Alþýðublaðið - 29.10.1981, Page 3

Alþýðublaðið - 29.10.1981, Page 3
Fimmtudagur 29. október 1981 INNLEND STJÖRNMAL 3 FRÉTTIR í STUTTU MÁLI 40. sýning á Sölumaður deyr N.k. föstudag, 30. október, verður 40. sýningin á uppfærslu Þjóöleikhússins á leikriti Arthurs Miller, SÖLUMAÐUR DEYR. Leikritið var frumsýnt i febrúar- mánuöi síðast liðnum og fékk þá afar lofsamlega dóma gagnrýn- enda og aðsóknin að sýningunni hefur sýnt að Sölumaðurinn á enn fullterindi tilokkar i dag, röskum þrjátiu árum eftir að hann kom fyrst fram f New York árið 1949. Meðal þess sem umsagnir fjöl- miðlanna gátuum varðandi þessa sýningu var það að Gunnar Eyj- ólfsson, Margrét Guðmundsdóttir og Hákon Waage ynnu þarna stóra leiksigra og að sýningin i heild væri „með þvi móti sem best gerist i Þjóðleikhúsinu”. Og nú fer einnig að liða að þvi að þessi vinsæla sýning renni sitt skeið á enda, þvi aðeins örfáar sýningar eru eftir. Eins og fyrr segir þá eru i aðal- hlutverkum Gunnar Eyjólfs- son, Margrét Guðmundsdóttir og Hákon Waage, og auk þeirra Andri örn Clausen, Róbert Arn- finnsson, Arni Tryggvason, Randver Þorláksson og Bryndis Pétursdóttir. Aðrir i hlutverkum eru Jón S.Gunnarsson, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Bessi Bjarnason, Sigriður Þorvalds- dóttir og Edda Þórarinsdóttir. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðs- son, leikmyndin er eftir Sigurjón Jóhannsson, búningar eftir Dóru Einarsdóttur, lýsingin er i umsjá Kristins Danielssonar, tónlist eft- ir Askel Másson, en islenska þýð- ingin ereftir Dr. Jónas Kristjáns- son. Ný útgáfa spariskírteina Miðvikudaginn 14. október hófst sala verðtryggðra spari- skirteina rikissjóðs i 2. fl. 1981, samtals að fjárhæð 20 milljónir króna. Utgáfan er byggö á heimild i fjárlögum fyrir árið 1981. Lánsandvirðinu verður varið til opinberra fram- kvæmda á grundvelli lánsfjár- áætlunar rikisstjórnarinnar fyr- ir þetta ár. Kjör skirteinanna eru þau sömu og skirteina i 1. fl. 1981. Höfuðstóll og vextir eru verð- tryggðir miðað við þær breyt- ingar er kunna að verða á láns- kjaravisitölu, er tekur gildi 1. nóvember n.k. Skirteinin eru bundin fyrstu fimm árin, en frá 15. október 1986 eru þau innleys- anleg hvenær sem er næstu sautján árin. Raunverulegt verðmæti upphaflegrar fjár- hæðar tvöfaldast á lánstiman- um sem er 22 ár, en það jafn- gildir 3,2% meðalvöxtum á ári. Spariskirteinin skulu skráð á nafn og eru framtalsskyld. Þrátt fyrir framtalsskyldu eru allar vaxta- og verðbóta- tekjur manna af kröfum og inn- leignum, þ.á.m. af spariskirt- einum rikissjóðs, sem ekki eru tengdar atvinnurekstri eða sjáflstæðri starfsemi þeirra, frádráttarbærar að fullu við ákvörðun tekjuskattsstofns. 1 þessu felst skv. ákvæðum laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt, að ekki kemur i neinu tilviki til skattlagningar á vaxta- og verðbótatekjur af spariskirteinum hjá mönnum utan atvinnurekstrar. Við ákvörðun á eignarskatti manna ber að telja spariskirteini til eignar. Séu þessar eignir ekki tengdar atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi manna er heimilt að draga þær aftur frá eignum að þvi marki sem þær eru umfram skuldir. Skirteinin eru nú gefin út i fjórum verðgildum, þ.e. 500, 1.000, 5.000 og 