Alþýðublaðið - 22.09.1981, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.09.1981, Blaðsíða 4
4 Þriðjudagur 22. september 1981 1 Norðurland eystra Nokkrlr ráOstefnufulltrúa á Húnavöllum. Má þar sjá Jón Karlsson frá Sauöarkróki viö skriftir, en aörir fundarmenn fylgjast af athygli meö umræöum. Norðurland vestra 1 aðhin óhóflega yfirvinna islenskra launþega hafi kom- ið þungt niöur á heimilum og skert getu launþega til eðli- legs félagslifs. bvi sé nauðsynlegt aö laun fyrir 40 stunda vinnuviku nægi til lifsviöurværis. að það sé íslenskri verkalýðs- hreyfingu mikilvægt að fyllsta lýðræðis sé gætt i öllu skipulagi og yfirstjóm hreyf- ingarinnar og vekur athygli á frumvarpi um vinnulöggjöf sem lagt hefur veriö fyrir alþingi. að til að draga úr óhóflegu vinnuálagi hösbyggjenda verði að breyta lánafyr- irkomulagi og lengja lánstima — og minnir á frumvarp þingmanna Alþýðuflokksins þar að lútandi. Áiyktun um atvinnumál Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðuflokksins i norðurlands- kjördæmi eystra, haldinn á Húsavik 18. og 19. september 1981, ályktar: ,,Mikil óvissa rikir nú i at- vinnumálum kjördæmisins. At- vinnuhorfur hafa ekki veriö ótryggari um margra ára skeið. 1 þeim efnum má nefna nokkur dæmi, rekstrarstöðvun hjá Jökli hf. á Raufarhöfn, erfiðleika SIS verksmiðjanna á Akureyri, samdrátt I byggingariönaði og rekstrarerfiöleika prjónastofa. Þá þrengist mjög kostur margra annarra atvinnufyr- irtækja. Kjördæmisþingið bendir einnig á þá staðreynd, að at- vinnutekjur, brúttótekjur fram- teljenda i norðurlandskjördæmi eystra, eru einhvérjar þær' lægstu sem dæmi eru um á landinu, samkvæmt. nýrri könnun Framkvæmdastofnunar rikisins. Af þessum sökum leggur aöalfundur kjördæmisráðsins áherslu á eftirfarandi atriði: 1. Virkjun Blöndu verði hraöað eftir mætti, enda er sá virkj- unarkostur sá hagkvæmasti, sem nú er fyrir hendi i landinu, samkvæmt rannsóknum og mati allra þeirra stofnana, er um virkj- unarmál fjalla. Virkjun Blöndu er ein heista undir- staða þeirrar atvinnuþró- unar, sem vinna þarf að. Má i þvi sambandi minna á hug- myndir um pappirsverk- smiðju viö Húsavik og orku- frekan iðnaö viö Eyjafjörð. 2. Hvert sveitarfélag i kjördæminu veröur að móta ákveöna atvinnumálastefnu sem miðaö aö fjölgun starfa i iðnaöi, sem að mestum hluta erætiaöaðtaka viöþvivinnu- afli.erkemurá vinnumarkað á nætu áratugum. 3. Sveitarfélögin kanni hvort ekki sé unnt að bjóða iönfyrir- tækjum betri kjör en nú gilda. Þá erhaft ihuga aö unnt sé að laða til kjördæmisins iönfyr- irtæki, sem ella telji hag- kvæmara að festa rætur á höfuðborgarsvæðinu. 4. Kjördæmisráðið gerir þá kröfutil rikisstjórnarinnar að vandi SIS verksmiöjanna á Akureyri veröi leystur þegar I stað. Þar er i' húfi atvinna um 700 manna, en verksmiöj- urnar eru eitt mikilvægasta atvinnufyrirtækiö i kjördæm- inu. 5. Kjördæmisráðið gerir einnig þá kröfu til rikisstjórnarinnar aö hún standi viö þau loforö si'n, að iðnaðurinn njóti sömu kjara og sjávarútvegur og landbúnaður. Aðalfundur kjördæmisráðsins bendir á þa staöreynd, að fram til ársins 2000 þarf að skapa mörg þúsund ný atvinnutæki- færi i noröurlandskjördæmi eystra. Verði það ekki gert eru aílar likur á þvi, að ungt fólk telji framtið sinni ekki borgiö I fjórðungnum og flytjist á brott. þeir, Magnús H. Magnússon, Bjarni P. Magnússon, Jón