Alþýðublaðið - 12.11.1981, Síða 1

Alþýðublaðið - 12.11.1981, Síða 1
Fimmtudagur 12. nóvember 1981 Svaf sjónvarpið á verðinum?: Karvel biður siónvarpið um svör Mánudaginn 9. nóv. s.l. fóru fram i neöri deild Alþingis um- ræöur utan dagskrár um margra vikna ófremdarástand i útsendingu sjónvarps á Vest- fjöröum. Einhverra hluta vegna var ekki um það getið i fréttatima sjónvarps það sama kvöld, þó sagðar væru fréttir frá Alþingi. Þvi er spurt: 1. Fannst þingfréttamanni sjón- varps þaö ekki fréttnæmt þótt heill landshluti byggi við slikt ástand svo vikum skipti? 2. Hafa fréttamenn fyrirmæli um að geta þess ekki i frá- sögnum sem miður gæti talist fyrir stofnunina,? Svaróskastá sama vettvangi. Verktakar við Menntaskólann á ísafirði gjaldþrota: Líklegt að viðskipta- bankar og bygginga- vöruverslanir tapi nokkru fé Þetta kemur afar illa viö okkur, þvi er ekki aö leyna, sagöi Björn Teitsson skóla- meistari i samtali viö Alþýöu- blaöiö i gær er hann var inntur eftir byggingarmáium skólans. V’erktakarnir Sigurður og Jó- hannes hafa lýst sig gjaldþrota, en þeir hafa undanfarin tvö ár haft meö höndum byggingu skólahússins. Ljóst er aö all- margir aöilar veröa fyrir nokkru fjárhagstjóni vegna gjaldþrotsins, þar á meðal viö- skiptabankar og byggingar- verslanir. Þá mun rikiö einnig veröa fyrir nokkru tjóni, en ekki er enn fulUjóst hve mikið þaö veröur. Gjaldþrot verktakans mun hafa haft nokkurn aðdraganda. Landsbankinn á tsafirði gerði þeim félögum fyrr i haust það skilyrði fyrir frekari fyrir- greiðslu, að þeir reiddu fram greinargerð um stöðu fyrir- tækisins. í framhaldi af þvi var fyrirtækiðsiðan lýst gjaldþrota. Skólabygging Menntaskólans á ísafirði er að mestu upp- steypt, en nokkur vinna er enn eftir við efstu hæð hússins og er Nýbygging Menntaskólans d isafiröi ljóst að umræddir verktakar munu ekki sjá um hana. Sagði skóiameistari, að augljóslega myndi skólabyggingunni seinka eitthvað við þetta, nema til skjótra aðgerða yrði gripið. Aðeins hefði verið unnið fyrir tvo þriðjuhluta af áætiuðu fé til byggingarinnar i ár og mundi þriðjungur fjárins þvi væntan- lega flytjast milli ára. Verktak- arnir hefðu ekki fengið greitt úr rikissjóði nema sem nam fram- vindu verksins, þannig að ekki væri um beint fjárhagstap rikis- ins að ræða. Hins vegar mundi þaö fé sem ætlað var til bygg- ingarinnar á þessu árii augljós- lega rýrna í verðbólgunni á margra mánaða timabili. Samningum við verktakann hefur þegar veriö rift og hefur verkiö nú verið tekið út eins og verktakinn skyldi við það. Það má segja að það sé lán i óláni, að þetta gerðist nú i byrjun vetrar, sagði Björn Teitsson skólameistari. Stöðvun framkvæmda kemur þvi á ,,besta” tima, ef svo má að orði komast, sagði hann. Það er veriöaö vinna að þvi að bjóða út næsta áfanga og vonandi verður þetta gjaldþrotamál ekki til að seinka byggingu skólahússins verulega, sagði hann að lokum. Hvemig lidur samningum Alþýðusambandsins og vinnuveitenda? „Djúp gjá á milli aðila,” — segir Björn Þórhalisson varaforseti Alþýdusambandsins „Ég haröneita þvi, aö þaö sé einhver deyfö yfir heiidarsam- tökunum i þessari samninga- gerö,” sagöi Björn Þórhallsson varaforseli Alþýöusmbands tslands i samtali viö Alþýöu- biaöiö, en