Alþýðublaðið - 24.09.1981, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.09.1981, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 24. september 1981 Finnbogi Rútur Valdimarsson 75 ára:_ AFMÆUSKVEÐJA TIL FYRRVERANDI RITSTJÚRA ALÞÝÐUBLAÐSINS „Þess dags mun lengi verða minnst i sögu islenskrar blaöa- mennsku.þegar Finnbogi Rútur Valdimarsson tök við ritstjórn Alþýðublaðsins. Þá hefst nýtt timabil i islenskum blaðaheimi: Nútiminn heldur innreið sína”. Þannig kemst Kjartan Ottós- son að orði i grein sem hann skrifar i afmælisblað Alþýðu- blaðsins, þegar það átti sextfu ára afmæli þann 29. október árið 1979. Þessi grein Kjartans um ritstjóratið Finnboga Rúts á Al- þýðublaðinu 1933—1940 bar fyrirsögnina: Finnbogi Rútur innleiðir nútimann i islenska blaðamennsku. 1 dag er þessi brautryðjandi nútima blaðamennsku á íslandi sjötfu og fimm ára. Alþýðu- blaðið vill minnast afmælisins nokkrum orðum um leið og það sendir sinum gamla ritstjdra heillaóskir i tilefni af afmæUnu. Finnbogi Rútur hefur komið viða við sögu i Islensku þjóðlifi á sl. fimm áratugum. Hann var ritstjóri Alþýðublaðsins á tfma- bilinu frá 1933 til 1939. Eftir að hann lét af ritstjórn Alþýðu- blaösins gerðist hann um áceið framkvæmdastjóri Menningar- og fræðslusambands alþýðu. A striðsárunum hóf hann búskap að Marbakka i Kópavogi. Frumbýlingsár þess nýja sveitarfélags voru timabil mik- illa átaka. Finnbogi Rútur varð fyrsti oddviti Kópavogshrepps frá stofnun hans 1948—1955 og bæjarstjóri i Kópavogi 1955—1957, en bæjarfulltrúi til 1962. Hann átti sæti á alþingi i fjórtán ár. Hann bauð sig fyrst fram til þings árið 1949 i Gull- bringu- og Kjósarsýslu, sem óháður frambjóðandi en i sam- vinnu við þingflokk Sósialista- flokksins. Eftir stofnun Alþýðu- bandalagsins 1956 var hann i þingflokki þess til ársins 1%3, seinasta kjörtimabilið sem þingmaður Reykjanesskjör- dæmis. Arið 1957 var hann skip- aður bankastjóri við Otvegs- banka Islands. Þvistarfigegndi hann þar til fyrir nokkrum ár- um. Finnbogi er kvæntur Huldu Jakobsdóttur, sem fyrst kvenna á lslandi var kjörin i embætti bæjarstjóra. Hún var bæjar- stjóri i Kópavogi á árunum 1957 til 1962. Finnbogi Rútur og Hulda voru i sameiningu braut- ryðjendur hins unga og þrótt- mikla kaupstaðar i Kópavogi enda voru þau kjörin fyrstu heiðursborgarar Kópavogs- kaupstaðar. Þessi æviatriði segja þó etv. minnst um stjórnmálaferil Finn- boga Rúts Valdimarssonar og pólitisk áhrif hans. Pólitisk áhrif hans á samtimamenn og rás atburða hafa jafnan verið miklum mun meiri en ráða mátti af embættum sem hann gegndi, eða vegtyllum sem hann bar. Finnbogi Rútur hefur aldrei verið neinn „Tribunus pupulus”. Stundum hefur verið haft á orði, að hann væri hinn mikli huldumaður i islenskri pólitik. Sú saga er öll óskráð, sagnfræðingum framtiðarinnar væntanlega til mikillar hrell- ingar. Þannig fer það ekki milli mála, að hinn ungi ritstjóri Al- þýðublaðsins kom mjög við sögu hins mikla kosningasigurs Al- þýðuflokksins árið 1934, þegar fldckurinn fékk allt i einu tiu þingmenn kjörna á þing. Með þeim orðum er ekki einungis átt við, að stóraukin útbreiösla