Alþýðublaðið - 24.09.1981, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 24.09.1981, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 24. september 1981 5 MFA-ráðstefna um verkalýðshreyfingu i útnorðri: TILLAGA UM SAMSTARF VERKALÝÐSHREYFINGAR A GRÆNLANDI, FÆREYJUM Meniiingar- og fræðslusam- band alþýöu gengst þessa dag- ana fyrir ráðstefnu i ölfusborg- um, og ber ráðstefnan heitið „Verkalýðshreyfingin i út- norðri". Hana sækja um 30 manns, og eru þaö utan is- lenskra gesta, forystumenn Al- þýðusambands Grænlands, forystumenn stærstu verkalýðs- félaganna i Færeyjum, og nokkrir þátttakendur frá öðrum Noröurlöndum. í viðtali, sem blaðamaöur Al- þýðublaðsins átti viö Tryggva Þór Aöalsteinsson, hjá Menn- ingar- og fræðslusambandi al- OG ISLANDI þýðu, kom fram, að helstu um- fjöllunarefni á ráðstefnunni eru sameiginleg hagsmunamál þessara verkalýðshreyfingar, en i öllum þrem löndunum sækja menn lifsbjörg i sömu auðlindina, Norður-Atlants- hafið. Þannig er mjög rætt um auðlindanýtingu, fiskveiöa- stefnu og önnur skyld mál. Aðspuröur sagði Tryggvi, að þetta væri fyrsta rdöstefnan af þessu tagi sem haldin væri. Menningar og fræðslusamband alþýðu á Islandi lagöi fram til- lögu um þessa ráðstefnu á vett- vangi sambands slikra samtaka Nokkrir þátttakendur á ráðstefnunni að ölfusborgum. á Norðurlöndum, en samstarf milli þeirra er mikið. Þar fékk tillagan góðar undirtektir, og er haldin með styrk frá norræna menningarmálasjóönum. Tryggvisagðiað þvi væriekki að leyna, að þó i grunninn væri atvinnulif i þessum löndum mjög svipað, væri þó að sumu leyti nokkur munur þar á. Sér- lega, hvað varðaði Grænland, sem er tengt Efnahagsbanda- lagi Evrópu, en þannig horfa spursmál um veiðiréttindi og veiðakvóta nokkuð öðruvisi viö Grænlendingum en okkur. Það hefði þó komið fram á ráðstefn- unni, að Grænlendingarnir virt- ust ekki efast um, aö i fyrirhug- aðri þjóðaratkvæðagreiðslu á Grænlandi, um aðildina að EBE, yrði útkoman sú, að henni yröi hafnaö. Það mætti þvi jafn- vel lita á þessa ráðstefnu sem undirbúning, aö vissu leyti. A ráðstefnunni hefur komið fram tillaga, frá Færeyingum um að stofna samstarfsnefnd, skipaða fulltrúum verkalýÖ6- hreyfingar i Færeyjum, Græn- landi og á Islandi, þar sem hugað yröi reglulega að sam- eiginlegum hagsmunamálum. Þessi tillaga hefur ekki enn hlotið afgreiðslu, sagði Tryggvi Þör,og erekkiað búast við þvi, fyrr en á lokadegi ráðstefn- unnar, sem verður á föstudag. Þá hefur ekki verið gengið frá þvi nánar, hvaða verkefni nefndin ætti aö vinna. Að lokumtókTryggvi Þórþað fram.aðþósvo ráðstdnan sam- þykkti slika tillögu, væri þaö ekki á neinn hátt bindandi fyrir verka lýðshreyfingarnar i hverju landi. Þær yrðu að taka ákvörðun um slikt, hver fyrir sig. Hinsvegar væri þvi ekki að leyna aö slfk samþykkt hlyti að hafa mikil áhrif, þó hún væri ekki bindandi. ekki efni á að byggja smátt” Hornsteinn var lagður aö Þjóðarbókhlöðunni i gær viö virðulega athöfn. Forseti Is- lands, Vigdis Finnbogadóttir, lagði hornsteininn, sem hefur aö geyma blýhólk með upplýsing- um um undirbúning og bygg- ingaframkvæmdir viö Þjóöar- bókhlöðuna allt til haustsins 1981. Menntamálaráðherra, Ingvar Gislason, flutti hátiöar- ræðu og formaður bygginga- nefndar, Finnbogi Guðmunds- Hornsteinn lagður að Þjóðarbókhlöðunni i gær: „Höfum son landsbókavöröur,flutti stutt ávarp. Ingvar Gislason mennta- málaráðherra geröi hugmynd- ina að stofnun Þjóðarbókhlöð- unnar að umræðuefni i upphafi ræöu sinnar og sagöi