Vísir - 09.01.1969, Blaðsíða 4

Vísir - 09.01.1969, Blaðsíða 4
29 ára barþjónn auðugri konu — á von á 20 milljónum i arf nú, eftir andlát hennar Hið , óvenjulega hjónaband Carlo, tuttugu og níu ára bar- þjóns, og Edith, niutiu og eins árs, stóð rúma sex mánuði. Edith átti ósköpin öll af peningum. Carlo var jafnskilningsríkur í hjónabandinu og hann haföi ver ið á biðilsbuxunum. Hann var hjá Edith sinni, þegar hún dó. Hann reyndist vera gæddur 6- venjulegum persónutöfrum, ekki aðeins í augum konu sinnar. Fjór um dögum fyrir lát Edith kom hann á dansleik góðgerðarstofn- unar einnar og sigraði auðveld-^ lega í samkeppni um, hver væri „prins heillandi." Ljósmyndir voru teknar, er hann sat við hlið fagurra yngismeyia. Carlo var alltaf nærgætinn og tillitssamur í viðskiptum við fólk. Edith varð mest allra fyrir á- hrifum töfra hans. Tvö skilríki ber því vitni. Annað er vottorð um hjónavigsluna. Hinn 4. júní 1968, giftist Edith North, 91 árs, án atvinnu, Carlo Balatri eri, 29 ára, þjónn að atvinnu. Heimilisfangið á vottorðinu var hið sama hjá báðum — Leicester street 25, Southport, Lancashire í Bretlandi. Hitt skilríkiö er dán ‘ arvottorð. Edith Balatrieri and- aðist 18. desemberj 1968. I l . „VonIaus“ piparmær, Allir sögðu, að Edith hefði virzt vera „einhver hin vonlaus- asta“ piparkerling. Þá kom hinn töfrandi barþjónn til sögunnar og setti heldur betur strik í reikn inginn. Edith kenndi einu sinni við háskóla. Fyrir þrjátíu árum sett ist hún í helgan stein og bjó f Southport, þar sem gamalt fólk úr efnaöri stéttum eyðir gjarnan síðustu árunum. Hún bjó í eigin húsi, en að því kom, að hún seldi það og fékk sér eitt her- bergi á Clifton hótelinu niöri viö sjó. Fyrir fjórum árum hittust þau, Edith og Garlo, er hann kom frá Italíú og gerðist barþjónn á hótel inu. Gestirnir fóru brátt að stinga saman nefjum um samdrátt þeirra. Á morgni hverjum voru blóm á borði Edith litlu, þegar hún fékk sér árbít. kvæntist 91 árs Carlo bauð henni í kvikmynda hús og sýndi riddaramennsku í hvívetna. Enginn ættingi gömlu konunnar vissi um vináttu þeirra. Nú segir Kenneth Archer, hótel eigandinn, aö ungfrú North hafi búið þar í tíu ár. Hún hafi snætt ein og látið lítið yfir sér. Hún klæddist fötum í stíl Viktoríu- tímabilsins og litaði hár sitt kol svart. Var á fótum langt á undan öðrum gestum og beiö aftir blað- inu sínu: Financial Times. Að loknum morgunverði hélt hún dag hvern til fundar við banka- stjóra og verðbréfasala. Bankinn lét hana daglega fá peninga handa þjónustustúlkunni. 20 milljónir í arf. Carlo annaðist gömlu konuna. Hún fór alltaf varlega með pen- ingana sína og spurði oft, hvort glas af víni væri í raun og veru „svona hræðilega dýrt.“ Allir sáu þó, að hún átti gnótt fjár. Svo fór að þau gengu í heilagt hjónaband. Vitni voru viöstödd, og allt fór fram samkvæmt roa1- um. David M. Robinson, IögmaC ur segist muna vel eftir hjóna- vígslunni. „Ég spuröi North þrisv ar sinnum, hvort hún vissi, h'vað hún væri að gera. Það var vegna þess, að Carlo var útlendingur. Hún svaraði skýrt: „Já.“ Herbert nokkur North bróðir Edith, mun hafa arfleitt hana að eignum sínum. en hann var læknismenntaður og rannsakaði hitabeltissótt í Afriku. Edith virðist hafa látið eftir sig um tuttugu milljónir íslenzkra króna. Ættingjarnir eru áhugasamir um erfðaskrána, og Carlo tekur öllu með ró. Hann selur nú steik i veitingahúsi einu. Fvrir nokkr- um dögum neitaði hann að segja nokkuö um giftinguna og erfða skrána. Þeir félagar fá sér síldarbita í sameiningu. Maðurinn og manndrápshvafurinn Vilduð þér sitja á baki mann drápshvals? Eða snæða kvöld- verö