Vísir - 09.01.1969, Page 8
3
V í S IR . Fimmtudagur 9. janúar 1969.
VÍSIR
Otgefandi: Reykjaprent h.f.
Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingar: Aðalstræti 8. Símar 15610 11660 og 15099
Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Sími 11660
Ritstjóm: Laugavegi 178. Slmi 11660 (5 linur)
Áskriftargjald kr. 145.00 á mánuöi innanlands
1 lausasölu kr. 10.00 eintakiö
Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. !
Angistin miklo
Xfrninn býður lesendum sínum upp á næsta sérkenni- )
leg skrif um þessar mundir. Margir ætla, að blöðun- )
um sé mikill vandi á höndum, þegar einstæðir erfið- \
leikat steðja að þjóðinni, að leggja sig í framkróka (
um málefnalega túlkun vandamálanna, sem gæti (
stuðlað að auknum skilningi og víðtækari samstöðu /
um úrlausn þeirra. )
En það, sem öðru fremur einkennir stjórnmálaskrif V
blaðsins, er hin mikla angist, sem hrjáir blaðið, vegna \
þess að stjórnarskipti eiga sér ekki stað. Vitnað er (
til þess, að innan fárra daga fari fram stjórnarskipti (
í Bandaríkjunum. Því er spáð, að íhaldsmenn muni /
senn taka við stjórnartaumunum í Bretlandi. Minnt /
er á, að Norðmenn hafi skipt um stjórn fyrir nokkr- )
um árum og Danir á s.l. ári, o. s. frv/ \
Og svo kemur speki Framsóknar og gægist kát- \
broslega fram í angistinni. í Tímanum s.l. sunnudag (
segir m. a.: „Stjórnarskiptin í framangreindum lönd- /
um hafa ekki stafað af því, að fráfarandi stjórnir hafi /
reynzt svo illa.--En kjósendurni'r skiptu samt um. /
Þeir vildu fá breytingar og gefa nýjum, óþreyttum, \
mönnum tækifæri til að reyna sig.“! \
Þarna gefur að líta stjórnarandstöðu Framsóknar (
í öllum sínum skrúða. Enda þótt kjósendum finnist, að /
ríkisstjórnin hafi ekki staðið sig illa, — því megumt /
við þá ekki samt sem áður fá að reyna okkur? Það er )
rismikil slík stjórnarandstaða eða hitt þó heldur. \
Margir munu eflaust ejga erfitt með að átta sig á (
slíkum skrifum, þegar hafðir e'ru í huga erfiðleikarnir, (
sem við er að stríða og framundan eru. Framsóknar- /
menn halda því fram öðrum þræði, að lífskjör hafi /
versnað aðeins vegna óstjórnar illgjarnra valdhafa. I
Á sama tíma les almenningur m. a. skýrslur Fiski- (
félags íslands um, að heildarafli landsmanna hafi á /
árinu 1968 reynzt vera 570 þúsund lestir, en verið 1240 /
þúsund lestir árið 1966. )
Hitt vita svo allir, að lífskjör almennings hafa aldrei \
náð öðru eins hámarki og eftir átta ára stjómarferil (
núverandi stjórnarflokka. Jafnframt skilja menn, að (
slíkt áfall í aflabrögðum, samfara gífurlegu verðfalli, /
hlýtur að bitna á landsmönnum og væri reyndar þeg- /
ar búið að gera það óþyrmilegar, ef við hefðum ekki /
staðið alveg sérstaklega vel að vígi. \
Um hitt blandast mönnum ekki hugur, að á miklu (
veltur, að nægilegur samhugur og skilningur sé fyrir (
hendi til þess að mæta erfiðleikunum með festu og /
manndómi. Þegar hefur verið stofnað til viðræðna /
milli Alþýðusambandsins, Vinnuveitendasambands- )
ins og ríkisstjórnarinnar og einnig hlutazt til um sam- )
eiginleg úrræði í vandamálum bænda. Það er víst \
fæstum, sem til hugar kemur, að erfiðleikarnir (
minnki, þótt Framsókn komist í ríkisstjórn, enda þótt /
foringjar hennar sjálfir séu angistarfullir yfir, að svo /
skuli ekki vera. • )
Átökin á Norður
-Irlandi
T undúnafréttir um átökin i lok
fyrri viku í trúarbragöa-
styrjöldinni á Noröur-írlandi,
herma aö þaö hafi verið æsinga-
menn meöal mótmælendatrúar-
manna, sem áttu upptökin aö
þeim blóðuga og hrottalega
leik, sem þama fór fram, bæöi
á leiðinni til Londonderry og er
aðalslagurinn var skammt frá
„Derry“, en þjóörækinn al-
menningur kallar borgina venju-
lega þvi nafni og segir þaö hiö
upprunalega.