siðan: Hugmyndin um þjóðarbók- hlöðu i þeirri mynd, sem nú er að unnið, er oröin býsna gömul. Þaö er langt siðan að framsýnir menn, sem stjórnuðu málefnum Háskóla tslands og Landsbóka- safns,fóru aö ræöa þá hugmynd að sameina bæri þessi tvö vis- indalegu bókasöfn. Ég veit engin skil á þvi, hver kann aö hafa hreyft þessari skynsam- legu hugmynd fyrstur manna, en hver sem hann er, þá á hann lof skilið og allir þeir sem undir hana tóku i öndveröu. Enda eru orðin til alls fyrst. Menntamálaráöherra rakti siðan sögu byggingamála Þjóðarbókhlöðunnar frá upp- hafi og minnti á, aö markviss undirbúningur hefði fyrst hafist i menntamálaráðherratiö þeirra Gylfa Þ. Gislasonar og Magnúsar Torfa úlafssonar. Sfðan sagði menntamálaráð- herra: 1 dag er 23. september. Sá dagur er i minnum hafður hér á landi sem dánardægur Snorra Sturlusonar, frægasta og e.t.v. mesta rithöfundur Islendinga fyrr og siðar. Ahrif Snorra á is- lenska menningu, ekki sist is- lenska bókmenningu, eru meiri en flestra annarra manna. Það fer þvi vel á þvi að hornsteinn þjóðarbókhlööu sé lagöur á ártið hans sem táknmynd þess að menning þjóöarinnar er ein og söm i 1000 ár. Sú staðreynd virö- ist raunar blasa viö að fortiðar- menn hafi I engu staðið nútima- mönnum aö baki i ýmsum list- um og bókmenntum. Þaö á a.m.k. viö um Snorra. Þess vegna litum við upp til Snorra Sturlusonar og tengjum stór- virki samtimans — sem við telj- um vera — minningunni um af- reksverk hans á sviði bók- mennta; afreksverk sem unnin voru fyrir fullum 700 árum. Ráðherra rakti siöan nokkuö sögu safnahússins viö Hverfis- götu og tengdi hana Þjóðarbók- hlööunni. Hann þakkaði siðan i ræöu sinni þeim fjölmörgu, sem lagt hafa hönd á plóginn við þetta verk, svo sem stjórnmála- mönnum, arkitektum, bygg- ingamönnum og embættis- mönnum. Finnbogi Guömundsson, for- maður bygginganefndar Þjóðarbókhlöðunnar, minnti i ávarpi sinu á ummæli Hall- grims Melsteds landsbóka- varöar, er hann haföi i bréfi til arkitekts Safnahússins gamla við Hverfisgötu, en þar lét Hall- grimur eftirfarandi orð falla: „Auövitað gæti verið nóg rúm handa fræöimönnum og öðrum „lesendum” i einum og sama sal, ef hann væri nægilega stór. En hér verö ég aö leyf a mér dá- litið frávik og vikja aö stærð safnsins i heild. A þaö verður ekki minnt of rækilega, aö vér Islendingar erum fátæk þjóð og höfum ekki efni á að byggja of smátt (og neyöast svo til aö nokkrum áratugum liönum að leggja fyrir róða það, sem þá var ætlaö aö endast um langan aldur, eins og þegar núverandi húsrými safnsins var innréttað og hugsaö var I heilli öld, þótt það siðan nægði ekki nema i aldarfjórðung). Fyrir þvi þykir mér rétt, að vér kostum hlut- fallslega þó nokkru til aö koma upp byggingu, er svari kröfum timans, en eigi jafnframt all- langa framtiö fyrir sér”. Þetta var knálega mælt I upp- hafi þessarar aldar, sagði Finn- bogi Guðmundsson, enda hefur Safnahúsiö enst Landsbókasafni og Landsskjalasafni i marga áratugi, þótt þau séu nú bæöi margfaldlega sprungin. Finnbogi Guðmundsson sagöi siðan að lokum: Þessi nýja bygging, sem hér er i smiðum, er ætluð sam- einuöu Lands- og háskólabóka- safni, en Þjóðskjalasafn mun fá allt Safnahúsið viö Hverfisgötu til sinna nota, þegar Lands- bókasafn flyzt hingaö vestur á Melana. Þjóðarbókhlaöan leysir þvi i raun og til verulegrar frambúðar húsnæöisvanda þriggja höfuðsafna, en á það verða menn aö lita, þegar þeir meta þessa miklu framkvæmd. Þ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.