Alþýðublaðið - 14.05.1981, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.05.1981, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 14. maí 1981 Úr frumvarpi rikisstjómarinnar um raforkuver Iðnaðarráðherra hefur loksins lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um raforkuver, fyrir hönd ríkis- stjórnarinnar. Menn hafa beðið eftir þessu frumvarpi með nokkurri eftirvæntingu, sérstaklega hef ur mönn- um leikið forvitni á að fá að vita hvað orkuráðherra hefur hugsað sér i virkjunarmálum. Ekki verður annað lesiðúr frumvarpi hans en að hann vilji fresta framkvæmdum og ákvörðunum ennþá frekar og er það reyndar í samræmi við stefnu Alþýðubandalags- ins í orku- og iðnaðarmálum. í frumvarpinu, sem er veglegt aðstærð, er margt athyglisverðra upplýsinga, m.a. er greinargerð Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsens um einstaka valkosti í virkjunarmálum. Hér fer á eftir það sem sagt er um Blönduvirkjun i frumvarpi iðnaðarráðherra og ríkisstjórnar. Ariö 1949 voru uppi ráðageröir um virkjun Blöndu. Var þá mælt land viö Vatnsdalsá og Friömundarvötn og Pálmi Hannesson rektor athugaöi gerö og sklpan jarölaga viö ofan- veröa Blöndu og Vatnsdalsá aö beiöni Siguröar Thoroddsen verkfræöings. Engar áætlanir um virkjunina munu þó hafa birzt fyrr en á árinu 1957, og allt til ársins 1972 var ráögert aö virkja Blöndu og Vatnsdalsá saman niöur i Vatnsdal viö býliö Forsæludal. Rannsóknir á virkjunarsvæði Blöndu hófust meö vatnamæl- ingum Raforkumálastjóra i Blöndu 1949 og Vatnsdalsá 1948 og hafa samfelldar mælingar staðiö frá þeim tima. A árinu 1970 hóf Orkustofnun undirbún- ing aö gerö yfirlitsuppdrStta af virkjunarsvæðinu og i framhaldi af þvi var unniö aö jaröfræöjrannsóknum á veg- um stoínunarinnar. Vettvangs- rannsóknir fóru fram á árunum 1974 til 1979 þó i mismiklum mæli. Féllu þær aö mestu niöur árin 1975 og 1976, en mest var unniö aö þeim tvö siöustu árin. Stiflustæöi, skuröieiöir, jarð- gangaleiöir og stöövarhússtæöi hafa verið rannsökuö ýtarlega. Boraðir hafa verið samtais nálægt 3200 m til könnunar á jarölagaskipan. Auk þess hafa fariö fram jaröeölisfræöilegar mælingar og bergspennumæl- ingar og ýtarleg leit og rannsókn hefur .verið gerö á byggingarefnum. Meö rannsóknum þessum er lokiö nauösynlegum undirbúningi aö verkhönnun virkjunarinnar. Rannsóknir á llfriki vatna og llfriki og nytjum heiöanna hafa veriö geröar á vegum Orku- stofnunar. Auk hennar hefur Ve i ö i m á 1 a s t o f n u n og Rannsóknarstofnun landbúnaö- arins staöiö aö þeim rannsókn- um. Hefur hin siðast nefnda m.a. metiö beitarþol þess lands, sem glatast mun meö virkjun- inni. Náttúrugripasafniö á Akureyri annaöist náttúru- verndarkönnun á árinu 1976, og á grundvelli hennar hefur Náttúruverndarráö fjallaö um fyrirhugaöa Blönduvirkjun. 