Vísir - 09.01.1969, Qupperneq 1
\
59, árg. — Fimmtudagur 9. janúar 1969. — 7. tbl.
MU^MMM^mm^^^
„Samningar við sjómenn stranda
akki á ákvörðuninni um fiskverð '
seg/r Jónas H. Haralz, oddamaður 'i yfirnefnd
■ Fiskverð hefur enn ekki
verið ákveðið og er málið
fyrir yfirnefnd. í henni
sitja fulltrúar fiskkaup-
enda og fiskseljenda og
oddamaður, sem er Jónas H.
Haralds, forstöðumaður Efna
hagsstofnunarinnar. Menn
hafa sagt, að samningar mttH
sjómanna og útvegsmanna
strandi á ákvörðuninni um |
fiskverðið.
í viðtali við blaðið í morgun,
M>—y 10. síða
Véhtþrar boða vinnustöðvun frá
miðnætti hins fimmtánda
skipti meginmáli um kjör sjó-
manna allra, yfirmanna og ann-
arra. Reynt væri eftir megni að
leysa úr deilunum, áður en kæmi
til verkfalla.
— Verkfallsboöun annarra yfirmanna yfirvofandi,
náisf ekki samkomulag, og flotinn stöðvast þá
j Skráning atvinnulausra heldur áfrám víða um land. Þessi mynd
j var tekin í gærdag í Hafnarbúðum, þar sem biðröð var af at-
vinnuiausu fólki, yngra sem eldra. AIIs munu nú rúmlega 1700
atvinnulausir í h dztu kaupstöðum landsins.
Togbátur með 40
2-3 sólarhringa
— Róbrar viðast hvar oð byrja — Afli tregur
— Sfærri bátarnir sigla margir með aflan
VETRARVERTÍÐIN er hvar-
vatna að byrja, þótt ekki sé
kominn verulegur skriður á hana
ennþá. Allmargir bátar eru byrj-
aðir línuveiðar og fengu Akra-
nesbátar tveir 9—10 tonn hver
nú á dögunum. en yfirleitt hefur
línuaflinn verið tregur, 4 — 6 tn.
Sæborg fór til togveiða á sunnu
daginn og var í Miðnessjónum, þar
sem nú hefur verið opnað fyrir tog
veiðar innan landhelginnar. Kom
skipið til Reykjavíkur með 40 tonn
eftir rúma tvo sólarhringa á mið-
unum og er það skásti aflinn sem
vitað er um hjá togbátum nú eftir
áramótin.
Nokkrir stærri bátanna eru að
fiska í sig til þess aö sigla með
aflann, Grótta RE mun langt kom
■ Verkfall kann að hefjast í næstu viku hjá öll-
um meðlimum Farmanna- og fiskimannasambands
íslands, alls 3000 yfirmönnum á skipunum. Vél-
stjórar hafa riðið á vaðið og boðað vinnustöðvun
frá miðnætti hins fimmtánda þessa mánaðar, sem
er miðvikudagur x næstu viku. Meðlimir Vélstjóra-
félagsins eru um 1300. Búizt er við, að önnur félög
innan sambandsins tilkynni verkföll í dag eða á
morgun, náist ekki samkomulag fyrir þann tíma,
að sögn Ingólfs Ingólfssonar, starfsmanns Vél-
stjórafélagsins.
Guðmundur H. Oddsson, for-
maður Farmanna- og fiski-
mannasambandsins, sagði í við-
tali við blaðið í morgun, að fé-
lög innan sambandsins, svo og
Sjómannasambands íslands,
hefðu fengið heimild til að boða
vinnustöövun með viku fyrir-
vara. Þó væri stöðugt unnið að
tilraunum til samkomulags og
sæti yfirnefnd á sífelldum fund-
um um ákvörðun fiskverös, sem
Tækist ekki eitthvert sam-
komulag í dag mundu félögin
væntanlega boða vinnustöðvun,
sem hæfist í næstu viku.
Vélstjórar telja engar líkur
fyrir samkomulagj við útvegs-
menn, eftir fundi þá, sem haldn-
ir hafa verið, og leggja því fyrst-
ir út í verkfall. Aðalkröfur
þeirrar eru frítt fæði og aöild
að lífeyrissjóöum fyrir yfirmenn
á bátaflotanum. Yfirmenn á
togurum hafa nú aðild að líf-
eyrissjóðum.
Kröfur annarra félaga yfir-
manna eru þær sömu, svo og
sj ómannafélaganna.