Eins og fyrr var greint í
fréttum eru rómversk-kaþólsk-
um mönnum skömmtuð borgara
leg réttindi úr hnefa, svo að
unionistar, stjómarflokkurinn,
sem vill framh. sambandstengsla
viö Bretland, og er flokkur stór-
iðjumanna, kaupsýslustéttarinn-
ar og hinna velmegandi í land-
inu, geti haldið aðstööu sinni,
og það furðulega er að í norður-
írskum bæjum getur hið sama
gerzt og í Rhodesíu, þ.e. meiri
hluta borgaranna sé meinað að
njóta meirihlutaréttinda með 6-
réttlátriTöggjöf. Þetta sér sjálf-
ur Wilson og frjálslyndir menn
i London og frjálslyndir leiðtog-
ar þar hafa reynt að beita áhrif-
um sínum, til þess aö sann-
gjörnum kröfum umbótamanna
verði sinnt, en unionistamir
eru harðari. Einn ráðherra
norður-írsku stjómarinnar lét þó
skína í þá von, eftir seinustu
átök, að „heilbrigð skynsemi
fengi að ráða“, en forsætisráö-
herrann, að nú væri meira en
nóg komið („enough is
enough“) og hótaði að efla lög-
regluna, — vitanlega til þess
eins — eins og hann' kvað að
orði „aö halda uppi lögunj og
reglu“.
En það eru ekki trúmálin ein,
sem skipta mönnum I andstæö-
ar fylkingar á Norður-lrlandi. I
fyrsta lagi er litið á hollustu við
krúnuna („the Crown“) sem að-
alsmerki, en aðspuröir um
hollustuna eiga gamansamir
Bretar til að segja um Norður-
íra, sem þeir annars meta mik-
ils: They love the Crown, but
also the half-crovn, þ.e. þeir
elska krúnuna en líka hálf-
krónuna (half a crown eða 2
s. 6 d.), — það sé með öðmm
orðum vegna atvinnulífs — og
viðskiptatengsla sem hollustan
sé jafnan í hámarki hjá þeim.
Ofan á gamlan ríg milli mót-
mælenda og kaþólskra bætist
svo það, að þeir kaþólsku í
N.-í. eru flestir sameiningar-
menn, — vilja sameiningu viö
Eire — írska lýðveldið — sem
er kaþólskt land. Deilur eru
þannig samtvinnaöar stjóm-
málalega ekki síður en trúar-
bragðalega.
Nú er það sannast sagna, að
í daglegri sambúð hefir farið
vel á með Norður- og Suöur-
írum, viðskipti eru mikil milli
ríkjanna, og Norður-írar feröast
mikið um Suöur-írland. Landa-
mæraátök sem komu í kjölfar
sjálfstæðisbaráttunnar eftir
stofnun Norður-írlands héldu
áfram árum saman, suður-írskir
öfgamenn úr „írska lýöveldis-
heraum" se.m vildu ekki sætta
sig við annað en frjálst og sam-
einað írland, héldu uppi árásum
á landamæra- og lögreglustöðv-
ar, sprengdu brýr í loft upp o. s.
frv. Eh svo lagöist þetta niður
og fremur kyrrlát ár komu hvert
af öðru. Það mátti ekki flagga
með fána Eire á N.-í. að visu,
en var þó reynt stundum, en
ekki kom til stórátaka út af
slíku.
En eftir að mótmælendaprest-
urinn, sira Paisly, kom til sög-
unnar fór heldur en ekki að
hitna í kolunum, en þessi öfga-
maður er mælskur með afbrigö-
um og talar af eldlegum áhuga,
treysti brátt fylgi sitt, og þótti
mikill karl i öllum skiptum við
stjórnina, sem reyndi aö sefa
ofurhugann og ofstopamann-
inn. Nú eru margir írar bardaga-
menn góðir, hafa getið sér á-
gætisorö sem hershöfðingjar og
foringjar af öllum gráðum, og
í hópi „sauðsvarts almúgans“
eru líka kappar margir, og til í
allt, þótt berjast verði með ber-
um hnefunum, og er sagt aö
margir slíkir hafi safnazt aö
Paisly.
Eftir aö hafa rissað upp þessa
höfuðdrætti verður hér birt frétt
um seinustu átökin frá London
og hún talar sínu máli um
hversu komið er. Fréttin var
simuö þaðan s.l. laugardag.
