. vegamála og húsnæðisrhála, og nota þessa
fjármuni i staðinn til að greiöa niður landbúnaðarvörur, er að þvi
stefnt að halda hækkun framfærsluvisitölu innan við 8—8,5% þann 1.
júni n.k. Þar með er rikisstjórnin komin hálfa leið að settu marki.
Hinni fyrirframgefnu niðurstöðu um 40% verðbólguhraða á árinu
1981.
Aðferðirnar hingað til hafa verið i hefðbundnum stil: Lögboðin
riftun kjarasamninga og auknar niðurgreiðslur landbúnaðarafurða.
Astæðan fyrir þvi að þessir biðleikir rikisstjórnarinnar hafa tekizt
bærilega hingað til er sú, og sú ein, að rikistjórnin hefur getað reitt
sig á biðlund, eða e.t.v. væri nær lagi að segja þjónustulund, verka-
lýðsrekenda, Alþýðubandalagsins. En til þess að dæmið gangi upp
siðari hluta ársins, verður Alþýðubandalagið að leggja ennþá
þyngri byrðar á verkalýðsforingja sina. Þeir sem horfðu upp á
vandræðalega málsvörn Asmundar og Thorlaciusar i sjónvarpssal
þann 1. mais.l., eru að visu farnir að efast um,að þeir fái risið undir
enn þyngripólitiskum klyfjum valdhafanna.
Til þess að dæmið gangi upp seinni hluta ársins, þannig að út-
koman verði i reynd hin fyrirfram gefna niðurstaða um 40% hækkun
framfærsluvisitölu á árinu, þarf rikisstjórnin að halda visitölu-
hækkuninni innan við 8% i september, og innan við 10% i desember.
Hingað til hefur lánið leikið viö rikisstjórnina: Innflutningsverð á
oliu og benzinvörum hefur verið stöðugt ótrúlega lengi, og fer nú
jafnvellækkandi. Afli hefur glæðzt mjög verulega að undanförnu og
meðalverö á útflutningsvörum okkar farið hækkandi. Þetta hvort
tveggja, ásamt með umbúrðarlyndum og undirdánugum verkalýðs-
foringjum, hefur gert rikisstjórninni pólitiskt kleift að leika hvern
biðleikinn á f ætur öðrum. Að velta vandanum á undan sér og slá öll-
um óþægilegum alvöruákvörðunum á frest. Sérstaklega hefur
^töðugleikioliuverðlags, aukinn afli og stórhækkað útflutningsverð-
lag á skreið og saltfiski auðveldað rikisstjórninni að hanga á tiltölu-
lega stöðugu gengi, mun lengur en gerlegt er við venjulegar
kringumstæður.
Nú fer máliö hins vegar nokkuð að vandast. Verðjöfnunarsjóður
fiskiðnaöarins er fyrir löngu galtómur. Ekki verður lengur ausið úr
honum til þess að standa undir hallarekstri frystiiðnaðarins. Fisk-
verðshækkun er ekki íyrirsjáanleg á næstunni á Bandarikja-
markaði. 8—9% kauphækkun 1. júni, og aukinn framleiðslukostn-
aður, sem af þvi leiðir, þýðir að frystingin verður rekin með veru-
legum halla. Við þetta bætist ný fiskverðsákvörðun upp úr 1. júni.
Til þess að dæmi rikisstjórnarinnar raskist ekki, verður enn að
höggva i þann knérunn að krefjast nýrrar kjaraskerðingar af sjó-
mönnum. Takizt það ekki, mun gengið ekki stand,ast. Jafnvel þótt
sjómenn og útgerðarmenn láti að vilja stjórnarinnar og sætti ‘sig við
innan við 8% hækkun fiskverðs, er fyrirsjáanleg gengislækkunar-
þörf á bilinu 12—14%. Rikisstjórnin mun gera allt sem hún getur til
þess að fresta óumflýjanlegri gengislækkun fram eftir sumri. Hún
veit sem er, að sleppti hún þolanlega frá ákvörðunum um hækkun
fiskverðs og búvöruverðs eftir 1. júni, getur hún siglt á lygnum sjó
fram eftir sumri, meðan stjórnmálastarfsemi á tslandi liggur i
sólarlandadvala.
