Vísir - 28.01.1969, Blaðsíða 9

Vísir - 28.01.1969, Blaðsíða 9
VTS tR . »-«<JjuaagHr 28. Janöar 1989. V „Eg skrifa fyrir penin - ^eta húsmæður á stórum heimilum unnið úti? — Heidurðu, að þær megi vera að því að velta því fyrir sér? Þær bara vinna - búið og basta! Það er Ingibj'örg Jónsdóttir, húsfreyja, eiginkona og móðir, rithöfundur, þýðandi og útvarpsstarfsmaður með meiru, sem svarar spurningunni. Hún hefur tíma til alls - líka til að rabba við mig um, hversu mikið hún hafi að gera. jVúna er sá tími, sem flestir Islendingar sitja við skrift ir. það er aö segja, þeir sitja sveittir viö aö semja skatt- skýrsluna. Svo aö ég spyr: — Hafðir þú miklar tekjur á síðasta ári — Góöj minnstu ekki á það ógrátandi. Ég var að fá uppgef- ið hvað ég fékk hjá Sjónvarpinu. 190 þúsund — og mér varö töluvert um það eins og þú sérö. — Ég sé þaö nú aö visu ekki, en þú haföir tekjur víðar aö? — Ég þarf að tala viö flest blöðin í Reykjavík aö Vísi íog Þjóðviljanum undanskildum auk útvarpsins og aöskiljanlegra út- gefenda. — Því miður. — Þú vinnur víöa. í hverju er t.d. starf þitt við Sjónvarpiö fólgiö? — Yfirþýðandi afhendir hand ritið, sem oftast er rétt. Síöan fer þýöand; meö það handrit inn og horfir á myndina. Stund um er handritið lélegt og þá þarf aö notast viö segulbands- upptöku til aö leiðrétta það. — Síöan fer þýöandi heim með handritið, þýðk, skilar þýðingu, sem vélrituð er upp á rúllu. En draumurinn er ekki þar með bú- inn. íslenzkufræöingur les yfir handrit og rúllur. Yfirþýðandi ies yfir texta og loks tökum við tvær æfingar í því aö senda þá út á réttum stöðum. Svo mætum viö á útsendingu og sendum textana út meöan á sýningunni stendur . — Hvemig sendið þiö text- ana út? — Ýtum á takka. • VIÐTAL DAGSINS er við Ingibjörgu Jónsdóttur, húsmóður, sem vinnur utan heimilis ið? Horfirðu mikið á sjónvarp- — Ekki nema þegar ég fæ borgaö fyrir það. Enda er það nægilega oft. — Eru bömin mörg og smá ekkj óánægð með útivinnuna? — Hvers vegna skyldu þau vera þaö? Ég hef sjaldan séö stoltari dreng en hann son minn, þegar móöur hans var trúað fyr ir aö þýða Dýrlinginn — ja eða Haukinn! Svo lesa krakk- amir handritin, áöur en ég kemst yfir að lesa þau. Ef mig vantar eitthvert orð yfir nafn á mynd eða slíku, spyr ég börn- in. „Hvað á ég að kalla þetta eða hitt?“ „Hvemig myndir þú þýða „leprechaun" elskan?“ — Svara þau? — Sonur minn, sem er ellefu ára er betri enskumaöur og ís- lenzkumaöur en ég verö nokkru sinni. ’ — Hvemig kemstu yfir þetta aöt? — Þetta hvað? Ég get ekki skilið fólk, sem alltaf er að tala um það, hvað ég hafi mikið aö gera. Við erum samstillt fjöl- skylda og allir hjálpast aö. — Pabbinn er Verkstjóri og stjórn- ar. Mamman vinnur eins og hin ir. Finnst þé ekki sjálfum, Þrá- inn, að karlmenn eigi aö hafa sérstöðU: á heiínilinu og ekki gera neitt eftir að þeir veröa heimilisfeður? Nei, þú þarft ekki að svara. Ég sé það á þér aö þú er mér a'lveg sammála. Ég skal segja þér, hvað þú skalt gera, þegar þú kvænist og konan þín nennir ekki að bursta skóna þína. Burstaðu þá á eldhúsgólf- inu og láttu hana vera 2 — 3 tíma aö ná skósverturákunum af því. Það gerir karlinn minn. — Ég hef eitthvað veitt því eftirtekt, að þú hefur verið um- deild undanfarið f Tfmanum? — Áttu við „Jólasveinana", sem upphaflega áttu að heita , Jólasveinamorðin“? Ég las einu sinni skrýtlu um Skota, sem