Alþýðublaðið - 24.10.1981, Side 6
6
Laugardagur 24. október 1981
Það verður erfitt að samstilla
verkalýðshreyfinguna til átaka
— segir Jón Helgason, formaður Einingar á flkureyri
Um síðustu helgi var haldið 10. þing Verkamanna-
sambands fslands. I umræðum um kjaramál á þinginu
kom fram ágreiningur um kröfugerðina, og þótti hópi
á þinginu/ sem drög sambandsstjórnarinnar gengu
ekki nógu langt, en í þeim var miðað við 11% kaup-
hækkun i f jórum áföngum, verðbætur miðaðar við ó-
skerta framfærsluvísitölu ofl. Stór minnihluti á þing-
inu vildi hinsvegar gera kröfur á þá leið að eftirvinna
skyldi falla niður í áföngum og dagvinukaup hækka
sem því næmi, yfirvinna reiknaðist sem 1% af
mánaðarlaunum, svipað og tíðkast hjá BSRB og að
tveir fyrstu launaflokkarnir skyldu falla niður.Nefnd
sem þingið kaus til að gera tillögur um kröfugerð
klofnaði i málinu um þessar tillögur, og smþykkti
þingið, með63 atkvæðum gegn 59, að drög sambands-
stjórnar með þeim breytingum þó, að kraf ist var 13%
launahækkunar. Jón Helgason, formaður Einingar á
Akureyri var einn flutningsmanna tillögunnar sem
undir varð á þinginu, og fer hér eftir viðtal blaða-
manns Alþýðublaðsins við Jón Helgason.
Hefur þú og þinir menn I Ein-
ingu tekið að ykkur hlutverk
skæruliöaforingja I verkalýðs-
hreyfingunni?
— Ekki vil ég nú viðurkenna
það, að við séum skæruliðafor-
ingjar.
— Eru þær kröfur sem þið
gerðuð tillögur um á þingi VMSt
komnar frá félögum I Einingu,
eða eru þetta hugmyndir
forystu félagsins?
— Það er nú eiginlega bæði og.
Allt frá þvi 1974 hafa þær
skoðanir verið að þróast, aö
krefjast þyrfti þeirra launa
fyrir 8 stunda vinnudag, sem
fólk gæti lifað sómasamlega af.
Þá kröfðumst viö niðurfellingar
eftirvinnu, og undanfarin sumur
höfum viö sett á helgarvinnu-
bann, og aðeins veitt undanþág-
ur frá þvi i einstaka tilfellum.
Nú i sumar veitum viö aðeins
eina slika undanþágu, en þá
brást fókið okkar illa við. Nú er
fólk komiö á bragðið meö það,
að ráða sjálft sinum tima, alla-
vega um helgar á sumrin og vill
ekki breyta þvi aftur til fyrra
horfs.
Fólkið vill þvi greinilega
breytt vinnuform. Krafan er þvi
komin frá fólkinu sjálfu, þó viö
höfum mótað hana þarna á
þinginu sjálfir. Nú er útlitið ekki
gott i atvinnumálum, og fólk
óttast að ekki verði mikið um
yfirvinnu. Það er ljóst að enginn
getur lifað á núverandi launum
fyrir 8 stunda vinnudag. Þess-
vegna viljum viö leggja yfir-
vinnuna niður, og fá hana beint
inn I launin fyrir 8 stunda vinnu-
daginn.
— Nú hafa itrekað birst fréttir
i blöðum um erfitt ástand fyrir-
tækja I iðnaði og sjávarútvegi á
Norðurlandi eystra. Benda
þessar fréttir til þess, að fyrir-
tækin geti borgað framfærslu-
kaup fyrir 8 stunda vinnudag?
— Ég efast ekki um að sumt er
rétt I þessum fréttum, og að á-
standiö er viða slæmt. En á-
standið er þá alveg jafn slæmt
fyrir fólkið sem þarf þá að lifa
af dagvinnulaunum einum
saman, og eitthvað verður aö
gera fyrir það. Þessvegna ger-
um við þessar kröfur.