Al- þýðublaðsins á fyrsta árinu i rit- stjórnartið hans átti beinlinis sinn þátt i fylgisaukningu flokksins. Þá skipti það ekki siður máli, aöfyrir þessar kosn- ingar lagði Alþýðuflokkurinn fram óvenjulega vandaða kosn- ingastefnuskrá: Fjögurra-ára áætlun um viðnám gegn heims- kreppunni og uppbyggingu nýrra atvinnuvega á Islandi. Hugmyndimar i þessari stefnu- skrá voru ekki að litlum hluta frá hinum unga ritstjora komnar. Framsetning þeirra, i sérstökum bæklingi, sem dreift var viðs vegar um landið, vakti ekki siður athygli. Handbragð hins snjalla áróðursmanns er auðfundiö á þeirri útgáfu. EN þrátt fyrir þaö, að hlutur hins unga ritst jóra væri ósmár i þessum kosningasigri Alþýðu- flokksins, settist hann sjálfur ekki inn á Alþingi fyrr en hálfum öðrum áratug síðar. Alla tið hefur fariö nokkuð tvennum sögum af hinni sögu- legu stjórnarmyndun, sem fylgdi i kjölfar kosninganna þrjátiu og fjögur. Sú stjórnar- myndun skipti sköpum á stjórn- málaferli Jónasar frá Hriflu, þess manns, sem fram að þvi hafðiborið ægishjálm yfirflesta samtimamenn i pólitik. Við þessa stjórnarmyndun var hon- um hafnað sem forsætis- ráðherra, af eigin flokki. Hermann Jónasson, stranda- goöi.varð þá forsætisráðherra i fyrsta sinn, aðeins 34 ára að aldri. Þetta var „rikisst jórn hinna vinnandi stétta” — sam- stjórn Framsóknarflokks og Alþý ðuflokks. Haraldur Guðmundsson, einn af fram- herjum Isafjarðarkrata, varð ráðherra Alþýðuflokksins i stjórninni og fór með atvinnu- mál. A þessum árum var sett á laggirnar svonefnd „skipulags- nefnd atvinnumála”. Þessi nefnd gekk jafnan undir nafninu „Rauðka”. Finnbogi Rútur átti um skeið sæti i þessari nef nd og beitti blaði sinu staðfastlega til stuðnings tillögum nefndar- innar um uppbyggingu hraðfystiiðnaðar á Islandi. A þessum árum tókust náin persónuleg tengsl milli Finn- boga Rúts og Hermanns Jónassonar. Hermann var þá sem fyrr segir þrjátiu og fjög- urra ára að aldri og þá forsætis- ráðherra i fyrsta sinn. Finnbogi Rútur var þá tuttugu og átta ára gamalf. Einnig er vitað, aö Finn- bogi Rútur kom mjög við sögu I hinum svokölluðu Héðnis- málum 1937—38, þegar Alþýðu- ílokkurinn klofnaöi i annað sinn. Skömmu eftir kosningar 15. júli 1937 fékk Héðinn, án undan- gengins samráös við forystu flokksins, samþykkta i verka- mannaf élaginu Dagsbrún, sem hann varformaður fyrir, tillögu um tafarlausa sameiningu Kommúnistaflokksins og Alþýðusambandsins (Þ.e. Alþýðuflokksins). Enda þótt ýmsir helstu forystumenn Alþýðuflokksins teldu að þarna væri veriö að fara inn á hættu- lega braut, var kosin þriggja manna samninganefnd til að ræða þetta mál við Kommún- istaflokkinn. 1 nefndinni áttu sæti þeir Ingimar Jónsson (skólastjóri), Kjartan Ólafsson i Hafnarfiröi (faðir Magnúsar Kjartanssonar) og Vilmundur Jónsson. Envegna forfalla hins siðastnefnda var Finnbogi Rút- ur kosinn í hans staö. Boðað var til aukaþings Alþýðuflokksins haustið 1938. Þar var samþykkt einróma tilboö til Kommúnistaflokksins um sameiningu flokkanna, sem tryggði lýðræðisjafnaðarmönn- um áhrif hinnar æðstu forystu hins sameinaða flokks Ihlutfalli við fylgi þeirra. Samþykkt var á flokksþinginu, að ekki mætti vikja frá þessu tilboði. Kommúnistum var settur frest- ur til 1. des. 37 til að svara.Eftir 1. des., þegar ljóst var að kommúnistar mundu ekki ganga að tilboðinu, hélt Héðinn áfram samningamakki við kommúnista i trássi við meiri- hluta flokksforystu. Þessum átökum lauk sem kunnugt er á þann veg, að Héðni Valdimars- syni var vikið úr flokknum. Sam ninganefnd Alþýðu- flokksins gaf á sinum tima út skýrslu um þessar samein- ingartilraunir. 