Vísir


Vísir - 22.02.1969, Qupperneq 3

Vísir - 22.02.1969, Qupperneq 3
VlSIR . Laugardagur 22. febrúar 1969. 3 Tjegar Siglfirðingar vöknuðu á þriðjudagsmorgun, sáu þeir, hvar gamalkunningi þeirra, ís- inn, var kominn inn á fjörðinn. Hvanneyrarkrókurinn var full- ur af smájökum og alla leið inni á Leirum í fjarðarbotninum voru jakar strandaðir. Menn kipptu sér ekki mikið upp við þetta. Töltu til sinna verka, en lítiö, sem ekkert var að gera, því vélstjóra og sjó- mannadeilan var ekki leyst. Ein hverjir impruðu á því, að nú væri hann kominn „sá fjandi“, en svo var ekkert meira um það talað. Út allan fjöröinn mátti sjá jaka á reki, að vísu nokkuð þétt, en ekki samfasta, svo menn höfðu ekki af þessu nein- ar áhyggjur. Með næstu land- átt mundi þetta reka út fjörö- inn aftur, ef þá ekki bara á útfallinu. Krakkarnir í gagnfræðaskól- anum tóku fsnum með fögnuði hins vegar, eða allavega þau í landsprófsbekknum. Eðlisfræði- kennarinn þeirra, Hafliði Guð- mundsson, hafði lofað fríi eina kennslustund til þess að fara í ískönnunarleiðangur. Eftir hádegi mætti allur bekk urinn, þegar venjuleg kennslu stund hefði átti að hefjast uppi Öslandi inn fjörðinn, ryðjandi ísjökum úr vegi, kom mjólkurbáturinn Drangur. Lögmál Arkimedesar og fyrsti ísinn í skóla, niðri við öldubrjót. — Þau höföu nýlega lært lögmál Arkimedesar og þarna gafst á- gætis tækifæri til þess að sjá með eigin augum, hvemig þaö kæmi heim og saman við raun- veruleikann. Hve mikið skyldi vera neðan- sjávar af jakanum? Tja, hvað hrindir hlutur mikið frá sér í vatni? Hvað léttist hann mikið? En tíminn fór ekki allur til slíkra heilabrota. Menn klöngr- uðust um jakana og nutu góða veðursins í ríkum mæli. Þetta var einhver munur! Aumingja krakkamir, sem nú kúldruðust inni í tímum. Einn úr bekknum hafði verið ,iMK Þegar menn á Siglufirði vöknuðu á þriðjudagsmorgun, var Hvanneyrarkrókurinn orðinn fullur af ís, fyrsta ísnum í vetur. Klöngrazt á ísjökunum utan við öldubrjótinn,meðan kennslustund um lögmál Arkimedesar stendur yfir. sva forsjáll að taka með sér jakanna, en sjálfsagt hafa aðrir bekknum á Siglufirði, að Arki- kajak í kennslustundina. Jón fengið að prófa gripinn, áður medesarlögmálið komi á eðlis- Baldvin Hannesson var mikið öf en kennslustundin rann út. fræöiprófinu í vor. Það verða undaður af farkosti sínum, þar Hvemig sem það fór allt sam- ekki margir, sem flaska á því á sem hann reri fimlega á milli an, þá vona allir í landsprófs- Siglufirði. » m mm „» . g % _____ ___ Það hefðu kannski fleiri strákar viljað vera í sporum Jóns Baldvins Hannessonar á Siglufirði, á kajak innan um ísjaka. 1

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.