— Hverju þarf aö breyta, til
þess að fyrirtækin geti borgaö
framfærslukaup fyrir 8 stunda
vinnudag?
— Það er auðvitað ljóst, að at-
vinnuveitendur verða að bæta
sinn rekstur. Þaö kom I ljós i
yfirvinnubanninu 1974, að af-
köstin urðu meiri á 8 stunda
vinnudegi, en ella. Það segir sig
auðvitað sjálft, aö það er eöii-
legt, þegar fólk sér fram á
vinnudag upp á 10 stundir eða
meir, að það dragi af sér fyrri
hluta dagsins. Þeir hag-
fræðingar sem hafa reiknað út
einhverjar fastar tölur um auk-
inn kostnað vegna þessara
krafna, hafa alltaf reiknað þær
útfrá vinnutimanum, en ekki
reiknað meö þvi að afköst
fólksins aukist við styttingu
vinnutimans. Það er hinsvegar
ekki hægt að reikna kostnaðinn
við þessar kröfur út með neinni
vissu, þvi engin mælistika er til,
til þess aö miða við.
—Hverjar eru staðreyndir um
raunverulegar ráðstöfunar-
tekjur fjölskyldna? Eru þær
lægri á Akureyri en annarsstað-
ar?
—Það er ljóst að á Akureyri
og á Norðurlandi eystra eru
ráðstöfunartekjur lægri en viða
annarsstaðar. Við losnuðum við
óhóflegt vinnuálag i fiskiðnaði,
vegna hagræðingar þar, þegar
frystihús voru bætt og stækkuð
og farið var að vinna meir i salt-
fisk og skreið. Það er auðvitað
af hinu góða að vinnuálagið
minnkaði, en við þaö minnkuðu
tekjur fólksins i greininni lika.
Það er hinsvegar ljóst að
aðalerfiðleikar verkalýðshreyf-
ingarinnar i komandi samn-
ingum munu stafa af svoköll-
uðum „hvetjandi launa-
kerfum”. Þannig fær hluti laun-
þega mun hærri laun en aðrir,
og þaö mun veitast erfitt að
samstilla þann hóp til átaka.
Það er sorglegt, ef fólk hefur
ekki þann félagsþroska, að taka
sameiginlega á, til þess að toga
upp þá sem lægstu launin hafa.
—Þorsteinn Pálsson, frkvstj.
VSl segir kröfugerðina vera
gengisfellingakröfu og Guð-
Jón Helgason, formaður verka-
lýðsfélagsins Einingar á
Akureyri.
mundur J. Guðmundsson, for-
maður VMSl hefur sagt að
kröfugerð sem fer upp i 40% sé
ávisun á verðbólgu. Hverju
svarar þú þvi?
—Þaö er alveg rétt, miðað viö
óbreytt skipulag þessara mála.
En það er skrýtið að þeir aðilar,
sem börðust hvað harðast fyrir
kröfunni um „samningana i
gildi”, og sitja nú I rikisstjórn,
hafa ekki sýnt neinn vilja til
þess að breyta þessu skipulagi,
á þann veg, að það verði þeim I
hag, sem minna mega sin.
—Verða einhverjar tilraunir
gerðar til samræmingar kröfu-
gerðanna, eða veröa norðan-
menn sér á báti?
Ég get ekki sagt um þaö
nú. Við höfum boðaö almennan
fund um þessi mál nú fljótlega,
og þar verða málin auðvitað
rædd. Miðstjórn ASl hefur
óskað eftir þvi að félögin öfluðu
sér verkfallsheimildar vegna
komandi samninga. Nú og svo
er kröfugeröin enn ófrágengin.
Þetta voru aðeins vinnuhug-
myndir. Svo er það allt óvist.