1 umsögn sinni hefur það ekki lagzt gegn virkjuninni. Frumhönnun Blönduvirkj- unar lá fyrir voriö 1975. Meö henni var ráögert að virkja 314 m raunfallhæð frá inntaki I fall- göng' austan I Selbungu niöur I 90 m hæð y.s. I Blöndudal. Síöari samanburöarathuganir bentu hins vegar til þess, aö minni virkjun meö inntaki I námunda viö Gilsvatn kæmi mjög til álita I staö virkjunar VIRKJANASVÆOI Rannsóknarstig 0rku_ i% 5% 25% 100% GWMj gögn Forofhugun Frumhönnun Verkhönnun Hvító — Þjórsé Efri-Þjórsó og Tungnaó Sforisjor Bjollor Vatnsfellsv. Búðorhóls Kvislorveita Nordlingaaldo Efri - Þjórsó Sulfarfangi Búrfell 11 Neðri-Þjórsó Núpur Urriðofoss Hvító - Efri Hvitórvotn Abóti Stórover Tungufell Houkholt Neðri -Hvífó Hestvotn Selfoss Somtol*: 290Ö0 Súlurit sem greinir frá undirbúnlngtframkvæmdum viö þá vlrkjunar- kosti sem heizt hafa komiö til greina. frá Selbungu og er nú miðað viö þaö. Meö núverandi áætlun um virkjun Blöndu er ráögert aö nýta 277,2 m raunfallhæð frá stlfiu I Gilsá skammt neöan viö Gilsvatn niður i 125 m hæö y.s. I Blöndudal. Meö tilhögun þess- ari, sem nefnd hefur verið virkj- un viö Eiösstaði, veröur orku- vinnsla nálægt 11 af hundraöi minni en meö virkjun frá Sel- bungu. Kostir hennar eru hins- vegar einkum þeir, aö áætlaöur stofnkostnaöur á orkueiningu er lægri og rekstur er talinn betur tryggöur með stærra inntaks- lóni og styttri skuröi aö inntaki. Ráögert er að stifla Blöndu viö Reftjarnarbungu, þar sem hún er i 439 m hæö y.s. Hjástifla veröur I Lambasteinsdragi og grafiö veröur fyrir yfirfalli á ásnum þar á milli. Þá er fyrir- hugaö aö stlfla Kolkukvisl milli Kolkuhóls og Afangafells. Yfir- fallshæð veröur 478 m. y.s. og meö niöurdrætti I 465 m. hæö y.s. verður nýtanleg miölun 400 Gl. Flatarmál miölunarlóns verður 56,6ferkm. miöað við 478 m hæö y.s. og er lónstæöiö aö verulegum hluta gróiö. Beitar- gildi þess landsvæöis sem fer undir vatn eöa af öörum ástæöum veröur ekki nýtt eftir virkjun, hefur veriö metiö af Rannsóknarstofnun landbúnaö- arins. A Auðkúluheiöi vestan ár er taliö, aö glatast muni 1770 ær- gildi en 560 austan ár á Eyvindarstaöaheiöi. Neöan miölunarlónsins munu auk þess tapast 270 ærgildi meö virkj- unarframkvæmdunum. Samtals er hér aö ræöa 2600 ærgildi, en eitt ærgildi telst beit fyrir eina á ásamt 1,4 lömbum I 75 daga. Vonazt er til, aö samn- ingar takist viö heimamenn um bætur fyrir landspjöll, sem óhjákvæmilega fylgja virkj- unarframkvæmdum. Frá miðlunarlóninu er vatni veitt um 25 km leiö aö inntaki fallganga. Fyrst um skurö meö lokuvirkjum gegnum hálsinn milli Kolkuflóa og Þrlstiklu- vatns. Þaöan liggur veitan um Smalatjörn, en útrennsli hennar (Fannlækur) veröur stlflaö, og skurö I Stuttalæk, sem fellur I Austara-Friðmundarvatn. Frá Austara-Friömundarvatni ligg- ur veitan um Fiskilæk, Gilsvatn og Gilsá I inntakslóniö á Eld- járnsstaöaflá. I kostnaöaráætl- un er gert ráö fyrir verulegum kostnaöi viö skurögröft og styrkingar á veituleiö frá Smalatjörn I Gilsvatn, þannig aö tryggt veröi, aö vatniö hald- ist I farvegi slnum. Inntakslón virkjunarinnar myndast meö stiflu I Gilsá 2,5 km neðan viö Gilsvatn. Stiflaö er upp I 410 m hæö y.s. og meö 5 m niöurdrætti er gert ráö fyrir 20 G1 miölun I lóninu. Frá inntakslóni verður um 1300 m langur aörennslis- skuröur að inntaki I lóörétt stál- fóöruö fallgöng. Fallgöngin greinast I tvenn lárétt göng að vatnshverflum. Stöövarhús er neðanjarbar með tveimur 80 MW vélasamstæðum, og aö- koma að þvl veröur um 1000 m löng göng. Tengibúnaður veröur neðanjaröar i sérstökum helli samslöa stöðvarhellinum. Spennar eru einnig neðanjarð- ar. Frárennsli verður um 2100 