10.000 krónur. Hú eru framundan allsherjar- kjarasamningar milli atvinnu- rekenda og vinnuseljenda i landinu. Fulltrúar vinnuselj- enda og atvinnurekenda setjast að samningaborði. Samkv. venju má búast við þvi, að fulltrúar rikisvaldsins komi fyrr eða siðar inn i þá samninga beint eða óbeint. En til eru forréttindahópar i þjóðfélaginu, sem hafa tekið sér fullkomlega sjálfdæmium verð- lagningu á vinnu sinni eöa þjón- ustu. Þeir þurfa ekki að semja við einneða neinn. Þeir ákveða sina kauptaxta sjálfir. Oft á tið- um er rikisvaldið, samnefnari almennings ilandinu, helzti við- skiptavinur þessara forrétt- indahópa. Samt hefur rikisvald- skrár og verðtaxtar skulu hverju sinni auglýst á þann hátt aö aðgengilegt sé almenningi. í greinargerð með frv. bend- ir Jóhanna á, að hækkanir á út- seldri vinnu t.d. byggingar- meistara,rafverktaka og málm- og skipasmiða, þurfilögum skv. að hljóta samþykki Verðlags- ráðs. Sama máli gegnir um þjónustuaðila eins og hár- greiðslu- og hárskerameistara. Þeir þurfa að sækja um hækk- anir á sinum gjaldskrám og fá þær samþykktar af Verölags- ráði. Sömu sögu er að segja af fyrirtækjum i einkaeign, sem selja þjónustu eins og t.d. efna- laugar og þvottahús. Gjaldskrár leigubifreiðastjóra eru einnig þennan hóp m.a. Ervantaðsjá hvað réttlætir það, að gjald- skrárog verðtaxtar þessara aö- ila séu ekki undir svipuðu eftir- liti og þurfi að hljóta samþykki Verölagsráðs. Spyrja má, hverjir það eru, sem gæta hagsmuna neytenda i samskiptum viö þessa aðila? Jóhanna bendir á, að gjald- skrár tannlækna eru eins konar viðmiðunargjaldskrár. 1 raun og veru lágmarksgjaldskrár. Gefur auga leið að það fyrir- komulag verndar ekkihag neyt- enda um sanngjarna og eölilega verðlagningu. Ennfremur má spyrja, hvers vegna sömu leik- reglur eigi ekki að gilda um alla þjónustuaðila sem selja vinnu ingi milli Tannlæknafélags Islands og Tryggingastofnunar rikisins, sem gerður var 1975, kemur fram, að 50% af gjald- skrárfjárhæðum svara til rekstrarkostnaðar tannlækna. Verulegur hluti af verði gjald- skrár eru laun tannlækna. Tölur sem fram komu á Alþingi 1980 um laun skólatannlækna renna stoðum undir það. Nú er á það að benda, að rikisvaldið sjálft, i umboði neyt- enda, er einhver stærsti kaup- andi ab þjónustu verkfræðinga, arkitekta, tannlækna o.fl. slikra hópa. Samt setja þessir aðilar upp gjaldskrár án þess að svo mikib sem þurfa aö ræða við þá aðila sem þjónustuna kaupa. Forréttindahópum selt sjálfdæmi • „Hvers vegna þurfa byggingameistarar, rafverk- takar, málm- og skipasmiðir, hárgreiðslu- og hár- skerameistarar, efnalaugar og þvottahús og leigubíl- stjórar að sækja um hækkanir á sínum gjáldskrám og fá þær staðfestar af Verðlagsráði? Til eru þeir for- réttindahópar í þjóðfélaginu, sem hafa sjálfdæmi um verðlagningu sinnar þjónustu. Þeir þurfa hvorki að spyrja kóng né prest. Samt er það svo, að ríkisvaldið í umboði neytenda er í mörgum tilvikum stærsti kaup- andinn að þessari þjónustu. Samt áskilur ríkisvaldið sér ekki rétt til að semja umverðlagningu þjónustunn- ar. Meðal forréttindahópa sem hafa sjálfdæmi um kaup og kjör má nefna lögfræðinga, verkfræðinga, arkitekta, tannlækna og endurskoðendur." ið ekki gert kröfu til þess hingað til, að ná