Alþýðublaðið - 14.05.1981, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.05.1981, Blaðsíða 1
alþýöu öiö ?ÍPil Nýr vísitölu- grundvöllur — sjá grein bls. 5 Virkjað í stafrófsröð — sjá leiðara bls. 3 Fimmtudagur 14. maí 1981 68. tbl. 62. árg. Magnús H. Magnússon um raforkufrumvarp Hjörleifs: Ákvörðun um næstu stórvirkjun þarf að taka strax Eins og kunnugt er lagði Hjör- leifur Guttormsson, iðnaðarráð- herra fram frumvarp um ný raf- orkuver á mánudag s.i. þar sem veittar eru mjög rúmar heimildir til aukinnar raforkuframleiðslu i landinu. Frumvarpið felur i sér heimildir til að reisa orkuver við Blöndu i Fljótsdal, og við Vill- inganes. Þá er heimild til stækk- unar Hrauneyjarfossvirkjunar ásamt stiflugerð og virkjun við Sultartanga. Einnig er gert ráð fyrir framkvæmdum við svokall- aða Kvislaveitu til að auka öryggi orkuveranna á Þjórsársvæðinu. Með þessum aðgerðum má auka uppsett afl i landskerfinu um 720 MW I landskerfinu, en það þýðir rúmlega tvöföldun á raforku- framleiðsiunni í landinu ef allar áætlanir standast. Athygli hefur vakið, að i frum- varpinu er enn ekki tekið af skarið um það, hvar næst verður ráðist i næstu stórvirkjun en ljóst er skv. frumvarpinu, að það verður annað hvort I Fljótsdal eða við Blöndu en Sultartanga- virkjun er sett neðst á listann og framkvæmdir við hana yrðu i fyrsta lagi á dagskrá einhvern timann á næsta áratug. Magnús H. Magnússon hefur I umræðum á Alþingi lagt mikla áherslu á að Sultartanga virkjun sé eina virkjunin, sem tekið geti til starfa með góðu móti árið 1985 og þvi var Ieitað til hans og hann beðinn að segja álit sitt á frumvarpinu: „Þarna er ekki tekið af skarið um timaröðun eins og þó margir hefðu vænst eftir allan þann tima, sem ráðherra hefur haft til að undirbúa þetta mál”, sagði Magnús H. Magnússon, „raun- verulega er það eina sem frum- varpið segir er að útiloka Sultar- tangavirkjun þangað til einhvern timann á næsta áratug. Mér finnst það eigi að vera þjóðhags- leg hagkvæmni, sem ræður röðuninni og þá ekki bara til skamms tlma heldur lika þegar til lengri tima er litið. Ég tel það afar hæpið sem ráðherra gerir að útiloka strax einn valkostinn, þ.e. Sultartangavirkjun”. Magnús var spurður um þá áætlun ráðherra að virkjanir viö Blöndu og I Fljótsdal yrði sam- stiga að einhverju leyti, „að framkvæmdir við þær skarist nokkuð” eins og það er orðað i frumvarpinu. „Þaö er ljóst, að virkja verður á fleiri en einum stað i einu”, sagði Magnús, „ef orkufrekur iðnaður kemur til sög- unnar, eins og við Alþýðuflokks- menn höfum Itrekað lagt til. Vel má hugsa sér að jarðvinna hefjist t.d. á einum staö og þegar henni er lokið þar, verði framkvæmdir hafnar á næsta virkjunarstað, en til þess að þessi framkvæmda- hraði geti haldist þarf að finna markað fyrir orkuna og byggja upp stóriðnað. í þeim efnum hefur ráðherra ekki tekið neinar ákvarðanir”. „Annað vil ég gera meiriháttar athugasemdir við i þessu frum- varpi”, sagði Magnús H. Magnússon, „og það er sú grein i frumvarpinu um að „athugaöir verði möguleikar á að ná samn- ingum við Landsvirkjun um að fyrirtækið taki að sér að réisa Fljótsdalsvirkjun og Blöndu- virkjun. Þetta á auðvitaö að vera sjálf- sagt mál, og um þetta á ekki að þurfa aö semja sérstaklega. Landsvirkjun er eina fyrirtækið I landinu, sem hefur viðtæka reynslu i byggingu orkuvera, sér- staklega stórvirkjana og ríkið á það stóran eignarhlut i fyrirtæk- inu, að þar eiga engir samningar að þurfa að koma við sögu. Ég tel, einnig, að þaö vald sem ráðherra tekur sé r þarna sé ekki æskilegt, hann