H in raunverulega pólitiska þolraun, sem biður rikisstjórnar-
innar, verður ekki fyrr en næsta haust. Þá er aftur komið að nýjum
kjarasamningum. Sú ákvörðun rikisstjórnarinnar, að gefa B.S.R.B.
kost á nokkurri kjaraleiðréttingu á miðju samningstimabili og
framlengja samninga opinberra starfsmanna aftur fyrir A.S.t., var
vissulega með ráðum gerð. Ráðherrar Alþýðubandalagsins munu
nú leggjast með ofurþunga á stjórnarliðana i forystu A.S.I., um að
halda kaupkröfum innan þeirra marka, sem hin fyrirframgefna
niðurstaöa rikisstjórnarinnar um 40% verðbólgu útheimtir. Þetta
verður ekki auðvelt verk íyrir Asmund og Björn, vegna þeirrar
djúpstæðu óánægju sem nú grefur i vaxandi mæli um sig innan
verkalýðshreyfingarinnar, og á vinnustöðum, út af linkind og litil-
þægni verkalýðsforystunnar. Flokksræðisforystan i miðstjórn
A.S.l. verður þess vegna milli steins ráðherrahollustunnar og
sleggju almenningsálitsins innan hreyfingarinnar.
— JBH
FLOKKSSTARF
Viðtalstími þingmanna Alþýðuflokksins
Kl. 11—12 á skrifstofu Alþýöuflokksins eöa í sima 15020
Miðvikudaginn 6. maf Sighvatur Björgvinsson
Síglutprður
Alþýöuflokksfélag Siglufjarðar heldur fund i Borgarkaffi,
sunnudaginn 10. mai kl. 14:00.
Frummælendur: Finnur Torfi Stefánsson og Vilmundur
Gylfason.
Allt Alþýðuflokksfólk er hvatt til aö mæta.
Stjórnin.
Davíð Oddsson um nýja skipulagið á austursvæðinu:
Forsendur meirihlutans eru
afturhald og uppgjöf
Alþýðublaðið birti i siðustu
viku grein um skipulag Austur-
svæða, þ.e. hin nýju bygginga-
svæði borgarinnar þar sem gert
var grein fyrir helstu for-
sendum og röksemdum Borgar-
skipulags og skipulagsnefndar
fyrir breyttu skipulagi. Miklar
umræður hafa verið um skipu-
lagið og hefur minnihluti
borgarstjórnar, gengið harðast
fram i gagnrýni sinni á skipu-
laginu. E ins og kunnugt er hefur
skipulagið nú verið samþykkt i
borgarstjórn með nokkrum
breytingum, sem meirihlutinn
gerði við það. Helstu breytingar
eru þær, að svæðiið norðan
Stekkjabakka var fdlt út, þá var
ákveðiðað nýverandi mörk Golf-
vallarins verði óbreytt og tengi-
braut frá Selási út á Suður-
landsveg verður felld niður.
Sjálfstæðismenn sátu hjá við
allar breytingartillögurnar
nema tvær og þeir greiddu at-
kvæði gegn skipulaginu i heild
og lýsti Davið Oddsson þvi yfir
að þeirra valkostur væri gamia
skipulagið frá 1977.
Davið Oddsson .hefur gengið
harðast fram i gagnrýni sinni á
þeim skipulagshugmyndum
sem nú hafa verið samþykktar.
Fleyg eru þau orð hans að skipu
lagstillögur meirihlutans i
borgarstjórn miðuðust við nýja
byggð ,,,inn til dala og upp til
heiða”. Davið var i gær beðinn
að skýra út stefnu Sjálfstæðis-
manna og gera grein fyrir þeim
ágreiningi, sem fram hefur
komið um skipulagsmálin.
Davið minntii upphafi á sam-
þykkt aðalskipulags Reykja-
vlkur 1977, sem bæði Sjálf-
stæðisflokkur, Alþýðuf lokkur og
Fr am sók narflokkur hefðu
staðið að á sinum tima. Þvi
miður hefði það ekki hlotið stað-
festingu og nú væri búið að sam-
þykkja allt aðrar húgmyndir
„Okkar meginágreiningur er
sá,” eins og komið hefur fram i
fjölmiðlum, að við teljum ekki
rétt að fara að byggja upp ný
svæði fbúðabyggðar við Rauða-
vatn þar sem öll veður skilyrði
og aðrar aðstæður erii mjög
óhagsstæðar, þegar okkur
stendur til boða að byggja á
svæði sem liggur bæði neðar og
er þar að auki miklu ódýrara
fyrir borgina þ.e. við Grafar-
voginn út með ströndinni.
