Alþýðublaðið - 23.05.1981, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 23.05.1981, Qupperneq 3
3 Laugardagur 23. maí 1981 alþýðu- I H hT'JT'M Otgefandi: Alþýðuflokkurinn Framkvæmdast jori: Jdhann- es Guömundsson. Stjórnmálaritstjóri (ábm): Jón Baldvin Hannibalsson. Ritstjórnarfulltrúi: Helgi Már Arthursson. , Blaðamenn: Olafur Bjarni Guðnason, Þráinn Hall- grimsson. Auglýsingar: Þóra Haf- steinsdóttir. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdtítt- ir. Dreifingarstjóri: Sigurður Steinarsson. Ritstjórn og auglýsingar eru að Sfðumúla 11, Reykjavik, simi 81866. Alþýðubandalagið og forverar þess i islenzkri pólitik hafa hátt á fjórða áratug boðað islenzku þjóðinni fagnaðarer- indi hins voDnlausa hlutlevsis og pólitiskrar einangrunarstefnu. Enn i dag nota Álþýðubanda- lagsmenn hvert tækifæri til þess aö fordæma lýðræðisrikin og varnarsamtök þeirra. Enn i dag er þeim lýst sem árásargjörn- um heimsvaldasinnum, sem vilja gina yfir auðlindum jarðar og ógna þannig heimsfriðnum. Að sjálfsögðu eiga Islendingar engra sameiginlegra hagsmuna að gæta með „kapitalistum” og „heimsvaldasinnum”. Helzt er að skilja, að tslendingar eigi að skipa sér i sveit með hinum frið- elskandi þjóðum þriðja heims- ins — með hinum hlutlausu rikj- um. 1 ræðu og riti þeirra Al- þýðubandalagsmanna er hvergi að finna neina þjóðfélagsgrein- ingu á eðli Sovétrikjanna. Þetta hervædda alræðisriki og ný- lendustefna þess kemur hvergi við sögu i heimsmynd Alþýðu- bandalagsmanna. Þvert á móti er i öllum grundvallaratriðum tekið undir „hræðsluáróður” Kremlverja gegn lýðræðisrikj- unum og varnarviðbunaði þeirra. Utanrikispólitik Alþýðu- bandalagsins er þvi enn i dag hin sama og Sósialistaflokksins hér áður fyrr og Kommúnista- flokksins þar á undan. í þeim efnum hefur ekkert breytzt. þetta skýtur óneitanlega skökku við, þegar hafðar eru i huga hástemmdar yfirlýsingar Svavars formanns og Kjartans aðalritstjóra, um, að héðan i frá séfortið þeirra i ösku. Að þeirra sögn er Alþýðubandalagið nú orðið hinn eini sanni flokkur lýð- ræðisjafnaðarmanna á fslandi. Þessu til sönnunar er ýmislegt tint til. Þeir segja að Alþýðu- bandalagið hafi þorað að mót- mæla innrás Varsjárbandalags- rikjanna i Tékkóslóvakiu ’68 (aðrir segja að þeir hafi ekki þorað annað). Þeir segjast vilja „sósialisma með mannlegu yfirbragði” alveg eins og Dubchek, þótt þeir megi ekki vera að þvi að fara nánar út i þá sálma. Þeir visa til þess, að Arni Bergmann skrifar stund- um af næmleik um kvöl og pinu andófsmanna i Sovétrikjunum. Þeir segjast senda Pólverjum samúðarskeyti, þegar við á. Og Svavar formaður vitnar viða i hástemmt heillaóskaskeyti, sem hann sendi félaga Mitter- and i Frakklandi, að loknum kosningasigri jafnaöarmanna. Þurfa menn frekar vitnanna við? Er ekki bara næst á dag- skrá að sækja um aukaaðild að Alþjóðasambandi jafnaðar- manna — svona sem fyrsta skrefið? Aður en Svavar sækir um inn- göngu i Krataklúbbinn hjá félaga Willy Brandt, er rétt að geta þess, að Lyndon B. Johnson Bandarikjaforseti gleymdi ekki að fordæma innrás Rússa i Tékkóslóvakiu, en lét þar við sitja, alveg eins og Alþýðu- bandalagið. Hinn hægri sinnaði