Vísir - 22.02.1969, Page 13

Vísir - 22.02.1969, Page 13
VSm* . , yj>., ;».rjr».Jyyy ,. >rr r ( » nwr*nrrTr^imrmrrT~TT'— —~— ~ — — ———**—°—~r~-- - ■ i m. mcH Am bœck : * i Vesturheimi fimmtíu ára Tpjjóðræknisfélag íslendinga í Vesturheimi á 50 ára afmæH um þessar mundir, og verður þeirra merfóstímamóta í sögu félagsins minnzt með hátíðahöld um á fimmtugasta ársþingi fé- lagsins, sem haldið verður £ Winnipeg 24.—26. febrúar í ár. Heiðursgestir á afmælisþinginu verða þau Jóhann Hafstein, dóms- og kirkjumálaráðherra, og frú hans. Ráóherr-ann er fulltrúi ís- lenzku ríkisstjórnarinnar og flyt ur aöalræðuna á afmæiishátíð félagsins. Fögnum vér Vestur- Islendingar komu þeirra hjóna. Tildrög stofnunar Þjóðræknis- félagsins og starfssaga þess fram á síöustu ár eru næsta ýtarlega rakin í Tímariti þess í ritgerð dr. Rögnvaldar Péturssonar „Þjóðræknisféiagið 20 ára“ (1939) og í ritgerðum mínum „Aldarfjórðungsafmæli Þjóð- ræknisfélagsins og „Þjóð- ræknisfélagið 45 ára“ (1964). Verður því farið fljótt yfir þá sögu, en ritað nánar um starf- semi félagsins síöastliðin fimm ár. Eftir langan og rækilegan und- irbúning var félagið stofnað í Winnipeg 27. marz 1919 á fjöl- mennum fundi fulítrúa þaðan úr borg og víðs vegar úr byggöum Islendinga í N.-Dakota, Saskat- Philip M. Pétursson núverandi forseti félagsins. chewan og Manitoba. Raunar átti félagið sér miklu lengri að- draganda, og má rekja rætur þess alla leið til fyrsta íslend- ingafélagsins vestan hafs en það er „íslendingafélagið í Am- eríku“ sem íslendingar í Mil- waukeeborg í Wisconsinríki i Bandaríkjunum stofnuðu á þjöð- hátíð sinni þar í borg 2. ágúst 1874. Á komandi sumri eru því 95 ár liðin síðan félagsleg þjóð- ernis- og þjóðræknisleg starf- semi hófst meðal Islendinga vest an hafs. Forseti þessa fyrsta Is- lendingafélags þar i álfu var séra Jón Bjamason, en ritari, Jón Ólafsson, ritstjóri, er þá dvaldi vestan hafs. I undirbúningsnefndinni að stofnun Þjóðræknisfélagsins voru menn og konur úr hinum ýmsu félögum og flokkum í Winnipeg. Forseti var kjörinn séra Rögn- valdur Pétursson, varaforseti: Jón J. Bíldfell og ritari Sigurður Júl. Jóhannesson læknir. Af fyrstu embættismönnum fé lagsins eru nú aðeins tveir ofan moldar, þeir séra Albert E. Krist lAosson, fyrrv. forseti félagsins, Blaine, Washington, og Stefán Einarsson, fyrrv. ritstjóri Heims kringlu, Vancouver, British Col- umbia. Þessi er tilgangur félagsins: 1. Að stuðla að því af fremsta megni, að íslendingar megi verða se*n beztir borgarar f hériendu þjóðlífi. 2. Að styðja og styrkja fs- lenzka tungu og bókvísi í Vest- urheimi. 3. Að efla samúð og samvinnu meðal íslendinga austan hafs og vestan. Hér er þegnhollustunni við fósturlandið skipað f öndvegi, enda hefir hún frá fyrstu tíð Is- lendinga vestan hafs almennt verið talin eitt af helztu og rót- grðnustu einkennum þeirra. En til þess að menn verði kjörland- inu sem beztir og gjðfulastir þegnar, verða þeir vitanlega að leggja eitthvað á borð með sér, varðveita sem lengst og ávaxta sem bezt dýrmæta og Hfræna menningararfleifð sína. Á þetta minnir önnur málsgrein stefnu- skrár félagsins. En eigi verður sú arfleifð varðveitt til frambúð- ar, ef menn slitna úr tengslum við ætternislegan og menningar- legan uppruna sinn. Þess vegna er það, í þriðja lagi, aðalmark- miö félagsins, að efla gagnkvæm an skilning og samstarf milli Is- lendinga beggja megin hafsins. I anda hinnar þríþættu stefnu- skrár félagsins hefir starf þess veriö unnið þann aldarhelming, sem það á sér nú að baki. Má segja, að aðalþættirnir í starf- semi félagsins