Vísir - 20.01.1969, Side 1
59. árg. - Mánudagur 20. janúar 1969. - 16. tbl.
Forsetaskipti í Banda-
ríkjunum fara fram i dag
>■ Forsetaskipti fara fram í dag
'i Washington. Johnson forseti
og Nixon sitja hlið við hlið á
viðhafnarpalli fyrir framan Capi
tol (þinghúsið) í eins konar
byrgjum sem i eru rúður úr
skotheldu gleri, en fram undan
í nokkurri fjariægð er pallur
sjónvarpsmanna. Léynilögreglu-
menn eru á öðru hverju strái og
öll hugsanleg tæki í notkun
tengd öryggi fráfarandi og
verðandi forseta.
Frá því er Nixon hefur unnið for
setaeið sinn sem 37. fprseti Banda
ríkjanna er „Johnson fyrrverandi
forseti" (ex-president). Fánar
blakta á hverri stöng og skrautbog-
ar eru með stuttu millibili á hinni
heimskunnu Pennsylvania-breið-
m-> 10. siða.
i nwiD—nnTMn---------
Sjómannaverkfallið
skollið á
Almennt verkfall siómanna hófst
á miðnætti í nótt. Þegar síðast frétt
ist í morgun hafði sáttafundur ekki
verið boðaður, en fyrsti fundur
deiluaðila með sáttasemjara var
á miðvikudagskvöld og stóð til
morguns. Síðan hefur ekki verið
haldinn fundur.
Verkfall sjómanna, er nú er haf
ið, nær til bátaflotans. Að því
standa beir aðilar, sem þátt hafa
tekið í samningsumleitunum við
útgeröarmenn að undanfömu. Nær
verkfallið til bátasiómanna á Suð-
vesturlandi, Snæfeilsnesi, við Eyja
fjörð og í Vestmannaeyjum.
Eldhafið að Korpúlfsstöðum var geysimikið eins og myndin sýnir. —
iiiiæiiiiili
(Ljósm. Vísis, B. G.).
Tjónið i Korpúlfsstaðabrunanum
tafíð nema 3 milljónum kr.
Eldurinn kom upp
■ í sjö klukkustundir
barðist slökkvilið Reykja
víkur við eld, sem kom
upp í húsinu á Korpúlfs-
stöðum á laugardag. —
Miklar skemmdir urðu á
þegar háspenna fór inn
3 álmum hússins og tal-
ið er, að tjónið á húsinu
sjálfu nemi vart undir 3
milljónum króna, en þá
er ótalið tjón á heyi,
skjölum og öðru, sem
á rafkerfi hússins
fórst í eldinum.
Fólkið á Korpúlfsstöðum varð
eldsins vart um kl. 6 á laugar-
dag, en vegna skammhlaups,
sem oröið hafði einhvern tíma
milli kl. 5 og 6, var síminn í
ólagi og varð að senda dóttur
-ábúandans, Aðalsteins Þorgeirs
Tilraun með flottroll fyr-
ir síldarskipin
— veiðarfærið verður sett upp á Akureyri
— spjallað við Guðna Þorsteinsson
FLOTVARPA, sem teiknuð er af
Guðna Þorsteinssyni, fiskifræð-
ingi, samkvæmt þýzkum fyrir-
piyndum, verður reynd hér við
iand í vor. - Vélbáturinn Björg-
vin frá Dalvík hefur verjð tek-
inn á leigu til þess að annast
þessar tilraunir, sem sennilega
munu hefjast í aþrfl. Með þess-
um tilraunum verður sannreynt,
hvort íslenzku síldveiðiskipin
geti notað þess konar veiðar-
færi, sem Þjóðverjar hafa reynt
með mjög góðum árangri að und
anförnu og meðal annars hér
við land.
Vísir ræddi við Guðna Þorsteins-
son í morgun, sem nú er á förum
til Þýzkalands, ásamt fulitrúa frá
Netastöðinni Odda á Akureyri, en
þar verður flotvarpan sett upp.
Munu þeir kynna sér þessi veiðar-
færi og gerð þeirra í Þýzkalandi.
Þjóðverjar hafa framleitt mikið af
flotvörpum nú upp á síðkastið og
meöal annars flutt talsvert af
þeim út.
