Vísir - 22.02.1969, Page 16
Laugardagur 22. febrúar 1969.
Lntmg 178 - Snri 21120 Rejkjnk'
INNRÉTTINGAR
35646
Gerir alla ánægáa
Eltingaleikur
K *
Fjórir piltar brufust inn i bilaleiguna Fal og
stálu tveim nýjustu bilunum
• Lögregluþjónar háðu
■ í fyrrinótt eltingaleik
við bílþjófa og náðu
: þeim, þegar þjófamir
;j lentu út af veginum og
j enduðu ökutúrinn á
;s grindverki. Kom þá í
| ljós, að þjófarnir höfðu í
:j félagi við aðra stolið
j tveim bifreiðum frá bíla-
! leigunni „t’aP um nótt-
j ina.
Engin tilkynning hafði verið
send út um bifreiðastuldi, þegar
lögregluþjónar á eftirlitsferð um
l austurborgina veittu eftirtekt
tveim Volkswagen-bílum við
; Sogaveg í fyrrinótt. Það, sem
athygli lögreglumannanna vakti,
■] var aksturslagið á bílunum, sem
3 var í greiðára lagi. Vöknuðu bjá
ji þeim grunsemdir, að um kapp-
íj akstur væri að ræða hjá öku-
I mönnunum.
Hófu þeir eftirför, en ökuþór-
4 arnir héldu sinn í bvora áttina
og þar sem lögreglumennirnir
höföu aðeins eina bifreið tiltæka,
urðu þeir að láta aðra bifreiöina
sleppa fyrst um sinn, en ein-
beittu sér að því að ná hinni.
Við sírenuvæl og rauð ljós
hófu þeir eftirför, en eltinga-
leikurinn stóð ekki lengi. Við
gatnamót Sogavegar og Grens-
ásvegar missti flóttamaöurinn
vald á bifreið sinni, náði ekki
beygjunni og bifreiðin hafnaði á
grindverki. Þar gripu piltarnir
báðir, sem í bílnum voru, til fót-
anna og hugðust forða sér á
sínum tveim jafnfljótum.
En lögreglumennirnir voru
þeim sprettharðari og voru kauð
ar handsamaðir og færðir niður
á lögreglustöð til yfirheyrslu.
Kom þá í ljós, að þeir höfðu
í félagi við þrjá pilta aðra brot-
izt inn í bílageymslu „Fals“ við
Rauðarárstíg 31 og stolið þaðan
tveim nýjustu bílum bílaleigunn
ar, Volkswagen af árgerð 1969.
Um morguninn fannst hin bif-
reiðin, þar sem kirfilega hafði
veriö gengið frá henni inni í
Garðsenda. Lyklar hennar fund-
ust í öskubakka ö.kumannsins,
!>>-> 7. síða.
við bílaþjófa
Bifvélavirkjarnir í Fal voru byrjaöir aö gera við bílmn í gær
á verkstæði bílaleigunnar.
Kapprætf öðru
sÍBini á morpii
Síðari kappræðufundur Heimdall
ar og FUF verður haldinn f Sig-
túni á morgun kl. 15. Verður þar
kapprætt um efnahagsstefnu ríkis
stjórnarinnar.
Framsögumenn verða þeir Þröst
ur Ólafsson og Elías S. Jónsson
frá framsóknarmönnum, en af hálfu
ungra sjálfstæðismanna þeir Stein
ar Berg Bjömsson og Styrmir Gunn
arsson. Fundarstjórar eru þeir Sig-
urður Þórhallsson frá FUF og
Pétur Kjartansson frá S'US.
Fyrri fundinn sóttu nser sex
hundruð manns.
Lýriskar mpdir
á Mokka
„Myndlistin hefur átt hug minn
allan um langan tíma“, sagði Eyj-
ólfur Einarsson listmálari í stuttu
viðtali við blaðið. ..Ég kom heint
frá námi við Listaakademíuna í
Höfn árið 1966, en þar var ég við
nám í fimm ár, hjá hinum þekkta
danska listamanni prófessor Sören
Hjort Nilsen, en hann er Islending-
um aö góðu kunnur, enda mikill
vinur landans. Áöur hafði ég num-
iö við Handiða og myndlistaskólann
í Reykjavík“.
Eyjólfur sýnir þessa dagana 13
málverk á Mokka við Skólavörðu-
stíg 10 olíukrítarmyndir og þrjár
vatnslitaskissur, en áður hefur Eyj-
ólfur sýnt myndir sinar í Bogasaln-
um.
ser
sólina / nýja hásnæSinu
□ Landssíminn opnar nýjan af-
"reiðslusal í nýbyggingunni á
’orni Thorvaldsensstrætis og
’Urkjustrætis í sumar. Efri hæð-
- hússins verða teknar í notkun
■ ú f|vor að sögn póst- og síma-
f'iálastjóra.
Litlar breytingar verða á starf-
semi Landssímans við þessa stækk-
un.