fór út á aðfangadag, út í hlöðuna sfna, hleypti skoti úr byssu. Síð an fór hann inn og sagði krökk unum sínum, að jólasveinninn hefði framið sjálfsmorð, þegar hann heyrði hvað þau vildu fá mikið í jólagjöf. Það hefur sannarlega verið fjaðrafok út af þessari sögu minni. Hins vegar verð ég þó aö játa, að ég er ósköp ánægð með öll þessi skrif í Landfara og öðrum lesendadálkum. Þau benda til, að einhverjir iesi mig. — Hvað viltu segja um bók- menntasmekk íslendinga? — Þeir lesa bækur eftir mig. Er spumingimni svarað? — Hvað hefurðu skrifað marg ar bækur? — Ég man það naumast. Ég geri ráð fyrir þvf, að þær séu um fimmtán og pá eru bama- bækur meðtaldar. En spurðu mig ekki, hvað þær heita. Þar er ég á gati eins og lesendur bók- anna. — Hver þeirra hefur selzt bezt? — Sennilega sú, sem fékk bezta sölunafnið. Hún hét „Ást i myrkrP og seldist upp á viku frá forlagi, ef ég man rétt. Enda er afar upplagt aö velja slík sölunöfn á bækumar sínar. Þá renna þær út eins og heitar lummur. Menn fara inn í búð f laumi og kaupa bók, sem heitir „Ást í myrkri" og haida þar með aö þeir séu að kaupa „Sexus“ eða „Plexus“ eftir Milíer og upp- götva svo seinna, þegar þeir hafa borgaö bókina, að þetta er ósköp venjulegur menntaskóla- róman — Hvemig byrjaðirðu að skrifa? — Ég veit ekki, hvort ég ætti að segja frá þvf nú eða ekki. Sagan er einfaldiega sú, að ég var að þýða framhaldssögu fyr- ir Alþýðublaðið. Slík vinna krefst þess, að lesa þarf á aö gizka 5 ástarsögur mánaðarlega, og einu sinnj barmaði ég mér hærra en venjulega yfir þessum krossi, sem á mig var lagður. Mér leiðast nefnilega ástarsög- ur úr hófi fram. Elsku maðurinn minn svaraöi mér eins og hann er vanur: „Góða, þér ferst ekki að tala. Þú getur ekki einu sinni gert jafnvel sjálf“. Ég skrifaði bók og bað hann að lesa, en hann sagði mér, aö fimmta flokks reyfarahöfundar gætu selt bækurnar sínar. Ég gerði það. Og þar meö er sagan bú- in. — Að vísu. Eitt fyrir barna- tíma útvarpsins, sem flutt var í söguformi með aöstoð bama. Ég veit ekki hvort hægt er að telja það leikrit eða ekki, en mér skilst að það hafi verið vin sælt. Þaö er um eina af þessum sögum, sem ég segi börnunum mínum á kvöldin, og þar sem á aöeins tvö börn, sem lítil eru „Ég er Ingibjörg Jónsdóttir. — Hefur eitthvað álíka endur tekið sig? — Já, ég kom einu sinni heim úr leikhúsi og sagðist ætla aö skrifa barnaleikrit. Eiginmaður inn sagði, að ég gæti það ekki, svo aö ég settist við ritvélina. Hefurðu ekki tekið eftir því, hvað maður hugsar vel á ritvél? Það var um helgi og svo sagði maðurinn minn, að enginn myndi vilja líta við því. Ég fór meö það í Þjóöleikhúsið, og þjóö leikhússtjóri var-svo elskulegur að taka það tii sýninga. Ég verð hins vegar að viðurkenna þaö, að það tók mig meira en þessa einu helgi aö ganga ffá því til sýninga og þar verö ég eilíf- lega þakklát Klemensi Jónssyni leikstjóra og Guðlaugi Rósin- kranz, sem leyföi mér að vinna þetta leikrit upp í samráöi við Klemens. Ég tel að hann sé ó- venju fær leikstjóri barnaleik- rita og ég læröi mikiö af hon- um — Hefurðu skrifað fleiri leik rit? enn — heita persónurnar Ari- Pari og Hólmfríður gospilla. — Hólmfríöur gospilla er svo fín meö sig, að hún bráðnar, ef vatnsdropi fellur á hana, en Ari- Pari er litli kallinn minn — fjög ura ára, sem átti að fá að sofa 1 miðjunni, þegar hann var þriggja. Þá heyrði