öryggismálaráðgjafi Carters Bandarikjaforseta, Zbigniew Brzezinski, skrifar nú um hrun kommúnismans i Póllandi af ólikt meiri lærd ómi og skilningi en Haukur Már, blaðafulltrúi APN og ASt á Islandi. Og sjálfur Franz Joseph Strauss, helzti hugmyndafræðingur hægri afl- anna i Þýzkalandi, skrifar af ólikt meiri ástriðuhita um of- sóknir Kremlverja á hendur andófsmönnum, en Arni blessunin Bergmann. Samt sem áður hefur enginn þessara herramanna séð ástæður til að sækja um inngöngu i Alþjóöa- sambandið hans Willy Brandts. Það þarf nefnilega annað og meira en siðbúnar samúðar- Eða hvers vegna er það, að á þessum sama landsfundi Al- þýðubandalagsins, sem hyllti félaga Einar og Brynjólf svo innilega, voru samþykktar þrettán álitsgerðir um utan- rikismál, þar sem varnarsam- tök lýðræöisrikjanna eru sökuð um striðsæsingar, vigbún- aðaræði og kaldrifjaðar áætl- „AÐ VERMA Sin HRÆ VIÐ ANNARRA ELDl..” kveðjur með fórnarlömbum of- beldisins, til þess að gera menn að sósialdemókrötum. þótt Svavar formanni þyki á stundum henta að smjaðra fyrir erlendum jafnaðarmannaleið- togum og jafnaðarmannaflokk- um er þess að minnast, að það á ekki alltaf jafn vel við i þeim söfnuði. Þegar Svavar hafði tekið við formannskjöri á lands- fundi AB s.l. haust, lét hann það verða sitt fyrsta verk að dusta rykið af félaga Einari og Brynjólfi, kalla þá upp á sviðið og láta hylla þá. 1 hástemmdum alvörutón var söfnuðurinn minntur á, aö hinn rauði þráður fortiðarinnar til Sósialista- flokksins og Kommúnista- flokksins væri óslitinn. Alþýðu- bandalagið væri stolt af arfi for- veranna. Þá var nú ekki aldeilis verið að afneita fortiðinni, — trúnni á hið alþjóðlega föður- land öreiganna! Þetta var raunar i eina skiptiö á þessum pólitiska hluthafafundi hins sjálfumglaða kerfisflokks sem hinn óbreytti söfnuður fékk útrás fyrir ósviknar tilfinn- ingar. Sú stemning segir meira en margar ræður hentistefnu- mannsins, sem leggur sig allan fram um að villa á sér heimildir. anir um kjarnorkustyrjöld, en Ráðstjórnarrikin eru hvergi nefnd á nafn, nema i framhjá- hlaupi? Hvers vegna eru varnarsamtök lýðræðisrikjanna þindarlaust fordæmd, um leið og tekið er gagnrýnislaust undir helztu áróðurssjónarmiö Ráð- stjórnarrikjanna i utanrikis- málum? Hvers vegna er þess krafizt, að Norðurlönd verði einhliða lýst kjarnavopnalaust svæði, á sama tima og Rauði herinn beinir sextán meðal- drægum eldflaugum hlöðnum kjarnaoddum að skotmörkum á Norðurlöndum? Hvers vegna er þess krafizt, að Vestur-Evrópa r afvopnis, á sama tima og Rauði herinn beinir 660 meðaldrægum eldflaugum hlöðnum kjarna- oddum að skotmörkum um alla Vestur-Evrópu? Og hvers vegna er það að Alþýðubandalagið, þrátt fyrir öll samúðarskeytin til fórnarlamba hins sovézka hervalds, sem krefst þess enn i dag, að tslendingar einangrist pólitiskt og opni hér allt upp á gátt, á sama tima og hernaðar- leg nærvera Ráðstjórnarrikj- anna, i lofti, á hafinu og i undir- djúpunum, allt i kringum landið, fer hraðvaxandi ár frá ári? Hafa forystusauðir Alþýðu- bandalagsins, arftakar félaga Einars og Brynjólfs ekkert lært og engu gleymt, þrátt fyrir allan fagurgalann? S á jafnaöarmannaflokkur er ekki til á byggðu