hafi verið: út- breiðslu- og fræðslumál, útgáfu- mál og samvinnumálin við ís- land. En þessar meginkvíslir fé- lagsstarfsins falla óhjákværhi- lega með ýmsum hætti f sama farveg. Frá upphafi vega hefir út- breiðslustarfsemin verið eitt af aðalviðfangsefnum stjórnar- nefndar félagsins. Sú viðleitni hefir verið í því fólgin. að koma á fót félagsdeildum, hvar sem því varð viðkomið. að styðja I starfi þær deildir, sem þegar voru stofnaðar, og að afla félag- inu sem flestra einstakra félags- manna sem víðast um Vestur- álfu. Kynni menn sér sögu félags- ins kemur það einnig á daginn, að deildir þess hafa um lengri eða skemmri tíma verið starf- andi í flestum helztu byggðum Islendinga vestan hafs, og ; þeim borgum þar sem þeir eru fjöl- mennastir. Og ennþá standa deildir þess víða fótum. Fjölmennustu og athgfnasöm- ustu þeirra eru deildirnar í Ár- borg, Edmonton, á Gimli og í Winnipeg. Hinar eru fámennari, en halda þó í horfi eftir aðstæð- um. Þjóðræknisfélagið sjálft hefir, að vonum, látið sig miklu skipta íslenzkukennslu og söngfræðslu á íslenzku, stvrkt deildir félags- ins með fjárframiögum á því sviði, auk þess, sem það hélt uppi, á eigin vegum, fslenzku- kennsiu í Winnipeg áratugum saman. Félasið átti einní» hlut að því að koma upp í Winnipeg ís- lenzku bókasafni félagsfólki til almennra nota, og hefir veitt safninu nokkurn fiárhagslegan stuðning. Annars hefir þióðrækn isdeildin ,,Frón“ þar í borg starfrækt safnið áratugum sam- an, os haft mestan veg og vanda af viðhaldi hess oe aukningu. Þióðræknisfélagið hafði eínnig ienai á da'isb’ri sinni málið um stofnun kennarastóis í íslenzku við Manitobaháskóia og hélt bvi merkismáli með beim hætti vak- snrli + V»*5. skóiastólsmálinu nokkurn fjár- hagslegan stuðning. Otgáfumál félagsins eru mikiil þáttur og merkilegur í starfi þess, og sérstakiega í fræðslu- og landkynningarstarfsemi þess. Merkasti og mikilvægasti þátt urinn í útgáfumálum féiagsins er útgáfa Tímarits félagsins, er út hefir komið óslitið síöan fé- lagið var stofnað. Dr. Rögnvald- ur Pétursson var ritstjóri rits- ins frá byrjun og til dánardæg- urs (1940). Tók Gísli Jónsson, skáld, þá við ritstjórninni og skipaði þann sess fram til árs- ins 1958, en síðan hafa þeir hann og Haraldur Bessason, pró- fessor, verið ritstjórar sameigin- lega. Óhætt má segja, að Tímaritið hafi náð vel tilgangi sínum sem málgagn Þjóðræknisfélagsins, verið bæði fræðandi og mennt- andi, eins og slíku riti sæmir, flutt jöfnum höndum iaust mál og ljóð. Hafa flestir kunnustu rithöfundar og helztu skáid ís- lendinga vestan hafs lagt ritinu til efni, og auk þess ýmsir þjóð- kunnir rithöfundar og merkis- skáld heima á ættjöröinni. Harla fjölskrúðug er því sú mynd, sem brugðið er upp í ritinu af vestur- íslenzkri bókmenntaviðleitni og menningarlífi. Innan spjalda þess, í þingtíðindum Þjóðrækn- isfélagsins, geymist einnig starfs saga félagsins. sem óneitanlega er orðinn ærið merkur þáttur í félagsmáiásagu ísléndinga í Vest urheimi. Þjóðræknisfélagið hefir einnig haft með höndum söfnun ís- lenzkra sögugagna og íslenzks þjóðlegs fróðleiks vestan hafs, samhliða söfnun ýmissa ís- lenzkra muna, er menningarsögu legt gildi hafa. Félagið hefir einn ig, með ýmsum hætti, átt sinn driúga þátt í þvi að halda á lofti minningu íslenzkra land- nema vestan hafs og öndvegis- skálda vorra beggja megin hafs- ins. Þriggja daga ársbing Þjóð- ræknisfélagsins, „þjóðræknis- þingin“, eins og þau eru venju- lega kölluð meðal íslendinga vestan hafs, og fjölbreyttar sam komurnar í sambandi við bingin, eru mikilvægur þáttur í 50 ára