Vísir - 22.02.1969, Side 1
59. árg. - Laugardagur 22. febrúar 1969. - 45. tbl.
Þjóðortekjur d mmn lækk-
uðu um 8% 1968
• Bjarni Bencdiktsson, forsæt-
isráðherra, gaf Alþingi í gær
skýrslu um efnahagsástandið.
Virðist nú lfklegt, að fleiri ráð-
herrar birti þingmönnum heild-
aryfirlit yfir viðfangsefni sin svo
sem utanríkismál og samgöngu-
mál.
í upphafi ræöu sinnar gat for-
sætisráðherra þess, að þjóðartekjur
á mann mundu nú svipaðar í raun-
7. síða.
Frá fundi Alþýðusambands Islands í gærdag
Lúgmurkskrufu uð stuðið verði
við summnginn frú því í fyrru
| — segir i ályktun fundar ASI. — 16 manna
samninganefnd kjörin til viðræðna við
atvinnurekendur
■ Fimmtíu og þriggja manna fundur miðstjórnar ASl og full-
trúa landssambanda og einstakra félaga kaus 16 manna
samninganefnd til samningaviðræðna v?ð atvinnurekendur í
gær og er því ekkert því til fyrirstöðu, að samningaviðræður
geti hafizt ef hin einstöku launþegafélög innan ASÍ fallast á
að veita þessari nefnd umboð til samninga. Nefndin hafði
ekki komið saman í gærkvöldi, enda nýkjörin, en reikna má
með því, að Hannibal Valdimarsson verði formaður hennar.
Fundurinn, sem hófst kl. 2 i gær og lauk kl. 7, gerði eftirfar-
andi ályktun:
,,Fundur miðstjórnar Alþýðu
sambands Islands, fulltrúa allra
landssambanda innan A.S.I. og
einstakra félaga sem eru beinir
aðilar að sambandinu, haldinn
21. febrúar 1969, mótmælir harð
iega einhliða ákvörðun og til-
kynningu samtaka atvinnurek-
enda um að fella niður vísitölu
uppbætur á kaup 1. marz n.k.
Við samningagerð A.S.Í. og
atvinnurekenda í marz 1968 var
beinlínis gert ráð fyrir vísitölu
uppbótum á kaup á árinu 1969,
og sú afstaða verkalýðshreyfing
arinnar að sætta sig þá við
skerta vísitölu, var m.a. gerð í
trausti þess að þetta ákvæði
um áframhaldandi kaupgjalds-
vísitölu tryggði nokkuð hag
launþega.
Fundurinn telur, að það hljóti
að vera algjör lágmarkskrafa
samtakanna nú, að staðið verði
við þau fyrirheit. sem koma
fram í samningum frá því í
marz 1968, enda útilokað fyrir
láglaunafólk að taka á sig nýja
dýrtíðaraukningu, eða skeröa
kjör sín frekar, en ge'rt var f
með samningunum frá 1968, en *'
niðurfelling vísitöluuppbóta 1.
marz n.k. þýðir um 10% kaup
skerðingu.
Fundurinn viðurkennir því
ekki hinar einhliða ákvarðanir
atvinnurekenda, og telur óhjá-
kvæmilegt að snúast til varnar
gegn þeirri kjaraskerðingu, sem
atvinnurekendur hafa nú boðað.
Lýsir fundurinn yfir fullri sam
stöðu verkalýðshreyfingarinnar
um kröfur sínar um verðlagsbæt
ur á laun“.
Auk miðstjórnarinnar áttu öll
landssamböndin innan ASl full
trúa á fundinum svo og nokkur
einstök félög, sem ekkj eru í
landssamböndum og eru beinir
aðilar að A.S.Í. Landssamböndin
eru Verkamannasamband ís-
lands, Sjómannasamband Is-
lands, Landssamband ísl. verzl
unarmanna, Málm- og skipa-
smíðasambandið, Samband bygg
ingarmanna og Landssamband
vörubifreiöastjóra. Þá áttu Fé-
lag bókagerðarmanna, Iðjufélög
in, þ.e félög verksmiðjufólks og
sex einstök félög, Starfsstúlkna-
félagið Sókn, ASB (Félag af-
greiðslustúlkna í brauð- og
mjólkurbúðum), Félag ísl. kjöt-
iðnaðarmanna, Félag ísl. raf-
virkja, Mjólkurfræöingafélag
Islands og Bakarasveinafélag ís
lands fulltrúa á fundinum.
Landssöfsiun fil
stuðnings ibúum
Bíafra
Víðtæk landssöfnun er nú að
hefjast hér á landi til stuðnings
íbúum Bíafra, en þar dóu síð-
ustu mánuði allt að tvöfalt
fleirf manns en allir íbuar ís-
lands til samans. Þær 5—7
milljónir manna sem enn eru
eftir í Bíafra eru sárt þjáðar af
sjúkdómum og hungri og bíður
dauðinn, ef ekki verður að gert.
