Alþýðublaðið - 22.09.1981, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.09.1981, Blaðsíða 1
KJORDÆM isráðstefnu r alþýðu flokksi ns Tveir skipsskaðar um helgina Tvö islensk skip fórust um helgina. Tungufoss, eitt skipa Eimskipafélagsins, sökk um miönætti á laugardagskvöldið út af vestasta odda Englands, Lands-End og varð mann- björg. Skömmu áður hafði Fálkinn frá Tálknafirði sokkið við Látrabjarg. Einnig þar var mannbjörg. Tungufoss var á leið til Le Havre i Frakklandi með lausan hveitifarm, er óhappið átti sér stað. Farmurinn kast- aðist skyndilega til i lestinni og skipið tók að halla. Veður var vont á þessum slóðum og hallaðist skipið sifellt meir. Eldur kom upp i skipinu og var sent út neyðarkall. Eins og áður segir, tókst að bjarga öll- um skipverjum en þrir þeirra lentu þó i sjónum. Fleiri skip munu hafa farist i þessu veðri og menn farist að talið er. Fálkinn f rá Tálknafirði sökk við Látrabjarg á laugardags- kvöldið eftir að skipið hafði fengið á sig brotsjó. Lagðist skipið á hliðina, en skips- mönnum tókst að rétta það af aftur. Sjór komst i lestar og vélarrúm og hækkaði stöðugt. Var þá reyntað komast i skjól. En skyndilega fór báturinn á hliðina og komust skipsmenn rétt i þann mund frá borði, er hann sökk. Togarinn Ingólfur úr Garðinum bjargaði siðan skipsmönnum. Norðurland eystra: Sérstaks átaks er þörf í atvinnumálum fjórðungsins Kjördæmisráð Alþýðuflokks ns i Norðurlandskjördæmi jystra hélt um helgina aðalfund ;inn á Húsavik. Arni Gunnars- ;on alþingismaður og Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðu- 'lokksins ræddu stjórnmála- istandið og Geir Gunnlaugsson, irófessor hafði framsögu um yrirhuguð verkefni i starfi Mþýðuflokksins, Alþýðublaðið og breytingar á skipulagi flokksins. Pétur Pétursson, þul- ur, flutti fróðlegt erindi um Alþýðuflokkinn fyrr og nú. Mörg mál voru rædd á fundinum, s.s. verkalýðsmál, blaðaútgáfa flokksins, starfsemi ungliða- hreyfingar flokksins og nýjar prófkjörsreglur, en miklar og fjörugar umræður urðu um prófkjörin. Pétur Pétursson flutti erindi um Alþýöuflokkinn fyrr og nú Þetta var nokkuð fjölmenn ráðstefna, liklega um SOmanns, sagði Geir Gunnlaugsson, er Alþýðublaðið leitaði fregna af fundinum. Það var mjög gott hljóð i mönnum og góður hugur um starfið framundan. Miklar umræður urðu um fyrirhugaðar lagabreytingar á komandi flokksþingi og nýjar prófkjörs- reglur. Var um þau mál gerð samþykkt um að félögin vinni aö nýjum tillögum og hafi siðan ákveðið samstarf sin á milli um að samræma ákveðnar hug- myndir, sagði hann. Alyktanir voru samþykktar um verka- lýðsmál og atvinnumál og fara þær hér á eftir: Alyktun um verkalýðsmál Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðuflokksins i noröurlands- kjördæmi eystra, haldinn á HUsavik, 18. og 19. september 1981 ályktar: að stöðugt og vakandi verði að vinna að auknum launajöfn- uðu i þjóöfélaginu. Veruleg hækkun lægstu launa sé brýntmannréttindamál, sem verði aðhafa forgang i samn- ingagerö. Jafnframt beri að treysta kaupmátt launa, . m.a. meö skattalækk- 4 P> unum. r skólann i Kópavogi. Þannig að hann geti flutt starfsemi sina þangað til haustið 1982. Vegna þessarar tillögu hafa foreldra- félög og kennarafélög i Þing- hóls-, Kársnes- og Vighólaskóla boðað til almenns fundar um skólamál i Kópavogi, þar sem ræða á þessi mál. I fjórblöðungi sem félög þessi hafa