m löng göng út i Blöndu, þar sem Sumardvöl sykursjúkra Sfðastliðiö sumar efndu Samtök sykursjúkra, Reykjavik til sumardvalar fyrir sykursjúk börn og unglinga. Var þaö I fyrsta skipti, sem til sllkrar starfsemi var stofnaö. Arangur þessarar sumardvalar var mjög góður og þvl verður nú I sumar aftur efnt til sumardvalar. Aö þessu sinni verða sumarbúöirnar haldnar aö Reykholti I Borgarfiröi, þar sem er hin ákjósanlegasta aðstaða, eins og kunnugt er. Veröur þetta frá 23. til 29. júnl. Eins og sl. sumar veröur starf- semin rekin undir stjórn sér- fróöra manna, hvaö viövikur sérþarfir barna um hjúkrun, mataræöi og annaö. öllum sykur- sjúkum börnum og unglingum á landinu er boöin þátttaka og veröur kosnaöi haldiö i lágmarki, þar sem Samtök sykursjúkra, Reykjavlk munu meö beinum fjárframlögum bera uppi hluta af dvalarkostnaöinum. Nánari upplýsingar veita: Steinunn Þorsteinsdóttir, simi 21779 — Snorri Snorrason, slmi 75129 — Þór Þorsteinsson, simi 86166 (36904) — og örlygur Þóröarson slmi 16811 (38829), og eru aðstandendur hvattir til ab hafa samband viö þau hiö allra fyrsta. Kaupmannasamtök r Islands mótmæla skatti á atvinnu- húsnædi Framkvæmdastjórn Kaup- mannasamtaka Islands Itrekar fyrri mótmæli sln viö sérstökum skatti á verzlunar- og skrifstofu- hún er I 125 m hæö y.s. skammt ofan ármóta viö Gilsá. Rennsli Blöndu hefur nú veriö mælt viö Guölaugsstaði I rúm- lega þrjátíu ár. Meðalrennsli til virkjunarinnar hefur veriö reiknaö meö hliðsjón af þessum mælingum og telst þaö nálægt 1227 Gl/a eöa 38,9 rúm. /s. Miðaö viö þaö og þekkta rennslishætti hefur orku- vinnslugeta virkjunarinnar I samrekstri viö núverandi lands- kerfi aö vðbættri . Hrauneyjafossvirkjun og r\ stiflu á Sultar- L/ húsnæöi, sem núverandi rlkis- stjórn ætlar aö framlengja, samanber frumvarp til laga, 1958 mál, sem nú liggur fyrir Alþingi. Framkvæmdastjórn Kaup- mannasamtakanna telur aö skattlagning þessi sé i hæsta máta óréttlát, þar sem hún mis- munar eigendum fasteigna og einnig atvinnuvegum lands- manna. Framkvæmdastjórnin mælist þvl til þess viö háttvirt Alþingi aö skattur þessi veröi ekki fram- lengdur heldur felldur niður. Embættisskipan í menntamálaráðuneytinu Indriði H. Þorláksson, deildar- stjóri byggingadeildar menntamálaráðuneytisins, hefur fengiö eins árs leyfi frá því starfi til þess aö gegna deildarstjóra- starfi 1 launadeild fjármála- ráöuneytisins. í hans staö hefur Hákon Torfa- son, verkfræöingur, fulltrúi I ráðuneytinu, verið settur deildar- stjóri. Þorsteinn Einarsson, iþróttafulltrúi og deildarstjóri I iþrótta- og æskulýösmáladeild, hefur fengið lausn frá störfum samkvæmt eigin ósk frá 1. júni n.k. aö telja, en hann veröur sjö- tugur á þessu ári. I hans stað hefur Reynir G. Karlsson, æskulýösfulltrúi, veriö setur deildarstjóri og er faliö aö gegna starfi Iþróttafulltrúa um sinn. I starf æskulýðsfulltrúa hefur verö settur Niels Arni Lund, félagsmálakennari, vara- formaöur Æskulýösráös rlkisins, frá 1. júni n.k. og fyrst um sinn uns ööruvisi kynni aö veröa ákveðiö. Valgeröur Vilhjálmsdóttir, skjalavöröur, hefur veriö skipuö deildarstjóri I ráöuneytinu frá 15. 'ars sl. aö telja. Innlend syrpa

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.