En var þá uppbvgging Breið-
holtshverfisins á sínum tima
röng stefna? Nú stóöuð þiö Sjálf
stæðismenn að þeirri stefnu-
mörkun? Nei, að visu hefur
hvert skipulagssvæði sina galla
og kosti. Breiðholtið varð til á
sinum tima vegna þess, að þar
var gífurleg þörf til að mæta
stórum árgöngum fólks, sem
var að koma inn. Breiðholtið
hefur galla, þar má nefna snjó-
þyngsli og ýmis önnur veður-
farsleg atriði og ef að menn sjá
þau nú ættum við frekar að
reyna að varast vitin en endur-
taka þau.
En hvað um þau rök vinstri
meirihlutans, að með þvi að
byrja i Artúnsholti og Selási,
nnmi þessi svæði þegar i byrjun
njóta fullrar þjónustu frá
nálægum svæðum en Keldna og
Olf arsfellssvæðið yrði án
slfkrar þjónustu i nokkur ár?
1 fyrsta lagi vil ég segja það,
að deilan stendur ekki um upp-
byggingu I Selási og Artúnsholti
heldur um uppbyggingu á
Rauðavatnssvæðinu. Uppbygg-
ing er þegar hafin i Selási og
Artúnsholtið getur notið
þjónustu frá Árbænum. Þetta
var vitað fyrirfram. En það
dettur engum manni i hug að
stór byggð við Rauðavatn, allt
að 15000 manna byggð geti
fengið þjónustu að um langan
veg þ.á.m. barnaheimili skóla
og annað. Það er gjörsamlega
út i hött.
Nú segir i greinárgerð
borgarskipulags, að byggð i Sel-
ási, Artúnsholti og við Rauða-
vatn sé eini valkosturinn, sem
geti tekið við hægri uppb ygg-
ingu án þess að það komi niður á
gæðum skipulagsins og þjónustu
við'ibúana? Hvað vilt þú segja
um þetta? Ég tel að þessi ftúl-
yrðing sé alveg út i hött. Viö
bendum á, eins og ég hef áður
sagt, að það þurfi að byggja upp
þjónustu á Rauðavatnssvæðinu,
auk þess sem allar stofnlagnir
frá þessu svæði verða miklu
dýrari, en ef svæðið við Grafar-
vog yrði fyrir valinu. Stofn-
lagnir úr þessu nýja hverfi
munu kosta um 18 milljarða
króna meira og binda fram-
kvæmdafé borgarinnar til
margra ára.
Nú Uilar þú um vond veður og
snjóþvnglsi og óhagstæð veður-
skilyrði á Austursvæðinu, en eru
þetta nokkuð verri skilyrði en i
Efra-Breiðholti? Já, að okkar
mati eru þetta verri skilyrði.
Það er vitað að nokkuð stórir
hlutar Rauðavatnssvæðisins
liggja mun ofar en efstu
byggðasvæðin i Breiðholti, þar
verður byggð á efstu svæðunum
20-30 metrum ofar en efst i
Breiðholtinu og ég efast um að
fólki almennt finnist það fýsi-
legur kostur.
Hvað segir þú um þær hug-
Innlend syrpa
Aðalfundur
Alþýðubankans
Aðalfundur Alþýðubankans
1981 var haldinn 25. april e.l. og
var vel sóttur að vanda.
Benedikt Daviðsson form.
bankaráðs flutti skýrslu banka-
ráðs og Stefán M. Gunnarsson
bankastjóri skýrði reikninga
bankans.
Fram kom m.a.:
Innlánaaukning á árinu 1980
varð 77,5% frá árinu 1979 og er
þaö annaö árið i röö, að Alþýðu-
bankinn nær hæstu hlutfalli inn-
lánaaukningar miðaö við aöra
viðskiptabanka. Aukning útlána
varð 77%.
Frá aðalfundi Alþýðubankans.
Aðalmenn i bankaráð voru allir
endurkjörnir en það skipa: Bene-
dikt Daviðsson, Bjarni Jakobs-
son, Halldór Björnsson, Teitur
Jensson og Þórunn Valdimars-
dóttir.
Endurskoðendur voru kjörnir,
Böövar Pétursson, Magnús
Geirsson og Gunnar R. Magnús-
son lögg. endurskoöandi.