samningum við þá um verð á seldri þjónustu. Þessir forréttindahópar hafa sjálf- dæmi. Dæmi um slika forréttinda- hópa eru m.a. lögfræðingar, verkfræðingar, arkitektar, tannlæknar og endurskoðend- ur. Nú hefur Jóhanna Sigurðar- dóttir alþm.,ásamt með f jórum öörum þingmönnum Alþýðu- flokksins.flutt frv. til laga, sem kveður á um að gjaldskrár slikra forréttindahópa verði settar undir verðlagseftirlit eins og önnur þjónusta i landinu. Skv.lagafrumvarpinu skulu all- ar gjaldskrár og verðtaxtar hljóta samþykki Verðlagsráðs, að fenginni umsögn Verðlags- stofnunar. Þessum forréttinda- hópum skal framvegis óheimilt að gefa út lágmarkstaxta eða ákveða lagmarksverð. Gjald- háðar ákvörðun Verðlagsráös. Hins vegar nefnir Jóhanna aðra þjónustuaðila sem eru undir litlu sem engu verðlags- eftirliti. Lögfræðingar,endur- skoðendur, arkitektar, verk- frasðingar og tannlæknar skipa sina á vinnumarkaðnum skv. gjaldskrá? Hvers vegna eru sumir forréttindahópar undan- þegnir leikreglunum? Jóhanna tekur dæmi af tann- læknum. Allir vita aö þjónusta tannlækna er mjög dýr. 1 samn- Um þetta segir Jóhanna i grein- argerö með frumvarpinu: ,,Þaö er vægast sagt óeölilegt að án nokkurs eftirlits hafi nokkrir aöilar i þjóðfélaginu þá sérstööu að geta skammtað sér laun og tekjur fyrir sina þjón- ustu, sem oft hefur i för með sér mikinn kostnað fyrir allan al- menning. Óhætt er að fullyrða, að verðlagning er oft á tiðum óeðlilega há og geturvarla verið i samræmi við þann tilkostnað sem af þjónustunni leiðir, eða i samræmi við hugmyndir þwra þjóðfélagsþegnanna um eöli- lega tekjuskiptingu I þjóðfélag- inu. Meðan við búum við slikl fyrirkomulag er skylda stjórn- valda að gripa inn i meö á- kveðnu, virku og skipulegu eft- irliti til aö tryggja eölilega verð- myndun fyrir þá þjónustu sem veitt er skv. gjaldskrám og verðtöxtum.” —JBH Úr einu t fyrirspurnatima á Alþingi á þriðjudag s.l. kom fram fyrir- spurn til iðnaðarráðherra um stöðu ýmissa stórra iðnfyrir- tækja. Fram kom I svari ráö- herrans, að um verulega erfið- leika er að ræða hjá þeim stór- fyrirtækjum i iðnaði, sem fjall- að var um i svarinu. Þetta stað- festir þá margitrekuðu gagn- rýni stjórnarandstööunnar nú I sumar og haust, aö mörg stór fvrirtæki á landinu gengju nú á skuldasöfnun innlendis og er- lendis, eða á eigin fé, þar sem það væri fyrir hendi. Hjörleifur Guttormsson ræddi um stöðu sex iðnfyrirtækja og voru upplýsingar hans byggðar á svörum frá forstjórum og framkvæmdastjórum fyrirtækj- anna. Tap i járnblendinu 45 milljónir Tap á Járnblendiverksmiöj- unni verður i námunda við 45 milljónir á árinu. Afskriftir af þvi eru um 40 milljónir, en af- borganir hafa aðeins verið 12 millj. króna. Þvi er greiðslu- staða fyrirtækisins ekki eins slæm og rekstrarafkoman. Greiðsluvandræöi fyrirtækisins hafa verið leyst með hluthafa- lánum i' samræmi við upphafleg fjármögnunaráform fyrirtækis- ins. Við uppgjör fyrirtækisins i árslok munu verðbreytingar- færslur þurrka út hiðbókhalds- lega tap I islenskum krónum, þar sem innlend verðbreyting peningalegra eigna hefur oröið mun meiri en gengisbreyting langtimaskulda. Reksturinn býr við óöryggi frá degi til dags Framkvæmdastjóri Álafoss er ómyrkur i máli um þá efna- hagsstefnu sem riðið