Landsfundur Alþýðuflokkskvenna hófst sl. fimmtudagskvöld. Þar
var m.a. flutt samfelld dagskrá til heiðurs Jóhönnu Egilsdóttur og i
tilefni af aldarafmæli hennar. Benedikt Gröndal alþingismaður flutti
erindi um evrópsk stjórnmál i Ijósi atburðanna I Póllandi. Sonardóttir
Jóhönnu Egilsdóttur, Jóhanna Sigurðardóttir hafði framsögu um
launamál kvenna á vinnumarkaðnum. Kristin Guðmundsdóttir
formaður Samtaka Alþýðuflokkskvenna setti landsfundinn kl. 20 á
fimmtudagskvöld. Að setningarræðu hennar lokinni flutti Kjartan Jó-
hannsson formaður Alþýðuflokksins ávarp. Sl. föstudagskvöld var svo
sérstakur kvöldfagnaður iVikingasal að Hótel Loftleiðum. Veislustjóri
var frú Emilia Samúelsdóttir og var þá giattáhjalla eins og ævinlega,
þegar Alþýðuflokksfólk kemur saman.
Þegar nær dregur október byrja rithöfundar miklar vangaveltur
um það, hver muni hreppa Nóbelsverðlaunin I bókmenntum:
Greene? Naipaul? Borges? Lessing? Upplýstar ágizkanir I Stokk-
hólmi beindust á þessu hausti að leikritahöfundunum Harold, Pint'-
er, Arthur Milier og Peter Weiss. En alveg eins og á seinasta ári
kom úthlutunarnefndin öllum á óvart. Sá sem hreppti hnossið, er
Elias Canetti (griska skáldið Odysseus Elytis vann þau árið 1979 og
póslka skáldiö Czeslaw Milosz vann þau 1980).
Nóbelsverðlaun fyrir bókmenntir:
Elias Canetti
Það er ekki hlaupið að þvi aö
skipa Canetti á bás, hvorki eftir
þjóðerni né bókmenntastefnum.
Að uppruna er hann búlgarskur
gyðingur, fæddur árið 1905.
Hann ólst upp i Englandi, Aust-
urriki, Sviss og Þýzkalandi. 1938
flúði hann til Frakklands, en
hefur búið i London siðan 1938.
Hann skrifar á þýzku. Frá hans
hendi hafa komið margar skáld-
sögur og nokkur leikrit. Einnig
meiriháttar rannsókn á eðli
fjöldahreyfinga, sem á þýzku
ber nafnið „Masse und Macht”.
Mikið lof hefur veri borið á rit-
höfundarstil Canettis. Þannig
segir t.d. Georges Steiner i The
New Yorker að „spenntur
glæsileiki stilsins, sterkur og
margþættur jafnist á við það
bezta sem skrifað hefur verið á
þýzku, stillinn sé hvort tveggja i
senn, ögrandi og nákvæmur.”
Djúp tilfinning fyrir útlegð og
einsemd er þungamiðja i öllum
verkum Canettis. 1 leiftrandi
endurminningum, sem á ensku
nefnast „The Tongue set free”
segir hann frá bernskuárum
sinum i hafnarborginni
Ruschuk við Dóná. Hann ólst
upp innan um fólk af margvis-
legu þjóðerni og lærði hrafl úr
átta tungumálum. Foreldrar
hans töluðu þýzku sin á milli.
Móðir hans skólaði hann i
leyndardómum þýzkunnar af
ástriðuog ögun. Árið 1944 ákvað
Canetti að halda áfram að
skrifa á þýzku „vegna þess að
ég er gyðingur”. Þegar
sprengjuflugvélar Hitlers létu
eldi og eimyrju rigna yfir
London skrifaði Canetti: „Ef ég
kynni, þrátt fyrir allt, að lifa af,
þa á ég það Goethe aö þakka.”
Arið 1935 lauk Canetti
doktorsprófi i efnafræði. Sama
árið birti hann skáldsöguna:
„Die Blendung”, eða Blinding.
Bókin fjallar um einangraöan
menntamann sem lifir i heimi
sinna 25 þúsund bóka, en veit
ekkert um lifið og tilveruna,
fyrr en hann kvænist ráðskonu
sinni, rekur sig illþyrmislega á
veruleikann og enda með þvi að
tortima bæði bókasafni sinu og
sjálfum sér. Þessi frábæra en
erfiða bók, átti að vera sú fyrsta
i bókaröð um hinn mannlega
gleðileik vitfirringarinnar.
