Alþýðublaðið - 12.11.1981, Page 4
4
Fimmtudagur 12. nóvember 1981
Tekist á um fuli-
trúa í Norður-
landaráði
Mikil átök eiga sér nú staö
innan danska flokkakerfisins
um þá ætlun Ankers Jörgen-
sens, forsætisráðherra aö
mynda sjálfstæöa sendinefnd
Grænlendinga og Færeyinga á
Noröurlandaráösþingum. Mikil
mötmæli hafa komið fram gegn
þessum áætlunum og tvi'sýnt
hvernig þeim átökum lyktar.
Forsætisráöherrann hefur
sett fram þá hugmynd, að Fær-
eyjar og Grænland eigi að fá
hvort um sig tvo fulltrúa i' Norð-
urlandaráði og mynda sjálf-
stæða sendinefnd. Þetta þýðir
að sendimönnum Dana fækkar
um 4 i 14. Hingað til hafa fulltrú-
ar Færeyja og Grænlands verið
innan sendinefndar Danmerkur
en nú er sem sé verið að ræða
sjálfstæðar sendinefndir.
Mál þetta er ekki komið
lengra en svo, að það er nú til
umræðu á hinum Norðurlöndun-
um, en það hefur lengi verið ósk
þessara þjóða að senda sérstaka
sendinefnd á þing Norðurlanda-
ráðs og hafa eigin skrifstofur.
Ihaldsmaðurinn Ib Stetter
hefur sagt að hann telji hug-
myndir Ankers „mjög ösann-
gjarnar”, og að hann skuli hafa
tekið þaö upp á sitt eindæmi að
vinna að lausn þessa máls.
Hann hefur óskað eftir því að
rikisstjómin geri hreint fyrir
sinum dyrum og skýri afstöðu
sina —ekki sist vegnaþess, seg-
ir hann, að nú situr sérstök
nefnd sem vinnur að samning-
um um þetta efni fyrir Norður-
landaráð og rikisstjórnir Norð-
urlandanna.
Stuðningsflokkar rikisstjórn-
arinnar eru einnig óánægðir
með tilraunir forsætisráðherr-
ans til að finna lausn á þessu
máli, meðal annars vegna þess
að sérstök sendinefnd Græn-
lands og Færey ja hefur það i för
með sér, að fulltrúum siná-
flokkanna á þingum Norður-
landaráðs verði fækkað.
Ef svo fer að fulltrúum Dana
Anker Jörgensen á fullt i fangi
meö aö sannfæra stjórnmála-
menn i Danmörku um aö rétt sé
að Færeyjar og Grænland fái
sérstaka sendinefnd á þingum
Noröurlandaráös.
fækkar um fjöra við þessar
breytingar, sem ekkert skal þo
fullyrt um, má gera ráð fyrir
talsverðum átökum, þvi smá-
flokkarnir munu hver um sig
reyna að halda fulltrúum sinum
og þeirri stöðu sem þeir hafa
notið innan samstarfs Norður-
landanna á þessu sviði.
AKT
David Owen:_____
Kjarnorkuvopna-
áætlanir NATO
verður að
endurskoða
Ummæli Reagans Banda-
rikjaforseta um mögulega notk-
un kjarnorkuvopna, án þess aö
slikt leiöi nauösynlega til kjarn-
orkuvopnastriðs, hafa annars-
vegar leitt til mótmæla og mót-
mælaaögeröa en á hinn bóginn
til yfirlýsinga eitthvað i þeim
tón.að þaö séengin ástæöa til aö
hræðast, þetta sé ekkert nýtt.
En nokkrir jafnaðarmenn iV-
Þýskalandi og einnig David
Owen, fyrrum utanrfkisráð-
herra Bretlands og þingmaður
fyrir hinn nýja flokk jafnaðar-
Ronald Reagan Bandarikjafor-
seti. Hann mismælti sig ekki.
manna þar i landi hafa gerst
talsmenn fyrir enn öðru sjönar-
miði. Eins og David Owen seg-
ir: Það voru engin mismæli hjá
Bandarikjaforseta, þegar hann
ræddi um hugsanlega beitingu
kjarnorkuvopna i takmörkuðu
striði. Þessi ummæli eru i sam-
ræmi við ráðandi viðhorf innan
NATO. Ummæli Ronald Reagan
hafa varpað ljósi á hemaðar-
áædanir sem eru óskynsamieg-
ar og við verðum að breyta.