Áskorun hefur verið rituð til
landsmanna um stuðning við
íbúa Bíafra og er hún undirrit-
uð af biskupi islands og öðrum
framámönnum.
. ;:n ■<
MORÐMALIÐ
FYRIR RÉTTI
Flugstjórinn úrskurðaður sakhæfur.
Réttarh'óld 11. marz
9 Ákveðinn hefur verið munnlegur málflutningsdagur í máli
ákæruvaldsins gegn Gunnari Viggó Frederiksen, fyrrum flug-
stjóra, sem aðfaranótt 9. maí skaut Jóhann Gíslason, flugreksturs-
stjóra Fí til bana á heimili hins síðarnefnda.
ATVINNULEYSIÐ HORF
IÐ í SJÁVARPLÁSSU
Atvinnuástandið fer alls staðar batnandi
Málið er höföað fyrir sakadómi
Reykjavíkur og hefst munnlegur
málflutningur þess þriðjudaginn 11.
marz og mun að líkindum fara fram
í Hegningarhúsinu við Skólavörðu-
stfg. Dómurinn verður skipaður
brem mönnum, Þórði Björnssyni yf-
irsakadómara, Halldóri Þorbjörns-
syni sakadómara og Gunnlaugi
Briem sakadómara.
Ákæruvaldið hefur gefið út á-
kæru á hendur Gunnari Viggó Fred
eriksen, þar sem hann er sakaður
um manndráp, og gerir ákæruvaldið
þá kröfu, að kærði verði dæmdur
Shh 7. síða.
Nú er sjáanlegt, að atvinnu-
málin hafa mjög breytzt til
batnaðar, eftir lausn sjómanna-
verkfallsins. Nú fækkar veru-
lega á atvinnuleysisskrá, þótt
vinnan sé varla komin í fullan
gang ennþá eftir verkfallið.
Á nokkrum stöðum eru nú
allir, sem voru á atvinnuleysis-
skrá komnir í vinnu. Sveitar-
stjóri Miðneshrepps tjáði blað-
inu, að ekki væri nóg með, að
allir hefðu horfið af skránni
strax þegar verkfalliö ieystist,
heldur virtist einnig vanta mann
skap í ýmsa vinnu. I Sandgerði
voru 3Ó manns atvinnulausir,
jþegar flestir voru á skrá, en
nú er allt þettá fólk komið í
vinnu.
Sömu sögu var að segja i
Grindavík, þar hurfu allir af at-
vinnuleysisskránni í gærdag. I
Grindavík voru 111 manns at-
vinnulausir, eða sem næst tí-
undi hver maður, þar sem íbú-
arnir eru 10^2. Allt þetta fólk,
sem var á skrá, er starfsfólk
frystihúsanna, sem hafa ekki
verið starfrækt vegna skorts á
hráefni í sjómannaverkfallinu.
I Keflavík voru ekki fyrir
hendi í gærkvöldi endanlegar
tölur um fjölda atvinnulausra,
en þar hafa verið um 200 manns
á skrá. Þá var þaö greinilegt,
að mikill fjöldi fólks var kom-
inn í vinnu, þótt ekki hefðu
allir komið því í verk að til-
kynna um það til bæjarskrifstof
unnar.
I Hafnarfirði hafa 343 verið
á skrá frá áramótum, og greini-
legt var, að töluverð breyting
er orðin þar á atvinnuleysinu,
þótt endanlegar tölur þar að lút-
andj séu ekki fyrir hendi.
Á Akranesi hefur þegar orðið
veruleg brevting til batnaðar.
Þar hafa um 200 manns verið
á skrá, en í gærkvöldi var að
minnsta kosti helmingur þess
fólks kominn í vinnu. Gert var
ráö fyrir, að enn mundi fækka
talsvert á skránni.
Á Snæfellsnesi er atvinnu-
leysi nánast úr sögunni. Mest
var atvinnuleysið í Grundarfiröi
og Stykkishólmi, en þar eru nú
allir bátar komnir til róðra, og
atvinna hefur skapazt við fisk-
vinnsluna fyrir flesta þá, sem
skráðir voru atvinnulausir.
I Ólafsvík og á Hellissandi er
ástandið orðið gott, en þar er
nú unnið af fullum krafti við
fiskvinnslu. Atvinnuleysið varð
aldrei tiltakanlegt á Hellissandi,
þar sem trillur reru verkfallsdag
ana, þegar gaf.
Erfiðara er að gera sér grein
fyrir því, hvaða afleiðingar
lausn verkfallsins hefur hér í
Reykjavík, en • í fyrradag voru
hér 1286 manns á atvinnuleys-
isskrá, 975 karlar og 311 konur.
Margt af þessu fólki-er komið
í vinnu, þótt það hafi ekki til-
kynnt um það ennþá, en þess
er að gæta, að fjölmargir af at-
vinnuleysingjum í Reykjavík
hafa starfað við aðrar atvinnu-
greinar en sjáarútveginn, svo
aö ekki er gott að segja fvrir
um hverja þýöingu lausn verk-
fallsins hefur.
I