látið dreifa i Kópavogi er þvi haldið fram, að bæjaryfirvöld og flutnings- menn tillögunnar hafi ekki ,,séð ástæðu til að kynna þetta mál fyrir bæjarbúum, enda þótt það varði mjög bæði kennara og annað starfsfólk og nemendur og raunar bæjarbúa alla— ”, eins og segir i dreifibréfinu frá þeim. Þvi er haldið fram i bréf- inu, að breyting sú, sem þessi tillaga hefur i för með sér, muni verða afar neikvæð og leiða til mikilla þrengsla i Kársnesskóla — eða að öðrum kosti verða að flytja nemendur bæjarhluta á milli. 1 starfshóp sem bæjarstjórn Kópavogs skipaði til að fjalla um málefni framhaldsskólans, var fjallað um þetta mál og var ein hugmynd starfshópsins, að Þinghólsskóliyrði lagður niður i áföngum, þannig að fækkað yrði um einn árgang fyrstu tvö árin og siðanyrði kannað, hvortunnt yrði að hafa 9. bekk áfram eða leggja skólann niður sem grunnskóla. I skólanefnd Kópavogs voru lagðar fram tillögur þ. 16. þ.m. sem ekki hafa komið til endan- legrar afgreiðslu. Þar erlagttil, að stofnaður verði fjölbrautar- skóli með eininga og áfanga- kerfi, sem taki tilstarfa á næsta skólaári, fyrst um sinn i þvi hús- næði sem MK er i, i Vighóla- skóla og Þinghólsskóla. Einnig leggur nefndirt til, að teknar verði upp viðræður við . Menntamálaraðuneytið, 7 P> að leggja MK t' Magnús H. Magnússon, Bjarni P. Magnússon og Jrthann Möller Norðurland vestra: HAFIST VERÐI HANDA VIÐ VIRKJUN BLÖNDU Um siðustu helgi héldu Alþýöu- flokksmenn i Norðurlandskjör- dæmi vestra ráðstefnu á HUna- völlum. A ráðstefnunni sem var mjög vel sótt, voru samankomnir fulltrúar allra byggðarlaga i kjördæminu. Stjórnandi ráöstefn- unnar var Anton Jóhannsson frá Siglufirði, en gestir * hennar voru Er meirihlutinn í Kópavogi að bresta? Fulltrúi Alþýðubandalagsins í skólanefnd hótar framhaldsskóli nieð fjölbrauta- sniði. Inn í þetta tengjast deilur um húsnæðismál núverandi Menntaskóla og hvernig leysa skuli þau mái. Fulltrúi Alþýðu- bandalagsins í skóianefnd Krtpavogs, ölafur Jens Péturs- son, hefur lagt fram bókun I nefndiiiiii. þar sem skýrt kemur fram, að Alþýðubandalagið muni ekki sætta sig við, að hús- næðismál Menntaskólans verði leyst d kostnað grunnskólans — eða einhverja þá lausn á fram- haldsskólamálinu, sem ekki taki mið af gagngerri endur- skoðuu þessa skólastigs með hliðsjóu af samræmdum framhaldsskóla. Fram ha ldsskólamálin i Kópavogi eru lengi búin að vera i deiglunni og má segja að þar hafi ákvarðanir verið dregnar vegna þess að beðið er eftir heildarlöggjöf um framhalds- skólann, en eins og kunnugt er liggur frumvarp þess efnis nú enn eina ferðina fyrir Alþingi. Fyrir nokkru var lagt fram i bæjarstjórn tillaga frá ihaldinu þar sem segir, að „bæjarstjórn samþykki að bjóða mennta- málaráðuneytinu afnot eða kaupá hluta bæjarins i húsnæði Þinghólsskóla fyrir Mennta- slitum samstarfsins Svo getur farið að meirihluta- samstarfið i bæjarstjórn Kópa- vogs bresti á næstunni, ef ekki fæst fljótlega botn i þær deilur, sem risið hafa um skólamál i bænum og þá sérstaklega imál- efnum Menntaskólaus. Deilan snýst um það, hvemig skuli inarka framhaldsskólanum i Kópavogi stefnu á komandi ár- um, hvort þar skuli áfram vera hefðbundinn Menntaskóli eða íslands (ó)hamingja? Sjá leiðara bls. 3 Snorri Sturluson í móðu Sjá bls. 4 Þriðjudagur 22. september 1981 130. tbl. — 62. árg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.