sögu féiagsins. Sama máli gegn- ir um hinar fjölmörgu aörar op- inberu samkomur, af ýmsu sér- stöku og verðugu tilefni, sem félagið hefir staðið að, eitt sér, eða í samstarfi við önnur vest- ur-íslenzk félög. Allar hafa fram antaldar samkomur átt bæði mik ið fræðslu- og skemmtigildi. Með þeim hefir verið ofinn snar þátt- ur í þjóðræknisstarfsemina, og þær hafa stórum aukið á litbrigð in í vestur-íslenzku félags- og menningarlífi. I samræmi við þann tilgang Þjóðræknisfélagsins „að efla samúð og samvinnu meðal Is- lendinga austan hafs og vestan," hafa þau ættemislegu og menn- ingarlegu samskinti yfir hafiö verið grundvailarþáttur í sam- starfi féiagsins. og. góðu heilli, aldrei verið fiölbættari en á sið- ari árum Renna margar stoðir undir há brúarbvggingu. Þeirri margþættu og vaxandi samvinnu fram að sfðustu fimm árum eru gerð ýtarleg skil í rit gerðum okkar dr. Rögnvaldar. og levfir rúm eipi. þótt meir en maklegt væri, að endurtaka þá frásöen hér, og verður bv[ að n'V'rrm oft tríno f ?1 Víptltlpr Fll m Dr. Richard Beck. þar koma við sögu, af hálfu heimaþjóðarinnar, margir þeir, sem félag vort á sérstaklega mikla og varanlega þakkarskuld að gjalda fyrir heimsóknir þeirra á vorar slóðir íslendinga vestan hafs, og á vegum félags vors víðs vegar, og fyrir virkan áhuga þeirra á vomm málum, svo sem þeir Jónas Jónsson, ráðherra, dr. Sigurgeir Sigurðsson, biskup, og ambassador Thör Thors. Á síðastliðnum fimm árum ber hæst, taldar i tímaröð, sögu legar heimsóknir dr. Bjama Benediktssonar, forsætisráð- berra íslands, sumarið 1964, og herra Ásgeirs Ásgeirssonar, sum arið 1967, og var það önnur heim sókn hins síðamefnda vestur um haf, eins og kunnugt er. Er ó- þarft að fjölyrða um það, hverj- ir aufúsugestir þeir og föruneyti þeirra vom oss Vestur-íslending um. Á umræddu tímabili í sögu Þjóðræknisfélagsins höfum vér ísiendingar vestan hafs átt að fagna mörgum og kærkomnum gestum heiman um haf, fræði- og menntamönnum og öðmm, en rúm leyfir eigi, að gera nánari grein fyrir þeim heimsóknum. Gestir félagsins á þjóðræknis- þinginu 1968 voru þau Hermann ■ Pálsson, prófessor í íslenzku viö Edinborgarháskóia, og kona hans. Fiutti Hermann prófessor aðalræðuna á lokasamkomu þingsins. Undanfarna daga hafði hann flutt fyrirlestra við Mani- tobaháskóla við mikla aðsókn. Þjóðræknisfélag íslendinga í Reykjavík, undir forustu Sigurð- ar Sigurgejrssonar bankaritara og með aðstoð annarra velunn- ara vor Vestur-Islendinga hefir á síðustu árum, eins og áður átt nána og víðtæka samvinnu viö Þjóðræknisfélag, íslendinga í Vesturheimi. I viðurkenningar skyni fyrir það mikla og góða starf hans, voru þau Sigurður og frú hans heiðursgestir á ís- lendingadeginum að Gimli 5. ágúst í fyrrasumar, og fiutti hann þar aðalræðuna.. Þá skal þess þakklátlega get- ið, að menntamálaráðuneyti Is- lands hefir árlega um mörg und- anfarin ár veitt stúdent eða kandídat af íslenzkum ættum bú settum vestan hafs fjárstyrk til náms í íslenzkum fræðum í heim spekideild Háskóla íslands. Aug- lýsir Þjóðræknisfélagið styrkinn og velur styrkþega. Er gott til þess að vita, að eigi allfáir vest- ur-íslenzkir stúdentar hafa not- fært sér þetta ágæta tækifæri til náms og dvalar heima á ættjörð- inni. Veröur nú vikið að nokkrum meginatriöum f hlutdeild Þjóð- ræknisfélagsins f samstarfinu við ísland á umræddu fimm ára tímabili, en farið fljótt yfir sögu rúmsins vegna. Þjóðræknisfélagið átti, beint og óbeint, sinn þátt í því, að tuttugu ára afmælis hins ís- lenzka lýðveldis var minnzt vel og virðulega í Kanada, og fer forseti félagsins, séra Philip M. Pétursson, um það eftirfarandi orðum f skýrslu sinni fyrir 1964: „Hinn næsti stór-viðburður meðal vor íslendinga var tuttugu ára afmæli hins íslenzka Iýð- veldis. Var þess rainnzt.hér í Kanada að tilhlutan féhirðis fé- lagsins, Gcetfis Jóhannsonair, raeðisTw. og með aöato# varaftir seta, pröf. Haraíds Bessas.qnar. Barst - rödii for-seta Íslanös,.