Forsendan fyrir þessum
hernaðaráætlunum er kenn-
ingin um „flexible respones”
eða „viðeigandi viðbrögð”, en
það þýðir raunverulega að her-
foringjar NATO útiloka ekki
takmarkað kjarnorkustrið, sem
svar við sovéskri árás með
hefðbundnum hertækjum.
David Owen hefur gagnrýnt
þessar áætlanir bæði i ræðu og
riti og hefur styrkt málflutning
sinn með þvf að vitna til fjölda
manna, vísindamanna og her-
fræðinga, sem verður að taka
tillit til.
Mountbatten lávarður sagði
skömmu áöur en hann var
myrtur af hryðjuverkamönnum
IRA: „Sem hermaður sem hef-
ur stundað hermennsku i hálfa
öld, tel ég að kjamorkuvopna-
kapphlaupið hafi engan hernað-
arlegan tilgang. Um allan heim
má finna rústir rikja, sem trúðu
á hinn forna rómverska máls-
hátt: Ef þú vilt frið, búðu þig
undir strið. A öld kjarnorku-
vopna er þetta hreint brjálæði.
Maður eykur ekki eigiö öryggi,
með þvf að draga úr öryggi
heimsbyggðarinnar”.
Enski aðmirállinn Hill Norton
lávarður, sem fyrir fáum árum
varyfirmaður herráðsNATO er
díki siður gagnrýninn: Þegar
stigið hefur veriö yfir kjarn-
orkuþröskuldinn, er það skref
óafturtakanlegt, sem i reynd
mun leiða til kjamorkuvopna-
striðs, sem aftur mun i reynd
leiða til þess að heimsmenning-
in verður lögð I rúst.Ég mun
fara i gröfina fullviss um það,
að um leið og fyrsta nevtrónu-
sprengjan hefur verið sprengd
er mannkyniö þegar komið niu-
tiu prósent af leiðinni til algers
kj arnorku vopn astriðs.
Hill Norton var ráðgjafiOwen
á utanri'kisráöherratið hans.
Þaö var einnig Zuckermann
lávarður sem sagði: Ef menn
tala sifellt um kjarnorkuvopn
sem hlut sem hugsanlegt er að
beita f striði, munu þau að lok-
um verða notuð.
Dean Rusk, sem var utan-
rikisráðherra Bandarikjanna i
forsetatið Kennedy og Johnson,
er á sam a máli, eins og kemur i
ljós f grein, sem hann skrifar i
Washington Post: Ég veit ekki
David Owen, fyrrum utanrfkis-
ráöherra Bretlands og þing-
maöur hins nýja jafnaöar-
mannaflokks i Bretlandi, er ein-
dreginn andstæöingur einhliöa
afvopnunar, en um leið sann-
færður um aö NATO verður aö
taka áætlanir sinar til endur-
skoðunar.
hvort ég á aö hlæja eða gráta
þegar óupplýstir eða illa upp-
lýstir menn gera þvi skóna að
hægt sé að heyja takmarkað
kjarnorkuvopnastrið. Þvi' er
m.a. haldið fram, að Bandarikin
geti gefið Sovétrikjunum merki
um að þau vilji aðeins takmark-
að strið, með þvi að ráðast að-
eins gegn hernaðarlega mikil-
vægum skotmörkum. Það er þá
skilið i þessum málflutningi, að
Sovetfikin, þegar þau senda
sprengjur til baka, láti vera að
varpa þeim á borgir og bæi!
Rusk spyr, ef menn vilja gefa
merki, er þá ekki einfaldara að
nota síma?
Owen trúir ekki yfirlýsingum
Leonid Bréznév um að tak-
markað kjarnorkuvopnastrið og
hugmyndirum aðverða fýrritil
i kjarnorkuvopnaárásum, séu
ekki forsendur fyrir áætlunum
sovéskra herforingja, „Hvers
vegna æfa sovéskir herir i
Evrópu þá einmitt aðgerðir sem
miðast við siíkar forsendur?”
En Owen ereinnig þeirrar skoð-
unar að nú sé einmitt timinn til
að ræða um kjarnorkuvopna-
laus svæði i Evrópu og undir-
strikar nauðsyn þess, að komist
verði að samkomulagi, sem
gerir herforingjum NATO og
Varsjárbandalagsins ómögu-
legt að gera sinar áætlanir
miöaö við slíkar forsendur.
