Alþýðublaðið - 21.01.1922, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.01.1922, Blaðsíða 2
s þess, að maður sem hefir kosning- arrétt og kjörgengi til þings skuli ekki vera kjörgengur og hafa kosningarrétt til bccjarstjbrnar ? £r nokkurt samræmi í slíku? Og er nokkurt vit í því, að banna mönnum að neyta kosninganéttar fyrir það, að þeir einhverra óhappa vegna hafa ekki getað framfleytt fjölskyldu sinni? Þetta hvorttveggja er jafn ósann gjarnt, og óhugsandi að nokkur siðaður maður mæli þvi bót. Þar sem þingreði, almennur kosningarréttur o. þ. I. er lögfest, á auðvitað að fylgja því fram, ekki að háifu, heldur að öllu leyti. £n það getur ekki kallast aimenn ur kosningarréttur, að svifta menn kosningarrétti fyrir það, sem hér að ofan er ne/nt. Það er beinifnis hlægilegt, að höfuðborg Íslands skuli vera íhalds samari í þessu efni, en kaupstaðir út um land. Og sú aðferð, sem fullyrt er að beitt hafi verið nú upp á siðkastið aí borgarstjóra, að hóta því að telja ógoldna húsa leigu til sveitarstyrks, án þess að hlutaðeigandi æski þess, er bein- línis gagnstceð l'ögum Og óhugs- andi að slíkt leyfist. Ógoldin húsa leiga er auðvitað skuld, en hún getur aldrei talist sveitarskuld meðan hiutaðeigandi neitar að svo verði. Sveitarstyrk verður ekki neytt upp á menn. Þriðja atriðið má minnast á í þessu sambandi, en það er aldurs- takmarkið við kosuingar. Það er nú bundið við 25 ára aldur, en fjárráðir eru menn 21 árs og stærsta sporið — hjónaband — sem segja má að menn stigi á æfinni, hafa menn að Iögum rétt til að stíga 21 árs. Þegar þetta tvent er athugað, virðist engin ástæða til að meina mönaum að taka beinan þátt i opinberum málum með atkvæðisrétti, 21 árs. Sem kunnugt er á að kjósa 5 menn í bæjarstjórn hér í næstu viku. Alþýðuflokkurinn á nú 3 menn í þessari stjóín (tveir gengu úr), en hana ætti að eiga þar öfl- ugan meiri hiuta. Vlð þessar kosningar getum við þó ekki bú ist við að koma svo mörgum að, en ef sérhver alþýðuflokksmaður og alþýðuflokkskona gerir það sem í þeirra valdi stendur, er flokknum innan handar að vinha stóran sigur við þessar kosningar. ALÞYÐUBLAÐIÐ Jafnaðarmenn berjast fyrir end urbótum á ofangreindum órétti Þeir m inu gera alt sem þelr geta tii að koma fram breytingunum, sem' auðvaldsiiðið í bæjarstjóru hefir hingað til barist á móti. Og þeir munu ekki hætta fyr en fétt- arbótin er fengih. Þess vegna eiga allir þeir, sem óiétti þessum eru beittir, að íeggj ast á eitt með Alþýðuflokknum við f hönd farandi kosningar og iáta andstæðingana finna, að þeir eru þeim ekki þakkiátir fyrir rétt- indastuldinn. Þó þeir, sem ekki standa á kjörskrá, fyrir einhver ofsngreind atriði, geti ckki lagt fram atkvæði sjálfir, eiga þeir hver um sig að hafa það hugfast, að afla flokknum að minsta kosti atkvæðis í staðinn. Við, sem rangiætinu erutn beitt, skulum muna það á kjördegi, hvernig með okkur er farið og styðja af alefli kosnihgu jafnaðar- mannanna, þeirra manna, sem rétta vilja hlut okkar. Eg geri þa5 . sem eg get, því eg er sviftur réttindum. Crlenð simskeyti, Khöfn, 19, jan. Gfenúar-ráðstefnan. Símað er frá París, að Poincaré taki þátt í Genúa ráðstefnunni, svo fremi að L*oyd George verði þar. Sovjet Rússland hefir saœþykt þátttökuskiiyrðin R iðstefnan verð ur hin stærsta sem háð hefir verið á scinni árum. Fuiitrúar munu verða um 1000 frá 40 þjóðum. írlandsmálin. Sfmað frá Dublin, að England hafi fengið triandi í hendur Du- biinarkastaia. jiljiýðnflokksfuninrinn i gærkvöldi var afar fjölmennur og auðheyrt á fundarmönnum, að þeir ætla að sigra við kosning arnar næsta. laugardag, og hafa sigurinn ekki minni en félagarnir út um land hafa unnið við ný- afstaðnar kosningar. Forseti flokksins skýrði frá\ hverjir yrðu i kjöri við kosning arnar af hálfu flokksins, en það' eru: Héðinn Vaidimarsson, skrifst stj. Hallbjörn Halldórssoo, prentari.. S’gurjón Ólafsson, afgreiðsium.. Guðgeir Jónsson, bókbindari. Jón Guðnason, sjómaður. Umræður urðu hinar fjörugustu og tóku margir til máls fyrir utac- fulltrúaefnin Fundurinn bar þess Ijóst vitni, að sundrung þekkist ekki meðal Alþýðuflokksins, og. sýnir það bezt mulstað hans. And- stæðingarnir eru aftur á móti hver upp á móti öðrum, þó þeir ætii við þessar kosningar að reyna að> hanga saman, vegna þess, að eina sameiginlega mark þeirra er: al vera á móti Alþýðuflokknum. Það mundi að vísu talin iéieg stefnu- skrá flokks, þar sem stjórnmála- þroski væri á háu stigi, en Stefn- is-Dodda Vfsis liðið — þetta mu» röðin núna — er á svipuðu póli tísku stlgi og górilla apinn, og því ekki við mikiu að búast af því. Alþýðuflokksmenn og konurí 23. nóvember stóðu þeir hlið við hlið í byssufantaliðinu, andstæð ingar flokksins ykkar; svarið þeira á kjördegi með því, að hafa rainst helmingi fleiri atkvæði ec brennivíns- og moiðtólasveitarlist inn 1 Fundarmaður. Sagan sem hefst í blaðinu í dag er þýdd’ úr ensku, og er fyrsta sagan af söguflokki, sem byrjaði að koma út 1917. ,Tarzan“ segir frá því„ hvernig enskur aðalsmaður elst upp meðal apa, og má óhætt fullyrða, að sjaidan hafi komið út skemtilegri eða merkilegri sögu- bók. Ian í söguna blandast ótai atburðir, svo hvert atriðið öðm merkilegra rekur annað. Til marks um það, hve mikiili hylli bókin hefir náð í Englandi, skai geta þess, að frá því 13. nóvember 1917, að sagan kom fyrst út, og þangað til á miðju ári 1920 hafa komið út af heani 13 Utgájvr, þar af 6 útgáfur 1920. Lesendur blaðsins ættu að fylgj- ast með sögunni frá npphafi og

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.