Tómas Mann hyllti höfundinn
fyrir þessa bók. En Canetti
skrifaði aldrei seinni bindin. 1
staðinn eyddi hann 25 árum við
rannsóknir á þvi sem hann
kallar stærsta verk sitt „Masse
und Macht”. Auk þess skrifaði
hann mikið um rithöfundana
Kafka, Marrakesh og fortið
sina.
Allar bækur hans hafa komið
út á ensku, i Bandarikjunum á
vegum fyrirtækisins Contin-
uum. Sú bóka hans sem hvað
flestir hafa lesið nefnist „Ear
witness”.Þaðer safn smásagna
og frásagna. önnur af svipuðu
tagi nefnist „The human
Province” sem er morandi af
leiftrandi innsæi og snjóííum
likingum. Um sjálfan sig segir
hann: „Hver maður ætti að
reyna að öðlast sitt eigið form
Elias Canetti:
Múgurinn og valdbeitingin.
fullkomnunar: mitt myndi fel-
ast i þögninni”.
En öndvegis verk hans verður
„Masse und Macht”. 1 henni
einsetur hann sér að ná tökum
á þeim öflum, sem knúið hafa
áfram rás mannkynssögunnar á
okkar dögum. Susan Sonntag
kallar þessa bók ákæruskjal
gegn valdinu og andmæli gegn
dauðanum. Canetti leitar viða
fanga — i dýrafræði, eðlisfræði,
mannfærði og goðafræði. Hann
skoðar þá tilhneigingu manns-
ins til að skipa fyrir og hlýða, að
skipa sér i gengi eða hópa og af
hvaða hvötum maðurinn leitar á
náðir trúarinnar. Hann veltir
fyrir sér spurningum um bylt-
ingu, ofbeldi, lifshvötina, löng-
unina til að lifa af, og eðli þjóð-
félagsins.
Þetta eru þær spurningar,
sem okkar öld kann engin svör
við. Bókin er ekki auðveld af-
lestrar — hvernig mætti það
vera? — Canetti hugsar og
skrifar um stórbrotin viðfangs-
efni með hugarfari hins stór-
brotna manns — og kryddar mál
sitt ósviknu skopskyni. Um
sjálfansig segir hann: „Égheld
dauöahaldi i einfaldleikann, til
þess að ruglast ekki af þeim
óteljandi persónuleikum, sem
ég samanstend af.”
(JBHþýddi.)
Kjósum
Kvenréttindafélag Islands
hefur gefið út limmiða meö
merki kvennaárs Sameinuðu
þjóðanna og orðunum „Kjósum
konur”. Tilgangurinn með út-
gáfu þessari er að hvetja karla
og konur til að gera nú stórátak
við að rétta hlut kvenna i
sveitarstjórnum og ööru stjórn-
málastarfi.
Framundan eru prófkjör og
forval hjá stjórnmálaflokk-
unum og munu niðurstöður
þeirra ráða miklu um skipan
fulltrúa á framboðslistum viö
sveitarstjórnarkosningarnar að
vori.
Upplag limmiðanna er 10.000
stk. og verður þeim dreift á
næstu vikum og mánuðum.
A landsfundi félagsins i októ-
ber 1980 var samþykkt að á
næstu fjórum árum yröi sér-
staklega unnið að þvi að auka
áhrif kvenna við ákvarðanatöku
I samfélaginu. Aðaláherslan
konur
KJÓSUM KONUR
KVENRÉTTINDAFÉLAG
ÍSLANDS
verði lögð á aö fjölga konum I
sveitarsjórnum og-á Alþingi.
1 dag eru konur aðeins 6,1%
kjörinna fulltrúa I sveitar-
stjórnum hér á landi (1172
karlar og 72 konur). Þess má
geta, að I Danmörku (kosiö
1978) er hlutfallið 17,7%, i Finn-
landi (kosið 1976) 18.2%, i Nor-
egi (kosið 1979) 22,9% og i Svi-
þjóð (kosið 1980) 29,8%.