Allmargir kaþólikkar lágu
meðvitundarlausir í Ulóðpollum
á veginum nálægt bænum Killa
loe, þegar öflugt lögregluliö
hafði stöövað árásif æsinga-
manna mótmælenda á göngu
kaþólskra frá Beífast til London
derry, en þeir fóru gönguna til
framdráttar kröfunum um borg
aralegt jafnrétti.
Ráðizt haföi Verið á kaþólikka
með múrsteina, gangstéttar-
steina og tómar flöskur aö vopn
um. Margir kröfugöngumann-
anna uröu aö bjarga sér með því
um slagsmálum. Fréttaljósmynd
arar voru barðir niður og mynda
yélarnar eyðilagöar.
' Eftir slagsmálin var farið
með á annað hundrað manns í
sjúkrahús. Meðal þeirra, sem
meiddust illa, voru alimargir
lögregluþjónar.
En þeir kaþólikkar, sem enn
voru göngufærir, héldu áfram
göngunni til Londonderry. Nú
var kastað olíusprengjum að
kröfugöngunni, en ekkj hlutust
meiðsl eöa sár af.
Þau átök, sem lýst hefur ver
ið, áttu sér stað á föstudag, en
lögreglan fékk nú fyrirmæli um
að koma aftur á lögum og reglu.
Aðfaranótt laugardags rifu á-
hangendur Paislys perurnar af
jólatré Londonderry-borgar og
notuðu sem vopn.
Margir munu furða sig á, að
annaö eins og þetta skuli geta
gerzt, þótt í „útjaðrj Evrópu"
sé, en staöreyndin er að mót-
setningar hafa rikt, og hatur
milli mótmælenda og kaþólikka
allt frá því Vilhjálmur af Óraníu
framdi hermdarverk á kaþólikk-
um eftir orrustuna við Bpyne
1690. Þessar mótsetningar hafa
verið á sviði trúmála, stjóm-
mála, trúarbragöa og félags-
mála allt til þessa dags, í landi,
þar sem nútíma hugsunarháttur
hefur ekki enn fes.t rætur, seg
ir í Lundúnafréttinni um þetta,
Ráðizt var á fylkingu hinna kaþólsku með tryllingslegum
ofsa, — fólk slegið niður og dregið eftir vegum og skilið eftir
meðfram vegum í bióði sínu. Myndin þarfnast ekki skýringa.
að stökkva út í á og leituðu
svo skjóls undir brú á henni.
Lögreglulið fylgdi kröfugöng
unni og haföi reynt að fá kröfu
göngumenn til þess að hætta vio
hana, þar sem fylgismer.n Paisl
ys biðu eftir göngunni t.i þess
að gera árásir á hana.
Um 200 manna lögreglulið
reyndi þar næst að ganga á
milli, en það tókst ekki, og á-
rásarmenn komu í ljós bak við
limgerðj meðfram veginum, og
var varpað grjóti og tómum
flöskum. Ruddist þessi skari
þar næst gegnum lögreglufylgd
arliðið og réðst á kaþólikka og
slógu niður pilta og stúlkur í
fylkingunni, og þar næst voru
bessi ungmenni dregin eftir veg
inum og svo hent út á vegar-
kantinn.
Mótmælendur rifu einnig fána
og spjöld af kröfugöngumönn-
um og brenndu og sveifluðu
þeim yfir höfðum sér með sig-
uróp á vörum. Um 1000 manns
tóku um tíma þátt í æðisgegn-
— þar hafa menn engu getað
gleymt, og hatriö hefur brotizt
út, þegar leitaö er viðurkenn-
ingar á mannréttindum. Og
kannski hefur allt orðiö hams-
lausara vegna þess, að mótmæl
endur grunar nú, að kaþólikkum
verði ekki haldið niðri til lengd
ar.
/k það b.r að leggja áherzlu,
að það eru æsingamenn, sem
árásirnar gerðu, — og þrátt fyr
ir allar andstæður er megin-
þorri almennings frábitinn öllu
ofbeldi. — Á það þarf ekki aö
minna. að þaö er ekki bara í
„útjaöri" álfunnar“, sem of-
beldi er beitt — því er beitt nú
á tímum í mörgum löndum, sem
ekki verður sagt um, að þar
ríki ekki „nútíma huasunar-
háttur." Og ennfremur ma
minna á, aö sagt var í erindi í
brezka útvarpinu eitt sinn á sl
ári: „Það er sorglegur sann-
leikur, að umbótakröfur hafa
oft verið hunzaðar, þar til blóöi
hefur veriö úthellt."