hún mamma hans vatnsstraum mikinn inn f stofu og brá við skjótt eins og mömmur gera. Hún færði Ara- Para í aðrar buxur og snerj dýn unni viö og um morguninn var sungið til fóta: Kalt er við kórbak, kúrir þar Jón hrak. Ytar snúa austur og vestur Allir nema Jón hrak. Allir nema Jón hrak. Svo heyröist skömmu seinna þegar ég bærði ekki á mér, en lét kaldar lappirnar hvíla við mínar heitu: „Ætli hún vakni ekki, ef ég syng „Ari hrak“? Annars er strákurinn skrýtinn. Um daginn var hann að spyrja hvað hann fengi að borða um kvöldið og ég sagði. að þýða fisk, elskan". — Jæja, þýöiröu líka fiska? Af hverju þýöirðu þá ekki bara peninga?" Og Ingibjörg ljómar, þeg- :ar hún talar um börnin sín. Um þau gætj hún eflaust endalaust rætt. — Skrifaröu af innri þörf? — Einu sinni hef ég skrifað af innri þörf, og þá leið mér bölvanlega. Annars skrifa ég fyrst og fremst af þeirri riku innri þörf, að mig vantar pen- inga Ég skrifa til að geta selt þaö sem ég skrifa. Ég hef víst móðg- að marga með því að vera svona ósvífin, en þetta er engu að síð- ur rétt. Ég skrifa fyrir peninga, og ég vona innilega, aö inspíra- sjónin heltaki mig aldrei aftur. — Finnst þér skemmtilegra að skrifa fyrir börn en full- orðna? Og hún svarar að bragði: — Tvímælalaust. Helduröu, að það sé ekki gaman aö eiga litinn karl, sem nennir að sitja fyrir framan útvarpið frá hálf átta á morgnana (fyrir nú utan það, hvað það er indælt að vita, að vakni hann snemma, fer hann snemma að sofa) og heyra hann spyrja: „Mamma, af hverju kemur litli barnatíminn ekki strax?“ Hins vegar borgar sig ekki að skrifa fyrir börn. Það eina, sem ég hef skrifað og hefur veriö hafnaö. er tími, sem átti aö vera fyrir „Stundina okkar“ og var í leikformi. Þetta átti að verða til þess aö vekja áhuga bama á tónlist. Mér fannst þátturinn sæmilegur, manninum mínum góður, en „Stundin okk- ar“ vildi ekki sjá hann. — Ég sé á öllu, aö þú hefur mikið álit á manninum þínum? — Sagðirðu álit? Ég hef alltaf verið gáfnasnobb og því giftist ég gáfaðasta manninum, sem ég hef nokkru sinni kynnzt. Því miður fær hann aldrei að njóta sín. Honum voru búin þau grimmu forlög af örlagadísun- um aö verða maðurinn minn. — Mætti ég fá æviágrip? — Ég var í tímakennslu þang- að til að ég var tíu ára. Ég var hjá Sigríöi Magnúsdóttur og komst að því, þegar ég fór i ellefu ára bekk í Miðbæjarbarna skólanum aö ég .afði i raun og vem lesið undir landspróf i tímakennslu. Nú, svo hélt ég áfram og ég gleymi því aldrei, hvað núverandi rektor Mennta- skólans í Reykjavík varð undr- andi, þegar einn nemandi hans hafði lesið Vídalínspostillu. En þar komst ég aö því, hvað hin höfðu lært lítiö og það fylgdi mér það sem eftir var. Enda fékk ég stiglækkandi einkunn alla mina tíð. Ég skildi það ekki í gagnfræðaskóla og ég skildi það enn síður i menntaskóla, aö menn veröa að lesa til að fá háa einkunn. Svo ég fékk alltaf lægri einkunn ár frá ári og rétt skreið í sómasamlegri einkunn á stúdentsprófi frá ágætis einkunn í öðmm skólum. Einu sinni hitti ég gamlan kennara minn hágrálnndi útj á götu. Að vísu var hann dmkk- inn. en hann tjáði mér þó, að hann vildi gjarnan vita, hvað hefði komið fyrir mig eftir að ég komst í „æðri“ s'kóla. „Þú varst alltaf stjörnu-nemandi hjá okkur", kjökraði hann. „Ég skal skrifa um bækurnar þínar. 10. slða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.