með honum? Francis Ren- dell er aö þessu alla daga. Hann er dýratemjari i garði einum í Bretlandi. I tankinum eiga þeir góðar stundir hann og hvalurinh Cuddles, sem reyndar er kven- kyns. Alls konar brögð eru æfð, svo áhorfendur geti fylgzt spennt ir meö og auðvitaö borgað smá skilding fyrir. Cuddles kom frá Ameríku fyrir þremur mánuðum meö skipi. Verðmæti hennar er taliö nærri milljón krónur. Hún etur ósköpin öll af síld. Francis hefur ekkert við það að athuga, að hvalurinn éti, á meðan hann verður ekki sjálfur hafður í máltíð, því að Cuddles er mannæta, ef í hart fer. Á daglegum vettvangí Á hinu nýbyrjaða ári fer lít- ið fyrir aflafréttum eða fréttum af vertíðarundirbúningi á frétta síðum dagblaðanna. Fréttir af „Ieit“ verðlagsnefndar aö nýju fiskverðl eru aðeins fyrirferðar litlar klausur á fréttasíðunum enn sem komið er, en vonandi er þess ekki langt aö bíða, aö fiskverð „finnist." Og svo voná auðvitað alljr, að ekki komi til vinnudeilna, en óft hafa árin byrjað á karpi og deilum, sem hafa prðið öllum til skaða. Það er nokkur mælikvaröi á komandf tíma, að um leið og aflafréttir þverra, þá eru fréttir um stðriöju stöðugt tiðari. Ál- verksmiðjan og Búrfellsvirkjun nálgast stöðugt það markmið ab verða tiibúin stðrvirki til reKstrar. Eru hjá allfléstum punúnar miklar vonir viö þessa væntanlegu stórviiinslu, þó að það hljóti aö vera fjarstæða, að alúmíníum-vinnslan ráði úrslit- um í ríkisrekstrinum. Kísilgúrverksmiðjan við Mý- vatn hefur starfað þegar 1 nokkra mánuði og er talið að vinnslan hafi gengið vel, og af un hiá útgerð eða fiskiðnaði, ef gefa þyrfti upp hallarekstur og aðeins litla von um arð. Þessi svipmynd af stóriðjunni gefur í skyn að ýmissa erfiðleika er kröfur á hendur okkar gömlu atvinnuvegum, sérstaklega vegna þess að þær atvinnu- greinar hafa verið okkur svo gjöfular, jafnvel gjöfuiii, held- ur en við getum vænzt áð stór tjfltiili&x Götu köst verið vaxandi. Hins vegar vekja þær upplýsingar nokkra athygli, að halli sé á rekstrln- um og að verksmiðjan muni ekki skila arþi í núverandi stærð. Stækkun verksmiöjunn- ar sé því nauðsyn og sé rætt um framkvæmd stækkunarinn- ar. Þaö þætti Iíklega léleg byrj- von á fleiri sviðum en í fisk- iðnaði og sjávarútvegi. En þó er augljóst að okkur er nauð- syn að auka fjölbreytni at- vinnuveganna, en hitt er hins vegar varhugavert að snúa of fljótt baki við sjávarútveginum, þó óbyrlega blási i bili. Erfið- leikarnir stafa fyrst og fremst af því, að við gerum of miklar iöja eða annar iðnaður verði nokkru sinni. Ég er ekki viss um að fólki sé þetta enn ljóst, telji i blindni, aö allir erfiöleikar muni úr sögunni, þegar stóriðian sé orðin nægi- Iega mikil. Við skulum fagna stóriðju sem og öðrum tilraunum til upp byggingar nýjum atvinnugrein- úm, en við skulum samt ekki gleyma þeim atvinnugreinum sem þegar hafa skapað okkur meiri lífsgæði en flestar aðrar þjóðir njóta. Við skuium því sýna atvinnuvegum okkar þegn- skap og virðingu, og ganga ekki of langt í kröfum eða fordóm- um. Atvinnugreinar okkar hafa verið okkur gjöfulir veitendur á góðum árum, en við megum ekki ganga þeim til húðar þeg- ar harðnar á dalnum. Vonandi berum við gæfu til að halda lífi í höfuðatvinnuveg um okkar, en stundum finnst manni, að skilning vanti bæði hjá þeim vinnandi stéttum sem kröfurnar gera, og einnig þeim sem yfir fjármagninu ráða. Það verður erfiðara að blása lífi til dæmis í útveginn og iðnaðinn eftir að rekstrarstöðvun hefur þegar orðið fyrir rekstrarfjár- leysil Hyggilegra hlýtur aö vera að halda við lífsmarkinu. Þrándur í Götu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.