1 þessum bækl- ingi er birt sú grundvallar- stefnuskrá, sem samninganefnd Alþýðuflokksins lagði fyrir kommúnista tilsamþykktar eða synjunar. Þetta plagg er eitt af grundvallar „dókumentum” lýðræðisjafnaðarstefnu á tslandi. An þess að hafa neitt fyrir mér i þvi, fer ég illa villur vegar, ef ég þykist ekki kenna höfundareinkenni ritstjóra Alþýðublaðsins á þeim texta. En frá þessum árum ber þó hæst þá byltingu, sem Finnbogi Rútur gerði i islenskri blaðamennsku. Hann ruddi auglýsingum af forsiðu, skipaði innlendum og erlendum fréttum i öndvegi, tryggöi Alþýðu- blaðinu erlenda fréttaritara i helstu heimsborgum, byrjaði fyrstur að nota stórar fyrir- sagnir og innleiddi nýjar hug- myndir um útlitog efnisskipan. Um þessa blaöamennskubylt- ingu segir Kjartan Ottósson I fyrrnefndri yfirlitsgrein: „Þegar Finnbogi Rútur kom aö Alþýðublaðinu, var út- breiðsla þess litil, liklega tals- vert undir tveim þúsundum og e.t.v. ekki nema i kringum eitt þúsund eintök. En áður en langt um leið var fariö að prenta blaðið i þúsunda upplagi, og þegar salan var mest á götunni, munu hafa selst upp undir tiu þúsund eintök eða jafnvel allt að tólf þúsundum eintaka”. Ennfremur segir Kjartan i grein sinni: „Yfirburðaaðstaöa Morgunblaðsins á dagblaða- markaðnum hefur varla komist i meiri hættu en þegar upp- gangur Alþýðúblaösins var sem mestur undir ritstjórn Finnboga Rúts”. Eftir að Finnbogi Rútur sleppti hendinni af ritstjórn Al- þýðublaðsins varð nokkurt hlé á afskiptum hans af opinberum málum. En frá og með striðsár- unum er nafn hans fyrst og fremst tengt tveimur stór- málum. Hið fyrra er uppbygging Kópavogskaupstaöar, sem þau hjónin voru i forsvari fyrir, allt frá þvi að þar var fyrst stofnað sérstakt sveitarfélag. 1 augum þeirra sem þá sögu þekkja gjörla leikur enn ljómi um nafn þeirra hjóna. Um skeið mátti heita að a.m.k. þrir stjórnmála- flokkar á Islandi, með rikis- stjórn landsins i fararbroddi, legðust á eitt um að hnekkja veldi Finnboga i Kópavogi. I þeirri aðför var öllum ráðum beitt, en allt kom fyrir ekki. Ef ég man rétt, þurfti Finnbogi Rútur aö heyja kosningabaráttu og berjast fyrir lifi sinu amk þrisvar sinnum á tæplega tveimur árum. En frumbýling- arnir I Kópavogi stóðu þétt að baki foringja sínum,svo að hann hafði jafnan sigur. Hitt stórmálið, sem þessi aö- sópsmikli sveitastjórnarfor- kólfur lét mjög til sin taka,var á alltöröum vettvangi: Spurning- in um utanrikisstefnu hins unga lýöveldis eftir lýðveldisstofnun. Ég hef engan mann hitt, fyrr né siðar, sem var jafn vel heima I alþjóðastjórnmálum og Finn- boga Rút. Þau fræði nam hann á yngri árum við ýmsa helstu há- skóla Evrópu i Paris, Berlin, Genf