Owen er hóflega bjartsýnn
hvað varðar möguleikann á
samkomulagi um slik mál, og
ný viðhorf gagnvart kjarnorku-
vopnum. Ekki sist vegna þess
að V-Þýskaland (sem bað um
meðaldrægar eldflaugar i upp-
hafi, vegna þess aö ekki var
borið fullt traust tii „varnar-
regnhlifar” Bandarikjanna)
hefur nú tekið upp nokkuð aðra
afstöðu. Ekki sist vegna mikils
þrýstings frá almenningsáiiti i
V-Þýskalandi.
B
HRESSANDI IN
Nemendaleikhús
Leiklistarskóla islands
sýnir
Jóhanna frá Örk
leikrit byggt á handriti eftir Önnu Seghers
Samið af Mariu Kristjánsdóttur og
nemendum fjórða bekkjar L.í.
Þýðing söngtexta: Þorsteinn frá Hamri
Leikmynd og búningar: Guðrún Svava Svavars-
dóttir
Ljósahönnun: David Walters
Tónlist: Hjálmar H. Ragnarsson
Þýðingar: Maria Kristjánsdóttir
Umsjón með tæknihliðinni: Ólafur Örn Thorodd-
sen
Mærin frá Orleans hefur orðið
mörgum að yrkisefni. Orðsins
snillingar, svo sem einsog
Anouilh og Bernard Shaw, hafa
gert hana ódauðlega i verkum
sinum, og allar beztu leikkonur
meginlandsins eiga sér þann
draum æðstan að fá að spreyta
sig á Jóhönnu einhvern tima á
lifsleiðinni. Verk Onnu Seghers
þekki ég því miður ekki, né
heldur leikgerð Brechts, en
Maria Kristjánsdóttir kveðst
hafa haft hana til fyrirmyndar
við smiði sýningarinnar i
Lindarbæ. Ekki ætla ég að bera
hana saman við verk stórmeist-
arans, en tel þó að allsæmilega
hafi til tekizt, bæði hvað varðar
leikgerð og leikstjórn. Við sjá-
um Jóhönnu af Ork með augum
nútfmakonu. Hugrekki, hvað er
það? Sýndi Jóhanna af Ork hug-
innar hafnaði hún hvers kyns
málamiðlun og gekk ósigruð á
bálið. En þrátt fyrir það er hún
manneskja með sina kosti og
galla, og einmitt þess vegna
finnum við til samúðar.
Mér fannst bygging verksins
svolitið óljós, sérstaklega i fyrri
hlutanum, en hinsvegar tókst
mjög vel að koma til skila ein-
lægum ákafa og trúarhrifningu
mærinnar, og maður sleppti
ekki af henni sjónum á ferð
hennar milli máttarstólpa
hins hnignandi franska rikis.
Var það ekki sizt að þakka hrif-
andi leik aðalleikkonunnar
Ragnheiðar Tryggvadóttur og
siðar Sólveigar Pálsdóttur.
Maria hefur valið þá leið að
skipta hlutverki Jóhönnu á milli
þessara tveggja, þannig að önn-
ur leikur fyrri hlutann og hin
rekki, þegarhún ruddi sér braut
i gegnum raðir óvinanna? Sýndi
hún hugrekki, þegar hún var
endanlega leidd á bálið? Hún
trúðistaðfastlega,aðhún heyrði
raddir af himnum ofan, hún
naut handleiðslu guðs. Þegar
hún heyrði ekki raddirnar leng-
ur, þá bilaði trúin. En aðeins eitt
augnablik. Aðeins hugsjóna-
manninum er gefin svo mikil
trú. Ikrafti trúarinnar braut Jó-
hanna sér leið, og I krafti trúar-
þann seinni. Auðvitað skilur
maður sjónarmið Mariu um að
vilja gefa fleiri en einni kost á
að spreyta sig, en hefði ekki
verið skynsamlegra að láta
þessar tvær yngismeyjar leika á
sitthvorri sýningunni? Óhjá-
kvæmilega reynist erfitt að
koma inn i mitt verk og halda
uppi þeirri spennu, sem búið var
að magna i fyrri hlutanum.
Það fór ekki hjá þvi, að
stemmningin dytti niður, þegar