Vísir - 09.01.1969, Qupperneq 13
V1SIR . Fimmtudagur 9. janúar 1969.
13
Með Jökulsá við rúmstokkinn
— Frásagnir um fyrri hlaup i Jökulsá á
fjöllum rifjaðar upp
það duttlungafulla fljót Jökulsá á Fjöllum hefur
nú enn einu sinni rutt sér úr farvegi sínum og flætt
yfir landsvæði í Kelduhverfi. Nokkrir bæir þar eru
einangraðir, og í þessu hlaupi sínu hefur áin ónýtt
ýmis mannanna verk, rutt sundur vegum, rótað upp
girðingum, og flætt yfir ræktað land.
Jökulsá á Fjöllum hefur alla
tíð verið óútreiknanleg og
hlaup -í henni ekki sjaldgæf.
Austur-Sandur i Öxarfirði og
Vestur-Sandur í Kelduhverfi eru
um hundrað ferkílómetra stór
lágslétta, sem mynduð er af
framburði Jökulsár. Á þessu
svæði hefur áin löngum leikið
lausum hala og valdið ýmsum
spjöllum.
í Árbók Ferðafélags íslands
1965 er ýmsan fróðleik að finna
um Jökulsá á Fjöllum, og marg
ar frásagnir af vatnavöxtum \
ánni. Þar segir meöal annars-.
„Eru til sagnir um, að í hlaupi
hafi báti verið róiö frá Víkinga-
vatni að Skógum í Öxarfirðl
Hefur þá veriö einn vatnsflaum-
ur um Sandinn allt austur að
Öxamúp. Víða má sjá, að Jök-
elztu menn til minnast aö slíkt
ei skeð hafi, hafi tekið burt nær
allt engi þessarar sveitar, land
og haga stórkostlega fordjarfaö
og gert nú nýja farvegi vestur
yfir Kelduhverfissand, svo sýni-
legt sé hann að engum notum
Bakkahlaupi, og þaö er einmitt
þar, sem mestur vöxtur er nú í
ánni, en austar á sveitarmörk-
um Kelduhverfis og Öxarfjarðar
heitir Jökulsá, og þar var ann
ar aðalfarvegurinn fyrrum.
ulsá hefur fyrr á timum rutt sér
farvegi, tæmt þá og fyllt og
flætt yfir Sandinn, austur og
vestur, í jökulhlaupum vegna
eldsumbrota í Vatnajökli.
Jökulhlaupa getur í heimild-
um um 1500, 1655, 1684, 1712,
1717, 1726 og 1729. í Seylu-
annál við 1655 segir, að áin hafi
þá gengið svo hátt í gljúfrunum,
að hún hafi drepið fálka, erni
og hrafna, er þar áttu hreiður.
0m hlaupið 1729 voru tekin
þingsvitni í Keldunesi og segir
þar: „Eftir spuröi lögmaðurinn,
Benedikt Þorsteinsson sýslumað
ur, alla samankomna þingsókn-
armenn, hversu ástatt hefði ver-
ið um Jökulsár hlaup ... Var
það þeirra sameiginleg sögn,
að hún á undanfömum vetri
hafi með skelfilegu hlaupi, sem
Keldunesbæir. í fjarska Sandfell (t. v.) og Hafrafell. (Mynd-
ina tók Ó. Sigvaldason og er bún úr Árbók Ferðafélags ís-
lands 1965).
verði hér eftir, sem var til forna
þessarar sveitar bezti styrkur til
heyskapar og útbeitar.““
A ðalvatnsmagn Jökulsár í
Kelduhverfi er í svonefndu
í Árbókinni segir: „Á undan-
förnum árum hefur vatn þorrið
í Jökulsá, svo að nú fellur ekki
vatn í hana, nema í mestu jök-
ulvöxtum á sumrin og leysing-
um á vorin. Vestur undir Keldu-
nesi er mikiil árfarvegur, en lit-
ið vatn í honum nú orðið. Fyrir
rúmlega hálfri öld var þama
önnur aðalkvísl Jökulsár og hét
Stórá.
Þar sem Bakkahlaup er nú
var þá lítill lækur. Aðalbreyt-
ingin varð um nótt að vetrar-
lagi 1907 vegna krapastíflu í
Stórá, en áður sáust þess þó
merki, að áin var farin að leggj-
ast í Hlaupið.
Það er í frásögur fært, að
bóndi á næsta bæ við Hlaupið
ætlaði á fætur í myrkri um
morguninn og rétti hendi eftir
skóm við rúmstokk. Hann rak
höndina á kaf í ískalt vatn og
kom í ljós, þegar kveikt var, að
vatn flóði um baöstofugólfið upp
undir rúmbotna og flutu þar
tréskór bónda.“
„Selveiði var allmikil i Jök-
ulsá áður en hún lagöist í Hlaup-
ið. Gekk selurinn í ána og lá þar
á eyrum. Til selveiði söfnuðust
menn saman af Sandsbæjum í
Kelduhverfi og Öxarfirði,
styggðu selinn upp eftir ánni og
köstuðu á hann nót undan
straumi. Nú er allmikiö af sel í
Bakkahlaupi, og kæpir hann þar
á eyrum um 6—7 km frá sjó.