Sæ- mundur Sigurjónsson og Finnur Torfi Stefánsson og fluttu þeir ásamt Jóni Karlssyni frá Sauðár- króki framsöguerindi. Ýmis málefni voru tekin til um- ræðu og skal hér greint frá þvi helsta: Það var álit manna, að vinnu- brögð Alþýöuflokksins i stjórnar- andstöðu heföu verið ábyrg og flokkurinn gerði rétt i þvi að styðja rikisstjórnina i þeim mál- um, sem samræmdust stefnu flokksins. Hins vegar ætti flokkurinn að berjast eindrégið gegn þeim stefnumálum rikis-. stjórnarinnar sem tilófara horfði fyrirþjóöina, einkum i efnahags- og kjaramálum, sjávarútvegs- málum, iðnaðar- og orkumálum og húsnæðismálum. Málefni Alþýðuflokksins voru mjög til umræöu. Töldu menn flokkinn standa vel málefnalega, en skorta á að upplýsingar um stefnu og störf bærustalmenningi nægilega vel. Or þessu þyrfti að bæta, m.a. með eflingu Alþýðu- blaösins og annarra málgagna flokksmanna. Mjög var rætt um svonefnda Alþýöublaösdeilu og kommúnistamáliö. Hörmuðu menn að slikar uppákomur skyldu verða I Alþýðuflokknum og hvöttu forystu flokksins til að kveða slikt niður til frambúðar. Sveitarstjórnarmál og byggða- stefna voru rækilega til umfjöll- unar. Drög byggöastefnunefndar Alþýöuflokksins lágu fyrir fund- inum og Magnús H. Magnússon kynnti tillögur er hann hefur unnið um aukið sjálfræöi sveitar- félaga. Töldu menn rika þörf á því, aö Alþýðuflokkurinn tæki af- gerandi frumkvæði I báðum þess- um málum flokksins og ryfu það aögerðarleysisástand, sem þar hefur rikt. Islandssaga í heitum potti A sunnudagskvöld fengum við loksins eftir langa bið að sjá sjón varpskvikmýndina um Snorra Sturluson. Þvi miður höfðu islensk blöð áöur birt tals- vert af umsögnum um verkið úr dönsku pressunni, og voru þau ummæli flest á einn veg, og dómarnir slæmir þannig voru skoðanir áhorfenda mótaöar fyrirfram. Það er skemmst frá þviað segja, að eftir aö hafa séð fyrri hluta myndarinnar, má það vera hverjum manni ljóst, hversvegna frændum vorum Dönum fannst ekki mikiö koma til hennar. Það hefði hinsvegar ekki þurftað koma i veg fyrir að íslendingar, a.m.k. þeir, sem þokkalega eru að sér i sögu þessa tima, hefðu getað haft gaman að myndinni. Þaö má skoöa myndina ann- aðhvort sem tilraun til aö f jalla um persónuna Snorra Sturlu- son, eða sem tilraun til að segja sögu stjómmálaþróunar á ts- landi á Sturlúngaöld. Hvort sem markmiðið hefur verið, mis- tekst tilraunin. Sem umfjöllun um einstaklinginn Snorra, mis- tekst myndin þvi Snorri verður manni ekkert skýrari persónu- leiki eftir aö hafa séö hana. Snorri var höfðingi, skáld, fræðimaður, heigull, ágjarn, ólánssamur bæöi i sjálfum sér og börnum si'num, framsýnn stjórnmálamaður, svikull og fláráður. Sá maður kemur ekki mjög skýrlega fram i myndinni. Hann kemur frekar fyrir sem heldur veiklundaður, en vel- meinandi bændahöfðingi, sem er mjög hrjáður af frekum börnum. Það er auðvitað rétt, að heimilislif Snorra hefur ekki veriö beinlinis friösælt. Það er auðvitað rétt, að hann vildi frið. En, eins og aörir höfðingjar þess tima, vildi hann frið á sin- um skilmálum.Hann vildi vinna friöinn, eins og sagt er. Það viröist.sem imyndinni sé gefiö i skyn,að Snorrihafi viljað vinna gegn Noregskóngi, og koma i veg fyrir að hann næði völdum hér. Hann er I myndinni látinn ráða mönnum frá þvi, að fara utan til Noregs, liklega vegna þess, að með þvi að ganga á fund kóngs, og hlýöa