og Róm. Hann var and- vigur inngöngu tslands i At- lantshafsbandalagið og mikill baráttumaður gegn erlendri hersetu. Sá málstaöur, aö Is- land skuli halda sig utan hern- aðarbandalaga, hefur ekki i annan tima verið sóttur og var- inn af meiri þekkingu og viti. Eins og gefur að skilja um jafn skarpgáfaðan og upplýstan mann, hefur Finnbogi Rútur aldrei verið kommúnisti. Þvert á móti er hann einhver gagn- menntaöasti sósialdemókrati sinnar kynslóðar á Islandi. En hann hafði enga vanmetakennd frammi fyrir kommúnistum, enda hafa þeir aldrei riðið feit- um hesti frá viðskiptum við hann. Þegar leiðir hans og þeirra lágu saman i utanrikis- málum, gerði hann við þá bandalag. Fyrir kosningarnar 1949 bauð hann sig fram sem óháðan;en i samstarfi við þing- flokk sósialistaflokksins. Eftir það kom hann mjög við sögu við stofnun Alþýðubandalagsins 1956 og viö myndun svokall- aðrar vinstri stjórnar, sem sat við völd 1956—58. Stærsta mál þeirrar rikis- stjórnar var útfærsla landhelg- innar úr fjórum sjómilum i tólf, i september 1958. Það kom i hlut Lúðviks Jósepssonar, sem sjá- varútvegsráðherra, að gefa út reglugerðina um útfærsluna i tólf mllur. Hitt vita færri,hversu gifurleg áhrif Finnbogi Rútur haföi á undirbúning og með- höndlun þess máls, i krafti yfir- burðaþekkingar sinnar á þjóðarrétti og alþjóðamálum. Fyrir alþingiskosningarnar 1963 ákvað Finnbogi Rútur að hætta þingmennsku og bauð sig þvi ekki fram. Eftir þaö varð bankastjórn Útvegsbankans hans daglegi starfsvettvangur. Samt kom hann enn mjög við sögu i pólitfkinni, þótt að mestu væri að tjaldabaki. Það er ekkert launungarmál, að þeir sem beittu sér fyrir uppgjöri við gömlu kommahirðina innan Alþýðubandalagsins á árunum 1964—67, leituðu mjög I smiðju til Finnboga Rúts. Einkum og sér i lagi varð samstarf þeirra Björns Jónssonar, forseta Al- þýðusambands lslands,og Finn- boga mjög náið. Nú seinni árin hefur Finnbogi Rútur setið á friðarstóli. Póli- tikusum vinstri hreyfingar á Is- landi er ekki lengur tiðförult á fund Marbakkabóndans, til að sækja þar ráð og hugsa um leiki fram i timann. En enn sem fyrr munu pólitisk áhrif þessa marg- brotna persónuleika halda áfram aö verða mönnum ráð- gáta. Sagnfræðingar framtiðar- innar eiga mikiö verk óunniö, áöur en þær gátur veröa að fullu ráðnar. Alþýðublaðið áréttar enn heillaóskir sinar, i tilefni af af- mælinu,til þess manns sem inn- leiddi nútimann I islenskri blaðamennsku á siðum Alþýðu- blaðsins foröum daga. — jbh ALÞYÐUBLAÐIÐ OADBLAB CMV VJKfcííLÁB ; tjmmmýw* ALÞÝBUBLAÐID ER 14 ÁRA í DAO Forsiða Alþýðublaðsins 29. október 1933, en það var fyrsta tölubiaðið,' sem Finnbogi Rútur rit- stýrði. Þar með hóf nútiminn innreið sina I is- lenska blaðamennsku. Forsiða Alþýðublaðsins 20. október 1934. Útbreiðsla Alþýðublaðsins á þessum árum náði allt að 10 - 12 þús. eintökum daglega. Alþýðu- blaðið var siðdegisblað, það kom út 7 daga vik- unnar — lika á sunnudögum,og bauö upp á 8 siðna helgarblað að auki. Veldi Morgunblaðsins i islenska blaðaheiminum hefur aldrei, hvorki fyrr né siðar, veriö jafn hætt komið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.