bóli, sem gerir sig sekan um þann fláttskap, sem utanrikispólitik Alþýðu- bandalagsins raunverulega er. Meira að segja Vesturþýzkir jafnaðarmenn, brautryöjendur slökunarstefnunnar i Evrópu, hafa aldrei gleymt þvi, að ein- angruð og án hernaðarsam- vinnu við Bandarikin, er Vestur-Evrópa varnarlaus frammi fyrir hernaðarmætti Ráðstjórnarinnar. Og á seinasta þingi Alþjóöasambands jafn- aöarmanna i Madrid, var eng- inn eins afdráttarlaus i grein- ingu sinni á hernaðarlegri út- þenslustefnu Ráðstjórnarrikj- anna, bæði gagnvart Evrópu og i þriöja heiminum, og einmitt fulltrúi franskra jafnaöar- manna Michel Rocard. Hann lýsti þvi yfir, að engir jafnaðar- menn gætú verið hlutlausir i þeim örlagariku átökum sem fram fara um alla heimsbyggö- ina milli afla alræðis og lý ræöis. Hann lýsti þvi hvernig þið sovézka hagkerfi hefur gersam- lega brugðizt sem fyrirmynd hinna vanþróuöu þjóða. Hvernig samtök hinna svokölluöu „hlut- lausu” þjóða „eru að leysast upp, frammi fyrir gegndar- lausri ásókn og þrýstingi Ráð- stjórnarinnar i þremur heims- álfum. Hann lýsti þvi yfir, að jafnaðarmenn ættu að vera framvarðarsveit i baráttunni fyrir lýðræöinu i heiminum, hvar sem að þvi er sótt. Og svo eru lærisveinar Einars og Brynjólfs — og Ulbrichts á Islandi, menn eins og Svavar Gestsson, Hjörleifur Guttormsson og Kjartan ólafs- son, að senda frönskum jafn- aðarmönnum heillaóskaskeyti, þegar þeir hafa unnið það afrek, að losa um kverkatak franska Kommúnistaflokksins á vinstri hreyfingunni þar i landi, og opna henni þannig leiö til raun- verulegra þjóðfélagsáhrifa i fyrsta sinn i sögu 5ta lýðveldis- ins. Þvilik endemis hræsni! jbh FLOKKSSTARF Alþýðuflokksfélög Reykjavíkur Hádegisveröarfundur i Iðnó laugardaginn 23. mai Fundarefni: Borgarmál. Gestur fundarins veröur Björgvin Guðmundsson borgar- fulltrúi. Fjölmennið Stjórnin. Leiðarþing og almennir stjórnmálafundir Alþýðuflokksins i VESTURLANDSKJÖRDÆMI Alþýðuflokkurinn i Vesturlandskjördæmi gengst fyrir leiðarþingum og almennum stjórnmálafundum, þar sem Eiður Guðnason alþingismaður, gerir grein fyrir störfum Alþingis i vetur og stjórnmálahorfum. Fundirnir verða sem hér segir: Borgarnes: Mánudaginn 25. mai klukkan 20.30 I Snorrabúð. Gestur fundarins: Karl Steinar Guðnason, alþm. Akranes: Þriðjudaginn 26. mai i Röst klukkan 20.30 Gestur fundar- ins: Vilmundur Gylfason, alþm. Búöardalur: Miðvikudaginn 27. mai klukkan 20.30 I kaffistofu K.Hv. Stykkishólmur: Föstudaginn 29. maí klukkan 20.30 I Lionshúsinu. Gestur fundarins: Kjartan Jóhannsson, alþm. og fyrrv. sjávarút- vegsráðherra. Grundarfjörður: Laugardaginn 30. mai klukkan 15.00 i samkomuhúsinu. Gestur fundarins: Kjartan Jóhannsson alþm. og fyrrv. sjávarútvegsráðherra. Ólafsvik og Hellissandur: Mánudaginn 1. júni. Klukkan 20.30 i Röst. Alþýðuflokkurinn Vesturlandskjördæmi. Blöndósingar — Húnvetningar Almennur stjórnmálafundur verður haldinn I félagsheim- ilinu Blönduósi á sunnudag kl. 2 e.h. Frummælendur: Finnur Torfi Stefánsson og Arni Gunn- arsson Jóhanna____________________4 hafa verið siðan 1975, i gildi reglur, sem kveöa á um, að a.m.k. skuli vera ein kona i öll- um nefndum, ráðum og stjórn- um sem rikisstjórn og hið opin- bera skipar i. Ég sagði i upphafi, að ég skyldi ekki vera langorð um þetta mál nú og við það skal ég standa. Ég vil itreka, að ég tel eðlilegt, að frekari umræöur eigi sér stað i þjóðfélaginu um þessi mál, áður en Alþingi tekur ákvörðun i þessu máli, þannig að milli þinga gefist tóm til að athuga málið betur. 