hefur hús- um I tiö núverandi rikisstjórnar. Iðnaðarráðherra kemst loks að níðurstöðu: Iðnfyrirtæki eiga við verulegan vanda að glíma Hann segir i svari sinu til iðnað- arráðherra-. „Miklarog óvæntar efnahagssveiflur gera allar áætlanir óöruggar. Stjórnend- ur fyrirtækja á Islandi vita ekki hvaða laun þeim ber að greiða starfsfólki sinu i næsta mánuði, hvað þá þar næsta. Þeir vita heldur ekki hvaða verð þeim verður gert að greiða fyrir hráefnið. Teknamegin eru inn- anlandstekjur háðar samþykkt- um verðlagsstjóra og útflutn- ingstekjur gengisskráningu... Með tilvisun til ofanritaðs er eingöngu hægt að gefa hugmynd um afkomu fyrirtækisins með þvi að áætla allar forsendur bæði tekna og gjaldamengin óbreyttar frá þvi sem nú er og til ársloka. Miðað við þessar forsendur má reikna meö 2 - 3 milljón króna tapi á rekstri fyr- irtækisins i ár. Þessi halli verö- ur fjármagnaður með þvi aö skerða eigin fé fyrirtækisins. Kisiliðjantapar 8 milljónum á árinu Þetta varum afkomu Alafoss, þar sem þvi ráði er beitt að ganga á eiginfé.En sum iðnfyr- irtæki eru ekki i þeirri stöðu að geta gengið á eigið fé. Kisiliðjan mun tapa nálægt 8 milljónum á þessu ári skv. áætlun. Taprekst- urinn hefur verið fjármagnaöur þannig: Frestaö hefur verið greiðslum til lánadrottna vegna kaupa á vörum og þjónustu. Dregið hefur verið úr birgða- haldi. Frestað hefur verið að greiða afborganir og vexti af láni hjá Johns Manville Corpor- ation. Lán fékkst frá rikissjóði Hjörleifur Guttormsson ætlar nú að láta vinna að athugun á vissum þáttum i málefnum iön- fyrirtækja. Okkur rámar I að hafa heyrt um slikar kannanir áður. Enda voru nefndir á veg- um iönaðarráðuneytisins alls 67 á siðasta ári. Hvort þær skila svo einhverju af sér, það er ann- að mál! aö upphæð um 6 millj. króna. Einnig fékkstbráðabirgöalán úr rikissjóði að upphæð800 þús.kr. Auk allrar þessarar fyrir- greiðslu hefur fyrirtækið notað yfirdráttarheimild hjá Lands- banka Islands til að mæta greiðsluerfiðleikum. Nú standa yfir viðræður milli stjórnvalda stjórnar Kisiliðjunnar og Johns Manville um hvernig treysta megi rekstursgrundvöll fyrir- tækisins svo að það fari ab skila arði aftur eftir rekstraröröug- leika siðustu tveggja ára.” Sementsverksmiðjan: 10 millj. til að mæta greiðsluhalla „Við núverandi aðstæður er rekstrarhalli verksmiöjunnar á þessu ári áætlaður um 8 - 9 mill- jónir króna og er mestur hluti hans til kominn fyrri hluta árs- ins, enda voru verðlagsmál þá mjög óhagstæð fyrir verksmiðj- una eins og kunnugt er. Sem- entsverksmiðjan hefur nú meö heimild ri'kisstjórnarinnar tekið erlent lán að jafnvirði 10 millj. króna tilaö mæta greiðsluhalla, sem myndast hefur frá hausti 1980.” Svo segir i svari fram- kvæmdastjóra Sementsverk- smiðjunnar. Siglósfld: Verulegur taprekstur fyrirsjáanlegur Siglósild hefur einnig átt við mikla rekstrarörðugleika að etja á árinu. „Verulegur tap- rekstur er fyrirsjáanlegur vegna skuldasöfnunar undan- farin ár,” segir framkvæmda- stjóri verksmiðjunnar... Erfitt er á þessu stigi að áætla endan- legt tap á árinu, vegna óvissu um framleiðslu tvo siðustu mánuði ársins en gróflega k mun heildartapið fy' verða á bilinu 1.2 - U/ í annað

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.