getur með skilmálum sinum ráðið þvi, hvort samningar takast við Landsvirkjun eða ekki, og þetta vald tel ég að hann eigi ekki að hafa”. Magnús H. Magnússon var spurður hvað honum fyndist um það atriði, að ákvöröun um næstu stórvirkjun yrði ekki tekin fyrr en einhvern timann næsta vetur. Hann sagði, að sér fyndist það fráleitt. „Akvörðun þarf að taka strax”, sagði hann, „að visu bætir þaö mikið úr skák, að haldiö verður áfram með vatnaveit- urnar á Suðurlandi og stfflugarða Sultartangavirkjunar. En það veröur að fara fram skýr stefnu- mörkun I þessum málum sem fyrst. Menn geta imyndað sér hvað gerist ef til dæmis ekki semst fyrir norðan og stóriðju- hugmyndir á Austurlandi renna út I sandinn. Virkjun þar byggist Magnús H. Magnússon hefur lagt fram frumvarp um orkumál og telur að ákvörðun megi ekki dragast. algerlega á stóriönaöi, jafnvel á borð við álverið upp á 150 MW þörf. Ef svona færi væri Sultar- tangavirkjun eini raunhæfi kosturinn”. „Mér finnst það alveg fráleitt hjá Hjörleifi að ætla að draga þessar ákvarðanir jafnvel I heilt ár, Allur framgangsmáti og stefna ráðherra I orkumálum frá upphafi hefur byggst á þvi að flýta rannsóknum á Fljótdals- virkjun á kostnað hinna og þvi lengur sem honum tekst að draga þetta, þeim mun betur mun Fljótsdalsvirkjun standa að vigi hvað undirbúning snertir. Ennþá Kjartan, Eiður og Karl Steinar: Jafna verður kostnaði vegna sjúkraflutninga Þess eru dæmi að sjúklingar á Norðurlandi, Austurlandi og Vestfjörðum, sem flytja hefur þurft innan héraðs eða utan, greiði sjúkraflutninginn úr eigin vasa. Komið hefur fyrir að sjúklingar hafa þurft að greiða allt að 5000,- kr. eða sem svarar hálfri milljón g.kr. fyrir sjúkraflutning. Hér er um gifurlegan mismun að ræða. Samkvæmt gildandi reglum um sjúkravitjanir get- ur kostnaður óferöafærs sjúk- lings I dreifbýli af vitjun samlagslæknis numið 250,- kr., miðað við rúmlega 100 kilómetra akstur hvora leið, en I þéttbýli er innheimt sér- stakt vitjunargjald, 16,- kr., sem innifelur ferðakostnað læknis. Til að breyta þessu hafa alþingismennirnir Kjartan Jóhannsson, Eiöur Guðnason og Karl Steinar Guönason lagt fram á Alþingi frumvarp til breytinga á lögum um al- mannatryggingar. Tilgangur lagafrumvarpsins er að jafna kostnað af sjúkraflutningum og sjúkravitjunum þannig, að dreifbýlisfólki i vissum lands- hlutum sé ekki iþyngt sérstak- lega eins og nú er. 1 greinargerð með frumvarpinu segir m.a. þetta: „Gildandi reglur fela i sér $ Teiknimyndasaga i fllþýðublaðinu á laugardag: Skytturnar þrjár - eftir Alexandre Dumas A laugardag nk. hefur Alþýðublaðiö birtingu teikni- myndasögu, sem er byggð á skáldsögunni „Skytturnar þrjár” eftir Alexandre Dum- as. „Skytturnar þrjár” er fyrsta skáldsaga Dumas og Ilklega sú langvinsælasta. t henni segir frá hinum þrem óaðskiljanlegu félögum I úrvalssveit Lúöviks XIII !,t$> Olíuhreinsunarstöð, magnesíum- verksmiðja, pappírsverksmiðja og kísilmálmiðjuver meðal valkosta Oliuhreinsunarstöð, magnesi- umverksmiðja, pappirsverk- smiðja og kisilmáliðjuver eru meðal þeirra valkosta, I nýiðn- aði sem iðnaðarráöherra kynnti fréttamönnum á fundi I vikunni. Unnið hefur verið að athugunum á þessum nýiðnaðarkostum i iðnaðarráðuneytinu og fleiri stofnunum, en enginn þeirra er svo langt kominn, að unnt sé að mati iðnaðarráðherra að taka ákvarðanir um byggingu eða rekstur iðjuveranna. Hjörleifur Guttormsson lagði á það áherslu á fundinum, að þessi nýiðnaður yrði byggður upp af alíslenskum fyrirtækjum, þó að markaðssam- vinna væri hugsanlega við útlend- inga. A