1 nefndar- álitihefur félagsmálanefnd gert einu ákvæði frumvarpsins sér- stök skil og þvi ber að fagna. Þar er lagt til, að rikisstjórnin Fjölskylduferð Alþýðuflokks- fólks í Kópavogi Alþýðuflokksfélögin í Kópavogi efna til fjöl- skylduferðar um Reykjanesfólkvang fimmtu- daginn 28. mai. Tilvalin helgarferð fyrir alla fjölskylduna. Takið börnin með. Leiðsögumaður: Jón Jónsson, jarðfræðingur. Brottför frá: Hamraborg 7, kl. 10.00 stundvis- lega. Tilkynnið þátttöku til: Sólveigar, simi 44593 Sigriðar, sími 42429 Grétu, sími 44071 í september 1975 var Reykjanesfólkvangur stof naður. Að honum standa eftirtalin sveitar- félög: Reykjavik, Kópavogur, Seltjarnarnes, Garðabær, Hafnarfjörður, Keflavik, Njarð- vik, Grindavik og Selvogur.. Fólkvangurinn nær alla leið norður i Vifilstaðahlið suður á Krísuvikurberg og vestan frá Höskuldarvöll- um austur fyrir Grindarskörð, þar sem Blá- fjallafólkvangur tekur við. M eð þessu hefur það komist i framkvæmd að friðlönd og fólk- vangar ná alla leið þvert yfir Reykjanesskag- ann Ur Elliðaárvogi á Krisuvikurberg. Ferðinni verður hagað þannig i stórum drátt- um: ekið inn á Höskuldarvelli, gengið síðan meðfram Trölladyngju inn um Sog, upp á Grænavatnseggjar og niður á Lækjarvelli. Þar geta þeir, sem vilja, lokið göngunni og tekið sér far með bilnum í Krisuvik, en hinir halda göngunni áfram yfir M óhálsá um Ketilstig, yfir Sveifluháls og koma niður hjá SeltOni, þ.e. hverasvæðinu i Krísuvik. beiti sér fyrir þvi nú þegar að kannanir verði gerðar á raun- verulegum launakjörum kvenna og karla og Kjara- rannsóknarnefnd, Jafnréttis- ráði og öörum aðila veröi gert kleift með fjárframlögum, eða á annan hátt að standa fyrir þeim. Ég hef sagt i umræðum um þetta mál, að ég tel þetta ákvæði mikilvægasta ákvæði lrum- varpsins, þvi að verði það fram- kvæmt, þá er ég sannfærð um, að það hefur áhrif á kjör fjölda kvenna á vinnumarkaðinum. Þær örfáu kannanir, sem þegar hafa verið gerðar i þessu efnj gefa mjög skýrt til kynna, að mikið misrétti rikir i launamál- um kvenna og karla. Þvi geri ég mér vonir um, að deildin geti fallist á afgreiðálu þessa máls, sem lögö er til á þessu stigi málsins og fram kemur i nefnd- aráliti og hún veröi til þess að þegar verði hafist handa i þessu máli. I trausti þess að svo verði leggja nefndarmenn félags- málanefndar til þá afgreiðslu frá deildinni sem fram kemur i þessu nefndaráliti og ákvarðan- ir um önnur ákvæði frum- varpsins biði næsta þings. Leiguíbúðir_______________8 byggðar i tveimur húsum, verða reistar i Suöurhliðum og fimm ibúöir i Eyrarlandi i Fossvogi. Sigurður sagði að þetta væri bara byrjunin. Nú yrði málinu fylgt eftir og reynt að ná tak- markinu, sem setthefði verið, að byggja 100 leiguibúðir. Sagðist hann vonast til aö það takmark næðist fljótlega.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.