Augljóst er, að komi til verk-
falla í lok næstu viku, stöðvast
allur flotinn fljótlega, jafnvel
þótt vélstjórar einir hæfu vinnu
stöðvun. Kæmi þá til stöðvunar
fyrr en almennt hefur verið bú-
izt við.
H
Hrínglaga borð / París
— Þráður strengdur ú milii
S. V. með aðild stjórnar S. V. og | Um þessa „punkta“ eru þeir sagð
NLF (þjóðfrelsishreyfingarinnar án ir sammála Thieu forseti og Ky
erlendra afskipta. I varaforseti.
Nóg framboð á starfs-
stúlkum sjúkrahúsa
• Saigon í morgun: Stjórn Suð-
ur-Víetnam kveðst geta falíizt
á, að setið verði við hringlaga borð
á Víetnamráðstefnunni í París, að
þvi tilskildu, að strengdur verði
þráður yfir mitt borðið.
Þetta á að tákna að við hvorn
borðhelminginn um sig sitji jafn
réttháir aðilar.
En jafnvel þótt samkomulag ná-
ist um borðlögun og sætaskipan er
eftir að ná samkomulagi um I
hvaða röð skuli ræða ýmis atriði.
Stjórn S-Víetnam vill ræða málin í
þessari röð. Brottflutningur herliðs
við alþjóðaeftirlit, skiptingu í tvo
landshluta eins og gert hafi verið
ráð fyrir í Genfarsáttmálanum frá
1954 og stjórnmálalega lausn f
in að fylla sig fyrir „siglingu" og
Vigri og Ögri munu komnir út til
togveiða meö „siglingu“ í bak-
höndinni.
Tveir hinna stærri báta frá Akra
nesi stuhda útilegu með línu, en
tveir eru enn á síld og hafa verið
síðan í haust. Aflinn er lítill og síld
in léleg. Þeir hafa reynt mest fyrir
sér út af Jökli og vestur á Breiða-
firði.
Tveir stærri bátar eru byrjaðir
línuveiðar frá Grindavík og voru
þeir með nokkuð á fimmta tonn í
gær. Afli togbátanna hefur verið
mjög tregur þar suður með sjó,
stundum ekki nema háift tonn eft
ir daginn, en allmargir bátar
stunda þær veiðar.
Miklð framboð er nö áf starfs-
stúlkum til að vinna á sjúkra-
húsum og fá ekki allar vinnu
við þau störf, sem það vilja, en
7 slíkar eru nú skráðar atvinnu-
Iausar hjá Ráðningarskrifstofu
Reykjávíkurbæjar. Sex þessara
stúlkna unnu á Sólheimum, sum
ar hverjar árum saman, en beg-
ar sjúkrahúsið var lagt niður
misstu þær vinnu.
Er nú af sem áöur var þvi starf
stúlknaskortur á sjúkrahúsum var
töluveröur árin 1964—1966 og var
töluvert um erlendar stúlkur í þessu
starfi a. m. k. á Landakoti. Árið
1967 jókst eftirspurnin eftir þess-
um störfum og í ailan vetur hefur
verið mikið framboð af slíkum
vinnukrafti eftir því sem Georg
Lúðvíksson frkvstj. Ríkisspítalanna
tjáði blaðinu í morgun.
Ekki horfir eins vænlega með
lærðar hjúkrunarkonur. Skortur er
á þeim en vonazt er til þess, að
einhverjar þeirra giftu taki til
starfa eftir áramótin.
i
ÍVoru að skjóta skarf!
■ Tveir menn sáust í gær-
dag á báti við Akurey og
heyrðust þaðan skotdrunur
samtímis, svo engum duldist,
hverra erinda þeir voru.
Hringt var til lögreglunnar og
henni skýrt frá þessu, en lög-
regluþjónar voru sendir til þess
að vera viðstaddir, þegar menn
irnir kæmu að landi. Ekki hafði
veiðimönnunum orðið nein býsn
til fanga. Þrír skarfar og ein
teista lágu í bátnum, en engin
æðarkolla, eins og menn hafði
þó grunaö, að hefði kannski
slæðzt með — svona fyrir
slysni!
Létu lögregluþjónarnir sér
nægja að .'.minna skotmennina
um, að bannað væri að skjóta
nærri borgarsvæðinu, en Akur-
eý liggur alveg á mörkum þess,
sem leyfilegt er að skjóta, auk
þess er þar slangur af æðar-
fugli.
.^V.V.V.V.V.VAV.V.V.V.V.V.V.VVV.V.Y.V.V.V.VAY,
tonn eftir
/