Sagði Guðni að ætlunin væri
að panta efni í vörpuna úti, en hún
yrði síðan sett upp á Akureyri.
Þannig yrðu þessi veiðarfæri ef til
vill gerð hér heima, ef flotvörpu-
veiðar yrðu algengar hér.
— Ég býzt við að byrjað veröi
fyrir norðan, ef fært verður vegna
íss í vor. Við erum dálítið áfjáðir
í að ná þorskinum þar. Þarna
fékkst góður afli í botntroll í fyrra,
en það horfði hins vegar til vand-
ræða hve fiskurinn var smár. —
Stærri fiskurinn heldur sig meira
uppi í sjó og þess vegna ætti þetta
veiðarfæri að henta betur til veið-
anna.
Einnig höfum við hug á að finna
nýjar fiskitegundir fyrir bræðsl-
urnar, sem nú eru verkefnalausar.
Ég gæti trúað að undir haustið yrði
reynt að veiða kolmunna og spærl-
ing í flotvörpuna.
Það eru ýmis vandamál, sem
koma upp varðandi notkun þess-
arar vörpu, Þjóðverjar hafa notað
hana fyrir skuttogara og mun
stærri skip, en hér er um að ræða.
En það er hins vegar ætlunin hjá
okkur að reyna hana fyrir þessi
„týpisku" sildarskip.
Helzta nýjungin við þessa vörpu,
er sú, að möskvastærðin á for-
netinu er miklu stærri en á venju-
legu trolli. Þetta gerir það að
verkum að skipin geta notað til
tölulega miklu stærri troll. Og þess
»-> 10. síða
sonar, yfir í Grafarholt til þess
að gera slökkviliðinu viðvart.
Slökkviliðsmenn meö 7 bíla
og eina dælu vöru sendir upp
að Korpúlfsstöðum og voru þeir
komnir á vettvang kl. 6.22, en
þá var mikill eldur logandi í
húsunum. Logaði upp úr þekj-
unni á N-álmunni og NA-álm-
unni. Á efri hæð NA-álmunnar
voru gevmd skjöl úr Borgar-
skjalasafninu, en í nyrztu álm-
unni var heyhlaða og geymslu-
rými.
Vindur stóö af NA og var
því syðri álmunum hætta bú-
in, en slökkvistarfið beindist að
því að verja þær. Lagðar voru
vatnsleiðslur úr ánni Korpu —
en til þess þurftu slökkviliðs-
menn að brjóta gat á ísinn —
en heim aö bænum er um 300
m vegalengd.
Réðust slökkviliðsmennirnir
að eldinum frá miðálmunni út
í NV-álmuna og NA-álmuna.
Voru þá þakhæðirnar í þeim
álmum orðnar alelda. Tókst að
verjast því, að eldurinn næöi að
breiðast út í suður-álmurnar,
þar sem var mikill eldmatur,
m—> 10. sfða.
Unnið í gær að því að bjarga
plöggum úr geymslu skjala-
safns borgarinnar.
LÉT PRENTA ÁVÍSANA-
BLÖÐ MEÐ ÞORSK
• Sparisjóðnum á Hornafirðl
hefur borizt allóvænt send-
i ing, en þar er um að ræða fá-
einar ávísanir, prentaðar á nafn
sparisjóðsins og gefnar út á
hann. Ekki kannast forráöamenn
sjóðsins við að hafa staðiö að
prentun þessara ávísána, svo að
nú er allt útlit fyrir, að einhver
einkaaðili hafi hugsað sér að
taka ómakið af þessari fjármála-
stofnun og prenta tékkheftin fyr
ir hana.
Þessi nýju ávísanaeýöublöð
eru töluvert frábrugðin þeim,
sem notuð hafa verið til þessa.
Þau eru öðruvísi .á litinn — og
þar að auki hefur höfundur
þeirra skreytt þau með listilegri
mynd af þorski, eins og til að
minna menn á að láta ekki glepj,
ast af fölskum ávísunum.
Alls munu fjórar ávísanir af j
þessari tegund hafa borizt Spari]
• sjóðnum á Hornafirði. Heildar-<
upphæð þeirra er tvö til þrjúj
þúsund krónur. Tvær þeirra eruj
gefnar út í Klúbbnum í Reykja-
vík og sú þriðja á Hellu.
Mál þetta er nú í rannsókn]
hjá lögreglunni.