Vísir - 22.02.1969, Qupperneq 8
8
V1SIR . Laugardagur 22. febrúar 1969.
VISIR
Otgefandi: Reykjaprent h.f.
Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjóifsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingar: Aðalstræti 8. Símar 15610 11660 og 15099
Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Sími 11660
Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur)
Áskriftargjald kr. 145.00 á mánuði innanlands
I lausasölu kr. 10.00 eintakið
Prentsmiöja Vísis — Edda h.f.
Ekki af baki dottnir
Kommúnistar una því mjög illa, aö verkfall yfir-
manna á bátaflotanum skyldi taka enda. Þeir hefðu
helzt kosið að það stæði annan mánuð í viðbót, og
voru famir að gera sér góðar vonir um það, þegar
ríkisstjórnin og Alþingi tóku í taumana. En hitt er
jafnvíst, að yfirgnæfandi meirihluti sjómanna og þjóð-
arinnar allrar fagnaði því af heilum hug, að hægt
skyldi að hefja vertíðina og bægja með því atvinnu-
leysi og örbirgð frá fjölda heimila. Auk þess hlýtur
öllum að vera ljóst, að það var þjóðarnauðsyn að
koma í veg fyrir lengri stöðvun framleiðslunnar.
Þegar frumvarpið um lausn verkfallsins kom fram
á Alþingi stóðu kommúnistar einir gegn því. Þeir
munu þó hafa lofað að halda ekki uppi málþófi, og
stóðu við það. Enginn þarf þó að ímynda sér að þeir
hafi gert það af ábyrgðartilfinningu eða þægð við
ríkisstjórnina. Ástæðan var sú, að þeir voru hræddir
við almenningsálitið. Hásetarnir, lægst launuðu menn-
irnir á flotanum, voru búnir að semja, og það sýnir
vel, að kommúnistar eru ekki að hugsa um hag þeirra,
sem lægst hafa launin, þegar þeir eru að æsa til verk-
falla. Þeim var vel ljóst, að bæði hásetarnir og margir
aðrir, sem eiga afkomu sína undir því, að bátarnir
geti róið, þoldu ekki langt verkfal!. Voru beir þá að
hugsa um hag yfirmannanna? Nei, ekki heldur; en
þeir töldu sjálfsagt að nota þá eins lengi og hægt væri
til þess að stöðva flotann og skapa öngþveiti.
Og koihmúnistar eru svo sem ekki af baki dottnir
enn. Þótt þetta tilræði mistækist, skal áfram haldið
á sömu braut. Nú hótar Þjóðviljinn nýjum vinnu-
stöðvunum. Einskis skal látið ófreistað til þess að
lama framleiðsluna aftur og auka vandræðin. Getur
það verið, að íslenzkur verkalýður sé svo blindur, að
hann sjái ekki út í hvaða ógöngur þessir menn eru
að reyna að leiða hann? Getur nokkrum blandazt hug-
ur um að þeir eru að reyna að grafa undan efnahags-
legu sjálfstæði þjóðarinnar og ekki sízt þeirra, sem
þeir pykjast vera að hjálpa? Allt er þetta raunar gert
til þess að hefna sín á ríkisstjórninni og stuðnings-
flokkum hennar, af því að þjóðin hefur undanfarinn
áratug trúað þeim betur til að stjórna málum hennar
en stjórnarandstöðunni.
Framsóknarmenn sátu hjá við afgreiðslu frum-
varpsins. Það var þeim líkt. Sama stefnuleysið og
vesalmennskan. Og samt vill þetta láta kalla sig
ábyrgan stjórnmálaflokk! Þeir sáu og viðurkenndu,
hvað í húfi var, en höfðu þó ekki manndóm til þess
að taka skýlausa afstöðu. Þetta er raunar í samræmi
við bið aumkunarverða hlutverk, sem þessi flokkur
hefur leikið í stjórnarandstöðunni síðasta áratuginn.
Hann á sér ekki viðreisnar von.
ENDURSKIPULAGNING
INDLANDSSTJÓRNAR
— Indira Gandhi lætur mj'óg umdeildan ráð-
herra taka við embætti utanrikisráðherra
Að loknum sambandsríkja-
kosningum þeim, sem fram hafa
farið á Indlandi, taldi Indira
Gandhi sig hafa nægilega sterka
aðstöðu til þess að gera breyt-
ingar á sambandsstjóminni, og
er sú helzt, að Dinesh Singh
viðskiptamálaráðherra hefir ver-
Studdu ufstöðu
Breta
París í gær. Á þingmanna-
fundi Vestur-Evrópubandalags
ins í Paris í gær var samþykkt
með yfirgnæfandi meirihluta at
kvæða ályktunartillaga afstöðu
Bretiands í vil.