þær raddir heyrast, aö heildarsamtökin fari sér of hægt i yfirstandandi samninga- geröog á meöan beöiö væri eftir einhverjum linum þar, þá stæöu ýmis stéttarfélög, eins og bóka- geröarmcnn, bankamenn og fleiri á köldum klaka og fengju engar úrlausn sinna máia. ,,Við stjórnum ekki ferö stéttarfélaga utan Alþýöusambandsins og getum ekki gert aö þvi, hvort staöa þeirra er slæm eöa góö. Hins vegar er lagt mikiö kapp á samningaviöræöur og samn- ingafundir veriö dagiega upp á siðkastiö,” sagöi Björn. Björn bætti þvi við, að þaö væri barnaskapur að ætla að samningar tækjust i einu vet- fangi. „Félög innan ASt eru lika með sfnar sérkröfur og þetta er allt annað en einfalt mál.” Björn Þórhallsson sagði að sameiginlegu kröfurnar hefðu talsvert verið ræddar, en linur væru þó ekki farnar að skýrast verulega. „Það er hins vegar ljóst að djúp gjá er á milli aðila, t.d. hvað varðar verðtrygg- ingarmálin. Þar greinir menn á. Sérstakri viöræðunefnd hefur hins vegar verið komið á um kauphækkunarmálin, verðtryggingarmálin og um samningstimann, en allir þessir mikilvægu þættir spila saman. Þær nefndarviðræður hefjast i dag, en þaö er ljóst aö þau mál leysast ekki á einum eftir- miðdegi. Nú inn i þetta allt spilar einnig nýi visitölugrund- völlurinn. Hann hafa aðilar skoðað, en ekki rætt niöur i kjölinn.” — Nú er komið fram i miðjan nóvember, Björn,og ein ykkar meginkrafa er sú, að nýir samn- ingar gildi frá 1. nóvember; þaö veröi sem sé um aíturvirkni að Björn Þórhatlsson ræða. Veröur ekki erfiöara að eiga viö vinnuveitendur hvað þessa kröfu varðar, eftir þvi sem timinn liöur — eða munuö þið ekki halda fast við þessa kröfu? „Það hefur ekkert veriö gefið út um slökun á þessari kröfu um afturvirknina. Hins vegar er ljóst, aö það torveldar aö fá þessa kröfu i gegn, að samning- ar hófust ekki fyrr en raun ber vitni og samningar skammt á veg komnir. Vinnuveitendur hafa og harðneitað þessari kröfu á samningafundum. Þessi krafa er hins vegar ekki ný af nálinni, hefur verið uppi við i samningum áður, en vinnuveit- endur aldrei tekiö i mál að fallast á hana. Ég itreka hins vegar að þessi krafa stendur af okkar hálfu, en það verður að ýta á um að samningar takist fyrr en siöar til aö hún verði raunhæf.” — Nú er þvi haldiö fram að stjórnvöld og vinnuveitendur hyggist draga þessa samninga á langinn. Hvað ætliö þiö að ræða lengi viö ykkar viösemjendur án þess að fara út i harðar aðgeröir? „Þaö hefur auðvitað verið rætt um það i okkar herbúðum, hvort, hvenær og hvernig taka Alþýðuflokksmenn í Hafnarfirði: Gaflarar með fund Kjartan Jóhannsson og Jó- hanna Sigurðardóttir alþingis- mern verða gestir Alþýðuflokks- ins i Hafnarfirði á hádegisverðar- fundi, sem haldinn verður i Gafl- inum við Reykjanesbraut, næst- komandi laugardag klukkan 12—14. Munu þingmennirnirræða stöð- una i stjórnmálunum og almenn- ar umræður á eftir. Þessir hádeg- isverðarfundir hafa verið haldnir nokkrum sinnum á þessu ári og ávallt veriö fjölmennir og vel heppnaðir. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Verkfall óumflýjanlegt Formaður bókagerðarmanna: — nema staðan gjörbreytist á næstu dögum Það er allt i kyrrstöðu hjá okkur hérna, sagöi Magnús E. Sigurðsson, þegar Alþýöu- blaðið náði ihann á samninga- fundi I gærdag. Aðspurður um hvort einhverjar nýjar lausnir væru komnar fram i kjara- deilunni, svarðai hann þvi til að þær skammtimalausnir, sem til umræðu hefðu komið i fjölmiðlum, hefðu ekki náð til samningamanna sjálfra. Við höfum ekki heyrt um þessa skammtimasamninga, sem þeir eru að tala um. Þær hug- myndireru getnarog fæddar á fjölmiðlunum. Hér hefur ekkertgerst, sem gefur tilefni til þessa fréttaflutnings. Atvinnurekendur sýna engan lit enn sem komiö er, sagði Magnús, og það eru þvi miður engar blikur á lofti um að þeir muni breyta afstöðu sinni fram að verkfalli. Verk- fall er þvi’ að minu mati óum- flýjanlegt, nema staðan gjör- breytist á þessum þremur dögum, sem eftir eru og ég hef sjálfur ekki trú á þvi. Verkfall hefst hjá bóka- gerðarmönnum á laugardag ef samkomulag hefur ekki tekist fyrir þann tima og verk- bann hefur veriö boöað á bókageröarmenn og blaöa- menn sem vinna hjá fyrir- tækjum innan FP frá þriðju- degi n.k. að telja. Þess má einnig geta að blaöamenn hafa boðað verkfall frá 20 nóvem- ber, en blööin munu stöðvast fyrrvegna verkfalls prentara, ef af verður. Bankamenn vilja semja til skemmri tíma: Stóru félögin marki línuna — segir Sveinn Sveinsson, formaður bankamanna — Okkur þykir ekkert verra að stóru félögin verði búin að marka llnuna áður en við göng- um til samninga til lengri tima, sagði Sveinn Sveinsson, for- maður Sambands bankamanna isamtali við Alþýðublaðið I gær. Eins og komið hefur fram i fréttum þá mælist samninga- nefnd bankamanna eindregið til þess að sáttatillaga sáttasemj- ara verði felld i allsherjar at- kvæöagreiðslu sem á að fara fram nú um miðjan mánuðinn. Sáttatillagan gengur út á 6% grunnkaupshækkun á næstu 18 mánuðum sem jafngildir 4% hækkun á næstu 12 mánuðum. Sveinn sagði að bankamenn hefðu ætið ætlað sér að semja til skemmri tima, það hefði á- kveðna kosti i för með sér. Samningar flestra stéttarfélaga væru lausir og það vantaði ein- hverja fastmótaða linu til að fara eftir. Þvi vildu þeir biöa á- tekta. — Bankarnir hafa boðið okkur að semja til 8 mánaða, frá 1. nóvember til 1. júli, upp á 2,5% grunnkaupshækkun. Þetta til- boð er komið fyrst og fremst út af möguleikum bankanna, sagði Sveinn. Bankamenn hafa boðað verk- fall 27. nóvember nk. _EGE Atvinnumálanefnd Bolungarvíkur hvetur til fundar um: Minnkandi hlutdeild Vestfirðinga í þorskaflanum A fundi atvinnumálanefndar Bolungarvikur, sem haldinn var 7. nóvember s.l. urðu miklar um- ræður um minnkandi hlutdeild Vestfirðinga i þorskafla, og þá al- varlegu þróun og afleiðingar sem það hefúr haft á atvinnulif á Vest- fjörðum. Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt á fundinum: „t ljósi ört minnkandi hlut- deildar Vestfirðinga I þorsk- veiðum og þær alvarlegu af- leiðingar, sem sú þróun hefur I atvinnumálum á Vestfjöröum, óskar atvinnumálanefnd þess við bæjarstjórn, að bún hafi frumkvæði að boöun sameig- inlegs fundar bæjarstjórnar tsafjarðar og Bolungarvikur, svo og atvinnumálanefndum beggja staðanna til að ræða á- stand og horfur vegna þessa. Hvetur atvinnumálanefnd sérstaklega til þess að fundur- inn veröi haldinn hið fyrsta.”

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.