Alþýðublaðið - 14.05.1981, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 14.05.1981, Blaðsíða 8
alþýöu- ifropm Fimmtudagur 14. maí 1981 KÚLTURKORN Háskólatón leikar—auka- tónleikar verk eftir Bach, Couperin, Scarlatti og Þorkel Sigurbjörnsson Aukatónleikar á vegum tónleikanef ndar Háskólans verBa haldnir i Porsal Þjóö- minjasafnsins viö Hringbraut, laugardaginn 9. mai 1981 kl. 17.00. Flýtjendur eru Þóra K. Jo- hansen og Elin Guömundsdóttir semballeikarar og munu þær flytja tónverk fyrir tvo sembala og einnig einleiksverk fyrir sembal. A efnisskránni er barrokktón- list og frumflutningur á nýju islensku tónverki. Flutt veröa verk fyrir tvo sembala eftir Jo- hann Christian Bach, Wilhelm Firedmann Bach, Francois Couperin og Þorkel Sigur- björnsson. Sónata Couperins er útsetning á hljómsveitarverki en hin tónverkin eru samin fyrir sembala. Einnig veröa flutt einleiksverk fyrir sembal eftir Antoine Forqueray og Domeinco Scarlatti. Þjóðhátíðar - dagur Norðmanna 1 tilefni þjóöhátiöardags Norömanna, sunnudaginn 17. mai, hefur stjórn Nordmannslag- et tekiö saman dagskrá, er hefst meö þvi aö kl. 9.30 veröur lagður blómsveigur á leiöi fallinna Norömanna, er hvila i Fossvogs- kirkjugarðinum. Skólahljómsveit Kópavogs leik- ur. Kl. 10' v 30 veröur haldin samkoma fyrir norsk-islensk börn, þar sem boöiö veröur uppá veitingar og fleira. — Um kvöldiö veröa hátiöarhöld i Þjóðleikhús- kjallaranum kl. 19.30. BOLABÁS Þá hefur Svavar Gestsson loksins lýst yfir eindregnum stuöningi viö krata — i Frakk- landi. Nú biöum viðbara.... Bryndís Schram skrifar um leiklist: Öngstræti ofdrykkjunnar Leikfélag Vestmannaeyja sýn- ir: Fyrsta öngstræti til hægri eftir: örn Bjarnason Leikstjóri: Sigurgeir Scheving Leikmynd: Sigurjón Jóhannes- son Aldrei bregzt þaö, aö áhuga- leiksýningar vekja bæöi undrun og aödáun. Á þessum siðustu og verstu timum, þegar ekkert fæst endurgjaldslaust, eru til hópar af fólki út um allt land, sem eru reiðubúnir aö leggja á sig bæöi nætur- og helgidaga- vinnu til þess að koma upp leik- sýningu og þiggja aö launum ánægjuna eina. Ahugastarf- semi, hvort sem hún snýst um leiklist eða eitthvaö annaö, hef- ur stórkostlegt félagslegt gildi, sem er endanlega miklu meira virði en spurningin um listræna sköpun. í hópvinnu binzt fólk traustum vináttuböndum, þaö þroskar meö sér eiginleika, sem nýtast bæði i starfi og leik, og þaö fagnar i hópi unnum sigr- um, sem verða aldrei metnir til fjár. Þaö er ósanngjarnt aö ætlast til þess, aö áhugaleikfélög komi upp sýningum, sem standast kröfur atvinnumanna. Þau hafa enga aöstööu til þess aö velja eöa hafna eöa gera listrænar kröfur til þátttakenda. Starf- semi þeirra byggist fyrst og fremst á áhuga hvers og eins, en ekki endilega menntun eöa þroska. Þaö er því oftast tilvilj- unin ein, sem ræöur, hvort leik- endur ráða viö hlutverk sin eða ekki. Leiksýning er þvi fyrst og fremst félagslegt afrek og verð- ur metin sem slik. Fyrsta öngstræti til hægri eft- ir örn Bjarnason (frumsýnt 78 á Akureyri) er nokkuö magnaö leikrit og áhrifamikið, ef rétt er á haldiö. Það fjallar um vanda- mál drykkjusjúklinga og er byggt á persónulegri reynslu höfundar. Sum atriði verksins finnst manni of ýkt til þess að vera alveg trúveröug, en þaö er búið töluveröri dramatlskri spennu, samtölin eru látlaus og eölileg, atriöin stutt en hnitmiö- uö. Helzti ókostur verksins er sá, aö persónurnar skortir nægilega dýpt til þess að vekja samúö áhorfenda. Maria er sú eina, sem nær einhverjum tökum á manni. Barátta hennar er átak- anleg. Þessi persóna er skýr frá höfundarins hendi og auk þess mjög vel túlkuö af þeim systr- um Guörúnu og Hörpu Kol- beinsdætrum. Aörar mannlýsingar eru fremur yfirboröslegar og óskýr- ar, og varla viö þvl aö búast, að viövaningar nái að blása I þær lifi. Sumum tókst þaö, öörum ekki. Þess vegna rofnar sú spenna, sem frásögnin gefur til- efni til, og viö trúum aldrei al- mennilega sögu Marlu. Hópurinn er of ósamstæöur, of margir veikir hlekkir, til þess aö megna aö halda utan um verkiö. Engu aö siöur eru mörg atvik I sýningunni ljómandi falleg og einlæg, t.d. samspil Mariu og önnu, Mariu og hjúkrunarkon- unnar eða Péturs. Sumir leik- endur sýndu veruleg tilþrif. Nefni ég sem dæmi leikstjórann Sigurgeir Scheving, sem var aldeilis frábær róni, Unni Guöjónsdóttur, sem