— Breytingarnar eru einna helzt
þær, sagði póst- og símamálastjóri,
að fólk, sem verið hefur í glugga-
lausum herbergjum, kemst nú í her
bergi með glugga. í miðju hússins
verða vélasalir og afgreiðsla á
Lamaðir fá undan-
neðstu hæð. Tilhögun þar er enn-
þá ekki ákveðin og starfar nú nefnd
að því að ákveða endanlegt fyrir-
komulag þar. Almenni afgreiðslu-
salurinn, sem nú er, veröur að
nokkru tekinn undir skrifstofur rit-
símastjóra.
Það má sem sagt segja, að starfs-
fólk Landssímans fái að sjá sólina
í þessu nýja húsnæði. En glugga-
lausu skonsurnar verða nú teknar
undir geymslur.
„Viö getum ekki afsalaö
okkur verðlagsbótum"
- lagagrundv'óll vantar, segir Kristján Thorkrcfas
• Ég tel útilokað að við getum
afsalað okkur verðlagsbótum eða
öðrum ákvæðum í kjarasamningum
opinberra starfsmanna, — lagaleg-
an grundvöll skortir til þess, sagði
Kristján *Thorlacius, form. Banda-
lags starfsmanna ríkis og bæja, er
Vísir ræddi við hann í gær.
Kjarasamningalög opinberra starfs
manna gera ráð fyrir ákveðnum
forsendum til að viðræður um breyt
ingu á kjarasamningum geti tekizt
áður en samningarnir falla úr gildi
og þessar forsendur skortir. — Við
vitum ekki hvað gerist í samning-
um milli launþega og atvinnurek
enda á almennum vinnumarkað
miðað viö 1. marz. Kjaradómur úr
skurðaöi það í júní í fyrra, að visi
tölugreiðslur kaups skyldu komí
1. marz eftir ákveðnum reglum, ei
samningstímabilið nær til næsti
áramóta.
Aðspuröur um hvaða ráðstafan;
BSRB myndi grípa til ef sett yrði
lög til samræmis við yfirlýsingi
Vinnuveitendasambandsins, sagð
Kristján, að BSRB gæti ekker
gert, landslög myndu gilda.
þágu í umferðinni
Lögreglustjórinn í Reykjavík
hefur nú látið útbúa sérstök
skilti fyrir fatlað fólk, og veitt
fötluðu fólk undanþágu frá
reglum um stöðu ökutækja. Er
fötluöum nú heimilt að leggja
ökutæki sínu með skilti þessu
við heimili sitt eða vinnustað,
enda þótt þar sé að öðru
jpfnu bönnuð staða bifreiða. Þá
getur fatlaður ökumaður sem er
að sinna nauðsynlegum erind-
um lagt ökutæki sínu þar sem
ella er bannað í almennum um-
ferðarreglum t.d. við verzlanir,
læknastofur skrifstofur, enda sé
þá lagt um skamman tíma.
Lögreglustjórinn veitir undan
þágur þessar að fenginni um-
sögn Sjálfsbjargar, landssam-
bands fatlaðra Geta einungis,
þeir, sem hafa verulega skerta
hæfni til gangs búizt við að fá
undanþágu. Myndin sýnir hvern
ig skiltið lítur út.
UNGLINGAR og sjoppur hafa
oft skapað vandamál hér í
borgarlífinu. íbúar hússins
Dunhaga 23 hafa undanfarið
ekki átt sjö dagana sæla,
vegna þess að í húsinu er
starfrækt sjoppa, þar sem
einkum verzla unglingar úr
Hagaskóla.
Þetta mál hefur verið til um-
ræðu í Heilbrigðisnefnd Reykja-
víkur, en málið hefur ekki enn
verið útkljáö.
Einn þeirra, sem á íbúð að
Dunhaga 23, átti viðtal við Vísi,
og skýrði frá því, að á ýmsu
hefði gengiö á undanförnum ár-
um.
„Fyrir um það bil átta árum
var starfrækt blómabúð hér í
húsinu. öllum til án'^giu. en fyr-
ir þremur árum var húsnæðið
selt manni, sem fékk sjoppu-
leyfi. Þetta húsnæði er tæp 3%
af allri eigninni, og þeir sem eiga
hin 97% mótmæla, sem einn
maður því ónæði, sem stafar frá
þessum litla hluta.
Sjoppan hér I húsinu hefur
nokkrum sinnum skipt um eig-
endur. Heilbrigöiseftirlitið hefur
einu sinni lokr.ð henni, en hún
var opnuð aftur eftir einhverjar
breytingar. Síðan hefur ástand-
ið hér oft á tíðum verið eins og
við sendiráð í umsátursástandj.
Ef þessu fer fram eins og nú
horfir, er vart annað fyrirsjáan-
legt en íbúarnir verði að flýja í
annað húsnæði."
Þannig fórust sem sagt ein-
um ibúa hússins Dunhaga 23 orð
í viðtali við blaðiö.
[
I