®ei!ía Ásgeirs Ásgeirssonar, tíl kanád- isku þjöðapmnar í ti-lefni dagsins 17. jönf í þjóðarútvarpinu CŒgG. og landstjóri Kanada, Gov Gan. George P. Vanier, fluttí einnig nofekur vinarorð til þjóðarmnar og tíl Islendinga. Þar voru Ifka nokkur íslenzk lög og mæltist þessi útvarpsliöur mjög vel fyr- ir. Þeir sem á hann hlýddu. fundu, að hér var um að ræða þjóð, sem stóðst vel samanburð við aðrar menningarþjóðir.“ Þjóðræknisfélagið hefir á sfð- ustu árum stutt skógræktina heima á ættjörðinni með nokkru fjárframlagi úr eig- in sjóði. Ennfremur er starfandi af hálfu félagsins milliþinga- nefnd i því máli, og hafa bæði deildir félagsins og margir ein- staklingar brugðizt vel við mála- leitun nefndarinnar og stutt skóg ræktarmálið með fjárframlögum. Sterkasti þátturinn í brúar- byggingunni vestan um haf tíl íslands á siðastliönum árum hafa þó verið hinar tíðu og fjöl- mennu hópferðir Vestur-íslend- inga til ættjarðarinnar á vegum Þjóðræknisfélagsins, deilda þess og annarra aðila. Langfjölmenn- ust var hópferðin, sem félagið stóð að sfðastliðið sumar, um 130 manns, undir forustu Jak- obs F. Kristjánssonar, frú Krist- ínar Johnson og séra Philips M. Péturssonar. I sambandi við útgáfumál Þjóðræknisfélagsins var víkið að iandkynningarstarfsemi þess í íslands þágu, en það verk hefir unnið verið á vfðtækara grund- velli. Það yrði löng nafnaskrá, ef telja ætti upp hina mörgu, sem átt hafa sæti í stjórnamefnd Þjóðræknisfélagsins á liðnum aldarhelmingi í sögu þess. Verð ur að nægja að vfsa til emb- ættismannatalsins aftan við rit- gerðir mínar um 25 ára og 45 ára afmæli félagsins og hlið- stæðrar ritgerðar í tilefni af 50 ára afmæli þess, sem nú er í prentun f Tímariti félagsirts. Hér verða einungis taldir for- setar félagsins í þeirri röð, er þeir vora fyrst kjörnir í það emb ætti, en margir þeirra skipuðu forsetasessinn oftar en einu sinni og árum saman: Dr. Rögn- valdur Pétursson, séra Jónas A. Sigurðsson, séra Albert E. Krist- jánsson, séra Ragnar E. Kvaran, Jón J. Bíldfell, prófessor. Rich- ard Beck, dr. Valdimar J. Ey- lands og séra Philip M. Péturs- son, núverandi forseti. Sá, sem þetta ritar, stendur of nærri Þjóðræknisfélagi íslend- inga í Vesturheimi, til þess að fella neinn fullnaðardóm á starf þess. Kýs hann því að láta starfs sögu þess, þótt hér hafi verið stiklað á stóru, einkum um fyrri starfsár félagsins, hera því vitni, hverju félagið hefir aírek að á liðnum 50 áram. En mikill góðhugur í garð fé- lagsins, og um leið sambærileg viðurkenning á starfi þess, lýsir sér í þvf, að bæði núverandi landstjóri Kanada hefir, eins og margir forverar hans, sýnt fé- laginu þann sóma að gerast vemdari þess, og að. forseti ís- lands hefir, eins og fyrirrenn- arar hans, sýnt félaginu sömu sæmd. Fyrir það vottum vér fé- iagsmenn og konur f Þióðrækn- isfélaginu þessum mikilsviftu þjóðhöfðingjum djúpa þökk vora og virðingu. (I þessari grein sinni hefir höf. stuðzt við framannefnda rit gerð sína um 45 ára afmæli Þjóð ræknisfélagsins í Tímariti þess og einnig að dálitlu leyti við rit- gerð sína um 50 ára afmæli fé- lagsins, sem birt er í sama riti, og út kemur meðan á afmælis- binginu stendur). 1 f

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.