fjárlögum ársins I ár eru ætlaðar tvær milljónir króna til athugana vegna orkufreks iðnaðar. Þvi er spáð, að magnesium geti i framtiðinni orðið mjög eftir- sóttur málmur, þar sem hann er léttari en ál og þvi mjög orku- sparandi i flutningatæki og fl. Eftirspurn eftir magnesium hefur aukist á siðustu árum og búist er við,að veruleg umframeftirspurn verði á næstu árum eftir málm- inum. Iðntæknistofnun hefur gert svo- kallaða forsenduathugun á magnesiumframleiðslu hérlendis og er niðurstaða þeirra athugana í stuttu máli sú, að þessi iðnaður geti orðið mjög arðsamur. Heildarstofnfjárþörf 25.000 tonna verksmiðju, sem miðað er við er frá 122-217 millj. dollara eftir framleiðsluaðferðum, sem valdar verða. Sölutekjur magnesium eru áætlaðar um 62 millj. dollara, en hæstu tekjur eru áætlaðar um 106 millj. dollara, þegar allar auka- tekjur eru meðtaldar. Orkuþörf verksmiðjunnar verður um 750 GWst á ári og mun hún þurfa virkjað afl sem nemur um 100MW. Talið er að við verk- smiðjuna geti starfað allt að 300- 400 manns. Iðnaðarráöherra skipaði i febrúar s.l. verkefnisstjórn, sem á að hafa yfirumsjón með athug- unum á hugsanlegri kisilmálm- verksmiðju og eru 500.000 kr. á fjárlögum þessa árs ætlaðar til frekari rannsókna á þessu sviði. Verkefnisstjórn hefur þegar aflað sér ýmiss konar upplýsinga og er búist við áfangaskýrslu til ráðu- neytisins þ.l. júni n.k. Loka- skýrsla mun hins vegar ekki liggja fyrir fyrr en næsta vor. Miðað er við um 30.000 tonna verksmiðju og yrði orkuþörf in um 450 GWst á ári og starfsmenn um 170. Staðarvalsnefnd hefur fjallað - nokkuð um hugsanlegan stað fyrir verksmiðjuna og með samanburði nokkurra valkosta hefur hún komist að þeirri niður- stöðu, að Reyðarfjörður henti vel fyrir þessa tegund verksmiðju, ekki sist vegna þess, að nýta má afgangsvarma frá verksmiðjunni til að hita upp hús I um 5000 manna byggöarlagi, en á þessu svæði er enginn jarðhiti. Segir i bráðabirgðaniðurstöðum nefndarinnar, að „æskilegt væri að velja fyrirhugaðri verksmiðju stað á Reyðarfirði, ef á annað borð verður ákveðið að leggja I slikt fyrirtæki, enda verði næg raforka tiltæk, þar þegar þar að kemur.” 150 þúsund krónum er á fjár- lögum þessa árs ætlað til rann- sókna á hugsanlegri natrium-- klórat framleiðslu hér á landi, en þetta er framtiðarverkefni i tengslum við rekstur stórrar salt- verksmiðju á Reykjanesi. Salt- vinnslunefnd, sem er ein af nefndum iðnaðarráðherra hefur lagt til, að ráðist veröi i markaös- athuganir nú þegar og nákvæm- ari athugun á arðsemi, ef þær rannsóknir reynast jákvæðar. Talið er að heppileg stærð af verksmiðju til framleiöslunnar sé á bilinu 20—25 þús tonn miöað við verðlag I feb. 1980 og raforkuþörf sliks fyrirtækis yrði um 174 GWst eöa 22MW. A vegum iðnaðarráðuneytisins hefur að undanförnu veriö unnið að athugunum á hagkvæmni þess að reka pappirsverksmiðju á Islandi og þá einkum með það i huga að framleiða pappir i dag- blöðin. Hráefni til framleiðsl- unnar eru viðarspænir sem fluttir yröu inn frá Skotlandi, Banda- rikjunum og austurströnd Kanada. Þaö er Edgar Guðmundsson verkfræðingur, sem unnið hefur að þessum athugunum á vegum ráðuneytisins, en finnskt verk- fræðifyrirtæki EKONO hefur með höndum hagkvæmnisathuganir. 300.000 kr eru ætlaðar á f jár- lögum þessa árs til þessa verk- efnis, en þar aö auki hefur Húsa- vikurbær lagt fé til. rannsdkna á hugsanlegu hafnarstæði fyrir verksmiðjuna, en henni hefur þó ekki verið valinn staður eða ákvörðun tekin á rekstri hennar. $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.