Ályktunin er þess efnis, að
fagna beri, að ráðið hafi stigiö
skref til tíðra funda fulltrúa
ríkisstjórnanna í bandalaginu
til að ráðgast um vandamálin. í
ályktuninni er Frakkland hvatt
til þess að hefja á ný þátttöiku í
fundum ráðsins.
Fulltrúar Vestur-Þýzkalands
greiddu ályktunartillögunni at-
kvæði.
Litlar líkur sem engar eru fyr
ir, að Frakkland breyti þeirri af-
stöðu, að allar ákvarðanir banda
lagsins hafi einróma samþykki
og k'refjast skriflegra yfirlýsinga
þar um frá bandalagslöndunum
þeir vilja m.ö.o. raunverulega
hafa neitunarvald í bandalaginu
fyrr sitja þeir ekki fundi ráös-
ins.
Vestur-þýzkum
bSuðumunni vísuð
úr Sundi í
Grikkiundi
Aþena: Gríska stjórnin vísaði
i gær úr landi vestur-þýzka
blaðamanninum Baldur Bock-
hoff.
Honum er gefið að sök að hafa
teflt öryggi Grikklands í hættu.
Blaöamaðurinn er fréttaritari
Suddeutsche Zeitung.
ið hækkaður í tign og skipaður
utanríkisráðherra.
Utanríkisráöherraembættinu
hefir Indira Gandhi gegnt sjálf
um misseris skeið eða síðan
Chagla lét af embætti vegna
ágreinings innan stjómarinnar.
Singh hefir á undangengnum
mánuðum verið ráöunautur for-
sætisráðherra um utanríkismál,
samtímis sem hann gegndi viö-
skiptamálaráðherraembættinu.
Dinesh Singh er 43 ára. Hann
var eitt sinn einkaritari Nehrus.
Hann þykir metnaðargjam og
framgjam og er ekki vinsæll í
flokknum (Kongressflokknum).
1962—1966 var hann aöstoðar-
utanríkisráðherra.
Eitt þeirra stórmála, sem
Dinesh Singh.
kemur til kasta Singh, kann að
verða að taka upp við Kína viö
ræður um endurskoðun landa-
mæra Kína og Indlands.
Grikkland fær nú bæði
orrustu- og sprengjubotur
frá Bandarikjunum
skipað hefði verið á land fjórum
sprengjuþotum af gerðinni F-
104-g. Papadopoulos forsætis-
ráðherra hafði áður lýst yfir, að
stjóm Johnsons hefði tekið á-
kvörðunina, og hefir stjóm Nix-
ons þanníg látið hana standa, og
þetta em fyrstu hergögnin, sem
koma til Grikklands frá Banda-
ríkjunum eftir yfirlýsingu Papa-
dopoulos.
Þá hefir bandaríska utanrikis-
ráðuneytið staöfest, að leyfður
hafi verið útflutningur á her-
þotum til Grikklands af gerð-
inni F-lll, og sé það sam-
kvæmt samningum um gagn-
kvæma innri hjálp Nato-land-
anna. \
Padadopoulos
forsætisráðherra.
í Piræus hafnarbæ Aþenu, var
í byrjun vikunnar skipað á land
bandarískum Starfighter-þotum.
Þar með var aftur hafinn út-
flutningur á bandarískum þunga
hergögnum, en hann lagöist nið-
ur, er hernaðarlega stj’ómin tók
völdin i apríl 1967.
Þaö var staðfest af opinberri
hálfu um miðbik vikunnar, að
Ayub Khan ekki í
kjöri í næstu
forsetakosningum
— Lýsti yfir óbreytanlegri ákvörðun sinni
i þessu efni i útvarpsræðu
Rawalpindi í gær: Mohammed
Ayub Khan forseti Pakistan lýsti
yfir í gær í útvarpsræðu, að
hann ætlaði ekki að gefa kost á
sér. er gengið verður til næsta
forsetakjörs, en það á að fara
fram fyrir 17. marz að ári.
Dregur hann sig í hlé eftir
19 ára starf sem forseti landsins.
Undangengna fjóra mánuði hafa
verið miklar óeirðir i landinu,
i seinni tíð komið til átaka nær
daglega, menn drepnir, særðir
eða meiddir, stundum í innbyrð
isátökum, en oft er herlið hefur
verið kvatt á vettvang og á
stundum skotið á fólk í kröfu-
göngum.
Ayub Khan er 61 árs. Hann
kvaðst, hafa helgað starf sitt
þjónustu i þágu landsins, sem
hann elskaði ofar öllu öðm.
Hann kvað ákvörðun slna óbreyt
anlega og myndi hann ekki und
ir nokkrum kringumstæðum
taka hana til endurskoðunar.
Ayub Khan.
/