Samþykkt var að greiöa 5% arð
til hluthafa fyrir áriö 1980, á greitt
hlutafé og útgefin jöfnunarhluta-
bréf.
Aðalfundurinn samþykkti að
ráöstafa kr. 30.000.- (g.k. 3 millj)
til Sjálfsbjargar, landssambands
fatlaðra.
1 tilefni af tiu ára starfsafmælis
Alþýðubankans haföi bankaráö
samþykkt að kaupa málverk og
gefa það Listasafni ASI. Keypt
hafðiverið málverkið „Minning”
eftir Eirik Smith. I lok aðal-
fundarins afhenti fráfarandi for-
maður bankaráðs listaverkið,
Hannibal Valdimarssyni for-
manni stjórnar listasafnsins.
Aðalfundur
Mjólkursamsölunnar
í Reykjavík
Föstudaginn 24. april s.l. var
haldinn aðalfundur Mjólkursam-
sölunnar i Reykjavik. A fundinum
mættu 16 fulltrúar auk stjórnar og
starfsmanná Formaöur stjórnar
MS Agúst Þorvaldsson á Brúna-
stööum stjórnaði fundi. 1 upphafi
fundar minntist hann Sigurgrlms
Jónssonar, bónda i Holti, en hann
var lengi i stjórn MS og formaður
stjórnar um nokkur ár. Sigur-
grimur andaöist 15. janúar s.l.
Agúst gerði þvi næst grein fyrir
afgreiöslu nokkurra mála sem
stjórnin hafði fjallað um á árinu.
Fyrir stjórnina höfðu verið lögð
66 mál á árinu og hélt hún 13
fundi. Oft var fjallað um fram-
leiðslumálin og svo verölagsmál.
Þá verður umfjöllun um
nýbyggingu MS meiri eftir þvi
sem timinn liður.
í framhaldi af skýrslu
formanns gerði forstjórinn
Guölaugur Björgvinsson itarlega
grein fyrir rekstri fyrirtækisins
og skýröi reikninga. Aður fjallaði
hann nokkuð almennt um
mjólkurframleiðsluna. Hann
benti á að nauðsynlegt hefði
reynst aö draga úr mjólkurfram-
leiöslunni, miðað við það sem hún
var árið 1978. Mjólkurfram-
leiðslan minnkaöi um 6.95% á
svæöi MS á slðastliönu ári miöað
viö árið á undan. Yfir landið allt
varð samdrátturinn 8.7%.
Samtals hefur innvegin mjólk frá
mjólkursamlögunum I landinu
minnkað um 13 milljónir litra frá
árinu 1978 og fram til siðustu ára-
móta.
Eðlileg innnanlandsneysla
miðað við neyslu undanfarinna
ára er á bilinu 100—105 millj. ltr.
af nýmjólk, þegar allar mjólkur-
vörur hafa verið umreiknaðar i
mjólk. Þá benti Guðlaugur á
samþykkt Framleiösluráös land-
búnaðarins um að það teldi hæfi-
lega framleiðslu til að fullnægja
innlenda markaðnum 105—108
millj. ltr. af mjólk á ári. Þannig
að nú virðist stefna i mjólkur-
skort næsta vetur ef ekki verður
breyting til auknmgar frá þvi,
sem verið hefur síðustu þrjá
mánuði.
Sala á öllum helstu fram-
leiösluvörum MS gekk mjög vel á
árinu. Aukning varð i sölu á
nýmjólk um 1.7% tæplega 3%
aukning varð i sölu á rjóma.
Heildarvelta MS var rúmlega 19
milljarðir g.kr. á árinu 1980.
Það reyndist mögulegt að
greiða framleiöendum grund-
vallarverö fyrir mjólkina á
siöasta ári, að frádregnu út-
flutningsbótagjaldinu. Meðal-
grundvallarverð svæðisins var
tæplega g.kr. 304 á hvern litra.
Vegna frestunar á verðhækkun i
desember sl., þá lækkaði grund-
vallarverð svæðisins um tæplega
gkr. 0,72 á litra. Lægst var grund
vallarverðiö hjá mjólkursam-
laginu I Borgarnesi g.kr. 302.51 á
litra en hæsthjá Mjólkurstöðinni i
Reykjavik 304.70 litra.
Af sölutekjum MS fá fram-
leiöendur um 65% I sinn hlut, sem
er lægra hlutfall en oftast áöur.