kalli hans, væru menn óbeint að viður- kenna rétt hans til að ihlutast um málefni tslands. Onnur skýring er til, ekki siður li'kieg, sem er, að stjórnmálarefurinn Snorri hafi fundið að kóngur vildi ekki deila völdum með neinum, og þess vegna ekki ganga erinda hans hér heima, heldur viljað skara eld að eigin köku. Þó Snorri hafi verið menntaöurog listfengur,er ekki nein ástæða til aö ætla að hann hefi verið betri maður en aðrir höfðingjar á Islandi á sinni tið. Þessi ótrúlega margbrotni karaktér kemur hvergi nærri nógu skýrt fram i sjónvarps- kvikmyndinni. Það væri enda nauðsynlegt að taka þá fyrir lengri kafla úrævisögu Snorra, t.d. uppvaxtarár hans i fóstri hjá Jóni Loftssyni og fleira. í kvikmyndinni viröist, sem Snorri hafi að mestu leyti setið heima i Reykholti, og reynt að spinna einhvern valdavef það- an, aö mestu ieytián snertingar við það sem var að gerast i kringum hann, nema eftir frétt- um sem honum bárust með gestum og gangandi. Ef litiö er á myndina, sem sögu þessa timabils i fslands- sögunni, hefur hún einnig mis- tekist. Þar er hreinlega um að ræða, að efnið er svo mikiö og atburöarásin svo flókin, aö ekki er vinnandi vegur að koma þvi fyrir I kvikmynd af þessari lengd, án þess að einfalda þráð- inn mikið. Ef tilgangurinn hefur verið að segja sögu timabilsins, og það væri út af fyrir sig kjörið efni, bæöi skemmtilegt og fræð- andi, hefði þurft að gera úr þessu seriu af þáttum, 10 til 20 talsins. En þegar reynt er að gera svo flókinni atburöarrás skil i kvikmynd sem er aðeins um 3 klukkutimar aö lengd, verður að skilja svo mikiö eftir, að það sem eftir stendur verður ekki skiliö, nema af þeim, sem þekkja sögu þessa timabils nokkuð vel. Það er þannig augljóst, að danskir áhorfendur hafa varla skiliö hversvegna Sturla Sig- hvatsson hataöi þá Þorvalds- syni svo m jög. Að visu er Sauða- fellsför nefnd nokkrum sinnum i myndinni, en það er varla næg skýring fyrir fólk, sem ekki þekkir til sögunnar. 1 kvik- mynd, sem á að gefa einhverja mynd af sögu og lifi fólks á ákveönu timabili, er það varla næg kynning á timamótamark- andi atburðum, að t veir eða þrir karlar ræöi atburðina kófsveitt- irilaug. Þannig myndast aldrei sú spenna, sem kvikmyndin þarf þó á að halda, til að geta talist fullgilt verk. Þó þeir sem þekkja sögu timabilsins hafi kannast við atburöi sem frá var sagt, og þekkt flesta eða suma helstu einstaklingana sem myndin fjallr um, er það ekki nóg. Kvikmyndin verður að standa, verður að skemmta fólki og fræða þaö, án stuðnings af þvi, sem áhorfendur hafa lesið sér til áður. Fyrir þá, sem kannst við atburðarás á Sturlungaöld, var myndin þrátt fyrir þetta ágæt kvöldskemmtun. Þó ekki væri nema fyrir það, að þaö er gaman að sjá þessa frægu ein- staklinga á skerminum, og reyna aö bera þá saman við þær hugmyndir, sem maður hafði áður gert sér um þá. Undir- ritaður varð hvað hrifnastur af leik Gisla Halldórssonar i hlut- verki Sighvatar Sturlusonar. Þar var Sighvatur lifandi kom- inn, dulur, kaldrifjaður og meinhæðinn. Þá má segja að Egill ólafsson hafi komist nokkuð nærri Sturlu Sighvats- syni, skapmiklum og metnaðar- gjörnum ungum manni, sem var sama marki brenndur og flestir hans samtiðarmenn, að hann virti loforö og svardaga ekki m ikils, eða skyldleika. Það er þó heldur óliklegt, að Sturla hafihaft þann kæk, aö stilla sér upp og yggla