Ef numið er staðar á Hlaups-
bakkanum má oft sjá fallegan
koll koma upp úr vatninu, og
selurinn horfir sfnum dökku og
greindarlegu augum til Iands.“
• Ivar Eskeland, forstjóri Nor
ræna hússins biöur okkur aö
hvetja öll félög og félagasam-
tök, sem áhuga hafa á að fá af-
not af Norræna húsinu fyrri
hluta ársins 1969, að snúa sér
til hans meö óskir sínar eins
fljótt og hægt er. Á þetta einn-
ig við um námskeiðahald.
Norræna húsið getur í vissum
tilfellum aðstoðað við undirbún-
ing, t. d. meö því að útvega fyr-
irlesara, kennara og aðra aðila.
• Það vakti eigi litla kátínu
á gamlárskvöld, þegar klukkan
var að nálgast tólf á miðnætti
og áramót að koma til ungling-
anna, sem dönsuðu af kappi í
Stapa, þegar hljómsveitarmenn
fóru að tvístíga. Klukkan á slag-
inu kom önnur hljómsveit til
að leika, ,,Nú árið er liðið",
en- það lag hefur ekki verið á
lista yfir 10 vinsælustu lögin,
— a. m. k. ekki síðustu árin
og kunnu hljómsveitarmenn
ekki lagið, höfðu þó heyrt það
lauslega, Hins vegar kunni hin
hljómsveitin lagiö, — en text-
ann söng söngvarinn upp úr
vasabók, og var vel tekið undir
með honum.
• Iceland Review er nýkomið
út, en það var 4. hefti síðasta
árgangs. Er ritið að þessu sinni
helgað ferðamálunum, — ,,nýju“
atvinnugreininni okkar Islend-
inga. Er margt fróðlegt að finna
í ritinu aö vanda og er það vel
myndskreytt og litauðugt. Rit-
ið hefur þótt mjög vinsælt til
sendinga til vina og kunningja
erlendis og mikið notfært í því
skyni. Blaðið hefur nú komið út
í 6 ár.
• Sjómannaalmanakið 1969 er
komið út. Fæst bókin hjá Fiski-
félagi íslands, sem gefur hana
árlega út.
• Meðal skeyta,, sem forseta
íslands bárust með nýárskveðj-
um, var aö finna skeyti frá
mörgum helztu þjööarleiðtogum
heims, eins og t. d. Johnson,
de Gaulle, Tito, Lubke, Pod-
gorny, Franco, Svoboda svo
eitthvað sé nefnt.
• Útflutningsforstjóri Hofnar-
verksmiðjanna, W. de Gruijter,
var staddur í Reykjavík fyrir
nokkru til að kynnast viðskipta-
mönnum fyrirtækis síns hér, —
en þeir eru orðnir nokkuð marg
ir, enda hefur sala á vindlum
stórlega aukizt síðari árin á ís-
landi sem og víðar. Hofnar aug-
lýsir nú aðallega að þeir noti
100% tóbak í vindla sína, en
það mun tíðkast hjá sumum
tóbaksgerðum að kurla se’.Iú-
lósaefni í mylsnuna og mynda
úr henni stærra ,,lauf“, sem svo
er notað í innvið vindlanna. Er
ákaflega erfitt að gera greinar-
mun á þessu „gervilaufi‘‘ og
raunverulegu tóbakslaufi. Beztu
viðskiptavinir Hollendinga eru
Norðurlöndin, og ísland þar
með talið. SÁ myndinni eru þeir
Árni Kristjánsson, aðalræðis-
maður Hollands, W. de Gruijt-
er og Júlíus P. Guðjónsson, um-
boðsmaður Hofnar.
fólk. Ein slík er komin út, er
það NLFÍ, sem gefur út bók í
iausblaðaformi og fá eigendur
bókanna sendar ókeypis við-
bætur.
© Dönsku blöðin, sem hálfs-
mánaðarlega fylla bókabúðimar
fóru síður en svo illa út úr
gengislækkuninni á dögunum,
blöðin lækkuðu í stað þess að
hækka eins og annað. Versnar
@ Matreiðslubækur taka held-
ur lítiö rúm í bókaflóðinu, enn
sjaldgæfari eru þó matreiðslu-
bækur fyrir náttúrulækninga-
því enn hlutur þeirra innlendu
manna, sem vilja standa aö
viku- og mánaðarblaðaútgáfu,
því allur tilkostnaður þeirra
hækkar.
© Það virðist í tízku aö aug-
lýsa alls konar erlend námskeið
í hinu og þessu og er látið
skína í að menn hljóti viður-
kenningu eftir að sækja slík
námskeiö. Nú hafa húsgagna-
arkítektar beðið blaðið að láta
þess getið að varöandi auglýs
ingar á bréfaskóla í húsgagna-
teikningum o. fl. njóti nemend-
ur slíkra námskeiða hvergi þess
álits að þeir fái inngöngu í fé-
lög húsgagnaarkítekta eöa hí-
býlafræðinga.
\
© Ljónaklúbburinn Baldur hef
ur afhent Borgarspítalanum
rausnarlega gjöf, 2300 bækur,
sem nokkurs konar stofn að
bókasafni. Var gjöfiri afhent við
stutta athöfn, en jafnframt
færðu klúbburinn og frú Ágústa
Sigfússon spítalanum bókavagn,
-■em notaður verður til að aka
bókum og tímaritum til sjúkl-
nga, sem ekki hafa fótavist.
Útlán úr safninu annast sjálf-
boðaliðar úr kvennadeild RKl
og ýmsir vinir hinna sjúku.
isw.