geröi kerlinguna að einni eftirminni- legustu persónu leikritsins og Eddu Aöalsteinsdóttur, sem var sannfærandi Anna. Hrafn Hauksson, bróöir Mariu og Róbert Vilhjálmsson, vinur hennar, voru mjög nærri þvl aö vera eðlilegir, en skorti þó herzlumuninn. Vert er að geta leikmyndar- innar, sem mér fannst mjög haganleg auk þess. að vera mátulega raunsæ fyrir þessa leikgerö. Leikfélag Vestmannaeyja valdi sér ekki auðveldustu leiö- ina meö þvi aö taka þetta verk Arnar Bjarnasonar til sýningar. En þannig á þaö llka aö vera. A þann hátt bætir maður viö sig, lærir eitthvaö nýtt. A þann hátt tekur leikhópurinn framförum. Bryndls LEIKFELAG VESTMANNAEYJA HÖFUNDUR: ÖRN BJARNAS0N LEIKSTJÓRI: SIGURGEIR SCHEVING A RATSJÁNNI Þaö var þetta meö verkalýös- baráttuna! Hún mun ganga erfiö- lega. Allavega segja Asmundur Stefánsson og Kristján Thorla- cius það. Verkalýöshreyfingin er I varnarstööu segja þeir og eru vondaufir um aö úr rætist I náinni framtíð. Og blessuð gleymum öll þessu tali um vinveittar rikisstjórnir. Kristján Thorlacius og Asmundur Stefánsson telja verkalýöshreyf- inguna vera i eilifri stjórnarand- stööu. t»aö er hlutverk hennar . En nú er staöa stjórnarinnar svo sterk, segja þeir, aö stjórnarand- staöan getur ekki annaö veriö en máttlaus. Nú munu þeir strákarnir I VSÍ vera I stjórnar- andstööu llka, og Asmundur Stef- ansson segir þá hafa mjög sterka stööu nú. Engu aö siöur er hin ei- lifa stjórnarandstaöa verkalýös- hreyfingarinnar nú svo veik, að Kaupmáttur kauptaxta verfcamanna rmAað við vtsAoéu framfaersÉukostnaðar (1971=100) Kaupmáttarryrmm- in orðin alltof mikil segir jKaupmátturinn síg- ir jafnt og þétt verkalýöurinn getur ekki búist viö aö Hfskjörin batni fyrr en ein- hverntlmann seint og slöar meir. Þessi deyfö yfir verkalýös- hreyfingarforystunni hefur svo sannarlega smitað út frá sér. Maöur er nefndur Bjarni Jakobs- son, og er hann formaöur Iöju, félags verksmiöjufólks. Það birtist viötal viö hann I Morgun- blaöinu i gær, á bls. 2, og þar segir Bjarni „Kaupmáttarrýrnunin er oröin alltof mikil”. Þetta er alveg nýr tónn I verka- lýösbaráttunni. Oll þekkjum viö slagorö svo sem: „Samningaoa I gildi”, eöa „Mannsæmandi laun fyrir 40 stunda vinnuviku”og svo framvegis. Viö þurfum ekkert aö taka mark á þessum slagoröum frekar en við viljum. Flestir taka ekkert mark á þeim og þann hóp fyllir m.a. verkalýösforystan öll, en þessi slagorö eru þægileg og nánast heimilisleg. Þegar maöur sér þau eöa heyrir, veit maöur hvaö er aö gerast. Maöur er á heimavelli, ef svo má aö orði komast. En þegar formaöur stórs verkalýösfélags segir: „Kaup- máttarrýrnunin oröin alltof mikil”, bregöur manni I brún. Hér er nýjung á ferö, og sú nýjung gengur þvert á öll heimilislegu sktgoröin, sem viö þekkjum svo vel og okkur þykir svo vænt um. Þagli þætti gaman aö vita, hvaö Bjarna Jakobssyni þykir vera „hæfileg” kaupmáttarrýrnun, ef sú kaupmáttarrýrnun, sem þegar er oröin, er „alltof mikil.”? Þá segir blessaöur maöurinn I framhaldi af umræðuríi um hækkandi verðlag og minnkandi kaupmátt, aö þaö sé „erfitt aö sjá hverjum þaö kemur til góöa”.<!) Þaö kann aö vera erfitt fyrir manninn aö sjá hverjum þetta ailtsaman er til góös, en þaö ætti allavega ekki aö vefjast fyrir honum, hverjum þetta er til bölv- unar, fyrst og fremst. Allavega þyrfti hann ekki annaö en aö tala viö eins og einn meölim I þvl verkalýösfélagi, sem hann er I forsæti fyrir, og sama hver þaö er, sá maöur ætti aö geta gert formanninum það fullljóst, aö þaö er auövitaö lanafólkiö, og sérlega þaö meö lægstu launin, sem finn- ur mest fyrir þessu. 1 sama tölublaöi Morgunblaös- ins og viötaliö viö Bjarna birtist, birtist linurit yfir kaupmáttar- þróun ffá 1977. Þaö væri fróölegt aö sjá formann Iöju merkja viö þann punkt á línuritinu, þar sem hann telur kaupmáttarrýrnun hafa verið rétt mátulega slöast- liöin fjögur ár. Það er undarlegt að heyra for- mann verkalýðsfélags tala I sllkum uppgjafar- og vonsvikni- tón. Þaö er eins og hann hafi gert sér ákveönar hugmyndir um kaupmáttarskeröingu og aö þær hugmyndir hafi nú reynst vera rangar. Þegar hann studdi núver- andi forystu I ASI til valda, sem tryggur Sjálfstæöismaöur I stjórnarsamstarfi, skyldi hann þá hafa fengiö loforö um ákveöin mörk á skeröingunni? — Þagall

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.