sig, i hvert sinn, sem hann tók afdrifarikar ákvarðanir. Aðrar höfuðpersónur myndarinnar, eru allar óljósari og von til þess, að þær lifni og skýrist kannski í seinni hluta myndarinnar, þær sem ekki eru þegar dauðar, þ.e.a.s. Að lokum vill undirritaöur nefna tvennt. A sunnudagskvöld fengum við að sjá Stakkgarðs- bardaga, þar sem Þorvalds- synir voru vegnir. Þar loks Veisia i Reykhoiti Húsnæöismálastefna rikis- stjómarinnar var mjög gagnrýnd og það harmaö hve grátt hún hefur leikiö frumvarp Alþýðu- flokksins um þau mál, sem varö að lögum eftir að rikisstjórnin hafði unniö á þvi verulegar skemmdir. Var á það bent, að stefna rikisstjómarinnar væri að útiloka heila kynslóð ungs fólks frá að geta komið sér þaki yfir höfuðiö. Kjaramál settu mjög svip sinn á ráðstefnuna. Þaö var mat manna að atvinnuástand væri yfirleitt gott i bili, mjög ótryggt væri um framhaldið. Fyrirtaeki i útgerð og fiskvinnslu stæðu höll- um fæti viða og erfiðleikar fram- undan. Þá var það átalið hve dregist hefur að hefja fram- kvæmdir viö Blönduvirkjun og steinullarverksmiðjuna á Sauð- árkróki. Mikil áhersla var lögð á úrbætur isamgöngumálum, eink- um að vegasamband milli þétt- býlisstaöa yrði bætt. A ráðstefnunni var samþykkt eftirfarandi ályktun: Ráðstefna Alþýðuflokksmanna i Norður- landskjördæmi vestra haldin að Húnavöllum dagana 19. og 20. september krefst þess að nú þegar veröi hafist handa við virkjun Blöndu. Ráðstefnan teiur virkjunina vera mikilvæga for- sendu fyrir bættum lifskjörum i kjördæminu og landinu öllu. Ennfremur styður ráðstefnan eindregið byggingu steinullar- verksmiöju á Sauöárkróki. Þá bendir ráöstefnan á þá stað- reynd, að atvinna getur brugðist á þýöingarmiklum stöðum i kjör- dæminu, er leitt getur til fólks- flutninga og hvetur þvi sveitar- stjórnarmenn Alþýðuflokksins i kjördæminu, að vera vel á verði i þessu máli. Þá bendir ráðstefnan á, að miklir erfiöleikar steðja að rekstri útgerðar og frystihúsa i kjördæminu og sums staðar er at- vinnuöryggi i hættu af þessum ástæðum. Hvetur ráðstefnan sveitarstjórnarmenn Alþýðu- flokksins að halda vöku sinni i þessum efnum. Snorri Sturiuson feigum viö að sjá, hvernig for- feður okkar börðust. Vegna þess, hversu vopn Islendinga voru alltaf léleg, börðust þeir einna helst með grjótkasti. Egg- vopn forfeðra okkar voru til lítils nýt og þurfti fullhraustur karlmaöur varla að óttast alvarleg sár i bardaga, en frekar hitt, aö hann bugaðist af þreytu. Eins mátti sjá af bar- daganum,aö þó mikið hafi verið barist i þann tið hér á landi, voru Islendingar ekki vel að sér I herstjómarlist, heldur var hver bardagi frekar fjöldi li'tt skipulegra einvigja. Annað sem undirritaður vill nefna að lokum, er sú tilhneig- ing kvikmyndagerðarmanna hér, að velja i smærri hlutverk úr hópi kunningja og vina. Þannig leika rithöfundar, ljóð- skáld, leiklistargagnrýnendur og fleira fólk ýms smáhlutverk i myndinni. En þó þessir menn séu allir hæfir menn á þvi sviði, sem þeir hafa valið sér, er það varla nokkuð trygging fyrir þvi, að þeir séu góðir leikaarar. Það er hinsvegar góð skemmtun, sem ekki kemur efni myndar- innar beint við, að leita eftir andlitum þekktra manna i aukahlutverkunum. Fyrir þá, sem ekki þekkja sögu Stúrlungaaldar, gæti reynst full ástæða tilað horfa á myndina til enda. óbg

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.